Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FINNAR hafa ákveðið að hætta að sinni að halda úti landsliði í skíða- göngu. Ástæðan er sú að finnskir skíðagöngumenn hafa ítrekað fallið á lyfjaprófum á síðustu misserum, en nú síðast féll finnskur skíða- göngumaður á lyfjaprófi á heims- meistaramótinu í norrænum grein- um á Ítalíu í síðasta mánuði þrátt fyrir að forvígismenn finnska skíðasambandsins teldu sig tefla fram „hreinu“ liði til leiks eftir ófarrinar í þeim efnum á HM í Finn- landi fyrir tveimur árum. Finnar hafa árum saman átt eitt sterkasta landslið heims í skíða- göngu og því er ákvörðun þeirra mikið áfall fyrir íþróttina. Finnska landsliðið í skíðagöngu tekur þátt í sínu síðasta móti að sinni á Holmenkollen í Noregi um helgina. Eftir það ætla Finnar að stokka spilin og hætta keppni á al- þjóðlegum mótum um óákveðinn tíma. Fyrir dyrum stendur algjör uppstokkun í finnskri skíðagöngu og á meðan hún stendur tefla Finn- ar ekki fram landsliði. Þetta til- kynnti Seppo Rehunen, forseti Skíðasambands Finnlands, á blaða- mannafundi í Helsinki í gær. Hart var sótt að Rehunen eftir að það spurðist út að finnskur skíða- göngumaður hefði falllið á lyfja- prófi sem tekið var á HM í síðasta mánuði, en fyrir mótið hafði Reh- unen fullyrt að gengið hefði verið úr skugga um að allir finnsku kepp- endurnir væru með hreinan skjöld. Þá sagði landsliðþjálfarinn upp störfum í gærmorgun áður en Reh- unen gaf út yfirlýsingu sína. Landslið Finna í skíðagöngu lagt niður Páll Þórólfsson, leikmaður ogaðstoðarþjálfari Gróttu/KR, tekur vel undir það að staðan sé erfið en með topp- leik og dyggum stuðningi áhorfenda sé vel hægt að vinna upp mun Sví- anna. „Átta marka munur er kannski alveg í það mesta til að vinna upp en eftir að hafa krufið fyrri leikinn til mergjar erum við búnir að sjá hvað aflaga fór og hvað hægt er að gera til að bæta okkar leik. Við vorum hundsvekkt- ir með margt sem við gerðum úti í Gautaborg. Við lékum vörnina mjög klaufalega í fyrri hálfleik og allan tímann fórum við illa að ráði okkar í dauðafærunum. Takist okkur bara að laga þessa hluti þá gerir það mikið gagn í því mark- miði að leggja Sävehof að velli,“ sagði Páll í samtali við Morgun- blaðið. Páll segir að sveiflur á milli Evrópuleikja séu þekkt dæmi og sjálfur man hann eftir leikjum Aft- ureldingar og Skövde fyrir nokkr- um árum. „Mig minnir að við höf- um unnið fyrri leikinn hér heima með átta mörkum en töpuðum úti- leiknum með 10 mörkum. Það sem skiptir sköpum fyrir okkur er að við höfum trú á því sem við ætlum að gera í leiknum. Fyrsta mark- miðið sem við höfum sett okkur er að vinna leikinn og síðan verðum við bara að sjá hvort sá sigur verði nógu stór til að komast áfram. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og ég veit að við förum ekki í leik- inn með það fyrir augum að ætla að tapa einvíginu svo auðvitað stefnum við að því að vinna upp muninn og slá Svíana út.“ Eins og staðan er fyrir síðari leikinn liggur ekki ljóst fyrir að þið verðið að taka ákveðna áhættu í leiknum? „Jú, það getur vel verið að á vissum tímapunkti í leiknum þurf- um við að taka áhættu. Ég reikna með því að við mætum mjög ein- beittir og ákafir til leiks en það er mjög mikilvægt að menn ætli sér ekki um of og hugsi um að skora tvö mörk í hverri sókn. Við verð- um að reyna að vinna upp muninn skref fyrir skref og halda einbeit- ingu út allan leikinn. Forskotið getur í raun komið hvenær sem er en auðvitað er mikilvægt að byrja leikinn af krafti og ná undirtök- unum sem fyrst.