Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 23 Spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár verður annað kvöld, sunnudagskvöldið 9. mars, og hefst kl. 20.30. Um er að ræða lokakvöld keppninnar sem staðið hefur yfir frá því á liðnu hausti þannig að þar munu úrslit ráðast. Keppnin fer fram í Glerárkirkju. Fjögur lið mæta til leiks en þau eru frá Akureyr- arbæ, félagssviði, Heilsugæslustöð- inni á Akureyri, Karlakór Akureyr- ar-Geysi og Morgunblaðinu. Í hléi mun Karlakór Akureyrar-Geysir syngja nokkur lög. Aðgangseyrir er 750 krónur og gildir sem happdrætt- ismiði. Kvenfélagskonur hvetja, í frétt um keppnina, sem flesta, ætt- ingja, vini, félaga og vinnufélaga, til að koma og fylgjast með. „Mæðgnasýning“ er yfirskrift sýn- ingar sem opnuð verður í Samlaginu, Listhúsi í dag, laugardaginn 8. mars kl. 14, á alþjóðadegi kvenna. Listakonurnar, Amí, Ragnheiður Þórsdóttir, Jonna og dætur þeirra, Þórey Lísa, Guðbjörg og Kolfinna sýna þar prinsessur í ýmsum birt- ingarformum. Sýningin stendur til laugardagsins 15. mars. Dansað verður í Deiglunni milli kl. 17 og 18 á morgun, DJ Jóna stjórnar tónlistinni að þessu sinni. Sýningunni „Aftökur og útrým- ingar“, sem að undanförnu hefur staðið yfir á Listasafninu á Ak- ureyri, lýkur á sunnudag. Sýningin hefur vakið mikla athygli, en um er að ræða þrjár sýningar, sem heita- „Hitler og hommarnir“, „Aftöku- herbergi“ og „Hinstu máltíðir“. Gefin hefur verið út 70 síðna bók með umfjöllun um verkin og lista- mennina á sýningunni ásamt sögu- legri úttekt á dauðarefsingum á Ís- landi og baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum mannréttindum. Á MORGUN NORÐTAK, samstarfsfélag verk- taka á Eyjafjarðarsvæðinu, var formlega stofnað í vikunni. Að fé- laginu standa 12 öflug verktaka- fyrirtæki úr öllum iðngreinum. Til- gangurinn með stofnun félagsins er að vinna saman í stærri verk- efnum og koma að þeim á hærri stigum en sem einstakir undir- verktakar og fá þannig meiri virð- isauka. Fyrirtækin sem að félaginu standa eru Blikkrás ehf., G. Hjálmars hf., G.V. Gröfur, Hyrna ehf., Katla ehf., Möl og sandur hf., Rafeyri ehf., Rafmenn ehf., Slipp- stöðin ehf., Tréverk ehf., Véla og stálsmiðjan ehf. og Vélar og stál hf. Í stjórn félagsins voru kjörnir Hólmsteinn Hólmsteinsson f.h. byggingarverktaka, Jóhann Krist- ján fyrir hönd rafmagnsverktaka, Baldvin Valdimarsson fyrir hönd málmiðnaðar og Guðmundur Gunnarsson f.h. jarðvinnuverk- taka. Þá mun Magnús Þór Ásgeirsson sitja í stjórn félagsins f.h. At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þetta kemur fram á heimasíðu AFE. Verktakar á Eyjafjarðarsvæðinu sameinast Norðtak formlega stofnað Fundur um atvinnumissi FRÆÐSLU- og umræðufundur um atvinnumissi, áhrif hans á líðan fólks og hvað hægt er að gera meðan at- vinnuleysi varir verður haldinn á Græna hattinum mánudaginn 10. mars frá kl. 16 til 17.30. Bryndís Valbjörnsdóttir guðfræð- ingur og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni verða gestir fundarins en þær hafa staðið fyrir reglulegum fundum með atvinnulausu fólki í Reykjavík. Fjallað verður um andlega líðan, áhyggjur af fjármálum, forvarnar- starf, sem er mikilvægt til að hjálpa fólki að gefast ekki upp, höfnunartil- finningu sem grípur fólk þegar því er sagt upp störfum og ekkert gengur að fá nýtt og eins verður rætt um fé- lagslega einangrun. Efni fundarins á ekki einungis við um þá sem misst hafa vinnuna held- ur einnig aðstandendur þeirra sem og alla sem láta sig þessi mál varða. