Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 41 ginn fyrir rak. Leið- engja allt kspár ameinuðu tir með ð uppreisn um eða á móti hef- mætti síns, gn mun fá- g tals- þess, að um í Afg- ndspyrna amstarfs- kurinnar rir myndi ið í Írak og lt önnur. g öllum leiri leiðir ima fyrir aflóastríðið p ríkisins sem r reglum ðvum r að þess- 2 eða r nú BBC ar fréttir a kosti á orld 90.90. pplýs- ingum við heimsatburði af þessum toga. Er ævintýri lík- ast að fylgjast með því, hve mikla áherslu BBC World Service leggur á Netþjónustu sína og að hlustendur noti hana, símtöl og SMS boð til að láta í sér heyra til að gera athugasemdir eða segja skoðun sína. Gagnvirku útvarpi af þessum toga höfum við ekki kynnst hér á landi. Ósanngjarnt er að bera þessar öflugu, hnattrænu út- varpsstöðvar saman við íslenskar stöðvar. Þær hafa fréttaritara um allt og aðgang að öllum helstu sérfræð- ingum heims. Spurningin er miklu frekar, hvort hlust- andanum finnst hlutlægt mat ráða eða skoðanamynd- andi viðhorf fréttamanna eða skýrenda. Bæði hér og erlendis verður hlustandinn að vera vel á varðbergi, svo að hann blekkist ekki af villuljósi. x x x Þegar vika var liðin, frá því að fyrsta sprengjuárásin var gerð á Bagdad, hófst mikil gagnrýni á hernaðar- áætlunina og hver át eftir öðrum, að hún væri út í blá- inn. Var spjótunum ekki síst beint að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Látið var í veðri vaka, þegar barist hafði verið í viku, að Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, hefði ákveðið að fara til fundar við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Camp David til að þeir gætu leitað styrks hvor af öðrum vegna erf- iðleika á vígvellinum. Rumsfeld svaraði gagnrýni á áætlunina fullum hálsi og sagðist ekki hafa átt síðasta orðið um hana heldur Tommy Franks, yfirhershöfðingi herja samstarfsríkj- anna, en hann er þekktur fyrir fjölmiðlafælni. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir fall Saddams, að gangur stríðsins sýndi, að sófahershöfð- ingjar útvarpsstöðvanna hefðu ekki haft erindi sem erf- iði í gagnrýni sinni. Áætlun Franks hershöfðingja hefði reynst betur en hugarburður þeirra. Hernaðaráætlunin og framkvæmd hennar er allt ann- ars eðlis en einkennt hefur hernað Bandaríkjamanna til þessa, vegna þess hvernig landher, flugher og stýri- flaugum frá skipum á hafi úti er beitt. Átökin hafa enn staðfest, að engin þjóð kemst í hálfkvisti við Bandaríkja- menn, þegar litið er til tæknilegra yfirburða á öllum sviðum njósna, hernaðar og sóknarafls. x x x Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur verið leið- togi þeirra, sem hallmæltu hernaðaraðgerðunum undir forystu Bush og Blairs. Að morgni fimmtudagsins 10. apríl sagði Chirac, að Frakkar væru eins og allar lýðræð- isþjóðir ánægðir yfir því, að harðstjórn Saddams Huss- eins væri fallin og vonuðu, að á skjótan og markvissan hátt mætti binda enda á átökin. Nú bæri að gera Írökum kleift að öðlast virðingu sína á ný í endurheimtu frelsi. Um helgina er Chirac í St. Pétursborg, þar sem þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, sitja reglulegan tvíhliða fund. Á dagskrá þriggja-ríkja fundarins ber hæst, hvernig eigi að endurreisa Írak. Hefur Putin einnig boðið Kofi Annan til St. Pétursborgar þessa daga. Þjóðarleiðtogarnir þrír eru gjarnan kenndir við „gagnpólinn“ til að árétta andstöðu þeirra við einpóla- áhrif Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi. Andstaðan mótaði öðrum þræði afstöðu þeirra í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna og hvernig Frakkar og Þjóðverjar tóku á málum innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evr- ópusambandsins (ESB). x x x Eftir fall Saddams