“ Páll vildi ekki gefa það upp hvaða leikaðferðum Grótta/KR tefli fram í leiknum en ljóst sé að 6:0 vörnin verði látin víkja alla vega til að byrja og í stað hennar verði vörnin meira framliggjandi. Kim Andersson verður að stöðva Stórskytta Sävehof, hinn örv- henti Kim Andersson, lék Gróttu/ KR-liðið mjög illa í Gautaborg. Þessi bjartasta von Svía í landslið- inu, sem verður arftaki Staffans „Faxa“ Olssons, gerði sér lítið fyr- ir og skoraði 14 mörk, þar af að- eins eitt úr vítakasti, og notaði til þess 16 skot. „Sóknarleikur Svíanna snýst mikið til í kringum Andersson og lykilatriði fyrir okkur er að reyna að halda honum eins vel niðri og mögulegt er. Það gekk allt upp hjá honum í Gautaborg og ég trúi því bara ekki að hann eigi annan eins leik á móti okkur. Þarna er topp- leikmaður á ferð. Við vorum dálítið pirraðir út í hann eftir leikinn. Hann gaf í skyn að leikurinn á móti okkur hefði verið auðveldari fyrir sig en í venjulegum deildaleik og að við hefðum ekki vitað hver hann væri. Það var hins vegar ekki rétt. Við vissum vel hver hann var og að hann væri þeirra langbesti leikmaður. Við ætlum ekki að taka hann neinum vettlingatökum á sunnudaginn og ég vona bara að fólk sem mætir á leikinn láti í sér heyra og hjálpi okkur í baráttunni, því ekki veitir af,“ sagði Páll. Umgjörð leiksins á Seltjarnar- nesi ætti að geta orðið mjög góð eða eins konar bikarstemning. Boðið verður upp á ýmislegt til að gera stemninguna sem mesta, börnum verður boðið upp á and- listmálningu, ljósasýning verður fyrir leikinn og sjálfur Bubbi Morthens verður heiðursgestur. Forsala aðgöngumiða verður í versluninni Litabæ á Seltjarnar- nesi. Á brattann að sækja fyrir Gróttu/KR gegn Sävehof í Evrópukeppninni „Markmiðið er að vinna“ Morgunblaðið/Golli Páll Þórólfsson í leik með Gróttu/KR. ÞAÐ er ljóst að á brattann verð- ur að sækja fyrir Gróttu/KR þeg- ar það mætir sænska liðinu Sävehof í síðari viðureign lið- anna í 8 liða úrslitum Áskor- endakeppni Evrópu í hand- knattleik á Seltjarnarnesi klukkan 20 annað kvöld. Sví- arnir mæta til leiks með gott veganesti eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Gautaborg um síð- ustu helgi með átta marka mun, 34:26. Eftir Guðmund Hilmarsson HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla, Essodeild: Austurberg: ÍR – Selfoss......................16.30 Akureyri: Þór – Valur ...........................16.30 1. deild kvenna, Essodeild: Ásgarður: Stjarnan – Fram..................14.30 KA-heimili: KA/Þór – Valur......................16 Víkin: Víkingur – Haukar .....................16.60 Sunnudagur: Evrópuleikur: Seltjarnarnes: Grótta/KR Sävehof...........20  Dómarar og aðrir sem eru með gild HSÍ skírteini geta nálgast miða á leikinn í íþróttahúsinu á morgun kl. 12–14. 