Morgunblaðið - 25.03.2003, Page 51
AP
Ástralskur og velskur sigur. Nicole Kidman og Catherine Zeta-Jones
voru valdar bestu leikkonurnar í aðal- og aukahlutverki.
handritshöfundarins Ronalds
Harwoods fyrir kvikmyndaaðlögun
hans á endurminningum Waldysl-
aws Szpilmans, Píanistans. Í þeim
flokki höfðu fleiri búist við að
Charlie Kaufman og ímyndaður
bróðir hans Donald fengju verð-
launin fyrir eitthvert frjóasta hand-
rit sem kvikmyndað hefur verið
lengi og varð að myndinni Aðlögun
eftir Spike Jonze og einnig höfðu
margir spáð því að vönduð kvik-
myndaaðlögun Davids Hares á
Stundunum fengi verðlaunin, en
hinn reyndi Harwood hreppti
hnossið en hann var tilnefndur 1983
fyrir handrit sitt að myndinni Bún-
ingamaðurinn (The Dresser). Og
Harwood lét falla orð sem virtust
eins og mælt úr munni allra sem á
staðnum voru: „Þegar ég var hérna
síðast fyrir tuttugu árum sagði
Shirley MacLaine (vann fyrir
Terms of Endearment) að hún ætti
þetta skilið. Ég vildi að ég gæti
sagt það sama en get það ekki því
þessi verðlaun eru aðeins einum
manni að þakka, Roman Polanski.“
Sungið og dansað til sigurs
Chicago tók þó stærstu verðlaun
kvöldsins, besta myndin, en þetta
er í fyrsta sinn síðan Oliver! sigraði
árið 1968 sem dans- og söngva-
mynd hlýtur þessi verðlaun. Cath-
erine Zeta-Jones var valin besta
leikkona í aukahlutverki en önnur
verðlaun voru „minni“, fyrir klipp-
ingu, búninga, listræna stjórn og
hljóð. Margir veðmangarar og sér-
fræðingar höfðu spáð Renée
Zellweger sigri í flokknum besta
leikkonan í aðalhlutverki en hún
varð að lúta í lægra haldið fyrir
helsta keppinautnum Nicole Kid-
man sem hlaut sinn fyrsta Óskar
fyrir túlkun sína á skáldkonunni
Virginiu Woolf í Stundunum. Þetta
voru einu verðlaun myndarinnar
sem tilnefnd hafði verið til níu
verðlauna. Það hefði þó getað farið
verr, eins og t.d. hjá Gengjum New
York-borgar, sem tilnefnd var til
tíu verðlauna en hlaut engin.
Aðrar niðurstöður sem sæta tíð-
indum eru m.a. að japanska teikni-
myndin Á vit andanna (Sen to
Chihiro no kamikakushi) hafi verið
tekin fram yfir Disney-myndirnar
og að Conrad heitinn Hall hafi
fengið sinn þriðja Óskar fyrir
kvikmyndatökuna á Leiðinni til
Perdition. Eminem-drengurinn
sannaði síðan í eitt skipti fyrir öll
að hann er óbrigðull þegar að verð-
launahátíðum kemur. Flestum að
óvörum var lagið hans „Loose
Yourself“ úr 8 mílum valið besta
lagið og tekið fram yfir lög með ris-
um á borð við U2 og Paul Simon.
Peter O’Toole hlaut að þessu
sinni heiðursóskar fyrir framlag
sitt til kvikmyndanna en þessi aðal-
leikari mynda á borð við Arabíu-
Lawrence hafði sjö sinnum hlotið
tilnefningu en aldrei unnið.
„Skammastu þín, herra Bush!“
Mikið hafði verið spáð í hvernig
Hollywood myndi bregðast við
stríðinu í Írak og svo fór sem
margir spáðu, sýningin hélt sínu
striki, var reyndar settlegri en oft
áður, enginn rauður dregill og
klæðaburðurinn allur með íburð-
arminnsta móti. En mestar áhyggj-
ur höfðu menn haft af ræðunum,
hvort menn myndu nýta sér tæki-
færið til þess að lýsa skoðunum sín-
um á þessu ofurviðkvæma máli.
Nokkrir gerðu það, flestir þó á hóf-
stilltan máta með því að gefa frið-
armerkið með fingrum eða óska
heimsfriðar. Það vissu allir að ef
Michael Moore ynni fyrir heimild-
armynd sína Í keilu fyrir Columb-
ine (Bowling for Columbine) þar
sem þessi róttæki þjóðfélagsrýnir
skýtur föstum skotum á skotvopna-
dýrkun landa sinna, þá myndi hann
grípa tækifærið. Moore fékk stand-
andi lófatak þegar hann gekk upp á
svið til að taka við verðlaununum,
og allir vissu fyrir víst að nú hlyti
eitthvað að gerast, og það gerðist.
Hann tók alla sem tilnefndir höfðu
verið í flokki heimildarmynda upp á
svið með sér. „Við sem saman erum
komin á sviðinu erum fólk sannleik-
ans, sem lifir í uppdiktuðum heimi.
Við lifum á tímum uppdiktaðra
kosningaúrslita, þar sem kosinn er
uppdiktaður forseti. Við lifum á
tímum þegar maður tekur sig til og
sendir okkur í stríð á uppdiktuðum
forsendum.“ Og stjörnurnar sem
ein sem allar höfðu fagnað sigri
Moore innilega ýmist bauluðu eða
hrópuð hvatningarorð til Moore þar
sem hljómsveitin reyndi að þagga
niður í honum og hann var dreginn
út af sviðinu hrópandi: „Skamm-
astu þín, herra Bush!“
„Þetta var svolítið fyndin sjón
þarna baksviðs,“ grínaðist kynnir
kvöldsins Steve Martin, að uppá-
komunni afstaðinni, „að sjá bílstjór-
ana hjálpa Moore aftur í skottið á
limmósíunni hans.“
Hinn svefnvana Pedro Almodovar átti erfitt með að einbeita sér er
hann tók við öðrum Óskarnum á ferli sínum, fyrir handrit sitt að Tal-
aðu við hana, en hann hafði ekki sofið síðan á fimmtudag.
Reuters
Michael Moore sagði baksviðs eftir að hafa varpað bombu kvölds-
ins með ummælum sínum um Bush og Íraksstríðið að einmitt slíkar
uppákomur væru vitnisburður um hversu mikils virði það væri að
búa í frjálsu ríki þar sem tjáningarfrelsið væri haft í heiðri.
skarpi@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
Lista yfir alla vinningshafa má finna
á heimasíðu hátíðarinnar www.osc-
ar.com/oscarnight/winners.html.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
kvikmyndir.com
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12.
Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 16.
HJ MBL
HK DVKvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.
Kvikmyndir.com
SG DV
HOURS
HL MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
SV MBL
Þegar röðin er komin
að þér þá flýrðu ekki
dauðann!
Frábær spennutryllir
sem hræðir
úr þér líftóruna.
6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A.BESTA MYNDIN
2
ÓSKARS-
VERÐLAUN
NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
Sýnd kl. 10.10. B.i 12
www.laugarasbio.is
RADIO X
SV MBL
KVIKMYNDIR.COM
SG DV
ÓHT RÁS 2
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Eingöngu sýnd um helgar
Þegar röðin er komin að þér þá
flýrðu ekki dauðann!
Frábær spennutryllir sem hræðir
úr þér líftóruna.