Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 50
UMRÆÐAN
50 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUÞÁTTTAKA íslenskra
kvenna er með því mesta sem þekk-
ist í heiminum því um 80% kvenna
eru í launaðri vinnu og má til sanns
vegar færa að aukning þjóðartekna
hérlendis sé ekki síst þeim að
þakka. Á síðari árum hafa konur
lagt æ meiri áherslu á að ná sér í
háskólamenntun og er hlutfall
kvennemenda við Háskóla Íslands
nú komið yfir 60%. Aukin menntun
er að sjálfsögðu alltaf til góðs en
hins vegar virðist hún skila konum
litlu í launaumslagið. Samkvæmt
niðurstöðum könnunar á launamun
kynjanna sem jafnréttisráð og
nefnd um efnahagsleg völd kvenna
birti síðastliðið haust eru dagvinnu-
laun kvenna að meðaltali aðeins
70% af dagvinnulaunum karla.
Þessi munur hefur m.a. verið skýrð-
ur með því að karlar vinni að jafn-
aði lengri vinnudag en einnig eru
nefnd til atriði eins og mismunandi
störf, ólík menntun, starfsaldur og
fleira í þeim dúr. Þegar búið er að
taka þetta með í reikninginn og
„leiðrétta“ launamuninn kemur
engu að síður í ljós að enn mælist
töluverður munur sem eingöngu er
hægt að skýra með kynferði. Þessi
kynbundni launamunur er sam-
félagsvandi sem verður að útrýma
enda svartur blettur á þjóðfélagi
sem hefur í fjörutíu ár búið við lög-
gjöf sem kveður á um að konur
skuli njóta sömu launa og karl-
menn.
Í kjarasamningum aðildarfélaga
BHM og ríkisins árið 1997 var sam-
ið um nýtt launakerfi. Það tók
samninganefnd ríkisins töluverðan
tíma og fyrirhöfn að sannfæra
samninganefndirnar hinumegin
borðsins um kosti þess að færa
samningagerðina að hluta inn á
stofnanir enda hafa erlendar kann-
anir sýnt að dreifstýrt launakerfi
eykur jafnvel enn frekar á kyn-
bundinn launamun. Þessum áhyggj-
um var svarað með yfirlýsingu sem
fylgdi samningunum en þar er tekið
fram að það sé stefna ríkisins að
jafna þann launamun karla og
kvenna sem ekki er hægt að út-
skýra nema á grundvelli kyns. Með
það í huga ætlaði fjármálaráðherra
að láta gera úttekt á áhrifum þessa
nýja launakerfis á launamun karla
og kvenna. Úttektin átti að fara
fram á samningstímabilinu en því
lauk 31. október 2000 án þess að
nokkuð bólaði á niðurstöðum. Nú
eru liðin tvö og hálft ár til viðbótar
og enn hefur úttektin ekki verið
gerð. Reykjavíkurborg, sem skrif-
aði undir samskonar yfirlýsingu,
hefur staðið sig mun betur og birti
meðal annars niðurstöður könnunar
síðastliðið haust sem sýndu að jafn-
launastefna borgarinnar hefur borið
nokkurn árangur.
Í utandagskrárumræðu um
launamun kynjanna hinn 27. janúar
síðastliðinn sagði Geir H. Haarde
fjármálaráðherra að vitanlega væri
það stefna ríkisins að jafna kjara-
lega stöðu kvenna og karla. Dreif-
stýrða launakerfið væri liður í
þeirri baráttu en hins vegar varð
fátt um svör þegar málshefjandi
umræðunnar, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, spurði hvaða tæki hið opinbera
hefði í höndunum til að fylgjast með
þróun launamunar kynjanna. Ráð-
herra sagði fullyrðingar um að
launamunurinn hefði aukist með
nýja launakerfinu mjög vafasamar
en nefndi ekki hvaða rök styddu
þessa skoðun hans. Samkvæmt töl-
um Kjararannsóknanefndar opin-
berra starfsmanna er enn töluverð-
ur munur á launum karla og
kvenna. Munurinn er meiri þegar
heildarlaun eru skoðuð en þegar
eingöngu er litið til dagvinnulauna
en það breytir ekki staðreyndinni
um launamun kynjanna. Er ekki
kominn tími til að standa við gefnar
yfirlýsingar og gera vísindalega út-
tekt á þessum málum svo hægt sé
að vinna skipulega að því að eyða
launamun kynjanna?
Launajafnrétti – fjar-
læg framtíðarsýn?
Eftir Halldóru
Friðjónsdóttur
„Samkvæmt
tölum Kjara-
rannsókna-
nefndar
opinberra
starfsmanna er enn
töluverður munur á
launum karla og
kvenna.“
Höfundur er formaður
Bandalags háskólamanna.