1. deild karla, Essodeild: Digranes: HK – Víkingur ..........................17 Kaplakriki: FH – Haukar..........................17 1. deild kvenna, Essodeild: Vestmannaey.: ÍBV – FH..........................13 KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikar karla: Reykjaneshöll: Keflavík – Stjarnan .........14 Reykjaneshöll: Þróttur R. – Grindavík ....16 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla: Fífan: FH – Víkingur R. .......................18.30 Egilshöll: KR – ÍA......................................20 Reykjavíkurmót kvenna: Fífan: Stjarnan – Þróttur/Haukar.......16.30 Egilshöll: Fjölnir – ÍR ...............................16 Egilshöll: Valur – KR.................................18 KARATE Íslandsmótið í kata fer fram í Hagaskól- anum kl. 10.30. Úrslit hefjast um kl. 12.30. SKOTFIMI Íslandsmótið, stöðluð skammbyssa, verður í dag í Digranesi. BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna: Neskaupstað: Þróttur N. - Þróttur R.......14 Digranesi: HK - KA ..............................15.30 1. deild karla: Garðabæ: Stjarnan - Hamar ................16.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - HK.....................................14 Bikarkeppni kvenna: Digranes:HK - KA ................................12.30 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Fram – KA 30:26 Framhús, 1. deild karla, Essodeild, föstu- dagur 7. mars 2002. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 2:4, 4:4, 4:7, 6:7, 6:9, 7:10, 10.10, 12:12, 12:14, 13:15, 18:15, 21:17, 24:21, 27:22, 27:24, 29:25, 30:26. Mörk Fram: Björgvin Björgvinsson 10/6, Valdimar Þórsson 5, Jón Björgvin Péturs- son 4, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Hjálm- ar Vilhjálmsson 2, Haraldur Þorvarðarson 2, Héðinn Gilsson 2, Þorri B. Gunnarsson 1, Guðjón Drengsson 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 22/2 (þar af fóru 11 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk KA: Arnór Atlason 10/2, Baldvin Þor- steinsson 5/1, Einar Logi Friðjónsson 4, Andrius Stelmokas 4, Jónatan Magnússon 2, Hilmar Stefánsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicious 14 (þar af fóru 3 aftur til mótherja), Hans Hreins- son 2/2. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Tæplega 200. Afturelding – ÍBV 27:30 Varmá: Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:4, 7:7, 12:8, 13:12, 15:13, 16:16, 18:20, 19:24, 23:26, 25:28, 27:30. Mörk Aftureldingar: Jón Andri Finnsson 11/5, Haukur Sigurvinsson 5, Valgarð Thoroddsen 4/1, Daði Hafþórsson 3, Hrafn Ingvarsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1, Vladislav Trufan 1. Varin skot: Einar Bragason 21 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍBV: Robert Bognan 7, Sigurður Ari Stefánsson 6, Michael Lauritsen 5, Davíð Þór Óskarsson 5/3, Sigurður Bragason 3, Kári Kristjánsson 2, Sigþór Friðriksson 1, Sindri Ólafsson 1. Varin skot: Viktor Giton 12 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Áhorfendur: Um 30. Staðan: Valur 22 16 4 2 606:479 36 Haukar 22 16 1 5 664:532 33 ÍR 22 16 1 5 636:575 33 KA 23 14 3 6 633:590 31 Fram 23 12 4 7 594:559 28 HK 22 12 3 7 606:582 27 Þór 22 13 0 9 618:590 26 FH 21 11 2 8 561:536 24 Grótta/KR 21 11 1 9 543:492 23 Stjarnan 22 6 2 14 584:643 14 ÍBV 23 6 2 15 552:653 14 Afturelding 22 5 3 14 538:584 13 Víkingur 22 1 3 18 541:682 5 Selfoss 21 0 1 20 509:688 1 ÍBV – Grótta/KR 29:23 Vestmannaeyjar, 1. deild kvenna: Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 