Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 52
MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF 52 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 50 ára afmæli Kvenfélags Langholtssafnaðar VIÐ messu í Langholtskirkju sunnudaginn 9. mars kl. 11 verður því fagnað að um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að Kvenfélag Langholtssafnaðar var stofnað. Kvenfélagið var fyrsta félagið sem sett var á stofn í nýjum söfnuði og hefur starfað óslitið síðan. Frá upphafi hafa kvenfélagskonur lagt fram ómælda krafta og fjármuni til að byggja upp starf og húsnæði fyrir starf safnaðarins og verður þess minnst og það þakkað við messugjörðina. Kammerkór Lang- holtskirkju syngur. Boðið verður upp á kaffiveitingar eftir messu. Passíusálmalestur og föstusúpa í Fella- og Hólakirkju KIRKJUGESTUM Fella- og Hóla- kirkju gefst kostur á í marsmánuði að hlýða á lestur Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í safnaðarheim- ili kirkjunnar að sunnudagsguðs- þjónustu lokinni. Þekktir einstaklingar með góðar raddir lesa sálma að eigin vali. Fyrsti lesturinn verður 9. mars nk. Þá les Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri NLFÍ í Hveragerði, Passíusálm. Eftir lesturinn verður viðstöddum boðið upp á súpu og brauð. Þeir sem vilja greiða fyrir súpuna leggja frjáls framlög í bauk en ágóðinn fer til Hjálp- arstarfs kirkjunnar – innanlands- aðstoðar. Nk. sunnudag, hinn 9. mars, er messa í kirkjunni kl. 11:00 með alt- arisgöngu. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson og Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni þjóna. Organisti kirkjunnar, Lenka Mátéová, leikur á orgelið og stjórnar kór Fella- og Hólakirkju. Meðhjálpari er Valdimar Ólafsson. Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Elfu Sifjar Jónsdóttur. Það er von sóknarnefnda, starfs- fólks og presta kirkjunnar að kirkjugestir eigi góðar stundir í kirkjunni og í sunnudagaskólanum og að við njótum samfélags í safn- aðarheimilinu á eftir þar sem við hlýðum á upplestur og snæðum saman í hádeginu á föstunni. Styrktartónleikar í Grafarvogskirkju BARNA- og unglingakór Graf- arvogskirkju heldur styrkt- artónleika í Grafarvogskirkju sunnudaginn 9. mars kl. 16:00 vegna ferðar kórsins til Skotlands dagana 13.–18. mars. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. verða fluttir þrír kaflar úr messu eftir Charles Gounod. Kórstjóri: Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undir- leikari: Hörður Bragason. Þver- flauta Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Aðgangseyrir kr. 500, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Karlakórsöngur í Hjallakirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður í Hjalla- kirkju kl. 11 sunnudaginn 9. mars. Karlaraddir úr kórum kirkjunnar syngja við guðsþjónustuna og er það í fyrsta sinn sem þeir syngja saman sem slíkir. Kórinn flytur m.a. Friðarbæn eftir Jakob Christ og nýja raddsetningu á sálminum Krossferli að fylgja þínum. Er hér um að ræða svar karlanna við röddum kvennanna sem sungu á konudaginn fyrir hálfum mánuði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Biblíulestur í Landakoti SR. HALLDÓR Gröndal heldur áfram Biblíulestri sínum næsta mánudagskvöld (10. mars) kl. 20.00 í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Efnið á föstunni verður: Í fylgd með Jesú Kristi á píslargöngu hans að krossinum á Golgata. Lesið Matteus 26, 36–27, 66. Allir velkomnir. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. For- eldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Marteinn Friðriksson leikur á orgel. Að lokinni messu er fundur í safnaðarfélagi Dómkirkjunnar. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu. Stein- unn Hjartardóttir flytur erindi sem nefnist „Að skapa sátt milli atvinnulífs og fjöl- skyldulífs“. www.domkirkjan.is GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00 Kirkjukór Grens- áskirkju leiðir söng. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Sorgin í íslenskum barnabók- menntum „Frá upplýsingu til innlifunar“: Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræð- ingur. Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar organista. Eftir messu er fyrirlestur í safnaðarsal: Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður, ræðir um efnið Hjálparstarf og fjölmiðlar. Kvöldmessa kl. 20 í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðrún Helga Harðardóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson. Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. 50 ára afmæli Kvenfélags Langholts- safnaðar fagnað. Kvenfélagskonur ann- ast lestra. Kammerkór Langholtskirkju syngur. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti og kórstjóri Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Kaffiveit- ingar eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar, Heimis og Þorvaldar. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálp- ara. Í messukaffinu er Kvenfélagið með kökusölu til styrktar orgelsjóði kirkj- unnar. Guðsþjónusta kl. 13.00 í þjón- ustumiðstöð Sjálfsbjargar (Dagvist- arsalnum) að Hátúni 12. Sr. María Ágústsdóttir þjónar, ásamt Gunnari Gunnarssyni, Þorvaldi Halldórssyni, Mar- gréti Scheving og hópi sjálfboðaliða. Kvöldmessa kl. 20:30. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn. Prestur er sr. María Ágústsdóttir og Sig- urbjörn Þorkelsson er meðhjálpari. Messukaffi og fyrirbænaþjónusta að messu lokinni. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudagaskólinn og 8–9 ára starf á sama tíma. Eftir messu verður Alfa II kl. 12:30–13:30. Námskeiðið er ókeypis og allir velkomnir, sem lokið hafa hefðbundnu Alfanámskeiði. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Siguður Grétar Helgason. Arna Grét- arsdóttir, guðfræðingur, aðstoðar við út- deilingu og les ritningarlestra. Minnum á fund með foreldrum fermingarbarna í safnaðarheimilinu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14:00. Bjargarkaffi eftir messu. FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Safnaðarprestur Hjörtur Magni Jóhannsson predikar um freist- ingar og stöðu trúfélaga á Íslandi. Sögu- stund fyrir börnin í umsjón Ásu Bjarkar og Óla Jóa. Fuglunum við Tjörnina gefið brauð í lokin. Tónlist í umsjón Carls Möll- er og Önnu Siggu ásamt félögum úr Frí- kirkjukórnum. Anna Sigga syngur ein- söng. Guðsþjónustunni verður útvarpað í Ríkisútvarpinu. Allir hjartanlega velkomn- ir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Þar verður sungið og saga sögð. Brúðurnar mæta. Mætir þú? Undir- leikari verður Ólöf Inger Kjartansdóttir. Kaffi, djús og kirkjukex verða í boði eftir stundina. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Messa ferming- arbarna á sunnudag kl. 11. Ferming- arbörnin sjá um helgihald messunnar, lesa ritningarlestra, leiða söng og bænir ofl. Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Örn Falkner. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. (Kr. 400). (sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11:00, altarisganga. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson og Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni þjóna. Org- anisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Elfu Sifjar Jónsdóttur. Eftir messu les Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri NLFÍ, Pass- íusálm að eigin vali í safnaðarheimilinu og viðstöddum er síðan boðið upp á súpu og brauð. Tekið er á móti frjálsum fram- lögum sem renna til Hjálparstarfs kirkj- unnar – innanlandsaðstoðar. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur séra Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörð- ur Bragason. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Sigurvin og Sigríð- ur Rún. Undirleikari: Guðlaugur Vikt- orsson. Sunnudagaskóli kl. 13:00 í Engjaskóla. Séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Sigurvin og Sigríður Rún. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Karlakór kirkj- unnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á miðvikudag kl. 12. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Guð- mundur Ómar Óskarsson. Fermingarbörn og foreldrar eru hvött til þátttöku en fund- ur verður með þeim í Borgum að messu lokinni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma fer fram í kennslustofum skól- ans meðan á messu stendur. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. Kór Lindakirkju syngur. Organisti Hannes Baldursson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, líflegt samfélag. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram útskýrir kafla úr Fyrra Korintubréfi.Flóamarkaður til styrkt- ar Vinahópnum, eftir stundina. Sam- koma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Ágúst Valgarð Ólafsson predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega kl.13.30. Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Mánudagur: kl.15 heimilasamband, kaf- teinn Miriam Óskarsdóttir talar, kl. 17.30 barnakór, öll börn velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 9. mars er samkoma kl. 14.00. Ræðumaður er Bryndís Svav- arsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á sama tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudag- ur 9. mars kl. 17:00. Kristniboðsvika í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. „Allt á iði í upphafi“. Upphafsorð og bæn: Björg Jónsdóttir. Ávarp: Jónas Þ. Þór- isson. Dagskrá KRUNG 2002. Hugleið- ing: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Eþíóp- íumatur til sölu eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagskvöld kl. 20:00. Kvikmyndavaka í umsjá Gunn- ars J. Gunnarssonar. Fjallað verður um myndina „Jesus of Montreal“ sem sýnd verður á staðnum. Allir hjartanlega vel- komnir. FÍLADELFÍA: Laugardagur 8. mars. Bænastund kl. 20:00. Kristnir í bata kl. 21:00. Sunnudagur 9. mars. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Vitnisburðir þeirra sem eru að koma af ALFA-helgi. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. VEGURINN: Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla um trú, kl. 10:00, Jón Gunnar Sigurjónsson kennir. Öllum opin. Bæna- stund kl. 16. Samkoma kl. 16:30, Jón Gunnar Sigurjónsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir, krakkakirkja, ungbarnakirkja og samfélag. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Laugardaga: Barnamessa kl. 14.00 að trúfræðslu lokinni. Alla föstudaga í löngu- föstu er krossferilsbæn beðin í kirkjunni. Við erum hvött til að íhuga þjáningar Drottins og dauða og biðjum um miskunn hans og fyrirgefningu, okkur sjálfum og öðrum til handa. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Þriðjudaginn 11. mars: Messa að prestafundi loknum. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Akranes, kapella sjúkrahúss Akraness: Sunnudaginn 9. mars: Messa kl. 15.00 Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta verður í kirkjunni sunnudaginn 9. mars kl. 11. f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Barnaguðsþjónusta. Börn af leik- skólanum Rauðagerði syngja í kirkjunni. Foreldrar og aðstandendur sérstaklega velkomin. Mikill söngur, guðspjall, brúð- ur, bænir og létt stemmning. Sr. Þorvald- ur Víðisson og barnafræðararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta fyrsta sunnudegi í föstu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Krist- ján Björnsson og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20:00 Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K. Fundur í Landakirkju. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Guðbjörg Tryggvadóttir syngur. Org- anisti: Úlrik Ólason. Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 13. Vonin verður til umfjöllunar í guðs- þjónustunni. Kór Fríkirkjunnar leiðir söng ásamt Þóru Guðmundsdóttur og Erni Arn- arsyni. Íris Ósk Kjartansdóttir leikur á þverflautu. Að venju er kirkjuskólinn kl. 11 og hvetjum við alla krakka, sem vilja eiga skemmtilega stund með Heru og Siggu í kirkjunni, til þess að líta við. Örn spilar á gítarinn og brúðukríli koma í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. ÁSTJARNARKIRKJA: í Samkomusal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði sunnu- daginn 9. mars kl. 11. Helgistund fyrir börn, kaffi, djús og kex, söngur og leikir eftir helgistund. KÁLFATJARNARSÓKN: Laugardagurinn 8. mars kl. 11:15. Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. 1. sunnudagur í föstu. Kirkjukór- inn leiðir safnaðarsönginn. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Kirkjan er fyrir þig. Allir velkomnir. Prest- arnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 14.00. Yngri barnakór Álfta- nesskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og Lindu Margrétar. TTT félagar flytja helgileik og kynna fóstursystkini. Álftaneskórinn leið- ir safnaðarsönginn. Organisti Hrönn Helgadóttir. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Ferming- arbörnin eru minnt á Litlu Messubókina og foreldrarnir hvattir til að mæta með þeim. Kirkjukaffi og aðalsafnaðarfundur í samkomusal íþróttahússins að guðs- þjónustu lokinni. Allir velkomnir. Prest- arnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11.00 í sal Álftanesskóla. Ásgeir Páll og Kristjana stjórna. Rúta ekur hringinn fyrir og eftir. Kröftugt starf einkennir sunnu- dagaskólann. Foreldrar og aðrir eru vel- komnir með börnunum. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskól- inn kl. 11. Heimsókn frá Keflavíkurkirkju. Börn, foreldrar og starfsfólk úr sunnu- dagaskólanum í Keflavíkurkirkju taka þátt í stundinni með okkur. Efni barna- starfsins er fjölbreytt og skemmtilegt með leikbrúðum, sögum og léttum söngvum. Yfirskriftin er „Réttum hjálp- arhönd“ Söfnunarbaukur frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hvetjum börnin til að gefa t.d. hluta af „nammipeningunum“ til hjálpar öðrum börnum. Fjölmennum í sunnu- dagaskólann. Sóknarnefnd. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Stoppleikhúsið sýnir leikritið „Palli var einn í heiminum“. Ætlað börnum 1 til 9 ára. HJALLAKIRKJA. Messa kl. 14. NJARÐVÍKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl.11. í umsjá Arngerðar Maríu Árnadótt- ur organista, Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl.11. Umsjón Ástríður Helga Sig- urðardóttir, Tone Solbakk og Natalía Chow organisti. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 10:40 árd. Farið verð- ur í heimsókn í Grindavíkurkirkju. Munið breyttan tíma. Starfsfólk sunnudagaskól- ans er: Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Guð- rún Soffía Gísladóttir, Laufey Gísladóttir, Margrét H. Halldórsdóttir, Samúel Ingi- marsson, Sigríður H. Karlsdóttir og undir- leikari í sunnudagaskóla er Helgi Már Hannesson. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur: Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Kraftaverk í heimi deyjandi barna? Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Helgi Már Hannesson. Með- hjálpari: Hrafnhildur Atladóttir. Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is HNÍFSDALSKAPELLA: Messa sunnudag kl. 11:00. Kvennakórinn syngur. Org- anisti er Hulda Bragadóttir. Kirkjuskóli kl. 13:00. Sóknarprestur. HOFSÓS- OG HÓLAPRESTAKALL: Guðs- þjónustur sunnudaginn 9 mars verða í Barðskirkju í Fljótum kl. 14 og í Viðvík- urkirkju kl. 21. Kyrrðarstundir á föstunni eru í Hofsóskirkju á þriðjudögum kl. 20 og í Hóladómkirkju í hádeginu á mið- vikudögum kl. 12.30. Allir velkomnir. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.11. Stærra-Árskógskirkja: Guðsþjónusta kl.14. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í kirkju og síðan í Safn- aðarheimili. Umsjón: Ingunn Björk djákni og Laufey Brá leikkona. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. For- eldrar eru hvattir til að mæta með börn- unum. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 10 sunnudagaskóli, kl. 20 almenn sam- koma, Lilja Sigurðardóttir talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl. 11:30 er Brauðsbrotning. Reynir Valdi- marsson sér um kennsluna. Á meðan fer fram barnastarf. Kl. 16:30 er síðan vakn- ingasamkoma, Fjalar Freyr Einarsson predikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta og barnapössun fyrir börn yngri en sjö ára. Allir velkomnir. Bænastundir eru í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri, í hádeginu alla virka daga, kl. 12:30, einnig á mánudagskvöldum kl. 20. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, sunnu- dagaskólinn á sama tíma, léttur hádeg- isverður að guðþjónsutu lokinni. Morg- untíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi að henni lokinni. Foreldra- samvera miðvikudag kl. 11. Kirkjuskóli í Vallaskóla 12. mars kl. 14, síðasta sam- vera vetrarins, uppskeruhátíð. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Kl. 11 sunnu- dagaskólinn fær gest í heimsókn. Lög- reglan kemur og ræðir við börnin um um- ferðina. Söngur, bæn og saga verður allt á sínum stað. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Kl. 16 guðs- þjónusta á Ási. Kl. 17 orgelstund í Hvera- gerðiskirkju, góð kyrrðar- og endurnær- ingarstund. Allir hjartanlega velkomnir. Eftir helgistundina verða sóknarnefndir Hveragerðis og Kotstrandarsókna með fund um stefnumótun Þjóðkirkjunnar. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. BLESASTAÐIR: Guðsþjónusta kl. 15. Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. Morgunblaðið/Ómar Holtastaðakirkja í Húnavatnssýslu. (Matt. 4.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.