Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í
dag, 8. mars, er alþjóð-
legur baráttudagur
kvenna. Misjafnt er
hverju konur í heiminum
þurfa að berjast fyrir en
dagurinn er m.a. notaður til að
fara yfir stöðuna. Hér á landi er
það helst að útrýma launamis-
rétti kynjanna, en af fleiri bar-
áttumálum er að taka.
Nú er vakning meðal íslenskra
femínista. Samnefndur póstlisti
blómstrar og hýsir skoðanaskipti
kvenna og karla. Til umræðu
hafa m.a. verið auglýsingar. Nú
síðast heilsíðuauglýsing frá Rad-
io Reykjavík sem birtist í DV í
vikunni. Auglýsingin niðurlægir
konur. Hún sýnir naktan kven-
líkama, frekar óþroskaðan, en
höfuð hendur og fætur sjást
ekki, að-
eins brjóst
og hluti
handleggja
og fót-
leggja. Í
stað
skapahára er hljóðnemi og skila-
boðin eru: „Strákar! Við hjá
Radio Reykjavík viljum bjóða
ykkur uppá þessa fallegu konu á
þessum ágæta degi …“
Þórunn Sveinbjarnardóttir al-
þingiskona er ein þeirra sem
hefur tjáð sig um þessa auglýs-
ingu og segir í pistli á vef sínum:
„Hvað er hér á ferðinni annað en
talandi dæmi um klámvæðingu
Íslands? Í þessu tilfelli er gengið
eins langt og hugsast getur með
tilvísun um uppáferð á barns-
legan kroppinn.
Er það þetta sem við viljum að
blasi við dætrum okkar á síðum
dagblaðanna? Hauslaus kven-
mannskroppur brúklegur til
uppáferða! Er það þetta sem
strákar vilja? Auðvitað ekki. En
það er tímanna tákn að auglýs-
ing af þessu tagi rati á síður
dagblaðs án þess að nokkur fái
rönd við reist.“
Langflestum hlýtur að of-
bjóða. Það hlýtur að vera mis-
skilningur að svona auglýsing
höfði til stórs hóps karla og
væntanlega höfðar hún til afar
fárra kvenna, ef nokkurra, enda
ekki ætlað það samkvæmt ávarp-
inu. Þetta er ekki það sem við
viljum að blasi við dætrum okkar
og ekki sonum heldur. Þessi aug-
lýsing, og fleiri ef út í það er far-
ið, brýtur óumdeilanlega gegn
ákvæði jafnréttislaga um að aug-
lýsingar skuli ekki vera öðru
kyninu til minnkunar.
Í síðustu viku gekkst dóms- og
kirkjumálaráðuneytið fyrir ráð-
stefnu um átak Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna gegn
verslun með konur. Fram kom
að hátt í fjórar milljónir kvenna
og barna gangi kaupum og söl-
um á hverju ári. Og að auki
stundi vesturlandabúar kynlífs-
ferðamennsku til fátækari landa.
Átakið gegn mansali er tíma-
bært og er m.a. ætlað að efla
umræðu um vandann meðal al-
mennings.
Hér hefur vaknað umræða,
a.m.k. um tengd málefni, t.d.
einkadansinn. Umræða vaknaði
um tengsl einkadans og vændis
og í kjölfarið var sett lögbann á
einkadans. Það varð vakning í
sambandi við einkadansinn og
bann sett við honum, þrátt fyrir
ámátlegt mjálm um frelsi til að
velja og frelsi til að vinna.
Hæstiréttur hefur staðfest bann-
ið sem lagt var við einkadansi í
Reykjavík og Kópavogsbær hef-
ur samþykkt að banna einkadans
á nektarstöðum þar í bæ. Í
Reykjanesbæ er slíkt hið sama í
athugun. Einkadans hefur þegar
verið bannaður á Akureyri.
Vakningin og umræðan í þjóð-
félaginu hefur haft þessi áhrif.
Auglýsingin frá útvarpsstöð-
inni er eitt dæmið um klámvæð-
inguna sem hefur verið í um-
ræðunni. Fólk er að vakna til
vitundar um afleiðingar hennar,
en þær eru m.a. að nauðgunum
hefur fjölgað. Á áðurnefndri ráð-
stefnu kom einmitt fram að of-
beldi í nauðgunum væri orðið
grófara og hópnauðganir fleiri.
