Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR SR-mjöls sam-
þykkti í gær samruna félagsins við
Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Lík-
lega samþykkir aðalfundur Síldar-
vinnslunnar samrunann á aðalfundi
sínum í dag. Þar með verður til
stærsta fyrirtæki Íslands í veiðum
og vinnslu á uppsjávarfiski með um
10,5 milljarða veltu, starfsstöðvar á
15 stöðum á landinu að hlutdeild-
arfélögum meðtöldum.
Félagið á auk þess hlut í einu fé-
lagi í Bandaríkjunum og einu græn-
lenzku. Aflaheimildir hins samein-
aða félags ásamt
hlutdeildarfélögum nema ígildi um
25.000 tonna af þorski.
Jafnframt var á aðalfundinum
gengið frá stofnun hlutafélags um
rekstur vélaverkstæðis félagsins í
Siglufirði og eiga starfsmenn þess
tvo þriðju hltua félagsins, á móti
þriðjungs hluta SR mjöls. Hið nýja
fyrirtæki heitir SR vélaverkstæði
hf. og er framkvæmdstjóri þess
Ólafur Sigurðsson og stjórnarfor-
maður Óskar Berg Elefsen. Véla-
verkstæðið hefur sérhæft sig í þjón-
ustu við fiskimjölsiðnaðinn, einkum
verksmiðjur SR-mjöls, en einnig
unnið fyrir aðrar verksmiðjur. Það
hefur starfað síðan 1935 og eru
starfsmenn þess nú 14 talsins. Velta
fyrirtækisins á síðasta ári var um
100 milljónir króna.
Rekstur beggja félaganna gekk
vel á síðasta ári og var í samræmi
við samrunaáætlanir félaganna.
Samanlagður hagnaður félaganna á
síðasta ári voru rúmir 1,5 milljarðar
króna. Starfsmenn Síldarvinnslunn-
ar eru um 260 og velta hennar á síð-
asta ári var um 4,5 milljarðar króna.
Starfsmenn SR-mjöls eru 120 og
velta á nýliðnu ári var um 6 millj-
arðar króna.
Félögin verða sameinuð undir
nafni Síldarvinnslunnar og verða
höfuðstöðvarnar í Neskaupstað.
Með þessu lýkur um það bil 7 ára-
tuga starfsemi Síldarverksmiðja
ríkisins, en fyrir áratug var henni
breytt í hlutafélag undir nafninu
SR-mjöl.
Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórsson
Stjórn SR-mjöls á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Siglufirði í gær.
Talið frá vinstri: Guðbrandur Sigurðsson, Kristján Vilhelmsson, Heimir V.
Haraldsson, Björgólfur Jóhannsson og Finnbogi Jónsson.
SR-mjöl sam-
þykkir sam-
runa við SVN
STARFSMENN Íslenskra aðal-
verktaka, ÍAV, hafa tilkynnt einka-
væðingarnefnd að þeir hyggist gera
tilboð í 39,86% hlut ríkisins í félaginu
en selja á hlutinn í einu lagi til eins
aðila eða hóps fjárfesta.
Nafnverð er rúmar 552 milljónir
króna en miðað við lokagengi á bréf-
um félagsins í Kauphöll Íslands í gær
er andvirði hlutarins á markaði rúm-
ir tveir milljarðar króna.
Árni Stefánsson, starfsmanna-
stjóri ÍAV, er einn aðstandenda til-
boðsgerðarinnar. Hann segir að öll-
um starfsmönnum félagsins, tæplega
500 að tölu, hafi verið sent bréf þar
sem þeim hafi verið boðið að taka
þátt í kaupunum. Hann segir að
starfsmenn hafi sýnt hugmyndinni
mikinn áhuga, en starfsmenn koma
til með að geta keypt fyrir 10.000 kr.
og upp úr, að hans sögn.
Góð viðbrögð fjármálastofnana
Aðspurður um fjármögnun verk-
efnisins segir hann, að þegar hafi
verið leitað til fjármálastofnana sem
sýnt hafi góð viðbrögð við hugmynd-
inni. „Við erum búnir að ræða við
nokkra en getum ekki greint nánar
frá því að svo stöddu.“
Hann segir að nú þegar eigi 25
starfsmenn ÍAV um 3% hlut í fyr-
irtækinu og einstakir aðilar eigi
meira sem þeir keyptu í útboði þegar
félagið var gert að hlutafélagi árið
1997.
Samkvæmt upplýsingum frá fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu er
leitað eftir fjárfesti sem hefur áhuga
á að viðhalda rekstri fyrirtækisins,
efla það og stuðla að virkri sam-
keppni á íslenskum verktakamark-
aði. Skilyrði er af hálfu stjórnvalda
að eignarhaldstími á hlutunum verði
a.m.k. 12 mánuðir frá kaupdegi.