er ekki aðeins brýnt að vinna að endurreisn Íraks. Samskipti ríkja verða ekki skilgreind á sama hátt og áður, hvorki fyrir botni Miðjarðarhafs og Persaflóa né við Atlantshaf. Ríkjasamskipti í öryggis- málum hafa tekið á sig nýja mynd. Hrundið hefur verið í framkvæmd hernaðarstefnu Bandaríkjanna, sem bygg- ist á hernaðarlegri íhlutun til að tryggja öryggishags- muni, án þess að þeim hafi verið ógnað með árás eða hót- un um hana. Að ræða þessi umskipti á alþjóðavettvangi á þeirri for- sendu, að þau séu einskonar samsæri hauka í kringum George W. Bush er álíka fánýtt og að hlusta á sófahers- höfðingjana gagnrýna hernaðaráætlanir, sem þeir hafa ekki séð og þekkja ekki. bjorn@centrum.is Ö SSUR Skarphéð- insson, formaður Samfylking- arinnar, lýsti því í fréttum rík- isútvarpsins 25. mars síðastlið- inn að hann teldi Evrópumálin geta beðið, ekkert lægi á. Í við- tali við fréttamanninn ítrekaði hann þau fyrri orð sín að um- boðið sem forysta Samfylking- arinnar hefði fengið í Evr- ópukosningu flokksins í nóvember yrði notað sparlega. Eins og menn muna var það umboð heldur máttlítið. 21% eða 27% Samfylkingarmanna veittu þetta umboð, fer eftir því hvort miðað er við að átta þús- und manns hafi fengið atkvæða- seðil eins og Samfylkingin sagði eftir á, eða tíu þúsund eins og ungir jafnaðarmenn sögðu fyr- irfram. Í viðtalinu við rík- isútvarpið sagði Össur að Evr- ópumálin hefðu „dofnað“ og væru „útvið sjóndeildarhring“ en ekki í „iðu hinna pólitísku átaka“. Samfylkingin var eini stjórn- málaflokkurinn á Íslandi sem hafði lagt áherslu á að aðild Ís- lands að Evrópusambandinu væri kosningamál. Hinn 25. mars var það ekki lengur kosn- ingamál hjá Samfylkingunni. Þetta kom mér ekki á óvart miðað við stemninguna hér á landi gagnvart aðildinni. Mikill meirihluti Íslendinga er andvíg- ur henni samkvæmt skoð- anakönnunum. Samtök iðnaðar- ins eru eftir því sem ég best veit einu atvinnurekendasamtök landsins sem hafa þetta að markmiði, en nú er nýlega kom- ið í ljós að meirihluti fé- lagsmanna í samtökunum er andvígur aðild að Evrópusam- bandinu. Í könnun Við- skiptablaðsins meðal 199 fram- kvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja reyndist meirihluti þeirra andvígur aðild. Engin launþegahreyfing hefur svo ég þekki til lýst því yfir að rétt sé að Ísland gerist aðili að Evrópu- sambandinu. Það er lítill stuðn- ingur við málið á Íslandi og öll- um mátti vera það ljóst að Íslendingar væru ekki að fara að kjósa um Evrópumál í kosn- ingunum í vor. Þá er þess ógetið að fjöldi fólks í Samfylkingunni er andvígur aðild að Evrópu- sambandinu. Samfylkingin dró því kannski eðlilega í land. Föstudaginn 4. apríl sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir síðan í stefnuræðu vorþings Samfylkingarinnar: „Samfylk- ingin hefur mótað skýra afstöðu til Evrópusambandsaðildar, ein íslenskra stjórnmálaflokka.“ Í kosningastefnu Samfylking- arinnar samþykktri 4.–5. apríl segir svo undir kaflaheitinu „Einörð og raunsæ Evr- ópustefna“: „Stefna Samfylk- ingarinnar er að láta reyna á að- ildarsamninga við Evrópusambandið.“ Í Kastljós- inu sunnudaginn 6. apríl var Ingibjörg Sólrún spurð að því hvort Samfylkingin hefði mótað skýra afstöðu til Evrópusam- bandsaðildar: „Já, hún er af- dráttarlaus þessi afstaða, það er að segja við viljum láta reyna á aðildarviðræður.