Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 45
ÞAÐ hefur margt færst til betri
vegar í samgöngumálum á minni
stuttu ævi. Í því sambandi má t.d.
nefna göngin til Ólafsfjarðar, sem
sjálfstæðismenn börðust fyrir, Vest-
fjarðagöngin sem Halldór Blöndal
opnaði, lagningu bundins slitlags á
hringveginn milli Akureyrar og
Reykjavíkur og síðast en ekki síst
Hvalfjarðargöngin. Einnig hefur
grettistaki verið lyft með fækkun
einbreiðra brúa sem aukið hefur ör-
yggi vegakerfisins. Nú hefur verið
unnið um skeið að háleitum mark-
miðum vegaáætlunar og miðar
þeirri vinnu vel. Samgöngur milli
Austfjarða og Mið-Norðurlands
hafa stórbatnað með auknum vega-
bótum og ljóst að allir þeir þéttbýlis-
kjarnar, þar sem 200 manns eða
fleiri búa, verða árið 2014 tengdir
með bundnu slitlagi við Hringveg-
inn.
Þegar þar að kemur verður af
nógu að taka í frekari samgöngu-
bótum. Það er augljóst að vegur sá
sem nú liggur milli Mið-Norður-
lands og Reykjavíkur mun ekki þola
til langframa þá umferð sem um
veginn fer.
Endurgerð áðurnefnds vegar mun
kosta óheyrilega mikla fjármuni og
hljóta menn þess vegna að leita ann-
arra hagkvæmra leiða til að liðka
fyrir sívaxandi umferð. Fram hefur
komið framúrstefnuleg hugmynd
Halldórs Blöndals um veg yfir
Stórasand, að loknum göngum undir
Vaðlaheiði sem koma í kjölfar ganga
til Siglufjarðar, sem menn ættu að
gefa betri gaum og dæma ekki úr
leik að óhugsuðu máli. Því ekki er
rétt að láta málstaðinn gjalda máls-
hefjandans, sé mönnum eitthvað í
nöp við hann.
Vegur yfir Stórasand er upplagt
framhald af vegi, sem nú þegar er
inni á vegaáætlun, um Kaldadal.
Vegur um Stórasand gæti leyst
áætlaðan veg um Kjöl af hólmi. Þar
sem fyrirsjáanleg stytting milli
tveggja áðurgreindra landshluta er
meiri og hagkvæmari vegna vegar
um Stórasand en um Kjöl.
Akstur milli Akureyrar og
Reykjavíkur eftir vegi um Stóra-
sand og Kaldadal tæki um þrjá og
hálfan tíma (307 km), sú leið er 82
km styttri en núverandi hringvegur.
Þessi vegagerð myndi nýtast Skag-
firðingum, t.a.m. yrði leiðin frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur 19 km
styttri um Stórasand en eftir Hring-
veginum. Með Vaðlaheiðargöngun-
um yrði vegurinn um Akureyri milli
Reykjavíkur og allra þeirra staða
sem eru fyrir austan Vaðlaheiði 97
km styttri en hann er í dag. Nú
standa jarðgöng milli Fáskrúðs-
fjarðar og Reyðarfjarðar fyrir dyr-
um og má þá nefna að með göngum
undir Vaðlaheiði, hefðu Fáskrúðs-
firðingar um skemmri veg að fara til
Reykjavíkur um Norðurland (608
km) en um Suðurland (662 km).
Þannig væru 636 km frá Stöðvarfirði
til Reykjavíkur um Akureyri en það
eru 634 km í dag frá Stöðvarfirði til
Reykjavíkur um Suðurland. Verði
vegurinn um Kaldadal ófær að vetri
til má fara af Arnarvatnsheiðinni of-
an í Borgarfjörð, þannig yrði leiðin
milli Akureyrar og Reykjavíkur um
14% styttri (55 km) en leiðin eftir
núverandi vegarstæði.
Hugmyndum þeim sem hafa kom-
ið fram um styttingu á Hringveg-
inum, um Svínvetningabraut og í
Skagafirði (samtals um 19 km og
kosta um 1,4 milljarða króna) má
líkja við skammtímalausnir þar sem
í slíkum hugmyndum um styttingu
felast engar lausnir sem leitt geta til
aukins burðarþols hringvegarins og
með þeim er meginvandinn enn
óleystur.
Vegur í framhaldi af vegi um
Kaldadal um Stórasand, sunnan
Blöndulóns og niður Gilhagadal er
um 112 km langur. Slík vegagerð
myndi kosta um 3,7 milljarða króna,
með þessum vegi væri heildarstytt-
ing leiðarinnar millum Akureyrar og
Reykjavíkur um 82 km.
Næstu skref sem tekin verða í
samgöngumálum, að uppfylltum
markmiðum núverandi vegaáætlun-
ar og í kjölfar jarðganga undir
Vaðlaheiði, hljóta að tengjast
ákvörðun og uppbyggingu vegar yfir
Stórasand.
Næstu skref
Eftir Arnljót Bjarka
Bergsson
„Vegur um
Stórasand
gæti leyst
áætlaðan
veg um Kjöl
af hólmi.“
Höfundur er í 17. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi.
Laugavegi 87
Sími 511 2004
www.dunogfidur.is
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r