Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var snöggt bað. Allt háskólanám kynnt í Háskóla Íslands Ótvírætt hag- ræði fyrir fólk ALLIR skólar lands-ins sem eru meðnám á háskólastigi kynna valkosti sína og starfsemi á viðamikilli námskynningu sem haldin verður í húsakynnum Há- skóla Íslands á morgun, sunnudaginn 9. mars. Kynningin stendur yfir frá klukkan 11 að morgni til klukkan 17 á síðdegi og má búast við miklu fjölmenni eins og áður þegar viðlíka kynnningar hafa verið haldnar. Í forsvari fyrir kynninguna er María Dóra Björnsdóttir, námsráð- gjafi við Háskóla Íslands, og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Um hvað snýst þessi kynning, þ.e.a.s. hverjir eru að kynna sig og hvað eru þeir að kynna? „Tilgangur kynningarinnar er að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa, tækifæri til að kynna sér það nám sem er í boði á háskólastigi á Íslandi um þessar mundir. Allir skólar landsins sem bjóða upp á nám á háskólastigi kynna sig og sitt námsframboð þennan dag. Þarna er um að ræða níu skóla, en þeir eru auk Háskóla Íslands, Kennaraháskóli Íslands, Tækniháskóli Íslands, Listahá- skóli Íslands, Háskólinn í Reykja- vík, Háskólinn á Akureyri, Við- skiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri og Hólaskóli.“ – Á hvaða hátt kynna skólarnir sig? „Háskólarnir verða hver og einn með tiltekið kynningarsvæði í húsakynnum Háskóla Íslands þar sem fyrir verða fulltrúar skól- anna bæði úr hópi nemenda og kennara. Þessir aðilar munu dreifa kynningarefni og svara fyr- irspurnum gesta um þær náms- leiðir og námsgreinar sem í boði eru í viðkomandi skóla. Upplýs- ingum um staðsetningu skólanna verður dreift á kynningarsvæðinu auk þess sem ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi kynninguna er að finna á vefslóðinni www.namskynning.is“ – Hefur svona kynning á há- skólavalkostum farið fram áður? „Já, kynning af þessu tagi á sér nokkra sögu og hefur farið fram í mörg ár í mismunandi myndum. Kynningin hefur flest, en þó ekki öll árin, farið fram í húsakynnum Háskóla Íslands. Sífellt hefur ver- ið reynt að þróa hana og betrum- bæta í gegnum árin með hags- muni væntanlegra nemenda að leiðarljósi.“ – Er svona samvinna háskól- anna til marks um að samkeppni er ekki milli þeirra um nemendur? „Það er að sjálfsögðu alltaf ein- hver samkeppni á milli skólanna um nemendur, annað væri óeðli- legt. Hins vegar hefur í þessu samstarfi fyrst og fremst verið reynt að taka tillit til hagsmuna væntan- legra nemenda. Tel ég ótvírætt hagræði fyrir fólk að fá tækifæri til að kynna sér náms- framboð allra þessara skóla á einum stað, á tilteknum tíma, ekki síst fyrir þá sem koma utan af landi.“ – Að hvers frumkvæði er þessi námskynning? „Háskóli Íslands átti upphaf- lega frumkvæði að þessari kynn- ingu á sínum tíma. Á þeim árum sem háskólakynningin hefur síðan verið við lýði hefur myndast ákveðinn vinnuhópur með fulltrú- um allra þeirra skóla sem að henni standa.“ – Á dögum upplýsingatækni þar sem fólk getur nálgast upplýs- ingar út um allar jarðir ... er þörf á svona kynningum? „Já, engin tækni getur komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Á kynningunni er hægt að leita upplýsinga augliti til auglitis við kennara, nemendur og námsráð- gjafa um það nám sem þú hefur áhuga á. Auk þess hefur fólk mis- greiðan aðgang að tölvum og er misvant því að afla sér upplýsinga á Netinu. Þó svo að vefsíður séu vandaðar og bjóði upp á ítarlegar upplýsingar um nám og skóla þá geta alltaf vaknað upp spurningar sem ekki finnast svör við á vefsíð- unum. Og svo má ekki gleyma því að á kynningunni myndast alveg einstök stemning, þarna er mikill mannfjöldi samankominn, vinir og kunningjar hittast og þarna er fólk að búa sig undir stórar ákvarðanir í lífinu.