Morgunblaðið - 18.02.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 18.02.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þið eruð víðsýn og skilnings- rík og eigið auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu heilsu þinnar. Ekkert er þér jafndýrmætt og hún. Leggðu það á þig, sem þarf til þess að þú sért í sem bestu formi, andlega sem lík- amlega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Þú þarft að koma sjálfum þér á það stig að ver- aldlegir hlutir hafi ekki helj- artak á þér. Þeir eru ekki allt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sumt er einfaldlega þess virði að maður færi fórnir. Ef þú sýnir þolinmæði og heldur þetta tímabil út átt þú eftir að uppskera ríkulega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öll- um sem í kringum þig eru. Leyfðu því öðrum að njóta sín og sinnt þú þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er við engan að sakast nema sjálfan þig, ef það mál, sem þú berð svo mjög fyrir brjósti, gengur ekki upp. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlut- um. Samstarfsmenn þínir kunna vel að meta þennan hæfileika sem og yfirmenn þínir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur lagt fram krafta þína í góðri meiningu en upp- skerð aðeins misskilning fé- laga þinna. Skoðaðu hvað býr að baki áður en þú segir nokkuð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða hlutina vandlega. Haltu svo áfram þegar nið- urstaðan liggur fyrir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vandasöm verkefni bíða þín en gangir þú heill til starfa muntu leysa þau og afla þér aukins frama og vinsælda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hef- ur sett þér takmark. Gættu þess að missa ekki sjónar á því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað eru hlutirnir að vefjast fyrir þér svo biddu hlutlausan aðila um að leið- beina þér svo þú áttir þig bet- ur á því hvert þú vilt stefna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt sjálfsgagnrýni geti verið holl kann hún að keyra úr hófi fram eins og allt annað. Vandamál heimsins eru ekki öll þér að kenna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EKKJAN VIÐ ÁNA Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull, ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína. - - - Á bakkanum við ána hún bjó við lítil völd og barðist þar við skortinn í næstum hálfa öld. Á hrífuskafti og prjónum var höndin kreppt og bogin og hartnær þorrin brjóstin, – af tíu munnum sogin. Og meðan inni í sveitinni bústöðum var býtt og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt, hún undi sér við heiðina og elfarstrauminn bláa, en annars vegar hraunið, – í kotinu sínu lága. Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett. Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin, hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn. - - - Guðmundur Friðjónsson LJÓÐABROT 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Bb7 8. d3 d6 9. Rc3 b4 10. Re2 Ra5 11. Ba2 Dd7 12. Rg3 0-0-0 13. Rf5 Re8 14. c3 bxc3 15. bxc3 f6 16. Re3 g5 17. Hb1 Rg7 18. Rc4 Rxc4 19. Bxc4 c6 20. d4 d5 21. Be2 dxe4 Samhliða Olís-einvíginu fór fram tveggja skáka einvígi milli tölvuforritsins Tiger 15 og tveggja ís- lenskra skákmanna, Arnars Gunn- arssonar (2.345) og Braga Þorfinnssonar (2.405). Tölvuforritið vann 2-0 í báðum ein- vígjunum en staðan kom upp í fyrri skák forritsins og Braga og hafði Sílikonskrímslið hvítt. 22. Rxg5! Ba7 22. ...fxg5 gekk ekki upp vegna 23. Bg4 Rf5 24. Db3 og hvítur er með pálmann í höndunum. Í framhaldinu átti svartur sér ekki heldur viðreisnar von. 23. Db3 Hhf8 24. Rxe4 Dc7 25. dxe5 fxe5 26. Ba3 c5 27. Bxc5 Bxe4 28. Bxa6+ Kd7 29. Hbd1+ Ke8 30. Hxd8+ og svartur gafst upp. 1. um- ferð Stórmóts Hróksins hefst í dag kl. 17 á Kjarvals- stöðum. Friðrik Ólafsson verður með skákskýringar og hefjast þær kl. 20. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. DANSKA skáldið Martin Andersen Nexö skrifaði fræga sögu um Palla sigur- vegara, en færri vita að til er bók um annan sigurvegara – Zia Mahmood. Hún er eftir hann sjálfan og Phillip Alder og heitir Bridge My Way, en ætti kannski að heita Zia sig- urvegari – á Bridshátíð. „Maðurinn getur bara ekki tapað á Íslandi,“ sagði einn spilari í spjalli við dálkahöf- und þegar ljóst var að Zia og Boye Brogeland höfðu skot- ist upp í efsta sætið í síðustu umferð tvímenningskeppn- innar. Á því virtust ekki miklar líkur þegar nokkrum umferðum var ólokið, því Svíinn Björn Fallenius og Bandaríkjamaðurinn Roy Welland höfðu þá umtals- verða forystu. En það eru síðustu seturnar sem telja í harðri tvímenningskeppni, „og einhvern veginn tekst Zia alltaf að kreista fram sig- ur með herslumun á loka- sprettinum,“ sagði viðmæl- andi minn, fullur undrunar og aðdáunar í senn. „Hvers vegna?“ „Þú verður að lesa bókina,“ svaraði ég gáfulega. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 87 ♥ G87543 ♦ K6 ♣Á74 Vestur Austur ♠ KG2 ♠ 543 ♥ 92 ♥ D106 ♦ D9753 ♦ Á82 ♣1063 ♣KDG8 Suður ♠ ÁD1086 ♥ ÁK ♦ G104 ♣952 Annars voru spil tvímenn- ingsins óvenju daufleg að þessu sinni, lítið um slemmur og geimin flöt, en baráttan var fyrst og fremst á lágu nótunum. Hér er spil þar sem danska parið Blakset og Christiansen uppskáru vel á sjaldgæfri sagnaðferð, en þeir nota yfirfærslur eftir innákomu makkers. Blakset var í norður og passaði í upp- hafi, en austur vakti síðan á Standad-laufi: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 1 spaði Pass 2 tíglar *Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass Tveggja tígla sögn norð- urs var yfirfærsla í hjarta og svar suðurs lofaði a.m.k. tví- lit, en ekki nógu góðum spil- um til að reyna við geimsögn að svo stöddu. Eins og sést, má ekki fara þrepinu ofar, því það fást nákvæmlega átta slagir. Á mörgum borð- um fóru NS-pörin sér að voða, enda mætti suður varla passa eðlilegt svar á tveimur hjörtum. Reyndar breytir upphaflegt pass norðurs stöðunni töluvert, en gildi sagnvenjunnar er enn meira ef norður væri að tjá sig í fyrsta sinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson AIRI Takashima, sem er 21 árs gömul japönsk stúlka, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á að fræðast um Ís- land og íslenska menningu. Airi Takashima, 9-16 Nakano-machi, Tadotsu-cho, Nakatado-gun, Kagawa, 764-0004, Japan. HEATHER, sem er 11 ára bandarísk stúlka, óskar eftir íslenskum pennavinum. Heather er ættuð frá Ís- landi. Heather Harrington, P.O. Box 124, Ashkum, IL 60911, U.S.A. RICHARD, sem er 32 ára gamall Bandaríkjamaður, óskar eftir að skrifast á við íslenskar konur 31 árs eða yngri. Richard Mathieu, 730 E. Washington St., Indianapolis IN., 46202, U.S.A. SANI, sem er 25 ára gam- all frá Ghana óskar eftir að skrifast á við íslenskar stúlkur. Sani Mende, High Point #510, Claim & Kotze Str., Hillbrow, Jo’burg 2001, South-Africa. MEÐ MORGUNKAFFINU PENNAVINIR Heldurðu ekki að þú ættir að fá þér gleraugu? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653. 50% afsláttur af útsaumsmynstrum og eldri tímaritum Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl.11-14. BÚTASAUMARAR Vikuna 17.—22. febrúar verður 25% afsláttur af bókum og sniðum fyrir bútasaum. Nýtt og breytt útlit Nýjar vörur — Verið velkomin Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. FRÉTTIR ÁGÚSTA Katrín Jónsdóttir og Svandís Torfadóttir hárgreiðslu- meistarar hafa tekið við rekstri hárstofunnar Áss, Selásbraut 98 í Árbæ, (áður undir nafninu Hár- hofið og Kontrast). Afgreiðslutími stofunnar er mánudag, þriðjudag og miðviku- dag kl. 9–18, fimmtudag og föstu- dag kl. 9–20 og laugardag kl. 10– 14. Viðskiptavinum er boðinn 25% afsláttur af vörum í tilefni eig- endaskiptanna. Tóku við rekstri hárstofunnar Áss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.