Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ um stundir er varla hægt að opna útvarp, blað eða sjónvarp svo ekki sé verið að flytja áróður gegn atvinnuskapandi verkefnum á Aust- urlandi. Jafnvel er álfum og tröllum blandað í umræðuna. Fólk neitar sér um að borða og segist ætla að svelta sig í hel til að bjarga álfunum og tröllunum. Ríkisútvarpið kostar Óm- ar Ragnarsson til útlanda til að búa til áróðursefni og hann klykkir út með að sýna moldrok af Hólsfjöllum og segir það dæmi um sandfok af jökulleir. Þó ber frekar lítið á roki af jökul- leir frá jökulám annarstaðar eða við útfall þeirra. Bændur hafa veitt jök- ulvatni á engjar sínar til að auka grasvöxt og bóndi af Jökuldal sagði að það væri óþarfi að kaupa útlendan áburð ef hægt væri að veita Jöklu á túnin. Ef til vill væri hægt að mynda jarðveg í urðinni norðan við Vatna- jökul með því að safna í hana jökul- leir. Þó held ég að hæðin yfir sjó mundi koma í veg fyrir gróður í þeim jarðvegi. En til munu vera svonefnd- ir töðuhraukar á þessum slóðum inni undir jökli. Þegar Blönduvirkjun var reist var ekki spáð vel fyrir lífríkinu og lóninu. Gæsirnar áttu að hverfa og sauð- kindin að svelta. Ekkert af þessu hefur ræst. En nú er kvartað undan gæsaplágu. Bændur geta ekki rækt- að korn því að gæsin liggur í akr- inum og étur uppskeruna og það er offramboð á kindakjöti. Sauðfé hefur aldrei gengið við Kárahnjúka og þó að einstaka kind flækist þangað, borgar sig ekki að smala þeim nema fyrir trúmennsku sakir. Bændur vilja ekki láta fé verða úti, því leggja þeir mikla vinnu í að sækja þessar fáu skepnur sem þang- að flækjast. Hreindýr leita þarna inneftir til að fá að vera í friði um burðinn, en ekki til að nýta þann gróður sem þarna er, enda fara þau þegar kálfarnir fara að stálpast. Um álfana og tröllin vil ég ekki tjá mig, en hingað til hafa framkvæmdir ekki þurft að víkja þeirra vegna. Það er hins vegar athyglisvert að þessi staður er orðinn svo vinsæll að lóðir mundu renna þarna út eins og heitar lummur. Margur mundi gjarnan vilja gista í grjótunum norð- an við Vatnajökul. Halla og Eyvind- ur undu sér vel þar og trúlega væru margir til með að feta í fótspor þeirra. Nú er búið að uppgötva flug- völl á staðnum og samgöngur munu í lagi. Ómar getur lent og orgað orka, orka eins og þegar hann æddi um í moldrokinu á Mývatnsöræfunum og orgaði rolla, rolla forðum daga. Mótmælagöngur í Reykjavík eru sýndar í sjónvarpinu jafnóðum og þær eru farnar. Þar arka menn um götur organdi eins og naut. Naut hafa að vísu ekki verið taldar gáfaðar skepnur, en það er nú önnur saga. Óvinir Austurlands nr. eitt Austfirðingar eru jafnvel farnir að númera óvini sína og telja Reykvík- inga númer eitt. Ekki kæmi mér á óvart þótt fram kæmu kröfur um að losna undan Reykjavíkurvaldinu. Það er hæpið lýðræði ef fámennur minnihlutahópur getur haldið uppi stöðugum áróðri gegn verkefni sem lögleg ríkisstjórn stendur að og jafn- vel reynt að hafa áhrif á erlendar lánastofnanir til að gera verkefni tortryggileg sem verið er að ráðast í og afla fjármagns til. Ef ekki verður reynt að gera þessa menn ábyrga gerða sinna kæmi mér ekki á óvart þó að kæmu fram kröfur um að losna undan Reykjavíkurvaldinu. Búið er að leggja niður alla birgðaöflun nema í gegn um Reykjavík. Allir flutningar eru komnir til Reykjavík- ur og öll framleiðsla fer í gegn um Reykjavík. Það má segja að þjóðin dragi andann í gegn um Reykjavík. Svo vilja Reykvíkingar fá skatta af umferðinni til gatnagerðar í Reykja- vík og landsbyggðin á að leggja fína vegi fyrir Reykvíkinga til þess að þeir geti fengið sér sunnudagstúr á sæmilegum vegi. Það á að spurja Reykvíkinga um hvort megi virkja læk eða nýta vatnsfall, en það er allt í lagi að setja sorphauga í Reykjanes- hraunið og mylja það niður undir vegi og byggð. VÍKINGUR GUÐMUNDSSON, Grænhóli, Akureyri. Kárahnjúkar Frá Víkingi Guðmundssyni: Í MORGUNBLAÐINU sunnudag- inn 2. mars birtist svonefnd „Frétta- mynd ársins“, er hún í litum og sýnir landbúnaðarráðherra drepa kjúk- ling með berum höndum með því að troða honum inn í einhvers konar drápsvél. Þetta gerðist við vígslu nýs sláturhúss Holtakjúklinga á Hellu. Þessi tíðindi voru kunngjörð við opnun árlegrar sýningar Blaðaljós- myndarafélags Íslands í Gerðar- safni. Nafn myndarinnar er „Hefnd hænsnahirðisins“ og í áliti dóm- nefndar segir: „Textinn er allt sem segja þarf. Einstaklega skoplegt augnablik sem vakandi ljósmyndari hefur náð að fanga vel.“ Nú spyr ég dómnefndina: Er það „einstaklega skoplegt“ að sjá dýr sem í örvæntingu reynir að berjast á móti böðli sínum áður en það deyr? Þeir sem henda gaman að dauða- stríði annarra, jafnvel kjúklinga, og hlæja að því, ættu að skoða hug sinn betur. Þetta háttvirta félag veitir þessari „ómynd“ hundrað þúsund króna verðlaun, já hátt er hneisan metin. Í sambandi við þetta finnst mér að háttvirtur landbúnaðarráðherra ætti að gæta sín betur þó að oft takist honum vel upp. Hér sló hann stórt vindhögg og varð sér til minnkunar. Við mennirnir, herrar jarðarinnar, eigum ætíð að virða rétt dýranna, jafnvel sláturdýranna, þó að við þurfum að lifa við nauðung lífskeðj- unnar. Það sæmir ekki að koma fram við þau eins og tilfinningalausir böðl- ar. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON, Auðarstræti 19, 105 Reykjavík. Löngum hlær lítið vit Frá Ragnari Fjalari Lárussyni, fyrrverandi prófasti:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.