Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 4

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSFUGL í Dalvíkurbyggð hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fengið heimild til greiðslu- stöðvunar og stendur hún yfir í þrjár vikur eða til 27. mars næst- komandi. Starfsfólki var tilkynnt um þá stöðu sem upp er komin varðandi rekstur fyrirtækisins á fundi í gærmorgun. Tap af rekstinum nam um 150 milljónum króna á síðasta ári og 54 milljónum árið 2001, en starfsemin hófst snemma það ár. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslandsfugls, sagði að ástæða þess að fyrirtækið hefði óskað eftir greiðslustöðvun nú væri viðvarandi taprekstur. Hann sagði ástandið í greininni al- varlegt, gríðarleg offramleiðsla og erfiðleikum bundið að afsetja vörur þannig að menn hafi um langt skeið selt undir kostnaðarverði. „Það er mjög alvarlegt ástand í þessari grein og staðan erfið,“ sagði Rögnvaldur Skíði. Hann sagði að á næstu vikum yrði vand- lega farið yfir stöðu fyrirtækisins og skoðað hvort leið fyndist út úr ógöngunum. Í úrskurði Héraðsdóms Norður- lands eystra sem veitti heimild til greiðslustöðvunar segir m.a. að rekstur félagsins hafi frá upphafi verið erfiður og tap af rekstri þess. Markaðsaðstæður á kjúklinga- markaði hafi valdið því að afurðir félagsins hafi lækkað verulega og tapið því aukist enn þannig að fé- lagið eigi nú í erfiðleikum með að standa skil við lánadrottna sína og vanskil orðin veruleg. Í drögum að ársreikningi fyrir síðastliðið ár kemur fram að tap af rekstri nemi 151 milljón króna. Bókfært eigið fé var samkvæmt efnahagsreikningi 102 milljónir króna. Ingólfur Hauksson löggiltur end- urskoðandi hefur verið skipaður aðstoðarmaður félagsins á greiðslu- stöðvunartímanum, en unnið verð- ur að því að endurskipuleggja reksturinn og vinna að endurfjár- mögnun með það að markmiði að styrkja hann og stöðuna til fram- tíðar. Leitað verður samninga við lánadrottna um aukinn greiðslu- frest svo hægt verði að standa í skilum og þá verður reyna að auka hlutafé Íslandsfugls. Íslandsfugl í Dalvíkur- byggð fær greiðslustöðvun Erfiðleikar í greininni og viðvarandi taprekstur UM þessar mundir starfa um 45 manns hjá Íslandsfugli í um 30 stöðugildum. Íslandsfugl hóf starfsemi í febrúar árið 2001 og hefur fyr- irtækið verið stærsti atvinnu- rekandi í byggðarlaginu. Eftir mikla erfiðleika í rekstrinum keyptu fjögur félög fyrirtækið í apríl á síðasta ári, en þau eru Norðlenska, Kaldbakur, Spari- sjóður Norðlendinga og Spari- sjóður Svarfdæla. Fyrirtækið var endurfjármagnað samhliða breyttu eignarhaldi og voru þá umtalsverðar skuldir afskrif- aðar, eða á bilinu 200–300 milljónir króna. Þau fyrirtæki sem nú standa að rekstrinum eru Kaldbakur, Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík- urbyggð og Byggðastofnun. 45 manns vinna hjá Íslandsfugli FRANSKA kvennalandsliðið í skák gerði mikla lukku í gærmorgun þegar liðið tefldi fjöltefli í Flataskóla í Garðabæ.Tefldu frönsku konurnar við vel yfir 150 manns en vísa þurfti 70-80 manns frá. Frönsku skákkonurnar eru núverandi Evr- ópumeistarar og eru hingað komnar til að tefla á fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótinu sem haldið hefur verið hérlendis. Mótið var sett á miðviku- dag og fer fram í Saltfisksetrinu í Grindavík. Lýkur mótinu á morgun, sunnudag. Auk franska landsliðsins tefla á mótinu landslið Íslendinga og Norðmanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frönsku skákkonurnar slá í gegn MIKIL umræða spannst um stöðuna á kjötmarkaði á lokadegi Búnaðar- þings í gær. Í ályktun þingsins eru framleiðendur kjöts m.a. hvattir til að draga saman framleiðsluna og aðlaga hana