Morgunblaðið - 25.03.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 45
ENGLANDS- og bik-
armeistarar Arsenal leika í
kvöld annan leik sinn á
tveimur dögum þegar þeir
mæta Chelsea á Stamford
Bridge í 8-liða úrslitum
ensku bikarkeppninnar.
Chelsea náði að knýja fram
annan leik eftir að liðin
skildu jöfn, 2:2, á High-
bury, en sigurliðið í kvöld
mætir Sheffield United í
undanúrslitum keppninnar
á Old Trafford í Manchest-
er 13. apríl.
Leikurinn í kvöld verður
sá þriðji hjá Arsenal á sex
dögum. Ljóst er að mark-
vörðurinn David Seaman
verður ekki með Arsenal á
Stamford Bridge í kvöld
frekar en í síðustu leikjum
og þá er óvíst hvort Sol
Campbell geti spilað. Varn-
armaðurinn öflugi hefur
átt við meiðsli að stríða í
hásin en Arsene Wenger,
stjóri Arsenal, leggur allt
kapp á að Campbell verði
með og vonast til að sjúkra-
þjálfarar liðsins nái að gera
hann leikhæfan. Martin
Keown er frá vegna
meiðsla en þó svo að Pat-
rick Vieira segist ekki vera
100% klár vegna meiðsla í
hné segist hann ætla að
spila.
Seaman ekki
með Arsenal
LEIKMENN Chelsea mæta til leiks gegn Arsen-
al fullir sjálfstrausts eftir 5:0 sigurinn á Man-
chester City á laugardaginn, sem er stærsti sig-
ur Chelsea-liðsins á leiktíðinni. Reiknað er með
að Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, tefli fram
sama byrjunarliði og í leiknum við Manchester
City sem þýðir að Eiður Smári Guðjohnsen verð-
ur í fremstu víglínu með Jimmy Floyd Hassel-
baink og fyrir aftan þá ítalski töframaðurinn
Gianfranco Zola sem fór á kostum á „nýteppa-
lögðum“ velli þeirra Chelsea-manna á
laugardaginn. Marcel Desailly, fyrirliði
Chelsea, verður að sætta sig við að vera utan
liðsins en Ranieri vill ekki hrófla við miðju varn-
arinnar þar sem þeir William Gallas og John
Terry hafa náð mjög vel saman. Eina breytingin
sem Ranieri gæti hugsanlega gert er að taka
Emmanuel Petit inn í liðið og tefla honum fram
á miðjunni í stað Jody Morrys.Eiður Smári
Eiður Smári í
fremstu víglínu
ympíuleikunum í Barcelona árið
1992 hafi einnig haft sitt að segja
hvað varðar áhuga almennings á
íþróttinni.
Eflaust hafa slíkir þættir einhver
áhrif en þegar upp er staðið er það
undir félagsliðunum komið að bjóða
uppá „skemmtun“ í sínum íþrótta-
húsum þar sem hver leikur skiptir
öllu máli hvað varðar heildarniður-
stöðuna.
Í dag eru tvö bikarmót á vegum
KKÍ þar sem útsláttarfyrirkomu-
lagið fær að njóta sín og óvæntir
hlutir geta gerst. Kjörísbikar-
keppnin (deildabikarkeppnin) er
frábrugðin að því leyti að þar er fyr-
irfram ákveðið hvaða lið mætast (1–
16, 2–15 …) en í Doritos-bikar-
keppninni er það aðeins tilviljun
hvaða lið mætast.
Það er jákvætt hve mörg lið taka
þátt í Íslandsmóti karlaliða á yfir-
standandi keppnistímabili, 12 í úr-
valsdeild, 9 í 1. deild og 41 lið í fimm
riðlum í 2. deild. Alls 62 lið en til
samanburðar eru 14 lið sem taka
þátt í Íslandsmótinu í handknatt-
leik karla – sem fram fer í einni
deild.
Að mínu mati ættu þessar bikar-
keppnir að vera nægt „krydd“ í til-
veruna samhliða Íslandsmóti sem
væri leikið eins og áður segir – í átta
liða deild með fjórfaldri umferð.
Ársþing Körfuknattleikssam-
bandsins er vettvangur fyrir breyt-
ingar og vonandi hafa menn kjark
til þess að gera breytingar sem efla
körfuknattleikinn enn frekar.
Sigurður Elvar Þórólfsson
Arsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, hrósar Wayne
Rooney, hinum 17 ára gamla fram-
herja Everton, í hástert, en Rooney
skoraði mark Everton í 2:1-sigri
Arsenal á Everton á Highbury í
fyrradag. Rooney skoraði sigur-
markið í leik liðanna á Goodison
Park fyrr í vetur, þá aðeins 16 ára
gamall, og með því marki má segja
að hjólin hafi farið að snúast hvað at-
hygli fólks á piltinum varðar.