“ – Er kynningin stíluð fyrst og fremst á nýstúdenta eða geta fleiri komið þarna og haft gagn af? „Nei, alls ekki. Síbreytilegt at- vinnulíf gerir stöðugt meiri kröfur um símenntun og endurmenntun starfsmanna og þeim óskum reyna skólarnir að bregðast við. Það er ljóst að fólk af vinnumark- aðinum sækir í æ ríkari mæli í há- skólanám, annaðhvort til að bæta við menntun sína eða til að breyta um starfsvettvang. Þessi kynning er því ekki síður fyrir þennan hóp, en hina sem eru að útskrifast úr framhaldsskóla.“ – Er eitthvað fleira um þetta að segja ... er- um við að gleyma ein- hverju? „Mig langar bara að lokum til að hvetja alla þá sem leitt hafa hugann að háskólanámi að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hitta talsmenn og -konur þessara níu skóla og kynna sér þau ótrú- lega fjölbreyttu námstækifæri sem í boði eru á háskólastigi hér á landi.“ María Dóra Björnsdóttir  María Dóra Björnsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Er í fullu starfi sem námsráðgjafi við Námsráðgjöf Háskóla Íslands frá sumrinu 1999. María lauk BA- prófi í sálfræði við Háskóla Ís- lands 1997 og námi í náms- ráðgjöf við sama skóla 1999. Síð- ustu tvö árin hefur hún átt sæti í stjórn Félags náms- og starfs- ráðgjafa. Samhliða starfi sem námsráðgjafi við HÍ stundar María meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Há- skóla Íslands. … að búa sig undir stórar ákvarð- anir í lífinu Lagadeild Háskóla Íslands býður upp á nám í lögfræði fyrir þá sem vilja takast á við störf dómara, lögmanna og önnur krefjandi lögfræðistörf. Lagadeild Háskólans byggir á áratuga reynslu, hefur sterk tengsl við erlenda háskóla og hefur á að skipa kennurum í fremstu röð. Viljir þú stunda laganám sem jafnast á við það besta sem þekkist í nágrannalöndum okkar er þetta kostur fyrir þig. Námskynning í lagadeild Háskóla Íslands, 9. mars 2003, kl. 11-17. Á háskólakynningunni á morgun sunnudaginn 9. mars, verður lagadeild Háskóla Íslands með kynningu og samfellda dagskrá í Lögbergi, þar sem nám og félagslíf í deildinni verður kynnt. Nokkrir af kennurum deildarinnar flytja stutt erindi um lögfræði. Nánari upplýsingar og dagskrá á heimasíðu lagadeildar www.lagadeild.hi.is Háskóli Íslands - Lagadeild METNAÐARFULLT LAGANÁM STARFSMENN Vegagerðarinnar í Borgarnesi hafa eignast nýjan vin. Sá heitir Jónatan og er hrafn. Jón- atan heldur til á Holtavörðuheiði en þegar hann kemur auga á bíla Vegagerðarinnar, sem hann þekkir í sjón, kemur hann til móts við þá. Ekki að ástæðulausu, því menn- irnir eru viljugir að gefa honum að éta af nestinu sínu. Jónatan á það til að fljúga framfyrir bíl Vegagerð- arinnar þegar þeir koma á heiðina og setjast svo í vegarbrúnina spöl- korn fyrir framan hann. Þá ber bíl- stjóranum að stansa og varpa matn- um til krumma sem raðar vandlega í gogginn því sem til hefur fallið og flýgur með það burt. Hrafn heilsar vinnumönnum Ólafsvík. Morgunblaðið. DILBERT mbl.is TÆP 45% landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda í sumar, að því er fram kemur í nýlegri könnun IBM Business Consulting Services á Ís- landi ehf. Rúm 40% ætla ekki að ferðast til útlanda og 15% eru óákveðin eða neituðu að svara. Þegar litið er til þeirra sem taka afstöðu ætla 53% út í sumar. Fleiri karlar ætla að ferðast utan, tæp 48%, en rúmt 41% kvenna. Tæp 52% fólks á aldrinum 18–29 ára ætla að ferðast til útlanda í sumar, tæp 44% fólks á aldrinum 30–49 ára og 40% fólks í aldurshópnum 50–67 ára. Alls tóku 834 á aldrinum 18–67 ára þátt í könnuninni. Helmingur landsmanna til útlanda ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.