Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A LLUR heimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu á hnattrænu sjónvarpsstöðv- unum, þegar Írakar klifruðu upp á Sadd- am-styttuna í Bagdad síðdegis á miðviku- dag. Þeir settu reipi um háls hennar og tóku síðan að brjóta stallinn með sleggju til að auðvelda sér að fella hann. Þeir gáfust upp við barsmíðina en fengu aðstoð bandarískra landgönguliða, sem færðu bómu að haus styttunnar, settu keðju um háls hennar og felldu táknmynd einræðisherrans. Æstur mannfjöld- inn stappaði sigri hrósandi á brotunum, og hausinn var dreginn um borgarstrætin til að staðfesta fall Saddams og fólkið fékk útrás fyrir áralangt innibyrgt hatur og gremju. Fréttamaður BBC-heimssjónvarpsins sagði þetta minna sig á fall Berlínarmúrsins, uppreisnina í Prag, sem leiddi til falls kommúnistastjórnarinnar í Tékkó- slóvakíu, og atburðina fyrir framan þinghúsið í Moskvu, þegar Boris Jeltsín klifraði upp á bryndrekann og var hafinn til valda en Kremlverjum kommúnista ýtt til hlið- ar. Allt eru þetta táknrænir atburðir um heimssöguleg þáttaskil í stjórnmálum samtímans. Á 21. degi tókst herafla samstarfsþjóðanna undir for- ystu Bandaríkjamanna og Breta að brjóta andstöðu harðstjórnar Saddams Husseins á bak aftur og tryggja Írökum aðra framtíð en undir forystu einræðisherrans. „Leiknum er lokið,“ sagði dapurlega sviplaus, Mo- hammed al-Douri, sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, að kvöldi miðvikudagsins 9. apríl. Í Bagdad gufaði hinn digurbarkalegi talsmaður Íraksstjórnar upp eins og aðrir stjórnendur Saddams.– Í tómarúminu hóf- ust gripdeildir samhliða fögnuði fólksins yfir frelsun sinni. x x x Átökin við Saddam Hussein hafa náð tilgangi sínum á mun skemmri tíma en flestir ætluðu. Þegar á reyndi stóð harðstjórn hans hernaðarlega á brauðfótum. Allt frá fyrstu sprengjuárásinni var ljóst, að ætlunin væri að „afhöfða“ stjórnkerfi Saddams en valda sem minnstu tjóni á fólki og almennum mannvirkjum. Markmið hern- aðaraðgerðanna hefur verið tvíþætt: að svipta Saddam völdum yfir gjöreyðingarvopnum og búa í hag lýðræðislega og mannúðlega stjórnarhætti í Ír in að seinna markmiðinu felst ekki í því að spr og eyðileggja. Hér verða ekki rifjaðar upp magnaðar hrak þeirra, sem snerust gegn því, að ályktunum Sa þjóðanna um afvopnun Saddams yrði fylgt eft valdi. Spárnar hafa ekki ræst og síst af öllu, að gegn Vesturlöndum yrði gerð í Arabalöndunu milljónir manna legðu á flótta frá Írak. Þvert á ur brotist út hneykslan meðal Araba yfir vanm Saddams og getuleysi hans við stjórn herafla s 430.000 hermönnum auk 600.000 varaliða, geg mennari herjum samstarfsríkjanna,. Álíka mikil svartsýni einkenndi málflutning manna friðkaupa við Saddam og andstæðinga gripið yrði til vopna haustið 2001 gegn talibön anistan. Þá var sagt, að vetrarkuldi og öflug an myndi spilla áformum Bandaríkjamanna og sa þjóða þeirra. Nú var sagt, að ofurhiti eyðimerk og enn öflugri andspyrna en nokkurn óraði fyr kalla hinar mestu hörmungar yfir innrásarliði landsmenn þar. Við fall Saddams er staðan all x x x Að þessu sinni er okkur Íslendingum eins og öðrum, sem búa við frjálsa fjölmiðlun, miklu fl opnar til að afla okkur frétta af viðburðum hei og erlendis en nokkru sinni áður. Þegar Persa var háð fyrir 12 árum, gripu Stöð 2 og sjónvarp til þess ráðs að endursenda viðstöðulaust það, hnattrænu