Ógeðfelld dæmi sjást um ofbeld-
isdýrkun. Forstöðumaður neyð-
armóttökunnar, Guðrún Agnars-
dóttir læknir, hefur greint frá
þessu og telur að breyting til
hins verra hafi orðið með aukn-
um klám- og kynlífsiðnaði. Á
ráðstefnunni sagði Guðrún m.a.:
„…hin stríða markaðssetning á
konum sem bergmálar yfir á æ
yngri stúlkur, vekur ugg hjá
þeim sem starfa á móttökunni.“
Flestir geta tekið heils hugar
undir þessi orð. Það þarf að
grípa í taumana.
Í dag eru einnig þrettán ár lið-
in frá stofnun Stígamóta, gras-
rótarsamtaka gegn kynferðisof-
beldi. Samtökin kynntu
ársskýrslu sína í vikunni og þar
kom fram að nauðgunum sem til-
kynntar voru til Stígamóta fjölg-
aði um 40% á milli áranna 2001
og 2002. Þar er einnig nefnd ný
tegund af ofbeldi gagnvart kon-
um, þ.e. að myndir eru teknar af
fórnarlömbum og hótað að birta
þær á Netinu, en þetta kannast
Neyðarmóttakan einnig við. Of-
beldið tekur því greinilega á sig
margar myndir.
Allir, allt niður í börn, verða
fyrir auglýsingum þar sem kon-
ur eru niðurlægðar. Á póstlist-
anum góða frétti ég af konu sem
fór með sjö ára dóttur sinni í bíó
á barnamynd kl. 4 á föstudegi.
Bíógestir, 6–8 ára börn, sáu fyrir
myndina og í hléi skjámynd af
berbrjósta konu á nærbuxunum
og texta eitthvað á þá leið að í
Kópavogi njóti bæjarbúar enn
frelsis. (Og er þá vísað til einka-
dansins, sem reyndar hefur orðið
breyting á síðan.)
Maður finnur fyrir vanmætti
sínum við þessar aðstæður, bæði
við að útskýra hlutina fyrir börn-
unum og við að finna mótmælum
sínum og andúð farveg. Svona
auglýsingar virðast vera sæmi-
lega liðnar, a.m.k. er ekki vakin
mikil athygli á að þær veki and-
úð. Það er ekki hægt að tala um
frelsi í þessu sambandi. Það er
ekki til frjáls vændiskona. Það
er ekki til frelsi til að kaupa kon-
ur. Þetta er vændi og ofbeldi. Á
póstlistanum góða var spurt:
Hvað með frelsi þeirra sem eru á
móti súlustöðum, klámi og aug-
lýsingum þar sem konur eru not-
aðar sem söluvara? Ef það á að
vera frelsi til að velja, verður
líka að vera frelsi til að hafna.
Baráttukveðja.
Barátta
kvenna
Svona auglýsingar virðast vera sæmi-
lega liðnar, a.m.k. er ekki vakin mikil
athygli á að þær veki andúð. Það er ekki
hægt að tala um frelsi í þessu sambandi.
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
✝ GuðmundurKristinsson var
fæddur í Nýhöfn á
Melrakkasléttu 16.
júní 1931. Hann lést
28. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Kristinn
Kristjánsson, bóndi
og járnsmiður í Ný-
höfn, f. 17.8. 1985, d.
7.8. 1971, og Sesselja
Benediktsdóttir, f.
10.6. 1992, d. 24.1.
1972. Börn þeirra
eru: 1) Kristján, f.
9.1. 1919, d. 14.4.
1955. 2) Helga Sigríður, f. 27.2.
1921. 3) Benedikt, f. 15.9. 1923, d.
8.5. 1943. 4) Steinar, f. 8.12. 1925,
d. 16.7. 1997. 5) Sigurður Jóhann,
f. 30.3. 1929. 6) Guðmundur, sem
hér er kvaddur.
Kona Guðmundar var Ásta
Friðleifsdóttur, f.1.2. 1929; d.
20.6. 1971. Kjördóttir Guðmundar
og Ástu er Anna Jóna, f. 4.6. 1963;
sonur hennar og Kristins Bjarna
Halldórssonar, f. 9.9. 1966, er
Halldór Snær, f. 9.4. 1992. Sonur
Ástu og uppeldissonur Guðmund-
ar var Hreinn Ómar Elliðason, f.
