Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
UNNIÐ var við uppskipun í Þor-
lákshöfn í vikunni á áburði frá
Norsk Hydro fyrir Sláturfélag Suð-
urlands. Sekkirnir voru hífðir upp
úr skipinu í kippum og síðan ekið
með þá í stæður á planinu upp af
höfninni. Síðan taka við flutningar
á bílum til bænda. Áburðarskipin
eru eins konar vorskip því koma
þeirra minnir á vorið og að vorstörf
búendaliðs til sveita eru skammt
undan.
Áburði
skipað upp
Þorlákshöfn
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
26 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAU voru skínandi af gleði andlit þeirra
fjölmörgu barna sem skutust á milli húsa
í marglitum og fjölbreyttum búningum á öskudaginn er
þau gerðu eins og jafnaldrar þeirra annars staðar á
landinu að syngja fyrir búðarfólk og
starfsfólk stofnana og þiggja að launum
góðgæti. Hvar sem komið var hafði fólk á orði að þetta
væri búinn að vera skemmtilegur og líflegur dagur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Þessir hressu krakkar voru fyrir utan Húsasmiðjuna og bjuggust til inngöngu með skemmtilegt lag í farteskinu.
Gaman á öskudegi
Selfoss
ÁRLEG Megamix-keppni elstu
grunnskólanemenda hér í Hveragerði
var haldin fyrir skömmu. Ekki er allt-
af keppt í sömu greinunum og í ár var
keppt í hárgreiðslu, förðun, módel- og
kökuskreytingarkeppni. Umgjörð
keppninnar var glæsileg og höfðu
krakkarnir fengið góð verðlaun frá
fyrirtækjum héðan úr bænum og
einnig úr Reykjavík.
Úrslitin urðu þau að í módelkeppn-
inni varð Berglind Ýr Sigurðardóttir í
1. sæti, Guðbjörg Ýr Ingólfsdóttir í 2.
sæti og í 3. sæti var Ingibjörg Stein-
unn Sæmundsdóttir.
Sigurvegarar í hárgreiðslukeppn-
inni urðu þær Karen Ósk Guðmunds-
dóttir stílisti og Sonja Ósk Kristjáns-
dóttir módel í 1. sæti. Í öðru sæti urðu
þær Heiðrún Halldórsdóttir stílisti og
Regína Lilja Magnúsdóttir módel. Í
þriðja sæti urðu þær Ingibjörg Stein-
unn Sæmundsdóttir stílisti og Sandra
Óskarsdóttir módel.
Förðunarkeppnin fór þannig að í
fyrsta sæti urðu Guðrún Magnea
Guðnadóttir stílisti og hennar módel
var Esther Erla Jónsdóttir. Í öðru
sæti varð Heiðrún Halldórsdóttir stíl-
isti og Regína Lilja Magnúsdóttir
hennar módel og í þriðja sæti varð
Auður Elísabet Guðjónsdóttir stílisti
og Guðrún Magnea Guðnadóttir mód-
el.
Kökukeppnin var spennandi og
kökurnar skrautlegar. Guðrún Helga
Sigurðardóttir varð í fyrsta sæti með
kökuna sína sem hún nefndi Súkku-
laðikakan Megas. Í öðru sæti urðu
vinkonurnar Ingibjörg Sæmunds-
dóttir og Heiðrún Halldórsdóttir með
kökuna Ísland og í þriðja sæti varð
kakan Ástarsæla sem Sjöfn Ingv-
arsdóttir bakaði og skreytti.
Góð þátttaka í
hæfileikakeppni
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Sigurvegarar kökukeppninnar. Frá
vinstri: Ingibjörg Steinunn, Heið-
rún, Guðrún Helga og Sjöfn.
Hveragerði
„ÞETTA er ástríða hjá mér og lífið
er ástríða. Ef maður ætlar að vera
hamingjusamur þarf maður að tak-
ast á við lífið af ástríðu. Lífið er ekki
bara vinna heldur er lífið það sem
maður er að gera. Það þarf að vera
svolítið gaman að vera til og það
kemur með því að gefa ástríðunum
lausan tauminn í listinni,“ segir Guð-
laug Helga Ingadóttir leirlistakona
sem nýlega opnaði Café-Eldstó í
kjallaranum að Austurvegi 4 á Sel-
fossi. Um er að ræða leirvinnustofu
og kaffihús þar sem listmunirnir eru
til sölu ásamt því að fólk getur notið
þess að fá sér þar úrvals kaffi eða te
og kökur á reyklausum stað.
Guðlaug Helga lærði leirlist af
manni sínum, Þór Sveinssyni, sem
nam leirkerasmíði hjá þýskum og
írskum meisturum og var til margra
ára hönnuður hjá Glit. Þau hjónin
hafa látið ákveðinn draum rætast
með opnun þessarar listasmiðju og
kaffihúss Guðlaugar Helgu sem er
eigandi fyrirtækisins. Þór er hönn-
uður að formi hlutanna og Guðlaug
sér síðan um myndskreytingu þeirra
og endanlegt útlit. Hugmyndin að
baki fyrirtækinu er að gestirnir geti,
ef þeir vilja, fylgst með hlutunum
verða til nánast um leið og þeir njóta
veitinga í nálægð við fullgerða list-
muni.
Guðlaug Helga kynntist kaffi- og
temenningunni er hún vann í Te og
Kaffibúðinni í Reykjavík. „Þetta að
bjóða fólki gæðate og kaffi er nánast
eins og vínsmökkun því um er að
ræða sérvalið te, sem er allt öðruvísi
en það sem allir þekkja í tepokunum.
