Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 54

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 54
FRÉTTIR 54 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG sé að talsverðar framfarir hafa orðið í hundarækt hér á landi síðan ég dæmdi hér síðast, fyrir fimm ár- um og það kom mér skemmtilega á óvart,“ segir breski dómarinn Terry Thorn í lok sýningar. Starfs- bróðir hans frá Svíþjóð, Karl Erik Johansson, tekur í sama streng, en hann hefur einnig dæmt hér á landi áður. Báðir segja þeir ljóst að rækt- endur hér á landi séu afar metn- aðarfullir og flytji aðeins til lands- ins mjög fallega og góða hunda. „Skapgerð hundanna er almennt mjög góð. Það er alltaf ánægjulegt að sjá fallega og lífsglaða hunda á sýningum. Hundar hér á landi bera með sér að búa hjá góðu og um- hyggjusömu fólki, sem sinnir þeim vel.“ Þeir eru einnig sammála um að sýningar Hundaræktarfélags Ís- lands séu á heimsmælikvarða, hvað varðar skipulag og fallega umgjörð, auk þess sem ekki sé hægt að hugsa sér betra starfsfólk en hóp- inn sem vinni á sýningum hér á landi. Mestan heiður á Emilía Sig- ursteinsdóttir, sýningastjóri, sem hefur skipulagt og undirbúið sýn- ingar félagsins í nær 20 ár. Ekki að landanum að spyrja „Þetta var viðamesta sýning fé- lagsins til þessa, því alls voru sýnd- ir um 350 hundar af 54 tegundum,“ segir Emilía. „Ég er afar ánægð með þessa sýningu, því hún hafði bæði fallegt og rólegt yfirbragð. Ég sá fleiri fallega og vel snyrta hunda nú en áður. Áhugi Íslendinga á hundum er að aukast og það er ekki að landanum að spyrja. Þegar hann flytur nýja hunda til landsins, gerir hann það með stæl og leitar uppi afbragðsgóða ræktendur hvar- vetna í heiminum. Þessi metnaður skilar sér í hraðri og góðri þróun í hundarækt hér á landi.“ Emilía segist hafa séð marga af- skaplega fallega hunda á sýning- unni, „og mér fannst framkoma þeirra og eigenda vera til fyrir- myndar. Hundar af ólíkum tegund- um eru ekki aðeins ólíkir í útliti, heldur getur skapgerð þeirra verið mjög mismunandi og einnig eðl- islægir vinnueiginleikar. Á síðustu árum hafa kröfur til hunda af vinnu- og veiðihundategundum auk- ist verulega og til að þeir hljóti meistaranafnbót þurfa þeir nú að sýna að vinnueiginleikar og skap- gerð séu í samræmi við alþjóðleg ræktunarmarkmið, auk þess sem auðvitað er tekið mið af útliti og lík- amsbyggingu. Þessar auknu kröfur hafa orðið til þess að fallegum vinnu- og veiðihundum hefur fjölg- að á sýningum og það sýnir hversu áhugasamir og metnaðargjarnir ís- lenskir hundaræktendur og eigend- ur eru. Menn horfa núna heildrænt á hunda, en einblína ekki aðeins á stærð þeirra, feld eða lit.“ Unglingadeild er starfrækt innan Hundaræktarfélagsins og má segja að starf hennar sé tvíþætt. Annars vegar geta börn og unglingar æft hunda sína í svokallaðri hundafimi, þar sem hundar fara í gegnum alls kyns þrautir og hins vegar er boðið upp á þjálfun í að sýna hunda, en keppnir af því tagi njóta mikilla vinsælda hvarvetna í heiminum. Hundafimi var sýnd á sýningunni og einnig keppti mikill fjöldi barna og unglinga í að sýna hunda. Keppni ungra sýnenda nýtur vax- andi vinsælda hér á landi, en í henni reynir á samskipti hunds og barns, auk þess sem máli skiptir að sýnandi geti fylgt fyrirmælum dóm- ara og sýnt dómara hund sinn þannig að hann sé sem glæsileg- astur. Berglind Sigurgeirsdóttir dæmdi unga sýnendur að þessu sinni, en hún tók fyrst þátt í slíkri keppni fyrir 11 árum. Misjafnt er hvort hundadómarar dæma í keppni ungra sýnenda, eða þjálfaðir og reyndir áhugamenn eins og Berg- lind. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ungum sýnendum og fylgst vel með þeim bæði hér á landi og er- lendis,“ segir Berglind, sem kveðst afar ánægð með að hafa verið boðið að dæma í þessari keppni. „Vissu- lega var þetta erfitt, en ánægjan var þó miklu meiri. Íslenskir þátt- takendur eru mjög færir og vel þjálfaðir. Eins og gefur að skilja þekki ég suma þeirra, ýmist per- sónulega eða í sjón. Ég einsetti mér löngu fyrir keppnina að útiloka allt sem ég vissi um þá og einbeita mér að því sem þeir sýndu í keppninni hjá mér. Það tókst vel og ég var mjög ánægð með frammistöðu allra keppenda. Sérstaklega var ég hrifin af börnum í yngri flokki, því af þeim geislar mikil einlægni og gleði yfir því að vera samvistum við hunda sína. Unglingar í eldri flokki eru uppteknari af tæknilegum æf- ingum og keppninni sjálfri, enda kannski ekki að undra þar sem í hópi þeirra eru sýnendur á heims- mælikvarða.