Telur Árni að hópurinn uppfylli
þessi skilyrði. „Við teljum það. Við
erum búnir að reka þetta fyrirtæki
frá því það var gert að hlutafélagi ár-
ið 1997 og við ætlum að halda áfram
með þá stefnu sem við höfum fylgt
fram að þessu. Starfsmenn eru
margir búnir að starfa lengi hjá fyr-
irtækinu og ég er t.d. búinn að vera
hér meira og minna í 27 ár.“
Eruð þið bjartsýn á að ykkar til-
boði verði tekið?
„Við værum ekki að þessu ef við
værum ekki bjartsýn.“
Frestur til að skila tilboðum renn-
ur út kl. 16 föstudaginn 21. mars nk.
Starfs-
menn ÍAV
bjóða í hlut
ríkisins
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf.
hafa eins og önnur íslensk fyrirtæki
notið þess að stöðugleiki í efnahags-
lífinu er meiri en áður og verðbólga
lítil. Þetta kom fram í ræðu Bene-
dikts Sveinssonar, stjórnarformanns
félagsins, á aðalfundi þess í gær.
Hann sagði að meginorsökin fyrir
góðum rekstri margra fyrirtækja sé
gengishagnaður af erlendum skuld-
um. „Því er ástandið kannski ekki
eins bjart og það virðist við fyrstu
sýn, rétt eins og ástandið var ekki
eins svart á árinu 2001 og afkoma
margra fyrirtækja gaf til kynna
vegna þess hve krónan veiktist,“
sagði Benedikt.
Fram kom í máli Benedikts að
hann hafi áður vikið að því á aðal-
fundi félagsins hve óheppilegt það sé
fyrir starfsumhverfi íslenskra fyrir-
tækja að búa við miklar gengissveifl-
ur. „Meðan landið er með sjálfstæð-
an gjaldmiðil og gengi hans ræðst á
frjálsum markaði er hætt við því að
sveiflur geti orðið miklar. Þetta veld-
ur því að sú festa sem almennt er nú í
atvinnulífinu er óstöðugri en æski-
legt væri.“
Umræða um spillingu ekki
aukið orðstír atvinnulífsins
Benedikt vék í ræðu sinni að þeirri
umræðu sem verið hefur í þjóðfélag-
inu að undanförnu um spillingu af
ýmsu tagi. Hann sagði að þessi um-
ræða hefði ekki orðið til þess að auka
orðstír atvinnulífsins og mikið um-
hugsunarefni sé hvernig megi úr
bæta. Fyrirtæki hafi kostað miklu til
að bæta ímynd sína með auglýsing-
um og öðru kynningarstarfi. Allt
fjúki út um gluggann í einu vetfangi
þegar upp komi máli sem verði til
þess að virðing fyrirtækja og trú-
verðugleiki hverfi eins og hendi væri
veifað.
Hann sagði að þjóðfélagið verði að
geta treyst því að viðskiptalífið sé
heilbrigt. En jafnframt sé ábyrgð
eftirlitsstofnana mikil að gæta þess
að fara ekki fram með slíku offorsi að
almenningur hljóti að ætla að fyr-
irtækin og forsvarsmenn þeirra hafi
óhreint mjög í pokahorninu. Ekki
megi koma upp rökstuddur grunur
um að viðskiptasiðferði sé ábótavant.
Því miður séu dæmi þar sem það
reynist hafa verið raunin orðin svo
mörg, að fyrirtæki verði að vinna
skipulega að því að uppfræða starfs-
menn sína, yfirmenn jafnt sem und-
irmenn, um þær kröfur sem um-
hverfið geri til þeirra.
Benedikt sagði að eitt þeirra at-
riða sem valdið hafi tortryggni í garð
fyrirtækja sé hvort laun forstjóra
séu leyndarmál. Slíkt sé óþarfi hvað
varðar Sjóvá-Almennar. Hann
greindi frá því að launatekjur Einars
Sveinssonar, forstjóra félagsins, hafi
numið 14,9 milljónum króna á árinu
2002, skattmat bifreiðahlunninda
hans hafi numið liðlega 1,4 milljón-
um, en afkomutengdur kaupauki
hafi enginn verið.
Félagið aldrei öflugra
Fram kom í máli Einars Sveins-
sonar að rekstur Sjóvár-Almennra
hafi gengið vel þau 14 ár sem liðin
séu frá stofnun þess í núverandi
mynd. Væntingar stjórnenda hafi þó
staðið til þess að rekstrarniðurstaða
ársins 2002 yrði enn betri en raun
beri vitni, en hagnaður félagsins nam
501 milljón eftir skatta, sem er 15%
lækkun frá fyrra ári. Engu að síður
sé árangurinn góður og félagið hafi í
raun aldrei verið öflugra og betur í
stakk búið til nýrra átaka.
Samþykkt var á aðalfundinum að
greiddur verði 30% arður til hluthafa
vegna ársins 2002, sem er um 35% af
hagnaði ársins eftir skatta.
Einn stjórnarmaður, Guðný Hall-
dórsdóttir, gaf ekki kost á sér til end-
urkjörs og var Guðrún Pétursdóttir
kjörin í stjórnina í hennar stað. Aðrir
stjórnarmenn voru endurkjörnir, en
þeir eru auk Benedikts Sveinssonar,
Hjalti Geir Kristjánsson, Garðar
Halldórsson, Kristinn Björnsson,
Kristján Loftsson og Ólafur B.
