Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 24

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Alpan í nýrri markaðssókn erlendis „Útflutningur á pottum og pönnum til um 30 landa hefur staðið fyrir 99% af tekjum Alpans hf. í nær 30 ár. Í mark- vissri sókn okkar inn á nýja markaði og við endurskoðun á nokkrum stórum markaðssvæðum leituðum við í smiðju hjá VUR og Útflutningsráði. Í fyrstu virtust báðir aðilar bjóða sömu þjónustu, en reynslan leiddi í ljós að hvor um sig var að skila okkur því sem hann kunni best. Með aðstoð Útflutningsráðs hefur Alpan tekið þátt í viðskiptasendi- nefndum inn á ný markaðssvæði erlendis sem gefist hafa vel. Viðskiptafulltrúar VUR í sendiráðum erlendis hafa hins vegar skilað okkur dýpri þekkingu á því hvernig einstakir markaðir virka og skapað aðgengi að aðilum sem okkur hefði annars reynst örðugt að ná til. Í sameiningu vinna VUR og ÚÍ þýðingarmikið starf fyrir okkur.“ Guðmundur Ö. Óskarsson, framkv.stjóri Alpan E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 4 -0 3 Jörð til sölu Jörðin Leifshús á Svalbarðsströnd er til sölu. Á jörðinni er íbúðarhús, hæð, kjallari og ris, byggt 1927, alls 170 fm, fjós byggt 1956 fyrir 32 kýr, kálfahús byggt 1986, 88 fm, fjárhús byggð 1968, 225 fm, hlöður byggðar 1959 og 1977, 2099 m³ og gamalt fjós og hlaða notað sem geymslur. Ræktað land er um 39 ha og greiðslumark í mjólk 114.966 lítrar. Einnig er til sölu bústofn og vélar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Akureyri á skrifstofutíma í síma 460 4477 og þangað skulu tilboð í eignina berast fyrir 15. apríl 2003. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FJÖLMENNI var á fundi um at- vinnu- og velferðarmál sem sókn- arpresturinn í Útskálaprestakalli, Björn Sv. Björnsson, boðaði til í safnaðarheimilinu í Sandgerði í fyrrakvöld. Séra Björn segir að kirkjan láti sig heill og velferð íbúanna varða og það sé ástæðan fyrir málþinginu auk vaxandi atvinnuleysis á svæð- inu. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylking- arinnar, og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra höfðu framsögu og ræddu málin hvert frá sínum sjónarhóli. Fram kom í máli þeirra að allir væru reiðubúnir að styðja við atvinnusköpun á Suðurnesjum og voru heimamenn hvattir til að hafa frumkvæði að efldu atvinnulífi og aukinni fjölbreytni. Fjölmenni á atvinnumála- fundi sóknarprests Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Þétt var setinn bekkurinn í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Þar mátti sjá frambjóðendur og almenna borgara. RÚMLEGA 600 börn taka þátt í Samkaupsmótinu í körfuknattleik sem haldið er í Njarðvík og Keflavík um helgina. Er þetta eitt fjölmenn- asta körfuknattleiksmót sem haldið hefur verið hér á landi. Samkaupsmótið er minniboltamót fyrir börn 11 ára og yngri og er hald- ið af körfuknattleiksdeildum Njarð- víkur og Keflavíkur. Alls er 81 lið frá 11 félögum skráð til þátttöku í mótinu, eða rúmlega 600 börn. Sam- kvæmt upplýsingum mótshaldara er um að ræða gríðarlega aukningu frá fyrri árum. Boðið er upp á margt annað en körfubolta þessa helgi í Reykja- nesbæ sem verður undirlagður af körfuboltakrökkum. Má þar nefna bíóferðir, sundferðir og kvöldvöku með leynigesti. Að lokum er þess getið að í anda minniboltans verða engin úrslit skráð. Allir þátttakendur verða með, allir verða sigurvegarar og fá viður- kenningu þar að lútandi. 600 börn á minni- boltamóti Njarðvík/Keflavík Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, fyrirtækja og aðila vinnu- markaðarins á Suðurnesjum og há- skóla, til dæmis Háskólans á Akureyri, mætti þróa þekkingar- og námssetur á Suðurnesjum. Taldi hann að leggja ætti sérstaka áherslu á auðlindafræði til að nýta tækifæri til nýsköpunar á sviði sem svæðið hefði umfram önnur. Í þessu sam- bandi nefndi hann hugsanlega sam- vinnu við Fræðasetrið í Sandgerði um nám í tengslum við sjávarútveg og Hitaveitu Suðurnesja um nám í tengslum við jarðhita. Stofnunin gæti jafnframt aukið þjónustu sína við fjarnema og sinnt þjónustu við atvinnulíf og einstaklinga um starfs- tengt nám. HUGMYNDIR hafa komið upp um að setja upp sérstaka háskóladeild á Suðurnesjum, eða þekkingar- og námssetur. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum annast þjónustu við fjölda háskólanema en það starf er farið að há því námskeiðahaldi sem stofnunin var upphaflega stofnuð til að sinna. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum (MSS) boðaði nýlega til fundar með stofnendum og hollvin- um til að ræða framtíð stofnunarinn- ar. Fram kom á fundinum að MSS hefur unnið brautryðjendastarf á sí- menntunarsviðinu og að fyrirtæki og einstaklingar á Suðurnesjum hafa nýtt sér möguleikana betur en marg- ir aðrir. Á undanförnum árum hefur fjar- nám hjá MSS aukist mjög, sérstak- lega í samvinnu við Háskólann á Ak- ureyri. 40–60 nemendur á háskólastigi hafa verið skráðir til prófs hjá stofnuninni á hverju miss- eri. Á næstu tveimur árum munu 45 fjarnemar MSS brautskrást frá Há- skólanum á Akureyri. Þá er gert ráð fyrir því að 15–20 nemendur hefji nám við kennaradeild HA í haust, ef MSS tekst að útvega aðstöðu og fjár- magn til þess. Ólafur Jón Arnbjörnsson, formað- ur stjórnar MSS, sagði að stefnu- mótunarvinna væri að hefjast hjá MSS. Í því sambandi sagði hann mikilvægt að stofnunin ynni að meiri dugnaði að háskólanáminu og nefndi þann möguleika að setja á stofn sér- staka háskóladeild. Þekkingar- og námssetur Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS, sagði að háskólanámið væri orðið svo umfangsmikið að það væri farið að taka starfsorku og fjármagn frá starfstengda náminu. Gerði hann að umtalsefni stuðning menntamála- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við uppbyggingu háskólanámssetra á Egilsstöðum, Húsavík og Vestfjörð- um. Þar væri ríkið að styðja starf- semi sem Suðurnesjamenn hefðu unnið að fyrir eigið fé. Hann sagði að með samvinnu Hugmyndir um eflingu háskóladeildar MSS Keflavík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fylgst með umræðum um háskólanám. Ýmsar hugmyndir komu fram. BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt að úthluta 25 útgerðar- mönnum og fiskverkendum þeim byggðakvóta sem sjávarútvegsráðu- neytið úthlutaði bænum og fær hver 4 tonn í sinn hlut. Bæjarstjórn hefur unnið að því að setja reglur um úthlutun þess 100 tonna byggðakvóta sem bærinn fékk. Einnig að fyrirkomulagi sem leitt gæti til margföldunar þessa kvóta. Kvótanum var úthlutað til fisk- vinnslufyrirtækja og báta sem eru í aflamarkskerfinu annars vegar og til smábáta hins vegar. Í fyrrnefnda hópnum eru Tros, Ný-fiskur, Flug- fiskur, Nesfiskur, SJB fiskverkun, Flökun ehf., Guðjón GK, Kristinn Lárusson GK, Jón Gunnlaugsson GK og Reynir GK. Smábátarnir, sem einnig fá 4 tonn hver, eru Rannsý, Ingólfur, Guðrún Ósk, Þórunn Ósk, Elín, Bjössi, Mummi, Muggur, Baddý, Þjóðbjörg, Guðrún Petrína, Örninn, Júlía, Reynir og Dagur. Fiskverkendurnir og útgerðar- mennirnir leggja fé í pott til að kaupa frekari kvóta til bæjarins og leggja að auki nýjan kvóta fram á móti þeim kvóta sem þeir fá úthlutaðan frá bænum. Þá er verið að vinna að út- vegum lánsfjármagns til kaupa á frekari kvóta til þessa samstarfs fyr- irtækjanna og bæjarins. Að því vinn- ur sérstök stjórn verkefnisins og er bæjarstjóri formaður hennar. Fjögur tonn koma í hlut hvers og eins Sandgerði VÉLSTJÓRINN eftir Einar Guðberg Gunnarsson er mynd þessa mánaðar hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Myndin hangir uppi í Kjarna að Hafnargötu 57 í Keflavík. Mynd mánaðarins er kynning á listamönnum í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Einar Guðberg Gunn- arsson er fæddur 9. janúar árið 1948 í Keflavík og hefur búið í Reykjanesbæ alla tíð. Hann er lærður húsasmíða- meistari og hefur unnið sem slíkur í áratugi. Einar Guð- berg hefur haft áhuga á myndlist frá barnæsku og alltaf teiknað mikið, segir í fréttatilkynningu frá menningar- fulltrúa. Einar Guðberg hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum og hélt sína fyrstu einkasýningu á síðasta ári. Þessa dagana sýnir hann myndir sínar á efri hæð Salt- fisksetursins í Grindavík. Einnig má sjá verk Einars Guðbergs á heimasíðunni www.gi.is/eggson. Vélstjórinn er mynd mánaðarins Keflavík Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.