Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þið eruð víðsýn og skilnings- rík og eigið auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu heilsu þinnar. Ekkert er þér jafndýrmætt og hún. Leggðu það á þig, sem þarf til þess að þú sért í sem bestu formi, andlega sem lík- amlega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Þú þarft að koma sjálfum þér á það stig að ver- aldlegir hlutir hafi ekki helj- artak á þér. Þeir eru ekki allt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sumt er einfaldlega þess virði að maður færi fórnir. Ef þú sýnir þolinmæði og heldur þetta tímabil út átt þú eftir að uppskera ríkulega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öll- um sem í kringum þig eru. Leyfðu því öðrum að njóta sín og sinnt þú þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er við engan að sakast nema sjálfan þig, ef það mál, sem þú berð svo mjög fyrir brjósti, gengur ekki upp. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlut- um. Samstarfsmenn þínir kunna vel að meta þennan hæfileika sem og yfirmenn þínir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur lagt fram krafta þína í góðri meiningu en upp- skerð aðeins misskilning fé- laga þinna. Skoðaðu hvað býr að baki áður en þú segir nokkuð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða hlutina vandlega. Haltu svo áfram þegar nið- urstaðan liggur fyrir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vandasöm verkefni bíða þín en gangir þú heill til starfa muntu leysa þau og afla þér aukins frama og vinsælda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hef- ur sett þér takmark. Gættu þess að missa ekki sjónar á því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað eru hlutirnir að vefjast fyrir þér svo biddu hlutlausan aðila um að leið- beina þér svo þú áttir þig bet- ur á því hvert þú vilt stefna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt sjálfsgagnrýni geti verið holl kann hún að keyra úr hófi fram eins og allt annað. Vandamál heimsins eru ekki öll þér að kenna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EKKJAN VIÐ ÁNA Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull, ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína. - - - Á bakkanum við ána hún bjó við lítil völd og barðist þar við skortinn í næstum hálfa öld. Á hrífuskafti og prjónum var höndin kreppt og bogin og hartnær þorrin brjóstin, – af tíu munnum sogin. Og meðan inni í sveitinni bústöðum var býtt og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt, hún undi sér við heiðina og elfarstrauminn bláa, en annars vegar hraunið, – í kotinu sínu lága. Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett. Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin, hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn. - - - Guðmundur Friðjónsson LJÓÐABROT 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Bb7 8. d3 d6 9. Rc3 b4 10. Re2 Ra5 11. Ba2 Dd7 12. Rg3 0-0-0 13. Rf5 Re8 14. c3 bxc3 15. bxc3 f6 16. Re3 g5 17. Hb1 Rg7 18. Rc4 Rxc4 19. Bxc4 c6 20. d4 d5 21. Be2 dxe4 Samhliða Olís-einvíginu fór fram tveggja skáka einvígi milli tölvuforritsins Tiger 15 og tveggja ís- lenskra skákmanna, Arnars Gunn- arssonar (2.345) og Braga Þorfinnssonar (2.405). Tölvuforritið vann 2-0 í báðum ein- vígjunum en staðan kom upp í fyrri skák forritsins og Braga og hafði Sílikonskrímslið hvítt. 22. Rxg5! Ba7 22. ...fxg5 gekk ekki upp vegna 23. Bg4 Rf5 24. Db3 og hvítur er með pálmann í höndunum. Í framhaldinu átti svartur sér ekki heldur viðreisnar von. 23. Db3 Hhf8 24. Rxe4 Dc7 25. dxe5 fxe5 26. Ba3 c5 27. Bxc5 Bxe4 28. Bxa6+ Kd7 29. Hbd1+ Ke8 30. Hxd8+ og svartur gafst upp. 1. um- ferð Stórmóts Hróksins hefst í dag kl. 17 á Kjarvals- stöðum. Friðrik Ólafsson verður með skákskýringar og hefjast þær kl. 20. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. DANSKA skáldið Martin Andersen Nexö skrifaði fræga sögu um Palla sigur- vegara, en færri vita að til er bók um annan sigurvegara – Zia Mahmood. Hún er eftir hann sjálfan og Phillip Alder og heitir Bridge My Way, en ætti kannski að heita Zia sig- urvegari – á Bridshátíð. „Maðurinn getur bara ekki tapað á Íslandi,“ sagði einn spilari í spjalli við dálkahöf- und þegar ljóst var að Zia og Boye Brogeland höfðu skot- ist upp í efsta sætið í síðustu umferð tvímenningskeppn- innar. Á því virtust ekki miklar líkur þegar nokkrum umferðum var ólokið, því Svíinn Björn Fallenius og Bandaríkjamaðurinn Roy Welland höfðu þá umtals- verða forystu. En það eru síðustu seturnar sem telja í harðri tvímenningskeppni, „og einhvern veginn tekst Zia alltaf að kreista fram sig- ur með herslumun á loka- sprettinum,“ sagði viðmæl- andi minn, fullur undrunar og aðdáunar í senn. „Hvers vegna?“ „Þú verður að lesa bókina,“ svaraði ég gáfulega. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 87 ♥ G87543 ♦ K6 ♣Á74 Vestur Austur ♠ KG2 ♠ 543 ♥ 92 ♥ D106 ♦ D9753 ♦ Á82 ♣1063 ♣KDG8 Suður ♠ ÁD1086 ♥ ÁK ♦ G104 ♣952 Annars voru spil tvímenn- ingsins óvenju daufleg að þessu sinni, lítið um slemmur og geimin flöt, en baráttan var fyrst og fremst á lágu nótunum. Hér er spil þar sem danska parið Blakset og Christiansen uppskáru vel á sjaldgæfri sagnaðferð, en þeir nota yfirfærslur eftir innákomu makkers. Blakset var í norður og passaði í upp- hafi, en austur vakti síðan á Standad-laufi: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 1 spaði Pass 2 tíglar *Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass Tveggja tígla sögn norð- urs var yfirfærsla í hjarta og svar suðurs lofaði a.m.k. tví- lit, en ekki nógu góðum spil- um til að reyna við geimsögn að svo stöddu. Eins og sést, má ekki fara þrepinu ofar, því það fást nákvæmlega átta slagir. Á mörgum borð- um fóru NS-pörin sér að voða, enda mætti suður varla passa eðlilegt svar á tveimur hjörtum. Reyndar breytir upphaflegt pass norðurs stöðunni töluvert, en gildi sagnvenjunnar er enn meira ef norður væri að tjá sig í fyrsta sinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson AIRI Takashima, sem er 21 árs gömul japönsk stúlka, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á að fræðast um Ís- land og íslenska menningu. Airi Takashima, 9-16 Nakano-machi, Tadotsu-cho, Nakatado-gun, Kagawa, 764-0004, Japan. HEATHER, sem er 11 ára bandarísk stúlka, óskar eftir íslenskum pennavinum. Heather er ættuð frá Ís- landi. Heather Harrington, P.O. Box 124, Ashkum, IL 60911, U.S.A. RICHARD, sem er 32 ára gamall Bandaríkjamaður, óskar eftir að skrifast á við íslenskar konur 31 árs eða yngri. Richard Mathieu, 730 E. Washington St., Indianapolis IN., 46202, U.S.A. SANI, sem er 25 ára gam- all frá Ghana óskar eftir að skrifast á við íslenskar stúlkur. Sani Mende, High Point #510, Claim & Kotze Str., Hillbrow, Jo’burg 2001, South-Africa. MEÐ MORGUNKAFFINU PENNAVINIR Heldurðu ekki að þú ættir að fá þér gleraugu? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653. 50% afsláttur af útsaumsmynstrum og eldri tímaritum Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl.11-14. BÚTASAUMARAR Vikuna 17.—22. febrúar verður 25% afsláttur af bókum og sniðum fyrir bútasaum. Nýtt og breytt útlit Nýjar vörur — Verið velkomin Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. FRÉTTIR ÁGÚSTA Katrín Jónsdóttir og Svandís Torfadóttir hárgreiðslu- meistarar hafa tekið við rekstri hárstofunnar Áss, Selásbraut 98 í Árbæ, (áður undir nafninu Hár- hofið og Kontrast). Afgreiðslutími stofunnar er mánudag, þriðjudag og miðviku- dag kl. 9–18, fimmtudag og föstu- dag kl. 9–20 og laugardag kl. 10– 14. Viðskiptavinum er boðinn 25% afsláttur af vörum í tilefni eig- endaskiptanna. Tóku við rekstri hárstofunnar Áss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.