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra, Eining-Iðja, Félag verslun- ar- og skrifstofufólks og fræðslu- fulltrúi kirkjunnar á Akureyri standa fyrir þessum fundi. Leiðtoga- námskeið ÍBA ÍÞRÓTTABANDALAG Akureyrar efnir til leiðtoganámskeiðs fyrir aðild- arfélög innan sinna vébanda um næstu helgi. Námskeiðið er sérstak- lega ætlað fyrir stjórnir félaganna, stjórnir deilda innan þeirra vébanda svo og fyrir unglingaráð og þjálfara. Námskeiðið fer fram laugardaginn 15. mars í Íþróttahöllinni á Akureyri og stendur frá kl. 10–15.15. Á nám- skeiðinu verður fjallað um uppbygg- ingu og hlutverk íþróttafélaga, gildi íþrótta, leiðtoga í íþróttafélögum, stefnuyfirlýsingu um forvarnir og fíkniefni, samskipti íþróttafélaga og sveitarfélaga og fjármál íþrótta- félaga. Á meðal fyrirlesara verður Ei- ríkur Björgn Björgvinsson, bæjar- stjóri á Austur-Héraði og fyrrverandi íþrótta- og tómstundafulltrúi á Akur- eyri. Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu ÍBA, símar 462-1202 og 898-5560 og stendur til 11. mars. EITT HUNDRAÐ ár eru nú lið- in frá því að fyrsta mál- verkasýningin var haldin á Ak- ureyri. Í mars 1903 hélt Einar Jónsson málari frá Fossi þá bú- settur á Akureyri, sýningu á málverkum á Hótel Akureyri við Aðalstræti 12. Sýningin markaði upphaf málverkasýn- inga á Akureyri. Af þessu tilefni eru nú til sýnis í Amtsbókasafninu á Ak- ureyri ýmsar gamlar heimildir um upphaf myndlistar á Ak- ureyri, svo sem gamlar sýning- arskrár og aðrar prentaðar heimildir, ásamt ljósmyndum og ýmsu fleiru. Það er Valgarður Stef- ánsson, áhugamaður um mynd- listarsögu Akureyrar, sem stendur að sýningunni. Val- garður hefur í meira en 30 ár safnað heimildum um myndlist- arsögu Akureyrar. Sýningin er opin á af- greiðslutíma safnsins til 29. mars. Amtsbókasafnið á Akureyri Myndlist í 100 ár Fundir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á Vestfjörðum og Norðvesturlandi hafa verið fjölsóttir og líflegir. Á morgun hefst fyrri ferð þeirra um Austurland og verða vinnustaðir sóttir heim að degi til, en efnt til opinna funda á kvöldin þar sem hlustað verður eftir sjónarmiðum heimamanna og fjallað um þau pólitísku aðalatriði sem kosið verður um í vor. Ellert B. Schram tekur þátt í hluta ferðarinnar, auk þess sem Einar Már Sigurðarson, Kristján Möller og Lára Stefánsdóttir verða með í för. pólitísk aðalatriði Fundir á Austurlandi um Höfn – Sunnudagur 9. mars: Fundur á Hótel Höfn kl. 20.00. Sunnudagur 9. mars Mánudagur 10. mars Höfn, Djúpivogur – Mánudagur 10. mars: Vinnustaðaheimsóknir á Höfn og Djúpavogi, og fundur kl. 20.00 á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Þriðjudagur 11. mars Breiðdalsvík, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður – Þriðjudagur 11. mars: Vinnustaðafundir á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Fundur kl. 20.00 á Kútternum á Stöðvarfirði. Miðvikudagur 12. mars Eskifjörður og Reyðarfjörður – Miðvikudagur 12. mars: Vinnustaðaheimsóknir á Eskifirði og Reyðarfirði. Fundur á Fosshóteli á Reyðarfirði kl. 20.00. Fimmtudagur 13. mars Neskaupstaður – Fimmtudagur 13. mars: Vinnustaðafundir í Neskaupstað. Fundur kl. 20.00 í Egilsbúð. Ellert Einar Kristján Lára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.