25.12.1946, d. 29.11.1998. Kona
hans Guðrún Jónína Magnúsdótt-
ir, f. 29.12. 1949. Börn þeirra eru:
a) Elliði Ómar, f. 8.3.
1967, b) Sigurbjörg
Ásta, f. 10.7. 1979 og
c) Jóna Bjarney, f.
22.4. 1981. Sambýlis-
kona Guðmundar frá
1972 er Sigurbjörg
Sveinsdóttir, f. 28.1.
1926. Hennar sonur
er Baldur Georg
Georgsson, f. 14.4.
1961, hélt til hjá
móður sinni og
fylgdi henni í Ný-
höfn.
Guðmundur ólst
upp í Nýhöfn en fór
svo til Reykjavíkur til náms og
starfa. Hann nam bifvélavirkjun
við Iðnskólann í Reykjavík og
hafði meistarabréf í þeirri iðn en
einnig stundaði hann rafvirkj-
anám um tíma og hlaut staðbund-
in réttindi í því fagi. Guðmundur
settist að í Nýhöfn, þar sem hann
reisti sér nýbýli og sinnti þar við-
gerðum á bílum og öðru vélum. Þá
stundaði hann sjómennsku frá Ný-
höfn og sinnti tilfallandi störfum í
héraðinu.
Kveðjuathöfn um Guðmund fór
fram í Fossvogskapellu 6. mars.
Útför hans verður gerð frá Snart-
arstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var sumarið 1966 sem ég sá
Guðmund Kristinsson fyrst. Á Slétt-
unni var hitabylgja, 27 stiga hiti og
sunnanátt og landið fauk burt. Mað-
ur bruddi sandkornin með hverjum
andardrætti og yfir Leirhafnarfjöll-
um lá gulur strókur á haf út.
Guðmundur Kristinsson heilsaði
mér klæddur dökkblárri ullarpeysu
í hitabrækjunni, með pípuna í munn-
vikinu, augun djúpstæð og dimm
undir hnykluðum brúnum. Handtak-
ið fast og litið á mig rannsakandi
augum.
Ég var sextán ára stelputrippi,
nýtrúlofuð stjúpsyni hans Hreini El-
liðasyni. Gummi lét sér fátt um
fréttirnar finnast. ,,Já, elskurnar
sagði hann. ,,Þetta fer allt einhvern
veginn.“ Þetta var hans lífsspeki,
hlutirnir fóru annaðhvort á einn eða
annan veg og tók því ekkert að fár-
ast yfir því hvað skaparinn ætlaði
okkur.
Yfir þessu sumri og öllum heim-
sóknum á Sléttuna síðar hvíldi
reykjareimur úr pípunni hans
Gumma ásamt með stöðugum
fréttastraumi yfir því hvað væri ný-
lega vísindalega sannað. Hvaðan sá
fróðleikur barst Guðmundi var mjög
óljóst en margvíslegur var hann og
skemmtilegur í bland, allt frá sög-
unni um fiskifluguna sem er byggð
þannig að hún getur ekki flogið, veit
það ekki og flýgur þess vegna, til
frásagna um spádóma Edgars
Cayce og Nostradamusar. Nýjar
gerðir blöndunga og alls konar önn-
ur nýjasta tækni og vísindi flaut
með.
Hreini var þessi fróðleiksfýsn
Guðmundar mjög að skapi og saman
áttu þeir margar góðar stundir við
ýmsar tilraunir á ,,vísindalegum nót-
um“. Mér er það mjög minnisstætt
þegar þeir lögðu línu á gömlum
lúðuslóðum rétt innan við Grjótnes
og komu dag eftir dag með öngulinn
í rassinum. Óbugaðir ákváðu þeir að
beita aðferð sem var ,,vísindalega
sönnuð“ og festu vasaljósaperu við
batterí og allt úthaldið við lúðukrók-
ana. Það var eins og við manninn
mælt, næsta dag var snarað upp á
stálvaskinn fyrir framan mig, stórl-
úðu sem mældist 1,25 m löng.