stöðvarnar Sky og CNN birtu. Var um íslenskun á sjónvarpsefni í innlendum stöð breytt til að auðvelda þessa fréttamiðlun. Nú eru tugþúsundir Íslendinga áskrifendur um erlendu stöðvum fyrir tilstuðlan Stöðvar 2 Breiðbandsins og við hlið Sky og CNN starfar World sjónvarpsstöðin og sendir viðstöðulaus allan sólarhringinn. Þar að auki er að minnsta höfuðborgarsvæðinu unnt að hlusta á BBC W Service, hina margrómuðu útvarpsstöð, á FM Netið er nú í fyrsta sinn notað til að miðla up VETTVANGUR Eftir fall Saddams Eftir Björn Bjarnason HÆKKUN skattfrelsismarka, hækkun barnabóta og helmingslækkun mat- arskattsins eru aðalatriðin í skattastefnu Samfylkingarinnar. Þessar breytingar eiga það sameiginlegt að koma barna- fjölskyldum og millitekjufólkinu vel til góða, auk þess að bæta verulega kjör Ís- lendinga með lágar tekjur. Þessar breyt- ingar auka réttlæti og sanngirni skattkerf- isins. Það er meginstefna Samfylkingar- innar í skattamálum. Við boðum réttláta skattastefnu. Skattfrelsismörkin verða hækkuð Þegar Samfylkingin boðar réttláta skattastefnu felst í því að hækka skatt- frelsismörkin strax. Millitekjufólk og lág- tekjufólk nýtur slíkrar breytingar hlut- fallslega betur en hátekjufólk. Í því felst jöfnuður, sem er í anda réttlátrar skatta- stefnu. Fyrsta verk Samfylkingarinnar eftir kosningar verður því að leggja fram frumvarp um tafarlausa hækkun á skatt- frelsismörkum. Við munum hækka skattfrelsismörkin um 10 þúsund krónur á mánuði að raun- gildi. Það er 100 þúsund króna lækkun á skattbyrði fyrir hjón, sem samsvarar hundrað þúsund króna árlegri bein- greiðslu í vasann eftir að skattbreyting- arnar hafa tekið gildi. Samsvarandi hagn- aður einstaklings af hækkun skattfrelsis- marka eru 50 þúsund krónur á ári. Í hækkun skattfrelsismarkanna felst löngu tímabært réttlæti. Samfylkingin hefur gagnrýnt harkalega hvernig núverandi ríkisstjórn kom aftan að launamönnum með því að stórlækka hlutfallslega skattfrelsismörkin. Það þýðir að venjulegir Íslendingar, millitekjufólk og þeir sem hafa lágar tekjur, eru núna að borga hærra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt en þegar ríkisstjórnin tók við. Meira að segja þeir sem lifa af tekjum rétt ofan við strípaðar bætur eru að greiða samtals meira en milljarð í tekjuskatt. Ja, vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti! Hafa m um barna réttláta sk að boða ef stjórnvöld bæta hag árlegt fra arða, fyrir Rauði þ draga úr t að gæta h tekjumark aukið umt Samfylkin ur munu f ára aldri. alfjölskyld barnabæt Þegar S skattastef Samfylkingin boðar rétt „Samfylkingin vill réttlæti málum og leggur því til þrj atriði: Hækkun skattfrelsi hækkun barnabóta, og læk matarskattsins.“ Eftir Össur Skarphéðinsson NÚ fagnar ríkisstjórnin sigri í Írak, rétt eins og hún hafi tekið beinan þátt í stríðinu. Niðurstaða innrásarinnar var fyrirséð, þannig að ekki þarf að koma nokkrum manni á óvart að innrásarhernum hafi tek- ist að leggja landið undir sig. Þessi nið- urstaða breytir því engu um þau mistök stjórnarinnar að styðja innrásina. Stuðningsyfirlýsing stjórnarflokkanna við innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak kom íslensku þjóðinni í opna skjöldu. Hún virðist einnig hafa komið meirihluta þingheims í opna skjöldu, enda var inn- ganga í NATO á sínum tíma skilyrt því að Ísland tæki aldrei þátt í árás á aðra þjóð. Út á við virðist vera meiri