„Rooney er afar hæfileikaríkur og
ég sé mikinn mun á honum frá því í
október þegar hann skoraði sigur-
markið á móti okkur. Hann hefur
þroskast ótrúlega mikið á þessum
tíma og er svo sannarlega kominn í
alþjóðlegan klassa. Það er undir
landsliðsþjálfaranum komið hvort
hann telur Rooney nógu góðan til að
leika fyrir landsliðið en ég er hand-
viss um að innan mjög langs tíma
verður hann orðinn fastamaður í
enska landsliðinu,“ sagði Wenger.
Rooney hlaut náð fyrir augum
Svens Görans Erikssons landsliðs-
þjálfara sem eftir leikinn tilkynnti 25
manna landsliðshóp fyrir leikina við
Liechtenstein og Tyrkland. Enskir
fjölmiðlar höfðu fengið vísbendingu
um að Eriksson ætlaði ekki að velja
Rooney í hópinn og greindu laugar-
dagsblöðin frá því að Eriksson ætl-
aði að sniðganga efnilegasta leik-
mann Bretlandseyja. En Eriksson
var mættur á Highbury til að skoða
Rooney og eftir leikinn ákvað Svíinn
að velja piltinn í hóp sinn, enda stóð
hann undir væntingum, skoraði gott
mark og hélt varnarmönnum Arsen-
al við efnið allan tímann.
Wenger hrósar
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mikill hasar var í karlaflokki þarsem ÍR-ingurinn Jón Helgi
Bragason náði efsta sætinu af Birni
Birgissyni, KFR, í fyrsta leiknum
þar sem þeir mættust. Í næstu fjór-
um sætum urðu Halldór Ragnar
Halldórsson og Steinþór Jóhannsson
úr ÍR, Björn úr KFR og Magnús
Magnússon úr KR. Eftir harða
keppni á öllum vígstöðvum náðu
Magnús og Jón Helgi í úrslit og þar
hafði Magnús betur, 415–392.
Þetta er í annað sinn sem Magnús
verður meistari, en hann sigraði
einnig árið 2001.
Hjá konunum mættust Dagný
Edda Þórisdóttir og Elín í úrslitum,
en báðar eru þær í KFR. Dagný
Edda tryggði sér sæti í úrslitum þeg-
ar hún lagði Sigfríði Sigurðardóttur,
KR. Í úrslitaleiknum hafði Dagný
Edda betur í fyrsta leik en Elín hafði
betur á lokasprettinum og vann 415–
352.
Elín hefur verið mjög sigursæl í
keilunni og hefur tíu eða ellefu sinn-
um orðið Íslandsmeistari. „Ég man
ekki alveg hvort þetta er í tíunda eða
ellefta sinn sem ég verð meistari, í
það minnsta tíunda sinn,“ sagði hún í
samtali við Morgunblaðið. Hún byrj-
aði að æfa keilu 1987 og varð Íslands-
meistari í fyrsta sinn árið eftir.
Íslandsmeistararnir öðlast rétt til
að keppa á Evrópubikarmóti einstak-
linga sem fer fram í Vín í október.
Magnús og
Elín Íslands-
meistarar
Íslandsmeistararnir Magnús Magnússon og Elín Óskarsdóttir.
MAGNÚS Magnússon úr KR og
Elín Óskarsdóttir úr KFR urðu
um helgina Íslandsmeistarar í
keilu. Elín varð nú meistari
fjórða árið í röð.
FYRSTA opna golfmótið á þessu
ári var haldið á Hlíðarvelli í Mos-
fellsbæ á laugardaginn. Það er ekki á
hverju ári sem opin golfmót eru hald-
in í lok mars og það á sumarflötum.
En GKJ nýtti sér góða tíð og má
segja að golftímabilið hefjist nokkru
fyrr í ár en venja er til.
HEIMAMENN voru sigursælir því
Einar Bjarni Jónsson sigraði í högg-
leiknum án forgjafar á 79 höggum og
í punktakeppninni með forgjöf varð
Hallgrímur V. Hallgrímsson hlut-
skarpastur með 40 punkta.
NEIL Mellor hinn 20 ára gamli
framherji hjá Liverpool skrifaði um
helgina undir nýjan samning við fé-
lagið sem gildir til ársins 2006. For-
ráðamenn Liverpool binda miklar
vonir við Mellor í framtíðinni en pilt-
ur hefur aðeins fengið að spreyta sig
með aðalliði félagsins á yfirstandandi
leiktíð þar sem frammistaða hans
hefur vakið athygli.