Í HÁDEGISÚTVARPI 4ða marz
2003 var haft eftir norskum manni að
Ísland væri bananalýðveldi. Það
svíður undan slíku þegar útlending-
ur segir það, þótt hann sé Norðmað-
ur. Mér varð ekki svefnsamt eftir há-
degismatinn þennan dag, og er ég þó
frægur fyrir væran hádegisblund á
hverju sem gengur. Hver ber ábyrgð
á svona ummælum útlendra manna?
Svarið við því fékkst í Kastljósinu
um kvöldið. Það er kona. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Hún hafði tranað
sér fram sem varaþingmannsefni, og
meira að segja forsætisráðherraefni,
þótt allir vissu að Halldór Ásgríms-
son keppti að hvorutveggja. Þar sem
karlar hafa heilbrigðan metnað þjást
konur af fýsn til valda. Svo beit hún
höfuðið af skömminni í ræðu á Svið-
insvík.
Konur nærast á kjaftasögum.
Ingibjörg sagði í ræðunni að afskipti
ónefndra ráðamanna af þjóðþrifafyr-
irtækjum eins og Íslenskri erfða-
greiningu (sem hefur gefið allri þjóð-
inni Íslendingabók) og
óþrifafyrirtækjum eins og Kaup-
þingi (sem hefur ekki gefið nema
hluta þjóðarinnar værðarvoðir)
hefðu orðið til þess að sumir segðu í
blöðum að óformlegar ábendingar
streymdu úr stjórnarráðinu til lög-
reglunnar í landinu um værðarvoð-
irnar. Hún kannaðist ekki við það
fyrr en síðar að lögreglumenn
misstu að sjálfsögðu ekki vatn úr
glasi án formlegs tilefnis.
Steingrími Sigfússyni blöskrar
þetta eins og fleirum. En köld eru
kvenna ráð. Ingibjörg kom sér í
blöðin. Morgunblaðið birti forustu-
grein um Sviðinsvíkurræðuna og
krafðist sannana. Hverjir hefðu
skrifað óhróður um yfirvöld og í
hvaða blöð? Það voru orð í tíma töl-
uð. Blaðið sagði auðvitað ekki að
Ingibjörg Sólrún hefði skítlegt eðli
eins og alþingismenn sögðu hver um
annan áður fyrr. Þá var þjóðfélagið
óþroskaðra en það er nú, eftir einka-
væðinguna sem svo er nefnd þótt
hún sé að réttu lagi siðvæðing.
Hinn 3ðja marz heyrði ég í svefn-
rofunum notalegt spjall í morgunút-
varpinu um vinafund á veitingahúsi í
London fyrir meira en ári. Mest í
hálfkæringi eins og hæfði efninu og
þessum tíma dags. Til dæmis var
ekki nefnt hvað hefði verið borðað og
drukkið. En allt í einu sagði spjall-
arinn um Ingibjörgu Sólrúnu: „Hún
byrjaði.“ Ég glaðvaknaði. Alveg væri
það eftir þessari konu að hafa talað í
hálfkæringi á Sviðinsvík ofan á allt
annað. Úr hefur orðið nýtt höfuðefni
opinberrar umræðu á Íslandi. Einu
sinni var það herinn, svo var það
kvótinn, þá gagnagrunnur um
heilsufar og síðast rafveita á Reyð-
arfirði. Nú er það hálfkæringur.
Hvenær talar fólk í hálfkæringi og
hvenær ekki? Forseti lagadeildar
Háskóla Íslands veit ekki sitt rjúk-
andi ráð um hálfkæring. Lagadeild
Háskólans í Reykjavík veit áreiðan-
lega meira. Samt verða dómstólar að
skera úr um þetta.
En í rökræðunni um hálfkæring-
inn hefur eitt gleymzt. Það kemur
önnur kona við þessa sögu en Ingi-
björg Sólrún. En sú kona er horfin
sjónum. Í Kastljósinu 4ða marz var
kona. Þær eru víða nú til dags. Kast-
ljóskan spurði hvort upprunann að
ótíðindunum mætti ekki rekja lengra
aftur en til hinnar alræmdu ræðu á
Sviðinsvík. Menn kannast við tóninn.
En ljóskan komst ekki upp með
þetta. Enginn nefndi konuna sem
hvarf. Í janúar hafði hún skrifað
langar greinar í Morgunblaðið. Eng-
inn andmælti þeim svo að þær
gleymdust jafnharðan. Konan heitir
Agnes Bragadóttir.
