Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ tilbo›!frábær Tilbo›in gilda í verslunum Símans út apríl e›a á me›an birg›ir endast. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 2 2 4 / sia .is me›mmsgetur›u sentmyndir oghljó›úr gsm-símanumflínum í annansíma 1.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 13.980 kr. WAP, GPRS o.fl. sony ericsson t200 léttkaup útkr.1.980 léttkaup 1.500 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust nokia 3510i tilbo›sver›: 19.980 kr. MMS, WAP, GPRS, LITASKJÁR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. MMS útkr.1.980 mms -fljónustaner eingönguí bo›i hjásímanumgsm ÞÝSKIR lögreglumenn ráðast inn í strætisvagn í miðborg Berlínar í gær þar sem vopnaður maður hélt tveim í gíslingu. Ræninginn fékk skot í öxlina og var yfirbugaður, en gíslana sakaði ekki. Ræninginn tók vagninn á sitt vald í gærmorgun eftir að hafa við annan mann rænt banka í suðurhluta borg- arinnar. Hinn bankaræninginn flýði á hlaupum, en mun hafa náðst. Um 20 manns voru í vagninum er banka- ræninginn réðst um borð og neyddi bílstjórann til að aka um borgina og setja út farþegana, einn af öðrum. Eftir um það bil klukkustund tókst lögreglunni að stöðva vagninn og eftir rúmlega þriggja klukku- stunda umsátur var ráðist til atlögu. Ræninginn hafði skömmu áður skot- ið sig í fótinn fyrir slysni. Hann hafði áður komist í kast við lögin og tvisv- ar setið inni. AP Mannræningi yfirbugaður RÚSSAR hafa gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi þjóðarinnar vegna vaxandi spennu á Kóreu-skaga. Alexander Losjúkov, aðstoðarut- anríkisráðherra Rússalands, greindi frá þessu í gær og vísaði til þess að kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu- manna hefðu gert að verkum að slík- ur viðbúnaður væri nauðsynlegur. „Við höfum neyðst til að huga að að- gerðum í varnarskyni til að tryggja hagsmuni okkar, og svo ekkert sé dregið undan, til að verja þann hluta þjóðar okkar sem býr nærri kóresku landamærunum fari svo að alvarleg átök brjótist út á þessu svæði,“ sagði ráðherrann. Kvað hann viðeigandi ráðuneyti hafa fengið fyrirmæli um að huga að slíkum ráðstöfunum en skýrði ekki nánar í hverju þær kynnu að felast. Nálgast „rauða strikið“ Rússar hafa reynt að miðla málum í deilunni sem blossaði upp í október í fyrra þegar Bandaríkjamenn greindu frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu gangsett á ný kjarnorkuáætlun sína með því að framleiða auðgað úraníum sem nýta má til framleiðslu gjöreyðingarvopna. Losjúkov sagði í gær að deilan væri að færast á sífellt alvarlegra stig. Hún væri tekin að nálgast „rauða strikið“ sem kynni að hafa í för með sér „óviðráðanleg viðbrögð“. Síðla árs í fyrra hófu stjórnvöld í Norður-Kóreu að reka á ný umdeilt kjarnorkuver í Yongbyon en þar er unnt að framleiða plúton til notkunar í kjarnorkuvopnum. Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar voru í kjölfarið reknir úr landi. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Norður-Kóreumenn loki kjarn- orkuverinu áður en viðræður um frið- samlega lausn deilunnar verði hafn- ar. Stjórn Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur hins vegar farið fram á tvíhliða viðræður við Banda- ríkjastjórn án tafar. Bandaríkjastjórn telur að Norður- Kórea ráði yfir einni eða tveimur kjarnorkusprengjum og geti fram- leitt nokkrar til viðbótar innan sex mánaða miðað við þá kjarnorkuáætl- un sem stjórnvöld þar fylgja nú. Rússar óttast átök í Norð- ur-Kóreu Gripið til ráðstafana til að verja íbúa nærri landamærunum Moskvu. AFP. KÚBVERSK stjórnvöld sögðust í gær hafa komið í veg fyrir flugrán í innanlandsflugi. Hefðu fimm menn verið handteknir fyrir að reyna að ræna flugvél á Ungmennaeyju á Kúbu. Í yfirlýsingu sem Kúbustjórn sendi til þarlendra fjölmiðla sagði að fimm manns hefðu tekið AKM-47- riffil af hermanni nálægt La Fe á Ungmennaeyju og flúið í bíl. Tveim- ur klukkustundum síðar hefðu árás- armennirnir verið handteknir á bíla- stæði á flugvelli eyjunnar. Í fórum þeirra hefðu verið riffill, tveir hnífar og lóð. Kváðust yfirvöld vera að leita að vitorðsmönnum fólksins. Flugráni af- stýrt á Kúbu? Havana. AFP. FJÖGURRA ára viðleitni Nígeríu- manna til að innleiða lýðræði í landi sínu nær hámarki í dag, laugardag, þegar fram fara fyrstu frjálsu kosn- ingarnar í landinu í 20 ár. Mikil spenna hefur ríkt í Nígeríu á undanliðnum dögum enda óttast margir að ofbeldi og svik muni ein- kenna kosningarnar. Erfiðlega hefur gengið að dreifa kjörgögnum og ólgu hefur víða orðið vart. Þingkosningarnar fara fram í dag en um næstu helgi verða forseti og ríkisstjórar kjörnir. Fjögur ár eru lið- in frá því að herinn í landinu fól Olus- egun Obasanjo, fyrrum herforingja, að gegna embætti forseta í kjölfar kosninga sem herinn stjórnaði. Á kjörskrá er 61 milljón manna og kosið verður á 120.000 stöðum. Kjós- endur hafa fengið sérstök skilríki af- hent til að taka þátt í kosningunum en vitað er að þau hafa víða ekki komist til skila. Óttast því margir að svik muni setja mark sitt á kosningarar sem fréttaskýrendur telja sérlega mikilvægar. Búist er við því að flokkur Obas- anjos forseta, Lýðræðisflokkur alþýð- unnar, fái meirihluta í báðum deildum þingsins. Auk hans taka 29 flokkar og samtök þátt í kosningunum en í kosn- ingunum 1999 fengu aðeins tveir þeirra að bjóða fram lista. Frjálsar kosning- ar í Nígeríu Ótti við ofbeldi og kosningasvik Lagos. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.