ALAN Shearer framherji New-
castle segir að Gianfranco Zola verð-
skuldi að verða fyrir valinu sem leik-
maður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Sherarer segist hafa gefið Ítalanum
atkvæði sitt en kjörinu verður lýst í
næsta mánuði. Thierry Henry hjá
Arsenal þykir líklegur til að hreppa
hnossið en Shearer og Zola koma
einnig til greina.
LEEDS United leitar nú að styrkt-
araðila til að auglýsa á keppnisbún-
ingi félagsins á næstu leiktíð eftir að
fyrirtækið Strongbow ákvað að
segja upp samningi sínum við liðið.
Samningurinn er metinn á 2,5 millj-
ónir punda.
ALAN Smith framherjinn óstýri-
láti hjá Leeds gæti orðið næsti leik-
maðurinn sem Leeds þarf að sjá á
eftir. Bresk blöð greina frá því að
Gerard Houllier, stjóri Liverpool,
hafi sýnt áhuga á að kaupa leikmann-
inn sem skrifaði undir nýjan samning
við Leeds í vetur.
JOHN Harton, framherji Celtic,
vill komast í ensku úrvalsdeildina á
nýjan leik. Hartson, sem skorað hef-
ur 48 mörk í 81 leik með Celtic, lék
með Arsenal, West Ham og Cov-
entry áður en hann fór til Celtic.
ARSENAL getur með sigri á
Chelsea í kvöld tryggt sér sæti í und-
anúrslitum ensku bikarkeppninnar í
23. sinn og jafnað met sem Everton á.
CHELSEA fer í undanúrslit bikar-
keppninnar í 16. sinn í sögu félagsins
nái liðið að leggja Arsenal að velli.
ARSENAL og Chelsea mætast í
kvöld í 11. sinn í ensku bikarkeppn-
inni. Arsenal hefur unnið 6 leiki en
Chelsea 4.
ARSENAL hefur ekki tapað bik-
arleik síðan 12. maí 2001 en þá tapaði
liðið fyrir Liverpool, 2:1, í úrslitaleik
á þúsaldarvellinum í Cardiff.
ARSENAL hefur ekki tapað í tólf
síðustu viðureignum liðanna í deild
og bikar. Síðasti sigurleikur Chelsea
á Arsenal var 1998 en þá hafði liðið
betur á móti Arsenal, 5:0, í deildabik-
arnum en Arsenal tefldi fram varaliði
sínu í þeim leik.
CHELSEA leikur í kvöld sinn 150.
heimaleik í bikarkeppninni og fari
liðið með sigur af hólmi kemst það í
undanúrslit í fimmta sinn á síðustu
átta árum.
ARSENAL á möguleika á að verða
fyrsta lið í sögu ensku knattspyrn-
unnar sem verður tvöfaldur meistari,
það er enskur meistari og bikar-
meistari, tvö ár í röð.
ARSENAL og Chelsea áttust við í
undanúrslitum bikarkeppninnar á
síðustu leiktíð og þar hafði Arsenal
betur, 2:0, með mörkum fá Frederik
Ljungberg og Ray Parlour.
JEAN Tigana þykir orðið afar
valtur í sessi sem knattspyrnustjóri
Fulham. Talið er sennilegt að hann
verði látinn taka pokann sinn fyrr en
síðar og fái ekki að ljúka starfsamn-
ingi sínum við félagið sem rennur í
lok maí. Sterkur orðrómur er uppi
um að David O’Leary taki við starfi
Tigana.
FÓLK
PETRU Paleu, forráðamaður
rúmenska handknattleiksliðs-
ins Fibrex Nylon Savinesti, fer
óvenjulegar leiðir til þess að
fjármagna kaup á nýjum leik-
mönnum fyrir næstu leiktíð en
þá tekur lið hans þátt í meist-
aradeild Evrópu í handknatt-
leik. Lið Paleu hefur tryggt
sér rúmenska meistaratitilinn
á þessari leiktíð og nú þegar
nokkrar umferðir eru eftir
hefur Paleu boðið þeim liðum
sem eiga eftir að leika við
væntanlega meistara að kaupa
sér sigur, þ.e. leggi menn fram
ákveðna upphæð þá séu liðin
örugg um að leggja vænt-
anlega meistara. Peningana
sem koma inn, verði þeir ein-
hverjir, ætlar Paleu að nota til
þess að verða sér úti um mark-
vörð og hornamann fyrir
næsta keppnistímabil.
Paleu segist gera þetta ein-
göngu til þess að vekja athygli
á útbreiddri spillingu sem rík-
ir í knattspyrnuhreyfingunni í
Rúmeníu, þar sem orðrómur
hefur verið uppi um að hægt
væri að kaupa sér sigur. Ekki
fylgir sögunni hvort ein-
hverjir hafi ákveðið að
tryggja sér tilboð rúmensku
handknattleiksmeistaranna.
Sigur til
sölu í
Rúmeníu