Sama er um kaffið sem er sérvalið
frá ákveðnum svæðum með mismun-
andi baunum,“ segir Guðlaug Helga.
En þegar hún er aftur spurð um
tjáningarþörfina í listsköpuninni
segir hún: „Maðurinn er skapaður í
guðs mynd og þá hlýtur guð að gefa
manninum sköpun. Það hafa allar
manneskjur vettvang innra með sér
þar sem þessi sköpun flæðir fram.
Það er einstaklingsbundið á hvaða
sviði það er en ég finn mér margar
leiðir til sköpunar auk leirkeravinn-
unnar og nefni sem dæmi matargerð
og barnauppeldi, tónlist og ljóða-
gerð. Mér finnst ég hafa eitthvað að
segja og stýri þeirri tjáningu í þess-
ari útrás sálarinnar sem kemur fram
í þessum listmunum okkar
hjónanna. Lífið snýst svo sannarlega
ekki um peninga, þeir eru tæki til að
nota fyrir lífið. Maður þarf að hafa
vettvang þar sem maður finnur
sjálfan sig og er glaður. Ég finn mig
í þessu og hef gaman af að selja
gæðavörur,“ segir listakonan Guð-
laug Helga.
Lífsins tré og
Ráðherrabollinn
Munirnir í Eldstó hafa sumir
hverjir nafn og má þar nefna bikar
með nafninu Lífsins tré en þegar
Guðlaug Helga gerði hann fékk hún
þá hugmynd að tengja hann trúnni
með mynd af tré og gylltum lit.
„Þetta er bikar blóðsins í lífsins tré
og hann er gulli sleginn sem leggur
áherslu á trúna. Fólk segir mér að
það sé hátíðleiki yfir þessum bikar,
sem ég trúi,“ segir listakonan. Svo
er einnig Víkingabikarinn, Hesta-
bikarinn og ekki má gleyma Ráð-
herrabollanum í grænum og bláum
lit en bollinn fékk það nafn þegar
Guðni landbúnaðarráðherra keypti
nokkra slíka bolla til að nota sem
gjafir. Auk þessa hafa þau hjónin
framleitt öl- og vatnskönnur fyrir
Sögusetrið á Hvolsvelli og Vík-
ingaskálann í Básnum. Síðan eru
ljósin í kaffihúsinu öll handgerð. Þá
er hægt að kaupa sérpakkað kaffi og
te á staðnum og listakonan er
óþreytandi að segja frá sérkennum
tesins og kaffitegundanna ásamt því
að tjá sig um munina sem umlykja
gestina.
Gaman að gefa
ástríðunum
lausan tauminn
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðlaug Helga Ingadóttir.
Selfoss
„ÞESSI viðbót verður eins og lifandi
hjarta hér í Fosslandinu,“ sagði
Oddur Hermannsson landslagsarki-
tekt hjá Landformi á Selfossi sem
nýlokið hefur við að ganga frá deili-
skipulagi nokkurra lóða og gatna í
Fosshverfinu. Um er að ræða viðbót
til suðurs sem mun umlykja svonefnt
Flóðhólaflóð en það eru tjarnir með
þónokkru fuglalífi. „Við höfum núna
á hverju ári fylgst vel með álftahjón-
um sem hafa gert sér hreiður í hólma
úti í tjörninni og komið upp þremur
ungum á ári og það er ljóst að þetta
hefur mikið aðdráttarafl því okkur
líður einhvern veginn alltaf best í
sem mestri nálægð við náttúruna,“
sagði Guðmundur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Fossmanna sem eru
eigendur Fosslandsins.
Fossmenn hafa óskað eftir kaup-
um á landskika í eigu bæjarfélags-
ins, næst þessu skipulagssvæði, til að
skipuleggja þar frekara íbúðar-
svæði. Síðan er eigandi Hagalands,
sem er þar fyrir sunnan, með deili-
skipulag íbúðarhverfis í undirbún-
ingi. Þá hafa þessi tvö fyrirtæki
keypt land undir flugvellinum á Sel-
fossi þar sem þau fyrirhuga skipu-
lagningu íbúðarbyggðar. Guðmund-
ur og Oddur segja mikinn áhuga
fyrir lóðum í Fosslandinu og alveg
ljóst að fólki líki vel útsýni og stað-
setning hverfisins.
Svæðið í kringum Flóðhólaflóðið
er á deiliskipulaginu umlukið íbúðar-
húsum á þrjá vegu en er opið til vest-
urs út á Ölfsuá sem gefur fuglalífinu
góða möguleika. Að sögn Odds og
Guðmundar er lögð áhersla á að
Flóðhólaflóðið fái notið sín sem best
og áform eru um að vatni verði veitt
inn á það frá skurðakerfi austar í
landi sveitarfélagsins. „Þetta er mik-
ilvægt til að viðhalda vatnsbúskap
svæðisins en hætt er við að hann
skerðist þegar farið er að grafa fyrir
húsum í kringum svæðið, sagði Odd-
ur.
Með bökkum Ölfusár er breitt
svæði sem býður upp á gönguleiðir
og tengist Flóðhólasvæðið vel þess-
ari gönguleið sem verður æ vinsælli
meðal íbúa Selfoss. Ein megin-
áhersla Fosshverfisins er tengslin
við náttúruna þar sem Ölfusá gegnir
lykilhlutverki og síðan hin síbreyti-
lega sýn yfir ána til Hellisheiðar,
Ingólfsfjalls eða suður Flóasléttuna.
Flóðhólaflóðið verður
lifandi hjarta hverfisins
Skipulag nýju viðbótarinnar sem
umlykur Flóðhólaflóðið.
Selfoss
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðmundur Sigurðsson og Oddur Hermannsson við tjörnina.