Í greinaflokki Agnesar segir frá
afskiptum „stjórnarráðsins“ af svipt-
ingum um Íslandsbanka. Á einum
stað tekur hún fram að Halldór Ás-
grímsson hafi beðizt undan aðild að
þeim áflogum þegar eftir henni var
leitað. Hvert er þá þetta „stjórnar-
ráð“? Hér kemur kveneðlið upp í
Agnesi. Hún nefnir engan annan en
Halldór. Hann var afskiptalaus. Mér
er sagt – í hálfkæringi – að hún hafi
haft í huga þær Sólveigu Pétursdótt-
ur, Valgerði Sverrisdóttur og Siv
Friðleifsdóttur. Konur eru konum
verstar, og eiga það til að nefna ekki
hver aðra þegar mikið liggur við. Það
heitir að þegja í hel.
Ef formaður Sjálfstæðisflokksins,
sem blöðin segja næststærsta flokk
landsins, vill finna forsætisráð-
herraefni til að starfa sér við hlið,
eins og nú er tízka, virðist konan sem
hvarf vera álitlegur kostur. Hún er
vitaskuld ekki laus við veikleika alls
síns kyns. Þar á móti kemur að kon-
ur eru konum verstar. Aldrei mundi
formaðurinn þegja konu í hel að
fyrra bragði.
Vera má að konur séu komnar til
að vera. Birkið brumar í febrúar.
Áramótaskaupið er í byrjun marz.
Hvernig verður maí? Byrja bananar
að vaxa villtir við Kárahnjúka í sept-
ember?
Kvennaráð
Eftir Þorstein
Gylfason
Höfundur er prófessor
við Háskóla Íslands.
„Konur eru konum
verstar, og eiga það til
að nefna ekki hver aðra
þegar mikið liggur við.
Það heitir að þegja í
hel.“
ÁRIÐ 2002 varð Fréttablaðið
gjaldþrota. Ritstjórinn skýrði frá
áhuga manna til þess að halda útgáf-
unni áfram. Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs, leitaði til félaga í við-
skiptalífinu um að endurreisa blaðið.
Sumir voru jákvæðir, aðrir neituðu.
Meðal annars höfnuðu Norðurljós
þátttöku í nýju útgáfufélagi.
Baugs-feðgar höfðu átt í hörðum
átökum um völd og áhrif í viðskiptalíf-
inu en látið í minni pokann. Í júlí 2002
var útgáfufélag um nýtt Fréttablað
sett á laggirnar. Auglýsingar frá
Baugi hafa verið áberandi á síðum
Fréttablaðsins, en nánast horfið úr
Morgunblaðinu. Fingraför Jóns Ás-
geirs eru skýr.
Baugur er fyrirtæki í pólitík.
Fljótlega kom á daginn að Davíð
Oddsson forsætisráðherra var lítt í
hávegum á síðum Fréttablaðsins –
svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Rit-
stjórinn lét ekki þar við sitja, heldur
dylgjaði um ráðherra í sjónvarpi,
meðal annars að forsætisráðherra
hafi staðið á bak við innrás lögreglu í
Baug. „Það er stutt á milli hurða“,
sagði ritstjórinn svo smekklega í vet-
ur.
Laugardaginn 1. mars síðastliðinn
birti Fréttablaðið frétt um að for-
sætisráðherra hafi átt að vera kunn-
ugt um nafn manns í Ameríku, sem
lagt hafði fram kæru á hendur Baugi,
Jón Gerald. Vísað var í fund Hreins
Loftssonar með ráðherra í Lundún-
um í janúar 2002. Þetta átti að sanna
að ráðherra væri ómerkur orða sinna.
Hreinn taldi Davíð hafa nefnt Jón
Gerald; nafn sem Hreinn taldi sig
ekki hafa heyrt. Samt er minni hans
fráleitt óbrigðult. Jón Gerald kveðst
hafa hitt Hrein nokkrum mánuðum
áður og stjórnarformaðurinn ritar um
Nordica í árskýrslu árið 2000. Það var
hátt reitt til höggs af litlu tilefni.
Minntist einhver á postulann hugum-
litla og silfursjóðinn?
Trúnaðargögn úr fyrirtæki Jóns
Ásgeirs, Baugi, voru birt í Frétta-
blaðinu, netpóstur og fundargerðir.
Trúnaðargögn frá manninum sem
fjármagnar Fréttablaðið með auglýs-
ingum Baugs og vill ná sér niðri á for-
sætisráðherra. Blaðið vitnaði í um-
mæli tveggja stjórnarmanna til
„staðfestingar“ um ótta við forsætis-
ráðherra. Stjórnarmennirnir tveir
gáfu út yfirlýsingar þess efnis að um-
mælin væru gripin úr samhengi og
röng. Þeir hafa talað um trúnaðar-
brest í stjórn Baugs. Samt hefur eng-
in leiðrétting birst. Svo mikið í mun er
Fréttablaðinu að halda veg „sannleik-
ans“.