markaðsaðstæðum og Bænda- samtökin og búgreinafélögin hvött til samstarfs um verkefnið í samráði við samkeppnisyfirvöld. Þá segir í ályktuninni að endurfjár- mögnun kjötframleiðslu með afskrift- um krafa eða nýju eigin fé frá lán- ardrottnum hindri eðlilega samkeppni í greininni og sé óviðeig- andi. Skapa þurfi lagaumhverfi sem geri mögulegt að hindra langvarandi óeðlilega verðlagningu á búvöru- markaði. Vakin er athygli á að stýr- ing markaðarins eftir lögmálum framboðs og eftirspurnar eingöngu sé afar sársaukafull og dýr. Fasta- kostnaður sé mjög stór hluti af fram- leiðslukostnaðinum sem leiði til þess að við gjaldþrot framleiðenda freist- ist lánardrottnar til að yfirtaka og endurfjármagna framleiðslueiningar. Því haldist framboðið óbreytt og framleiðsla sé áfram seld undir kostnaðarverði. Samkeppnisstaðan ráðist þá um of af eiginfjárstöðu framleiðenda og fjölskyldubúin eigi takmarkaða möguleika í samkeppni við fjársterkar lánastofnanir. Þá er lagt til að upplýsingaöflun bænda um stöðu og horfur á kjötmarkaði verði efld. Efasemdir um samráð við Samkeppnisstofnun Rögnvaldur Ólafsson hafði efa- semdir um gagnsemi samstarfs við samkeppnisyfirvöld í þessu máli og sagði það einkennilegt að samkeppn- isyfirvöld sem banni mönnum að hafa verðsamráð o.s.frv. skuli ekkert gera í því þegar menn selji langtímum saman undir viðurkenndu kostnaðar- verði. „Ég óttast að út úr slíku sam- starfi komi ekki neitt og það væri hreint út sagt ægileg staða fyrir okk- ur.“ Þórólfur Sveinsson benti á að virk- ari og öflugri upplýsingamiðlun um stöðuna á hverjum tíma kæmi örugg- lega að gagni, ekki síst þar sem sveifl- ur, eins og voru t.d. í kjúklingafram- leiðslu, geti vakið falskar væntingar og stuðlað að of mikilli framleiðslu. Þórólfur sagðist almennt vera því andvígur að biðja um harðari sam- keppnislög en menn búi nú þegar við og minnti á það sem gerðist í „græna geiranum“ og eins taldi hann að sam- runi á kjúklingamarkaði, sem sam- keppnisyfirvöld bönnuðu á sínum tíma, kynni að eiga sinn þátt í stöð- unni á kjötmarkaði. Vandinn fer vaxandi þessa dagana Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði að með verðlækk- un Norðlenska til svínabænda væri verið að boða lækkun á öllu kjöti í landinu um einhverja tugi prósentna. „Þetta sýnir okkur í raun hversu þessi vandi er hrikalegur og að hann fer vaxandi. Mér finnst ólíklegt að samkeppnisyfirvöld séu svo blind að þau sjái ekki að framleiðendur hljóta að mega hafa einhver ráð þegar málin eru komin á svona stig. Það sjá allir að þetta getur ekki haldið svona áfram, það er dauðadómur.“ Kristinn Gylfi Jónsson sagði að staðan væri vissulega erfið en að í vandamálunum fælust líka tækifæri. „Ég var að fá í hendurnar nýjar upp- lýsingar um framleiðslu og sölu á kjúklingum í febrúar. Framleiðslan var um 150 tonnum minni en í janúar og birgðirnar lækkuðu úr 413 tonnum í 370 tonn sem samsvarar um þriggja vikna sölu. Menn eru gjarnir á að kalla úlfur, úlfur. En ég vil með þessu benda á að menn hafa af sjálfsdáðum tekið ákvörðun um að draga úr fram- leiðslu í samræmi við markaðinn.“ Ályktun Búnaðarþings um kjötmarkaðinn Endurfjár- mögnun eykur á vandann PÍPULAGNINAMAÐUR, sem kallaður var út vegna vatnsleka í Engidalsskóla í Hafnarfirði í gær, hlaut annars stigs bruna á fótum er hann óð út í vatnið er hann ætl- aði að skrúfa fyrir vatnið. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Vatnslekinn var tilkynntur kl. 15.30 og lak mikið af heitu vatni út á gólf. Ekki reyndist unnt að loka fyrir inntakið vegna gufu og hita og tók það slökkvilið tvær klukkustundir að dæla vatninu burt. Pípulagn- ingamaður brenndist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.