Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 1
Reuters Íraki veifar hvítri dulu til bandarísks hermanns á varðstöð í Bagdad í gær. Fréttir frá Bagdad í gær gáfu til kynna að þar færi ástandið versn- andi. Fréttamenn breska ríkisút- varpsins, BBC, greindu frá því að hjúkrunarfólk og sjálfboðaliðar bæru nú vopn á einhverjum sjúkra- húsanna í borginni til að verja þau fyrir flokkum þjófa og glæpamanna. Vopnaðir, óbreyttir borgarar voru í gær teknir að hlaða víggirðingar til að koma í veg fyrir að þjófaflokkar færu um hverfi þeirra. Verslunar- eigendur báru margir vopn. Múgur réðst inn í sjúkrahús og greindi einn fréttamanna BBC frá því að hann hefði séð þjófa hafa á brott með sér hitakassa og önnur lækningatæki af fæðingardeild. Á sama tíma og vargöld virtist ríkja í Bagdad var heilbrigðisvandi sagður vofa yfir. Fréttamenn greindu frá því að lík lægju sums staðar á götum og hefðu gert það dögum saman í hitanum. Upplausn ríkti víðar. Í Mosul, þriðju stærstu borg landsins sem er í norðurhlutanum, ruddust flokkar manna inn í opinberar byggingar. Fyrr um daginn hafði liðsafli Íraka þar gefist upp fyrir Kúrdum og sér- sveitum Bandaríkjamanna. Um leið og fyrir lá að borgin var ekki lengur á valdi íraska hersins létu þjófa- flokkar til sín taka. „Villandi sjónvarpsmyndir“ Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði ljóst að meirihluti Íraka liti svo á að þjóð- in hefði verið frelsuð undan ógnar- stjórn. Hann sagði upplausnina „skiljanlega“ í ljósi þess að almenn- ingur væri að losna undan oki stjórnvalds sem beitt hefði kúgun- um og morðum til að halda völdum. Sömu sjónvarpsmyndirnar væru sýndar aftur og aftur af ránum og gripdeildum. Þær gæfu ekki rétta mynd af ástandinu sem víða væri orðið viðunandi og færi batnandi um landið allt, einkum í suðurhlutanum. Bandamenn myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart al- menningi og leitast við að tryggja öryggi óbreyttra borgara. Rums- feld sagði myndun bráðabirgða- stjórnar í undirbúningi og myndu Írakar sjálfir ákveða hvernig hún yrði samsett. Fregnir bárust í gær af loftárás- um í nágrenni Tikrit, heimaborgar Saddams Husseins. Hugsanlegt er talið að forsetinn fyrrverandi haldi þar til ásamt helstu undirsátum sín- um. Þá var greint frá hörðum bar- dögum nærri bænum Qaim við sýr- lensku landamærin. Hafði CNN eftir herforingjum að á óvart kæmi hversu mikla mótspyrnu Írakar veittu þar. Getgátur voru uppi um að þar kynnu ráðamenn að leynast eða jafnvel gereyðingarvopn. AP Íbúar í Karbalahverfi í Bagdad leggja hendur á mann sem grunaður var um gripdeildir í gær. Íbúarnir höfðu sett upp varðstöð í hverfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir að þjófar gætu látið þar greipar sópa. Hersveitir reyna að stöðva vargöldina STOFNAÐ 1913 100. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Heimaborgin naut góðs af einræðinu  Hálfbróðir Saddams beið bana í loftárás  48 óbreyttir borgarar féllu 24/28 VLADÍMÍR Pútín, for- seti Rússlands, gagn- rýndi í gær harkalega hernað Breta og Bandaríkjamanna í Írak og sagði stríðið brjóta í bága við al- þjóðalög. Pútín átti fund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklands- forseta í gær en eftir fundinn hvöttu leiðtog- arnir þrír ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi til þess að fela Sameinuðu þjóðunum leiðandi hlutverk við uppbyggingarstarfið í Írak. Allt bendir hins vegar til að þeir tali þar fyrir daufum eyrum. Þann- ig sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, fyrir þingnefnd á fimmtudag að þetta kæmi einfaldlega ekki til greina. Wolfowitz nefndi einnig í fyrradag að Rússland, Frakkland og Þýskaland gætu komið að uppbyggingarstarfinu í Írak með því að af- skrifa allar útistandandi skuldir við landið. Voru þau ummæli hans borin undir þremenningana í gær og sagði Pútín þá fyrir sitt leyti að stjórnvöld í Moskvu væru reiðubúin til viðræðna um slíkt, en skuldir Íraks við Rússlands nema a.m.k. 7 milljörðum Bandaríkjadala. Pútín gerði að umtalsefni á blaðamannafundi í Sankti Pétursborg að hersveitir bandamanna skyldu ekki enn hafa fundið gereyðingar- vopn í Írak. Sagði hann að tilvist slíkra vopna í landinu hefði verið það eina sem réttlætti árásina. Hvetja til leiðandi hlutverks fyrir SÞ AP Pútín, Schröder og Chirac vilja að SÞ stjórni uppbyggingarstarfi í Írak. Sankti Pétursborg. AFP, AP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hvatti stjórnvöld í Sýr- landi í gærkvöldi til að loka landa- mærunum að Írak. Jafnframt sagði forsetinn að Sýrlend- ingum bæri að framselja þá stuðningsmenn Saddams Huss- eins sem kynnu að hafa leitað hælis í Sýrlandi. „Við hvetjum Sýrlendinga ein- dregið til þess að heimila ekki félögum í Baath-flokknum, ættmennum Saddams eða herforingjum að leita hælis þar eða veita þeim hæli,“ sagði for- setinn. Væntir góðrar samvinnu við Sýrlendinga Sýrlendingar hafa lýst yfir því að landamærin séu lokuð, um þau fari aðeins neyðaraðstoð við íbúa Íraks. Bush kvaðst vænta góðrar samvinnu við Sýrlendinga í þessu efni. Bush kvaðst engar upplýsingar hafa um afdrif Saddams Hussein. „Ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn en ég veit að hann er ekki við völd,“ sagði forsetinn. Mönnum Saddams verði ekki veitt hæli Bush Bethesda. AFP. TALSMENN Bandaríkjahers skýrðu frá því í gær að teknar yrðu upp eftirlitsferðir hersveita að nóttu til um hverfi Bagdad til að reyna að koma á reglu og vinna trúnað skelfdra íbúanna. Þess yrði og freistað að verja sjúkrahús og vatnsveitur í Bagdad þar sem flokkar manna, marg- ir vopnaðir, fóru enn um í gær rænandi og ruplandi. Með þessu brást Bandaríkjastjórn við þeirri gagnrýni að hernámsliði beri að tryggja ör- yggi óbreyttra borgara. Fyrr um daginn hafði Alþjóðasamband Rauða kross-félaga lýst yfir því að algjör „upplausn og stjórnleysi“ ríkti í borg- inni og miklar hörmungar vofðu yfir yrði ekki brugðist við. Hjúkrunarfólk í Bagdad vopnast  Rumsfeld segir ástandið fara batnandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.