Sem fyrrverandi handflakari úr
Heimaskaga var ég talin hæf til að
flaka lúðuflikkið. En þá kom í ljós að
í gegnum haus lúðunnar var stórt
gat sem ég gat hæglega troðið vísi-
fingri í gegnum. Aðspurðir játuðu
þeir félagar mjög vandræðalegir að
hafa gleymt ífærunni heima. Lúðuna
vildu þeir alls ekki missa og nú voru
góð ráð dýr. Haglarinn var niðri í
lúkar og var hann dreginn upp og
miðað vandlega. Hreinn átti hug-
myndina að því að skjóta lúðuna og
þegar ég spurði hneyksluð hvað
Gummi hefði sagt við því svaraði
Hreinn: ,,Nú hann sagði mér að
skjóta ekki í tauminn.“
Þetta er dæmigerð saga um æv-
intýr þeirra til sjós og lands en báðir
voru mikil náttúrubörn og náðu best
saman á þeim vettvangi. Þegar
Hreinn var níu ára varð Guðmundur
stjúpfaðir hans og kynnti hann fljót-
lega fyrir töfrum Sléttunnar og
landgæðum. Saman skutu þeir
rjúpu, sel og svartfugl, veiddu grá-
sleppu og fóru á handfæri undir
Rauðanúp. Lögðu net í Rifshæða-
vötnum og veiddu sjóbirting á stöng
þar niður frá ásamt því að hirða upp
einn og einn mink sem hafði sloppið
fram hjá Eiríki á Blikalóni.
Ég man eftir sumarkvöldum á
víkinni þegar svartalognið speglaði
húsin á Sæbergi í ævintýraljóma og
við dunduðum okkur öll þrjú við að
stinga kola með stórum járnstöng-
um sem Hreinn og Gummi höfðu
smíðað. Marhnútarnir voru forvitnir
og þurfti að lemja á trýnið á þeim til
að fæla þá frá, sennilega sóttu þeir í
glitrandi oddana á stöngunum. Anna
Jóna dóttir Gumma og Elliði sonur
okkar Hreins voru jafnan með í
þessum róðrum og mátust um það á
þóftunni í skutnum, hver hefði feng-
ið flesta fiskana.
Guðmundur var góður heim að
sækja, rólegur og notalegur heim-
ilisfaðir sem kallaði alla heillina sína,
ekki síst börnin sem sóttu til hans,
þar á meðal Elliði sem fékk hann til
að smíða alla mögulega hluti fyrir
sig er við dvöldum í Nýhöfn sumarið
1971. Mörgum kvöldum var eytt í
hláturskasti við eldhúsborðið við að
spila stokk, í umræðum um nýjar
bækur, eða við frásagnir af lífinu á
Sléttunni þegar Gummi var að alast
upp. Hann hafði ágætt lag og fallega
rödd og söng jafnan á ferðalögum
með tengdamóður minni og var un-
un að hlýða á þau syngja tvíraddað
saman.
En Gummi hafði sinn djöful að
draga. Undir áhrifum hans breyttist
þessi ljúfi maður í allt aðra persónu.
Eftir eina glímuna við Bakkus sem
hafði reynst honum með eindæmum
erfið og hörð, sagði hann við mig að
réttast væri fyrir menn eins og sig
að segja sig úr samfélaginu og setj-
ast að á öræfum. Ég samsinnti því
og fannst honum mikið til um þá
hreinskilni og brosti að, þó að ekki
væri honum hlátur í hug. Seinni árin
voru þó glímurnar færri og lengra á
milli enda heilsan ekki eins góð og
elli kerling farin að plaga Gumma.
Læknar höfðu oft bent honum á að
breyta lífsháttum sínum og átti hann
samkvæmt þeim ráðum m.a. að
hætta reykingum, kaffi- og vín-
drykkju. Guðmundur hafði sérstaka
skoðun á læknum eins og mörgu
öðru, það eina sem hann gerði í
þessa veru var að fara að drekka te.
Guðmundur var lærður bifvéla-
virki og vann lengi sem verkstjóri
hjá Heklu. Upp úr 1970 fékk hann
einnig réttindi sem rafvirki og vann
við bæði þessi störf meðfram sjó-
sókn. Hann reisti nýbýli í Nýhafn-
arlandi, Nýhöfn II, á Melrakka-
sléttu og bjó þar til dauðadags, fyrst
með tengdamóður minni Ástu Frið-
leifsdóttur sem dó 20. júní 1971 og
síðar með Sigurbjörgu Sveinsdóttur
en með henni rak hann hótel á Kópa-
skeri um nokkurra ára skeið.
