Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 49

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 49 TÆKNISKÓLA Íslands var ætl- að það markmið við stofnun hans ár- ið 1964 að bjóða iðnmenntuðu fólki framhaldsnám og þjálfun sem lagað væri að íslenskum aðstæðum og brú- aði bilið milli verknáms og háskóla- náms. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, vildi bregðast við þeim mikla skorti sem þá var á tæknimenntuðu fólki í landinu og lagði drög að stofnun Tækniskólans. Á þeim tæpu fjörutíu árum sem liðin eru frá stofnun skólans hefur hann svo sannarlega skilað sínu. Á annað þúsund tæknifræðingar með BS- gráðu, 424 iðnfræðingar og rúmlega 800 nemendur frá heilbrigðis- og rekstrardeildum skólans, einnig með BS-gráðu, hafa útskrifast frá Tækni- skólanum. Auk þessa hafa hundruð nemenda af öðrum námsbrautum lokið diplomanámi sem og námi frá frumgreinadeild skólans áður en fyrsta útskrift fór fram frá Tæknihá- skóla Íslands 25. janúar sl. Tækniháskóli Íslands var stofnað- ur sl. sumar á traustum grunni for- vera síns með nýjum lögum frá Al- þingi og heldur á lofti merkjum fagháskóla á sviði tækni-, rekstrar- og heilbrigðisgreina eins og áður. Allt frá upphafsárum skólans hafa virk og öflug tengsl við íslenskt at- vinnulíf verið hans aðalsmerki og skilað gagnkvæmum arði. Færst hefur í vöxt að fyrirtæki leiti til nem- enda skólans með óskir um að þeir taki að sér tiltekin verkefni sem þarfnast tækni- eða rekstrarlegra úrlausna og getur Tækniháskólinn stoltur staðið undir heitinu „Háskóli atvinnulífsins“. Tækniháskólinn er fremur fá- mennur skóli af háskóla að vera en nemendur eru um 700 talsins. Nem- endur kynnast því vel innbyrðis, að- gengi að kennurum og stjórnendum er að sama skapi gott og hver nem- andi hefur töluvert vægi í þessu há- skólasamfélagi. Tækniháskólinn stendur á tíma- mótum og hafa umtalsverðar breyt- ingar fylgt í kjölfar nýrra laga bæði hvað varðar stjórnsýslu, deildaskipt- ingu og starfsmannahald svo dæmi séu tekin. Frekari breytingar eru í deiglunni og að þeim verður unnið markvisst með faglegar áherslur að leiðarljósi. Þar þurfa allir leggjast á eitt svo framtíð tæknináms á há- skólastigi verði tryggð, héreftir sem hingað til. Útskrifaðir nemendur Tækniskól- ans, og nú Tækniháskólans, eru ef- irsóttir sérfræðingar í íslensku at- vinnulífi. Ekki er óalgengt að fyrirtæki og stofnanir séu búin að tryggja sér starfskrafta þeirra fyrir námslok. Þessum gæðastaðli mun Tækniháskóli Íslands kappkosta að viðhalda og gera enn betur. Stefnu- mörkun THÍ til framtíðar mun varða leiðina að settu marki og taka mið af kröfum og þróun íslensks atvinnulífs í takt við faglegar og fræðilegar kröfur hvers námssviðs. Hinn 9. mars nk. verður kynning á öllu háskólanámi á Íslandi í bygg- ingum Háskóla Íslands. Tæknihá- skóli Íslands verður með sína kynn- ingu í aðalbyggingu HÍ á 2. hæð og býður landsmenn alla velkomna. Tækniháskóli á traustum grunni Eftir Svandísi Ingimundar og Oddnýju Árnadóttur „Þar þurfa allir að leggj- ast á eitt svo framtíð tæknináms á háskóla- stigi verði tryggð, hér- eftir sem hingað til.“ Svandís er námsráðgjafi THÍ og Oddný er upplýsingafulltrúi THÍ. Oddný Árnadóttir Svandís Ingimundar MÁLTÆKIÐ segir: Nauð- syn brýtur lög. Ég bið þig um að taka sleggju þá er nauðsyn heitir og mola með henni þau lög sem eiga að gera okkur að stóriðjuþjóð. Munu þá gneistar af hrökkva svo að nýjar stjörn- ur myndast á himninum. Ann- ars verður til leiðindasaga sem endar svona: Og á meðan myrkrið gleypti síðustu skím- una yfir Íslandi sat forsetinn og pússaði trúlofunarhringinn sinn. Til forseta Íslands Höfundur er rithöfundur. Elísabet Jökulsdóttir ATVINNA mbl.is Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.