Morgunblaðið - 08.03.2003, Page 61

Morgunblaðið - 08.03.2003, Page 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 61 FÓLK  HANNES Þ. Sigurðsson, leikmað- ur norska liðsins Viking, hefur loks náð sér af ökklameiðslum sem hafa verið að plaga hann frá því í nóv- ember. Hannes hefur ekki getað leikið neinn leik með Viking á und- irbúningstímabilinu en nú horfir til betri vegar og fær hann að spreyta sig með liðinu í æfingaleik á morgun.  MARK Crossley markvörður, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Middlesbrough gekk til liðs við Stoke City í gær. Stoke fékk hann að láni frá Middlesbrough í einn mánuð og er það í annað sinn á leiktíðinni sem Crossley er í herbúðum Íslend- ingaliðsins. Crossley var hjá Stoke í stuttan tíma í nóvember og lék einn leik en var kallaður skyndilega aftur til „Boro“ vegna meiðsla Ástralans Mark Schwarzers.  ENGLENDINGAR hafa ákveðið að mæta Serbíu og Svartfjallalandi í æfingaleik á Walkers Stadium í Leicester hinn 3. júní næstkomandi og er leikurinn liður í undirbúningi enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Slóvakíu sem fram fer 11. júní.  FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandið, upplýsti í gær að sex Afr- íkuþjóðir hafi lýst yfir áhuga á að halda úrslitakeppni HM í knatt- spyrnu árið 2010. Þjóðirnar eru: Suður-Afríka, Egyptaland, Líbýa, Marokkó, Nígería og Túnis. FIFA hefur gefið sterklega til kynna að móthaldið verði í Afríku en úrslita- keppnin 2006 fer fram í Þýskalandi.  FIFA hefur ákveðið að slá á frest heimsmeistarakeppni ungmenna- landsliða í knattspyrnu sem átti að hefjast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok þessa mánað- ar vegna yfirvofandi innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak.  MIDO, egypski landsliðsmaðurinn sem er á mála hjá hollenska liðinu Ajax, er á leið til Spánar en Ajax og Celta hafa komist að samkomulagi um lánssamning. Mido hefur ekki verið í náðinni hjá Ronald Koeman, þjálfara Ajax, en oftar en ekki hefur þeim lent saman. Jóhannes mætti Jussi Tyrkko, 27ára gömlum Finna, í úrslita- leiknum. Tyrkko er fremsti snóker- pilari Finna og hef- ur tryggt sér sæti á atvinnumótunum í Bretlandi næsta vetur. Jóhannes sigraði, 5:4, eftir gífurlega jafna baráttu í hverjum einasta ramma þar sem Finninn hafði frumkvæðið nær allan tímann. „Það hreinlega gekk allt upp hjá mér í þessum leik. Ótrúlegustu hlutir heppnuðust þegar mest lá við og það má segja að ég hafi barist á móti vindi allan leikinn. Tyrkko var alltaf yfir og hafði alla áhorfendur með sér. Einhvern veginn náði ég að sigra og það tók mig nokkra klukkutíma að átta mig á að ég hefði unnið hann í raun og veru,“ sagði Jóhannes við Morgunblaðið. Hann vann þetta sama mót árin 2000 og 2001 en segir að mótið í ár sé það sterkasta og sigurinn því sá eftirminnilegasti. „Það er varla hægt að bera hin tvö mótin saman við þetta, styrkleikamunurinn var það mikill, og í ár voru einir tíu keppendur sem hver um sig gat náð efsta sætinu. Það þurfti því allt að ganga upp. Útlitið hjá mér fyrir mótið var heldur ekki gott því af persónulegum ástæðum gat ég ekki búið mig undir það sem skyldi. En tveimur vikum áður en ég fór til Finnlands hélt ég snókernámskeið í Vestmannaeyjum og sá mikli áhugi sem þar er hjálpaði mér mikið. Ég vil þakka Eyjamönnum fyrir að koma mér í gang á ný, sérstaklega Bergvini Oddssyni sem reyndist mér geysilega vel, og þá vil ég til- einka þennan sigur mínum besta vini sem sýndi mér ómetanlegan stuðning,“ sagði Jóhannes. Vann alla leikina í Tampere Honum tókst að sigra í öllum leikjum sínum í Tampere en 48 snó- kerspilarar tóku þátt í mótinu og léku í átta riðlum. Í riðlakeppninni vann Jóhannes þrjá Finna, einn Dana og einn Svía. Í 16 manna úr- slitum sigraði hann Aki Keiskanen frá Finnlandi, 4:1, í 8 manna úrslit- um vann hann Esa Oikarinen, 4:2, og í undanúrslitum sigraði hann enn einn Finnann, Ville Naparstok, 4:3, og náði þá hæsta skori mótsins, 127. Jóhannes fer síðar í þessum mán- uði ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Brynjari Valdimarssyni til Möltu þar sem þeir freista þess að verja Evróputitil landsliða sem Jóhannes, Brynjar og Kristján Helgason unnu fyrir Íslands hönd á síðasta ári. Norðurlandameistarinn Jóhannes B. Jóhannesson Morgunblaðið/Veikko Hannula Jóhannes B. Jóhannesson og Jussi Tyrkko með sigurlaunin eftir hinn tvísýna úrslitaleik þeirra í Tampere. „Magnað- asti leikur sem ég hef tekið þátt í“ JÓHANNES B. Jóhannesson, sem varð Norðurlandameistari í snók- er í þriðja skipti á fjórum árum í Tampere í Finnlandi um síðustu helgi, segir að úrslitaleikur Norðurlandamótsins sé sá magnaðasti sem hann hafi tekið þátt í á sínum ferli í íþróttinni. Eftir Víði Sigurðsson ENSKA blaðið Evening Standard segir að ef Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, vilji fá að vita hvernig tilfinning það er fyrir Chelsea-mann að leggja Arsenal að velli í bikarkeppn- inni, verði hann að taka upp símtólið og slá á þráðinn til Sviss – ræða við Willi Steffen, 78 ára, sem er búsettur í bænum Utzenstorf, sem er 25 km frá Bern. Þessi fyrrverandi svissneski landsliðsmaður lék sem vinstri bak- vörður í liði Chelsea sem lagði Arsenal að velli í bikarkeppninni í janúar 1947. „Að leika fyrir Chelsea voru bestu stundirnar á knattspyrnuferli mínum og leikirnir gegn Arsenal í bik- arkeppninni hátindurinn á ferlinum. Liðin léku þrjá leiki á aðeins tíu dög- um um um 180 þúsund áhorfendur sáu leikina. Í fyrstu tveimur leikjunum voru leikmenn Arsenal betri – við vor- um undir mikilli pressu, en náðum að halda jöfnu í báðum leikjunum, 1:1. Í þriðja leiknum stóðum við uppi sem sigurvegarar, 2:0,“ sagði Steffen, sem horfði á Chelsea tapa fyrir Newcastle, í sjónvarpi á dögunum. Hann telur möguleika liðsins ekki mikla á Hig- hbury og spáir Arsenal sigri. „Ég sá Arsenal leika gegn Ajax á dögunum og var mjög hrifinn af leik liðsins. Arsen- al hefur marga sterka leikmenn, eins og varnarmanninn stóra, Sole Camp- bell, sem heillaði mig.“ Fundu leik- mann sem fagnaði sigri á Arsenal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.