Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 57

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 57
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 57 ALÞINGI Íslendinga samþykkti í gær, 5. mars 2003, lög um bygg- ingu álvers í Reyðarfirði. Það valdi til þess táknrænan dag: Fimmtug- ustu ártíð Stalíns! M.ö.o.: Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að reisa Jósef Stalín minnisvarða á Austurlandi, þar sem roðinn úr austri skein hvað skærast og lengst. Gerningurinn er líka vel í anda atvinnustefnu Stalíns: Þungaiðnað- ur! Sem flestar reykspúandi verk- smiðjur og á sem flestum stöðum. Og náttúran? Ekkert mál! Förum með hana eins og okkur hentar. Veitum þessari ánni hingað og annarri þangað, þurrkum hér og bleytum þar! Spegill Ríkisútvarpsins hermdi í gær að einhverjir menn úti í heimi væru nú komnir á þá skoðun að Stalín hefði verið mikilmenni. Lýs- ir samþykkt Alþingis að sú skoðun á sér formælendur hér á landi? EINAR SIGURBJÖRNSSON, prófessor í guðfræði. Frá Einari Sigurbjörnssyni: Minnis- varði Forskot í fasteignaleitinni Fasteignavefurinn Afhending Húsvirkja hf. í gær á 64 nýjum leiguíbúðum Sjómannadagsráðs markar tímamót í húsnæðismálum eldri borgara. Íbúðirnar eru í tveimur húsum við Hrafnistu í Hafnarfirði og eru þær sérhannaðar með þarfir 60 ára og eldri í huga. Um er að ræða tveggja og þriggja herbergja íbúðir, í fjórum mismunandi stærðum. Íbúðirnar eru bjartar, rúmgóðar og opnar, með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Í báðum húsunum er lyfta og úr bílageymslu er innangengt í bæði húsin og í Hrafnistuheimilið. Á jarðhæð húsanna er samkomusalur til afnota fyrir íbúana og snýr hann að skjólgóðu útvistarsvæði. Íbúarnir geta fengið keypta ýmis konar þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði, s.s. mat, aðgang að félagsstarfi, sund og margt fleira. Þá er nálægðin við Hrafnistu og það öryggi sem heimilið veitir mikils virði fyrir væntanlega íbúa. Um leið og Sjómannadagsráð þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir vel unnin störf, bjóðum við gestum og gangandi að skoða íbúðirnar í dag og á morgun frá kl. 13:00 til 17:00. Frekari upplýsingar um leiguíbúðirnar er hægt að fá hjá Sjómannadagsráði í síma 585-9301. Sjómannadagsráð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.