Það er ekki ofmælt þegar einn
reyndasti fréttamaður landsins talar
um leigupenna. Því miður, stæka
samsærislykt leggur af síðum blaðs-
ins. Ritstjórinn gengur erinda kaup-
héðna og dregur blaðamenn í svaðið,
góða menn með flottan feril. Þeir sitja
eftir, misnotaðir. Þetta mál er eitt
mesta áfall sem yfir íslenska blaða-
mannastétt hefur dunið. Hinn 1. mars
2003 var svartur dagur í íslenskri
blaðamennsku.
Atlagan er ófyrirleitið tilræði við
mannorð.
Í hlut eiga kauphéðnar sem einskis
svífast og keyptu málgagn. Menn sem
reyndu að kaupa tryggingafélag og
banka á víxlum. Morgunblaðið skýrði
frá þessum átökum. Blaðið sagði þó
ekki frá tilraunum þeirra til þess að
komast yfir Olís; þeir borguðu fyrr-
verandi starfsmanni Olís fyrir að
rjúfa trúnað, skrifa skýrslu sem lenti
á borði samkeppnisyfirvalda og leiddi
til innrásar í olíufélögin. Af hverju
vildi Baugur koma höggi á olíufélögin
á sama tíma og vélað var um yfirtöku?
Hvað segja hluthafar Baugs um
grímulausa misnotkun á félaginu?
Hvað finnst þeim um Baug í pólitík?
Hvað finnst hluthöfum
um Baug í pólitík?
Eftir Hall
Hallsson
„Atlagan er
ófyrirleitið
tilræði við
mannorð.“
Höfundur er blaðamaður.
REYKJAVÍKURBORG hefur
ákveðið að gera sérstakt átak á þessu
ári í aðgengismálum sem er vel við
hæfi nú á Evrópuári fatlaðra. Á und-
anförnum árum hafa verið veittar 25
milljónir á ári í að bæta aðgengi fatl-
aðra í eldri byggingum borgarinnar
en á þessu ári verða veittar 40 millj-
ónir til þessa verkefnis. Þar af eru 10
milljónir vegna flýtingar fram-
kvæmda, en 5 milljónir eru veittar til
verkefnisins með aukafjárveitingu.
Frá árinu 1997 hefur Reykjavík-
urborg stefnt markvisst að því að
gera stofnanir sínar aðgengilegar
fyrir alla, innandyra og utandyra. Að-
gengismál eru ekki bara fyrir suma
fatlaða og aldraða. Allur almenning-
ur nýtur góðs af því þegar aðgengi er
gott því það liggur fyrir okkur öllum
að verða gömul, sum okkar verða
gigtveik og eða fótbrotna og aðrir
spássera með börnin sín og barna-
börn í barnavögnum og þá skiptir
gott aðgengi líka máli.
Eins hratt og hægt er
Ég er ein af þeim sem vilja að allt
gerist á stundinni. Aðgengi fatlaðra
er að sjálfsögðu forgangsverkefni
sem mér finnst að hefði átt að klára í
gær. Í dag er lögum samkvæmt
byggt og hannað með tilliti til allra
íbúa borgarinnar, þannig að vandinn
sem við erum að kljást við er eldri
byggingar. Undanfarið hef ég reynt
að koma þessari óþolinmæði minni á
framfæri en fagmenn borgarinnar
segja, að frekari flýting en við erum
að fara nú í sé óraunhæf m.a. með til-
lliti til getu hönnuða og verktaka á
þessu sviði. Hanna þarf aðgengi á
hverjum stað fyrir sig og oft þarf að
tengja þessar framkvæmdir öðrum
framkvæmdum í og við þessar bygg-
ingar. Það helsta sem gert er utan-
dyra eru sérmerkingar á bílastæðum
fyrir fatlaða, snjóbræðsla, skábraut-
ir, lækkun þröskulda og rafdrifnar
hurðapumpur eða sjálfvirkar renni-
hurðir með hreyfiskynjara. Innan-
dyra er aðgengi bætt með merking-
um á hurðum, glerflötum,
handföngum, tröppunefjum ásamt
lyftum fyrir sjónskerta. Lyftur af
ýmsum gerðum hafa verið settar
upp, rafdrifnar hurðapumpur, ská-
brautir svo og salernisaðstaða fyrir
hreyfihamlaða.
Það er verk að vinna
Eitt af því ánægjulega við þessa
flýtingu og aukningu verkefna í að-
gengismálum er að hún nýtist ekki
bara borgarbúum í betra aðgengi.
Atvinnulaust fólk fær vinnu við hönn-
un og framkvæmd. Það er yndislegt
að taka þátt í ákvörðunum þegar þær
eru með þessum hætti.
Átak í aðgengismálum fatlaðra
Eftir Björk
Vilhelmsdóttur
„Frekari flýt-
ing en við er-
um að fara
nú í er
óraunhæf.“
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður stjórnar Fasteignastofu.