Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 35
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 35 Spurning: Hvað er millirifjagigt, af hverju stafar hún og hvað er til ráða? Svar: Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versna við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifja- vöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð einkenni og við festu- mein geta einnig stafað af stirð- leika í liðamótum þar sem rifbeinin tengjast hryggnum, við þursabit eða brjósklos í brjóst- eða háls- hrygg. Öndun er af tvennum toga, kviðöndun sem stjórnast af þind- inni og brjóstöndun sem stjórnast af millirifjavöðvum. Við millirifja- gigt getur brjóstöndun orðið svo sársaukafull að viðkomandi grípur til kviðöndunar eingöngu. Hægt er að villast á millirifjagigt og ýmsum öðrum verkjum og má þar nefna hjartaöng vegna kransæða- sjúkdóms, vélindabakflæði eða aðra sjúkdóma í vélinda, goll- urshúsbólgu og brjósthimnubólgu. Mikilvægt er að fá rétta sjúkdóms- greiningu til að hægt sé að beita viðeigandi meðferð. Eins og áður segir er festumein algengasta ástæðan fyrir millirifjagigt en um sömu eða náskyld fyrirbæri hafa verið notuð heitin vöðvabólga, vöðvagigt og upp á síðkastið er al- gengast að kalla þetta vefjagigt. Vefjagigt (fibromyalgia) er ná- skyld síþreytu (chronic fatigue syndrome) og oft er erfitt að greina þar á milli. Um orsakir vefjagigtar og síþreytu er lítið vit- að, stundum kemur þetta í kjölfar veikinda eins og veirusýkinga, stundum eru til staðar langvarandi truflanir á svefni og stundum byrj- ar þetta eftir slys. Sumir telja að vefjagigt og síþreyta séu bandvefs- sjúkdómar en aðrir að þetta sé af sálrænum toga. Þegar búið er að útiloka aðra sjúkdóma er fyrsta skrefið í meðferð að fræða sjúk- linginn um sjúkdóminn, útskýra að ekki sé um hættulegan eða illkynja sjúkdóm að ræða, að þetta sé ekki tóm ímyndun og að margir aðrir séu haldnir þessum kvilla. Með- ferðin er einstaklingsbundin og oftast þarf að prófa sig áfram til að finna það sem hentar hverjum og einum. Stundum þarf að taka á atriðum í lífi sjúklingsins eins og reykingum, óhóflegri áfengis- neyslu, slæmum matarvenjum, miklu vinnuálagi og slæmum svefnvenjum. Þeim sem reykja getur batnað mikið við að hætta. Verkjalyf gagnast venjulega lítið en þunglyndislyf og jafnvel svefn- lyf í stuttan tíma gera stundum verulegt gagn. Slökun er alltaf til góðs og nudd og hitameðferð geta oft gert gagn. Lykilatriði í með- ferð sjúklinga með vefjagigt og sí- þreytu er hæfileg líkamsþjálfun með það að markmiði að auka lík- amlegt þrek. Mikilvægt er að fara sér ekki of geyst því að þá getur ástandið versnað. Gott er að byrja með sundi, léttum gönguferðum eða leikfimi og teygjuæfingum. Þetta þarf svo að auka hægt og ró- lega eins og hentar hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt ótví- rætt gagn af líkamsþjálfun hjá sjúklingum með vefjagigt eða sí- þreytu. Langtímahorfur eru yfir- leitt góðar og flestir geta losnað við óþægindin að miklu eða öllu leyti ef þeir fá viðeigandi meðferð. Hvað er millirifjagigt? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Brjóstöndun getur orðið sársaukafull  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Fermingargjafir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Nýr listi www.freemans.is Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Fermingarskartgripir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. mbl.is VIÐSKIPTI ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 20 83 7 0 4/ 20 03 Kringlan er… …fjölbreyttari Afgreiðslutími verslana: Mánudag til miðvikudags 10.00 til 18.30 Fimmtudag 10.00 til 21.00 Föstudag 10.00 til 19.00 Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 13.00 til 17.00 Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opið lengur á kvöldin. Kringlan er yfir 150 verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Hverri verslunarmiðstöð er nauðsyn að geta boðið fjölbreytt úrval í vöru og þjónustu. Með tilkomu nike - konur og börn, sem staðsett er á 2. hæð í suðurhluta Kringlunnar, er enn aukið á fjölbreytnina í Kringlunni. nike - konur og börn selur fyrsta flokks íþróttafatnað. Við bjóðum nike - konur og börn, hjartanlega velkomna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.