Thors.
Gengissveiflur óheppi-
legar fyrir atvinnulífið
Morgunblaðið/Jim Smart
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra, sagði á aðalfundi
félagsins að umræða um spillingu hefði ekki orðið til þess að auka orðstír
atvinnulífsins og mikið umhugsunarefni sé hvernig megi úr bæta.
TAP AcoTæknivals, ATV, nam 348
milljónum króna á síðasta ári en ár-
ið 2001 nam tap félagsins 1.082
milljónum króna. Eigið fé ATV var í
árslok neikvætt um 301 milljón
króna en var í lok árs 2001 49 millj-
ónir króna.
Rekstartekjur ársins 2002 námu
4.001 milljónum króna en rekstr-
argjöld án afskrifta námu 4.281
milljónum króna. Hrein framlegð
utan afskrifta þ.e. heildarvelta að
frádregnu kostnaðarverði seldra
vara, nam 1.112 milljónum á árinu,
en rekstrartap án fjármagnsliða 381
milljónum króna.
Velta fyrirtækisins lækkaði um
22% milli ára, úr 5.104 milljónum
árið 2001 í 4.001 milljón árið 2002.
Eiginfjárhlutfallið var neikvætt um
18% en eiginfjárhlutfall árið 2001
var 2%. Heildarskuldir félagsins
eru 1.927 milljónir króna í árslok en
voru 2.143 milljónir í árslok 2001.
Veltufjármunir félagsins í lok árs-
ins námu 1.019 milljónum en voru
1.586 milljónir árið áður. Skamm-
tímaskuldir lækkuðu lítillega, úr
1.219 milljónum frá 2001 í 1.205
milljónir í árslok 2002.
Í tilkynningu frá ATV kemur
fram að fjárfesting í varanlegum
rekstrarfjármunum á árinu nam um
21 milljón króna og var það að-
allega kostnaður við breytingu á
húsnæði. Í tilkynningunni kemur
fram að samið hafi verið við birgja
um hagstæðari innkaup og lækkun
á ýmsum þjónustugjöldum. Í lok
febrúar sl. samþykkti hluthafafund-
ur félagsins að taka víkjandi lán að
fjárhæð 300 milljónir króna með
rétti til að breyta í hlutafé. Fjár-
hæðinni verður varið til greiðslu
skulda og endurskipulagningu á
fjármálum félagsins. Hlutafé fé-
lagsins í ársbyrjun var 436,6 millj-
ónir króna og urðu engar breyt-
ingar á hlutafénu á árinu. Hluthafar
voru 366 í ársbyrjun og varð engin
breyting á fjölda þeirra á árinu. Í
árslok áttu þrír aðilar yfir 10%
eignarhlut í félaginu: Baugur Group
með 23,95%, Eignarhaldsfélagið
Fengur með 23,95% og Fludir
Holding SA með 10%.
„Stjórn Aco Tæknivals hf er
bjartsýn á framtíð félagsins og að
það takist að snúa við langvinnum
taprekstri. Ljóst er þó að rekstur
fyrstu mánuði ársins 2003 verður
erfiður og fyrirsjáanlegt að halli á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs verði
meiri en á sama tíma í fyrra. Við-
skilnaður fyrri stjórnenda félagsins
er til muna verri en gert hafði verið
ráð fyrir. Félagið á í deilum við
ýmsa af fyrrum forystumönnum
þess og gera má ráð fyrir að það
komi til málaferla til að ljúka þeim
ágreiningsmálum sem upp hafa
komið,“ segir í tilkynningu frá ATV.
Misjafnar kröfur fyrrum
forsvarsmanna
Að sögn Almars Arnar Hilmars-
sonar, framkvæmdastjóra Aco-
Tæknivals, var aðkoma nýrra hlut-
hafa að félaginu ekki vinsamleg líkt
og þeir töldu í byrjun. „Mál hafa
þróast með þeim hætti að ýmsir af
fyrrum forsvarsmönnum félagsins
eru að herja á okkur með misjafnar
kröfur.“
Almar segir að þegar nýir um-
boðsaðilar Apple á Íslandi hafi til að
mynda fengið umboðið hafi þeir enn
verið á launaskrá hjá ATV. Það mál
ásamt fleiri málum sem varða fyrr-
um starfsmenn ATV, til að mynda
kröfur um launabónusa og starfs-
lokasamninga manna sem bera
ábyrgð á tapi félagsins á síðasta ári,
eru forsvarsmenn félagsins að
skoða með lögmönnum sínum.
„Aðkoman er allt önnur og miklu
verri en við áttum von á. Erum
bjartsýnir á að með samstilltu átaki
þess hæfa starfsfólks sem hjá fyr-
irtækinu starfar verði hægt að snúa
rekstrinum við,“ segir Almar.
Eigið fé ATV neikvætt
um 301 milljón króna
!
"#
"#
$ "%
) )
'(
*
"
*
"%
+
,"$
-# #
!"#$
$