5:3, 6:5, 8:7, 10:9, 12:10, 15:11, 16:11, 18:14, 20:15, 24:16, 26:17, 27:20, 28:22, 29:23. Mörk ÍBV: Anna Yakova 11/1, Sylvia Strass 4, Alla Gorkorian 4, Ingibjörg Jóns- dóttir 3, Ana Perez 3, Þórsteina Sigur- björnsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 17/1 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Eva Kristjánsdóttir 6/1, Stefane Aiga 6, Þórdís Brynjólfsdóttir 3/1, Ragna Sigurðardóttir 2, Kristín Gústafs- dóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1, Brynja Jónsdóttir 1, Hulda Ásmundsdóttir 1, Arn- dís Erlingsdóttir 1, Anna Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Hildur Gísladóttir 11/1 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: 110. Staðan: ÍBV 24 21 2 1 676:483 44 Haukar 24 19 1 4 660:530 39 Stjarnan 24 16 4 4 545:463 36 Víkingur 24 13 3 8 522:451 29 Valur 24 14 1 9 513:505 29 FH 23 11 2 10 559:528 24 Grótta/KR 25 10 1 14 524:556 21 Fylkir/ÍR 24 4 0 20 465:632 8 KA/Þór 24 3 1 20 491:600 7 Fram 24 1 1 22 454:661 3 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla A-RIÐILL: Fram – Afturelding..................................3:1 Staðan: Fram 3 3 0 0 9:2 9 KR 2 2 0 0 7:0 6 Þór 1 1 0 0 1:0 3 Keflavík 2 1 0 1 4:4 3 ÍA 3 1 0 2 3:4 3 Stjarnan 1 0 0 1 0:4 0 Afturelding 2 0 0 2 1:6 0 KA 2 0 0 2 0:5 0 B-RIÐILL: ÍBV – Fylkir ..............................................0:1 – Björn Viðar Ásbjörnsson. Valur – Haukar.........................................2:1 Staðan: Þróttur R. 2 2 0 0 12:4 6 Grindavík 2 2 0 0 6:1 6 Valur 3 2 0 1 5:3 6 Fylkir 3 1 1 1 2:3 4 Víkingur R. 2 1 0 1 2:2 3 ÍBV 3 1 0 2 1:3 3 Haukar 3 0 1 2 4:11 1 FH 2 0 0 2 3:8 0 Belgía Standard Liege – Lokeren .......................1:2 Staða efstu liða: Club Brugge 23 21 1 1 75:20 64 Lokeren 24 15 4 5 53:33 49 Lierse 23 14 6 3 38:21 48 Anderlecht 23 15 2 6 51:26 47 St. Truiden 23 12 6 5 51:29 42 Genk 23 12 6 5 55:37 42 Holland AZ Alkmaar – Roda ..................................1:0 Staða efstu liða: PSV Eindhoven 22 18 3 1 54:10 57 Ajax 22 15 5 2 55:21 50 Feyenoord 22 14 4 4 55:26 46 Roda 23 10 6 7 37:33 36 Nijmegen 22 10 6 6 28:27 36 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Reynir S. – Fjölnir ..............................89:104 Þór Þ. – Stjarnan...................................80:73 Lokastaðan: KFÍ 16 14 2 1467:1253 28 Þór Þorl. 16 11 5 1224:1166 22 Reynir S. 16 10 6 1407:1336 20 Ármann/Þróttur 16 9 7 1376:1331 18 Fjölnir 16 7 9 1327:1340 14 Höttur 16 7 9 1126:1301 14 Stjarnan 16 6 10 1166:1202 12 Selfoss/Laugd. 16 4 12 1251:1332 8 ÍS 16 4 12 1201:1284 8  KFÍ mætir Ármanni/Þrótti og Reynir S. mætir Þór Þ. í úrslitaeinvígjum um sæti í úrvalsdeildinni. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: San Antonio – New Jersey ...................92:78 Chicago – Golden State.....................119:105 Portland – Philadelphia ........................60:88 BLAK 1. deild kvenna HK – KA.....................................................3:0 (25:21, 27:25, 25:23) Þróttur N. – Þróttur R. ............................3:0 (25:22, 25:20, 25:21) Staðan: Þróttur N. 15 15 0 45:8 45 KA 17 12 5 39:20 39 HK 16 9 7 32:21 32 Fylkir 15 4 11 18:33 18 Nato 14 4 10 18:36 18 Þróttur R. 17 3 16 15:46 15 ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.