“ Hreinræktuðum hundum fjölgar jafnt og þétt hér á landi Augljós metnað- ur í hundarækt Þessi fríði hópur þýskra fjárhunda var valinn besti ræktunarhópur sýn- ingar. Hjördís H. Ágústsdóttir, sem er ræktandinn, er önnur frá hægri, en ræktunarnafn hennar er Gunnarsholts. Boxer-hundurinn Bjarkeyjar Patrick Joe var besti hundur sýningar. Hann er hér með eiganda sínum og ræktanda Þresti Ólafssyni. Írska setter-tíkin Ardbraccan Sweet Harmony, annar besti hundur sýningar, er hér með eiganda sínum, Jónu Th. Viðarsdóttur. Enski cocker spaniel-hvolpurinn Bjarkeyjar Mánagull var besti hvolpur sýningar. Hann er hér með eiganda sínum og ræktanda, Þresti Ólafssyni, og dómaranum Karl Erik Johansson. Hreinræktuðum hundum fjölgar jafnt og þétt hér á landi og það sást greinilega á glæsilegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands um síðustu helgi. Brynja Tomer var meðal þeirra sem fylgdust með 350 hundum sem sýndir voru fyrir fullu húsi áhorfenda. Sigurvegarar í keppni ungra sýnenda. Til vinstri er Stefanía Kristjáns- dóttir með Shih tzu-tíkina Ævintýra Þyrnirós var besta barn. Til hægri er sigurvegari í yngri flokki, Elín Lára Tryggvadóttir, með Cavalier King Charles spaniel-hundinn Gæða Jörfa. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tíbet spaniel-hundurinn Nalinas Tabanus var besti öldungur sýningar. Hann er hér ásamt eiganda sínum, Völu Júlíusdóttur, og dómaranum Karl Erik Johansson. ELLEFU umhverfis- og náttúru- verndarsamtök hafa tekið höndum saman í þeim tilgangi að heiðra verð- ugan einstakling fyrir einstakt framlag til náttúru- og umhverfisverndarmála. Markmið með þessu er að vekja at- hygli landsmanna á verkum þeirra sem vinna vel og ötullega að verndun umhverfis- og náttúru. Að þessu verkefni standa Félag um verndun hálendis Austurlands, Fugla- verndarfélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landvernd, Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Íslands, Nátt- úruverndarsamtök Vesturlands, Sam- tök um náttúruvernd á Norðurlandi, Sól í Hvalfirði og Umhverfisverndar- samtök Íslands. Úthlutunarnefnd skipa að þessu sinni Ingvar Birgir Friðleifsson for- stöðumaður jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, Ása L. Aradóttir vistfræð- ingur og Andri Snær Magnason rithöf- undur. Hlutverk úthlutunarnefndar er að velja einstakling sem hefur með framsýni og verkum sínum með afger- andi hætti stuðlað að betri náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og/eða al- þjóðlega. Viðurkenninguna hlýtur einn einstaklingur. Viðurkenningin verði af- hent við hátíðlega athöfn í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl n.k. Úthlutunarnefnd óskar eftir tillög- um um einstakling sem vegna verka sinna og athafna á undaförnum árum er þess verðugur að hljóta þessa við- urkenningu. Æskilegt er að tilnefningu fylgi stutt greinargerð þar sem færð eru rök fyrir henni. Tillögur skulu sendar skrifstofu Landverndar, Ránargötu 18, 101 Reykjavík og skal umslagið merkt „Viðurkenning – tilnefning“. Frestur til að skila tillögum er til 31. mars n.k., segir í fréttatilkynningu. Óskað tilnefn- inga til umhverfis- verðlauna JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skip- að Guðrúnu Gísladóttur viðskipta- fræðing í stöðu framkvæmdastjóra Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar til næstu fimm ára. Nefnd var skipuð 9. janúar sl. til að meta hæfni umsækjenda um stöð- una, en umsóknarfrestur rann út 20. desember 2002. Nefndin metur um- sækjendur á grundvelli reglna sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur sett. Nefndin skilaði áliti sínu fyrir stuttu og hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að sex umsækjenda væru vel hæfir til að gegna framkvæmdastjórastarfinu og tólf hæfir, en átján sóttu um stöð- una. Guðrún Gísladóttir tekur við starf- inu fljótlega, segir í fréttatilkynn- ingu. Heyrnar- og talmeinastöðin Nýr fram- kvæmdastjóri EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: „Í Fréttablaðinu 6. mars sl. birtist auglýsing frá Óðali – gentlemen’s club (herraklúbbi), undir yfirskrift- inni „Hjúkkukvöld í kvöld“. Auglýs- ingin og tilefni hennar, þ.e. svokallað hjúkkukvöld í nektarklúbbi, er nið- urlægjandi. Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga mótmælir harðlega þessari afskræmingu á hjúkrunar- fræðingum og hlutverki þeirra. Auglýsandinn er hér að hlutgera konur í einstakri stétt og þær kynnt- ar sem kynlífsviðföng karla. Við það verður ekki unað.“ Niðurlægjandi auglýsing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.