samstaða innan Sjálfstæðisflokksins um málið en innan Framsóknarflokksins, þar sem flokksmenn hafa opinskátt lýst andstöðu sinni. Svo rammt hefur að þessu kveðið, að formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, hefur af veikum mætti reynt að bjóða þjóðinni það yfirklór að Bandaríkjamenn hafi misskilið stuðnings- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Umræða stjórnarflokkanna um stuðn- ingsyfirlýsinguna til réttlætingar hennar, hefur gjarnan reynt að kalla fram tilfinn- ingar, sem vera vond aðra. Í þv hörmunga kallað yfir Því nýtast stuðningy Ef þess frá stöðu má færa r Um stuðning við stríð „Að Ísland skuli taka þátt í að grafa undan samtryggingarafli Sam- einuðu þjóðanna er fá- dæma vanhugsað…“ Eftir Sigurð Inga Jónsson TÍMAMÓT AÐ LAUGARVATNI Menntaskólinn að Laugarvatnifagnar í dag fimmtíu ára afmæli skólans. Stofnun ML markaði á sínum tíma mikil tímamót í íslensku mennta- lífi. Tilkoma skólans veitti fleirum tæki- færi á að mennta sig, en fyrir fimmtíu árum var aðgengi að námi ekki jafngott og nú, eins og Kristinn Kristmundsson, fyrrverandi skólameistari ML, benti á í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi. „Þegar ég var að alast upp í Hruna- mannahreppi var alls ekki sjálfgefið að fátækir bændasynir eins og ég gengju menntaveginn. Menntaskólarnir í Reykjavík og á Akureyri höfðu auðvitað fyrir löngu fest sig í sessi og Verslunar- skóli Íslands var nýfarinn að útskrifa stúdenta. Á hinn bóginn hefði verið mun meira fyrirtæki fyrir foreldra í sýslunni að senda börn sín í þessa skóla heldur en í Menntaskólann að Laugar- vatni. Stofnun skólans olli því að mun fleiri fengu tækifæri til að ganga menntaveginn heldur en ella hefði orðið á þessum tíma,“ segir Kristinn sem var skólameistari ML í rúm þrjátíu ár. Fyrstu starfsár Menntaskólans á Laugarvatni var algengt að nemendur kæmu langt að til að sækja þar nám. Skólinn varð fljótt tákn um almennings- menntun og jók einkum tækifæri nem- enda á Suðurlandi og í hinum dreifðu byggðum landsins til að mennta sig. Frá því ML var stofnaður fyrir fimm- tíu árum hefur margt breyst í mennta- kerfinu. Fjölbrautaskólar voru stofnað- ir um allt land og þjóna í dag nemendum í flestum landshlutum. Þrátt fyrir til- komu þeirra nýtur Menntaskólinn á Laugarvatni ennþá mikilla vinsælda meðal nemenda úr dreifbýli og þjónar þeim öðru fremur. Menntaskólaárin eru mikilvæg ár í lífi flestra. Þar tengj- ast menn vinaböndum sem sum endast ævilangt. Menntaskólanum að Laugar- vatni svipar til annarra menntaskóla að því leyti að í honum er boðið upp á klassískt menntaskólanám. Skólinn er hins vegar frábrugðinn öðrum mennta- skólum á þann hátt að 90% nemenda hans eru á heimavist. Nálægðin er mikil og samheldnin sterkari en gengur og gerist, að sögn núverandi skólameist- ara: „Í huga þeirra sem hafa tilheyrt ákveðnum hópi bæði í bekk og á heima- vist í skóla eins og í Menntaskólanum að Laugarvatni hefur orðið bekkjar- systkini allt aðra og dýpri merkingu heldur en almennt gerist. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á því hvað ég er að fara, en ég er að tala um ævarandi vin- áttu,“ sagði Halldór Páll í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í liðinni viku. Framtíð skólans er björt og vonandi tekst honum að halda sérstöðu sinni og vinsældum í þeirri hörðu samkeppni sem nú ríkir um nemendur. Morgun- blaðið óskar Menntaskólanum að Laug- arvatni til hamingju með fimmtíu ára afmælið. ÖRYGGI ALMENNINGS Í ÍRAK Skálmöld hefur ríkt í Bagdad und-anfarna tvo daga og það sama ávið víðar í Írak, þar á meðal borgum á borð við Mosul og Kirkuk. Múgur hefur farið um höfuðborgina með ránum og gripdeildum samkvæmt lýsingum blaðamanna og þorri almenn- ings bíður óttasleginn bak við luktar dyr. Ráðist hefur verið inn í þjóðminja- safnið í Bagdad, sem Bandaríkjamenn höfðu hlíft sérstaklega í árásum sínum og stóð það því óskaddað. Nú hefur hins vegar verið greint frá því að mik- ilvægir fornmunir hafi verið teknir. Einnig hefur verið greint frá því að ráð- ist hafi verið inn í bankahólf og stolið ómetanlegum skartgripum, sem raktir eru allt aftur til Assyríumanna. Tjónið gæti verið óbætanlegt. Þá hefur verið farið ránshendi um ráðuneyti og meðal annars gengið í skjalasöfn, sem gæti torveldað rann- sóknina þegar þar að kemur að gera upp glæpina, sem framdir hafa verið í valdatíð Saddams Husseins. Sett hafa verið upp götuvígi í íbúðarhverfum til að stöðva þjófa. Vörður hefur verið settur í sjúkrahúsum, en aðeins er starfað í þremur af 32 sjúkrahúsum borgarinnar. Búðareigendur hafa varið sig með skotvopnum og þjófarnir berj- ast innbyrðis um ránsfeng sinn. Einnig eru dæmi þess að borgararnir hafi tek- ið lögin í sínar hendur og lýsti fréttarit- ari breska ríkisútvarpsins, BBC, því að hann hefði séð hóp manna berja til dauða dreng, sem talið var að hefði rænt úr sjúkrahúsi. Seint í gærkvöldi virtist ekkert lát vera á afbrotaöldunni í borginni, sem var almyrkvuð í raf- magnsleysinu. Lögreglan í Bagdad virðist vera horfin og hafa Bandaríkja- menn skorað á lögregluþjóna að snúa aftur til starfa til að hjálpa til við að koma aftur á lögum og reglu. Það er hins vegar hæpið að þeir geri það af ótta við að almenningur láti uppsafnaða reiði í valdatíð Saddams Husseins bitna á þeim. Einnig hefur vaknað ótti um að Írakar fari að gera upp gamlar sakir og framin verði hefndarmorð takist ekki að stilla til friðar. Bandarísk stjórnvöld segja að fjöl- miðlar geri allt of mikið úr óöldinni og segi minna frá því að verið sé að frelsa heila þjóð undan oki harðstjóra. Bæði George Bush Bandaríkjaforseti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra töluðu í þessa veru í gær. Rumsfeld sagði að þegar hefði verið gripið til að- gerða til að bæta ástandið. Lögð yrði meiri áhersla á að hermenn hjálpuðu til við að stöðva ránin. Hann sagði um leið að Bandaríkjamönnum bæri skylda til að tryggja lög og reglu og að því væri unnið. Vera kann að þær myndir og frá- sagnir, sem borist hafa frá Bagdad segi ekki alla söguna um ástandið í millj- ónaborg. Það er hins vegar enginn vafi á því að íbúar borgarinnar upplifa óör- yggi samhliða því að hafa nú losnað við harðstjórann. Ein forsenda þess að hægt sé að hefja borgaralegt uppbygg- ingarstarf, sem í upphafi mun byggjast á því að koma sjúkragögnum, matvæl- um og öðrum hjálpargögnum til al- mennings, er að reglu hafi verið komið á. Eins og Rumsfeld sagði í gær ber bandamönnum skylda til þess að tryggja öryggi borgaranna og koma í veg fyrir að upplausn verði allsráðandi. Í stríði bera herir skýlausar skyldur gagnvart óbreyttum borgurum og það er ekki verjandi að í kjölfar sóknar myndist tómarúm þar sem spretta upp nýjar ógnir við öryggi langþreyttra Íraka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.