Hann var verklaginn og útsjón-
arsamur, starfsamur og lék flest í
höndunum á honum þó að ekki væri
verklagið alltaf hefðbundið. Vona ég
þó hótelgesta vegna að ekki hafi
hann sýnt sömu nýjungagirnina við
eldamennskuna og við lúðuveiðina
forðum.
Jæja, Gummi, heillin mín, nú ertu
kominn á aðrar veiðilendur og von-
andi farinn að skýra út fyrir mönn-
um þar hvað er ,,vísindalega sann-
að“. Ég ætla að hugsa til þeirra
stunda sem við höfum átt saman á
þinni ástkæru Sléttu með hlýhug og
virðingu eins og ég lofaði þér.
Elsku Nóna mín og Halldór,
Sibba og fjölskylda. Ég votta ykkur
samúð mína, blessuð sé minning
Guðmundar Kristinssonar.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir.
„Römm er sú taug er rekka dreg-
ur föðurtúna til“. Þetta íslenska orð-
tak átti svo sannarlega við Guðmund
móðurbróður minn sem lést 28. febr-
úar sl. eftir nokkuð langa og erfiða
baráttu við krabbameinið.
Guðmundur var yngsta barn
þeirra hjóna Sesselju Benedikts-
dóttur og Kristins Kristjánssonar,
bónda og vélsmiðs í Nýhöfn. Krist-
inn var mikill hugvitsmaður og fann
m.a. upp línurennuna sem sjómenn
nota enn í dag. Vélsmiðja hans var
áföst við húsið og þar voru fleiri
verkfæri til hvers konar vélavið-
gerða en þá þekktust til sveita. Ótal
margir, jafnt innan sveitar sem úr
fjarlægum héruðum, áttu erindi í
Nýhöfn, með hvers konar vélar og
vélahluti sem þurftu lagfæringar
við. Kristinn í Nýhöfn var einn af
fáum mönnum þess tíma sem sinntu
slíkri þjónustu. Innan um þessar
viðgerðir og tilheyrandi umræður
ólst Guðmundur upp. Sem barn hef-
ur hann virt fyrir sér vélar, áttað sig
á eðli þeirra og gerð og fylgst með
nýjungum sem hver þeirra bar með
sér, eftir því sem árin liðu. Hann
varð með öðrum orðum snemma læs
á vélar og allt sem þeim viðkom.
Ungur að árum fór hann til náms í
rafvirkjun í Reykjavík, en m.a.
vegna fjárskorts ákvað hann að
hætta námi eftir þrjá vetur og halda
norður í vegavinnu til að afla sér
tekna fyrir skuldum áður en lengra
yrði haldið. Réð hann sig þá í fyrstu
á veghefil og þénaði vel en vinnan
var erfið og þægindi veghefilsins
önnur en nú þykja sjálfsögð. Hann
hafði keypt sér mótorhjól fyrir
sunnan og kom á því norður og man
ég aðeins eftir því tæki enda ekki til
á hverjum bæ. Ekkert varð úr frek-
ara rafvirkjanámi en Guðmundur
var „snillingur í höndunum“, og að
upplagi raungreinamaður og fylgd-
ist því vel með tækni hvers tíma. Í
lok seinni heimsstyrjaldarinnar
nauðlenti þýsk flugvél á Leirhöfn-
inni og endaði daga sína þar á fjöru-
kambi. Þar leitaði Guðmundur fanga
og rakti sundur leiðslur og víra og
skoðaði tól og tæki. Sagði hann mér
að eftir þann fróðleik, sem hann
fékk við þá iðju, hefði fátt komið sér
á óvart er að rafmagni laut. Raf-
magnstæki voru honum því létt við-
fangs og má nefna að hvers konar
viðgerðir á slíkum heimilistækjum
voru honum auðveldar; kom það sér
vel þar sem oft var löng leiðin fyrir
neytendur að senda bilaðar þvotta-
vélar, sjónvörp eða annað í þeim dúr
til viðgerða um langan veg. Leið
Guðmundar lá aftur til Reykjavíkur
og nokkur ár vann hann hjá Sam-
bandinu og lærði bifvélavirkjun. Út-
skrifaðist hann sem meistari í þeirri
iðn. Þá var hann um tíma verkstjóri
hjá Heildversluninni Heklu, einmitt
GUÐMUNDUR
KRISTINSSON