Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 53
Kristniboðsvika að hefjast í Reykjavík Á MORGUN hefst kristniboðsvika, sem er árviss atburður á vegum Sambands íslenskra kristniboðs- félaga (SÍK). Efnt er til samkoma og samvera þar sem kristniboðs- starfið er kynnt í máli og myndum, fluttar eru hugleiðingar út frá Biblíunni, fólk segir frá göngu sinni með Guði og fjölbreytt tón- listar-, söng- og leiklistardagskrá verður í boði. Fyrsta samkoma vik- unnar verður sunnudaginn 9. mars kl. 17 í húsi KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar. Þar mun Björg Jónsdóttir flytja upphafsorð og bæn, Jónas Þ. Þór- isson, formaður SÍK, flytja stutt ávarp, hópur ungs fólks sem heim- sótti kristniboðana í Kenýu í fyrra flytja leikþátt og hugleiðing sam- komunnar verður í höndum séra Kristjáns Vals Ingólfssonar lekt- ors. Um kvöldið kl. 20 verður sér- stök kvikmyndavaka þar sem Gunnar J. Gunnarsson, for- stöðumaður grunnskólabrautar KHÍ, mun fjalla um og sýna mynd- ina „Jesus of Montreal“. Síðan heldur vikan áfram með sam- komum hvert kvöld frá þriðjudegi til sunnudags og samkomu sunnu- daginn 16. mars kl. 17. Allir eru hjartanlega velkomnir á sam- komur vikunnar sem sérstaklega eru ætlaðar fólki sem langar að kynnast starfinu betur eða í fyrsta sinn. Með kristniboðsvikunni vill SÍK vekja athygli á öflugu starfi sínu í Eþíópíu og Kenýu og stuðningi sín- um við útvarpskristniboð til Kína og sjónvarpskristniboð til Miðaust- urlanda og Norður-Afríku. Í ár eru 50 ár síðan fyrstu Íslendingarnir héldu til starfa í Eþíópíu og þar er innlend kirkja í Konsó með um 40 þúsund manns. Fjölbreytt fræðsla og helgihald í Hallgrímskirkju FJÖLBREYTT dagskrá verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. mars, á fyrsta sunnudegi í föstu. Á fræðslumorgni, sem hefst kl. 10 árdegis, talar Silja Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur um sorgina í íslenskum barnabók- menntum: Yfirskrift erindisins er: Frá upplýsingu til innlifunar. Messa og barnastarf hefst kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir æskulýðsfulltrúi stjórnar barnastarfinu. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskels- sonar kantors. Eftir messu verður fyrirlestur í safnaðarsal á vegum áhugahóps Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf. Þorvaldur Frið- riksson, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ræðir um efnið Hjálparstarf og fjölmiðlar. Kl. 20.00 verður kvöldmessa í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Á föst- unni verða kvöldmessur á sunnu- dögum fimm sunnudaga í röð. Öll kvöldin verður flutt vönduð tónlist af kórum og einsöngvurum, lesin stef úr píslarsögu frelsarans, en umfram allt gefinn kostur á bæn og íhugun. Söfnuðinum gefst kost- ur á að skrifa bænir, tendra bæna- ljós og/eða krjúpa við altari kirkj- unnar í fyrirbæn og þakkargjörð. Bjargarkaffi í Óháða söfnuðinum SUNNUDAGINN 9. mars verður fjölskylduguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum kl. 14. Að henni lok- inni er kvenfélag safnaðarins með árlega kaffisölu til styrktar líkn- arsjóði safnaðarins – Bjargarsjóði. Er þar viðamikill viðurgern- ingur úr hendi kvenfélags- kvennanna reiddur fram með rjóma og öðrum afurðum bænda þessa lands. Morgunblaðið/ÞorkellKFUM og KFUK við Holtaveg. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 53 F rá b æ r ti lb o ð : Skeifunni 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9.00-18.00 • Laugardag frá kl. 10.00-16.00 Sendum í póstkröfu Síðasti dagurinn í dag • Opið til klukkan 16.00 15-50% afsláttur Whistler 1610 radarvari tilboðsverð 9.900 Hirschmann handfrjáls GSM mjög tilboð 8.900 Danita CB talstöð tilboðsverð 8.900 Nú þarft þú ekki lengur að liggja á sólarströnd til þess að húðin fái fallegan og hraustlegan lit. Með því að bera á þig HONEY GLOW SELF TANNING öðlast húðin fallegan hunangsgullinn lit. H o n e y B r o n z e The Lifestyle company Loksins Kanebo í stærri og glæsilegri snyrtivöruverslun Lyfju í Lágmúla. Af því tilefni er 20% afsláttur af brúnkukremi ásamt öðrum góðum tilboðum. Lágmúla alltaf á þriðjudögum HEIMILI/FASTEIGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.