Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 51 Pottasýning Heitir pottar um helgina Sérfræðingar á staðnum veita ráðgjöf um stærðir, gerðir, litaval og uppsetningu á heitum pottum Kaffi og kleinur - og drykkir fyrir krakkana Við sýnum úrval af pottum fyrir sumarhúsið og sólpallinn Laugardag og sunnudag frá 11-15 í sýningarsal Vatnsvirkjans, Ármúla 21 Vatnsvirkinn býður blöndunartæki, hreinlætistæki, sánaklefa og sturtuklefa og auk þess ýmiss konar lagnaefni fyrir húsbyggjendur og byggjendur sumarhúsa Ármúla 21 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fy rs to g fre m st /M ix a FÍ T HM íslenska hestsins í Herning 29. júlí-3. ágúst Úrval-Útsýn í Smáranum verður með ferðir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku í sumar. Flug bæði í gegnum Kaup- mannahöfn og Billund. Góða gisting á tveim- ur hótelum í Herning: Scandic Hótel Regina og Qualitiy Inn Herning. Að auki Hotel Vild- bjerg í Vildbjerg, litlu vinalegu þorpi 12 km frá Herning. Verðið er frá 69.500 til 83.500. Leitið upplýsinga hjá okkur í Úrval-Útsýn í Smáranum í síma 585 4100 eða á tölvupósti siggigunn@uu.is. www.urvalutsyn.is (íþóttir - hestaferðir) Opið í Smáranum á morgun, sunnudag, frá kl. 13-16. Sími 585 4100 • www.urvalutsyn.is ÉG sit hér á heimili mínu á Sel- tjarnarnesi. Mér líður ekki vel, sem er þvert á við það sem yfirleitt er. Ég er hreint út sagt miður mín að fylgj- ast með þeim nornaveiðum sem í gangi eru. Það er ráðist að forsætis- ráðherra landsins í þeim tilgangi að gera hann að ósannindamanni. Þeg- ar hann svarar vænir ritstjóri blaðs- ins, sem enginn fær ennþá að vita hver á, hann um að hafa ráðist á starfsheiður allra fjölmiðlamanna á Íslandi. Minna mátti það nú ekki vera. Íslenskir fjölmiðlamenn eru auð- vitað upp til hópa þeirrar gerðar að vinna störf sín heiðarlega og leitast við að hafa það sem sannara reynist. Þeir eru vænti ég mannlegir og breyskir eins og við hin og ég geri ekki ráð fyrir að þeir séu eini hóp- urinn á Íslandi þar sem ekki leynist einhver misjafn sauður. Í seinni tíð eftir að ég hætti störf- um hef ég hlustað meira á útvarp en áður, aðallega Rás 1 og 2 svo og Út- varp Sögu. Þar ræður hið talaða mál ríkjum. Þáttastjórnendur koma úr ýmsum áttum, fjalla um ýmis svið þjóðlífsins og gera það vel, en þar er þó að mínu mati einn misjafn sauður, Hallgrímur Thorsteinsson. Mál- flutningur (ekki er hann að flytja fréttir) hans sem þáttastjórnanda er með ólíkindum. Hinn 5. mars sl. spyr hann sjálfan sig þriggja spurninga um hverju hann trúi varðandi norna- veiðarnar, sem hann hefur verið að smjatta á í þætti sínum milli 3 og 5. Svör hans til sjálfs sín eftir allt sem komið hefur fram síðan ósköpin hóf- ust 1. mars sl. eru eitthvað á þessa leið: Hann trúir því að forsætisráð- herra segi ósatt hvað varðar Jón Gerald Sullenberger. Honum fínnst líklegt að forsætisráðherra hafi sent eftirlitsstofnanir ríkisins á marg- nefnd fyrirtæki og í þriðja lagi trúir hann ekki að Jón Ásgeir hafí mútað forsætisráðherra. Ég hef nú reyndar engan heyrt halda því fram. Var það ekki Hreinn Loftsson sem sagði op- inberlega að Jón Ásgeir hefði sagt eitthvað í þessa veru í hálfkæringi sem Jón Ásgeir svo harðneitaði? Ég hef haft þá trú að þáttastjórnendur eigi að reyna að vera hlutlægir, þ.e. ótruflaðir af tilfinningum og per- sónulegum löngunum en við Hall- grímur erum greinilega ekki sam- mála hvað það varðar. Ég hef aldrei fyrr eða síðar látið neitt frá mér fara á opinberum vett- vangi en nú er svo komið að hér sit ég og pára á blað og get ekki annað. Ég bið bess að þessum nornaveiðum linni og að við Íslendingar setjum málefni og markmið ofar eigin hag. Að lokum finnst mér ástæða til að rifja upp ljóð góðskáldsins Davíðs Stefánssonar um rotturnar, sem ég lærði sem ungur maður: Milli þils og moldarveggja man ég eftir þeim, ljótu rottunum með löngu skottunum og stóru tönnunum sem storka mönnunum, sem ýla og tísta og tönnum gnísta og naga og naga nætur og daga. Fjöldi manna felur sig á bak við tjöldin. Þeir narta í orðstír nágrannanna, niðra þeim, sem hafa völdin, eiga holu í hlýjum bæjum, hlera og standa á gægjum, grafa undan stoðum sterkum, stoltir af sínum myrkraverkum. Alla nætur, alla daga er eðli þeirra og saga að líkjast rottunum með löngu skottunum og naga, naga. Ekki meir, ekki meir! Eftir Hörð Felixson „Ég bið þess að þessum nornaveið- um linni og að við Ís- lendingar setjum mál- efni og markmið ofar eigin hag.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.