“ Bíðið nú við? Hvort hefur málið „dofnað“ og liggur „útvið sjóndeildarhring“ eða situr í „iðu hinna pólitísku átaka“? Hver er eiginlega Evrópu- stefna Samfylkingarinnar? Þau segjast vilja aðildarviðræður, en hafa ekki stefnu í því hvaða kröfur Íslendingar eigi að gera í slíkum viðræðum. Hvað ætlar Samfylkingin að tala um í aðild- arviðræðum? Vill Samfylkingin henda krónunni og taka upp evru eða fá undanþágu frá myntsamstarfinu? Vill Samfylk- ingin gera kröfu um var- anlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins? Evr- ópukosning Samfylking- arinnar gekk m.a. út á að fá umboð flokksmanna til að Samfylkingin gæti skil- greint þessi samnings- markmið og þannig brýnt stefnu sína í Evrópu- málum. Þetta hefur Sam- fylkingin ekki gert. Í kosn- ingastefnunni sem samþykkt var 4.–5. apríl var ábyrgðinni hins vegar varpað á næstu ríkisstjórn: „Verkefni næstu rík- isstjórnar er að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og undirbúa aðildarviðræður.“ Er Samfylkingin hætt við að skilgreina markmiðin vegna þess að markmið Samfylking- arinnar í slíkum viðræðum eru eitthvað sem Íslendingar geta ekki sætt sig við. Er það ástæð- an fyrir því að Samfylkingin leggur ekki markmiðin í dóm kjósenda í þessum kosningum? Er breytingin kannski bara vegna þess að ekki er búið að vinna þessa vinnu? Ef svo er hvers vegna hefur hún þá ekki verið unnin? Er málið kannski „út við sjóndeildarhring“ í ís- lenskum stjórnmálum? Fréttir hafa borist af því að samkomulag sé í augsýn milli EFTA-ríkja og Evrópusam- bandsins um aðlögun EES- samningsins að stækkuðu Evr- ópusambandi. Það bendir fátt til þess að samstarfið sé í uppnámi. Það er ekki síst í því ljósi sem Samfylkingin verður að svara því afdráttarlaust fyrir kosn- ingar hvort flokkurinn hyggist sækja um aðild að Evrópusam- bandinu á kjörtímabilinu komist hann til valda. Þá verður Sam- fylkingin að svara því und- anbragðalaust fyrir kosningar hvaða stefnu flokkurinn hefur gagnvart slíkum viðræðum. Ef Samfylkingin svarar ekki þess- um spurningum getur Evrópu- stefna flokksins hvorki talist einörð né raunsæ. Hver er Evrópustefna Samfylking- arinnar? Eftir Birgi Tjörva Pétursson ’ „EvrópukosningSamfylkingarinnar gekk m.a. út á að fá umboð flokksmanna til að Samfylkingin gæti skilgreint þessi samn- ingsmarkmið og þannig brýnt stefnu sína í Evr- ópumálum. Þetta hefur Samfylkingin ekki gert.“ ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð- issinna í Evrópumálum. birgir@heimssyn.is menn gleymt loforðum stjórnvalda akort? Þegar Samfylkingin boðar kattastefnu er hún meðal annars fndir á loforðum sem núverandi d brutu á barnafólki. Við munum barnafólks. Við ætlum að hækka amlag til barnabóta um 3 millj- r lok næsta kjörtímabils. þráðurinn í tillögum okkar er að tekjutengingum. Í þeim verður hófs. Við leggjum því til að frí- k vegna barnabóta foreldra verði talsvert. Sú nýlunda er í tillögum ngarinnar að óskertar barnabæt- fylgja öllum börnum upp að 18 Okkar tillögur þýða, að með- da fær 75 þúsund krónum meira í tur. Samfylkingin boðar réttláta fnu er hún að skuldbinda sig til að lækka skatta á nauðsynjavörum, sem enginn getur verið án. Þess vegna ætlar Samfylkingin að lækka matarskattinn um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Það þýð- ir lækkun virðisaukaskatts á mat úr 14% í 7%. Lækkun matarskattsins kemur þeim best, sem hafa lágar eða millitekjur, ekki síst barnafólki, sem þurfa að verja háu hlutfalli tekna sinna til að kaupa mat. Í skattbreytingum af þessu tagi felst rétt- læti, sem vantar í svo miklum mæli í skatt- kerfi okkar Íslendinga. Ungir foreldrar finna sárlega til þess, hve dýr gæðavarningur fyrir ungbörn er hér á landi miðað við sum önnur lönd. Það gildir bæði um barnamat og barnaföt. Þetta stafar ekki síst af því að í sumum löndum er enginn virðisaukaskattur á þannig vörum. Það er réttlátt fyr- irkomulag sem léttir lífsbaráttuna fyrir ungt barnafólk. Þessa leið vill Samfylk- ingin fara. Við lítum á ungbarnavörur sem nauðsynjavarning engu síður en matvæli. Við leggjum því til að virðisaukaskattur á ungbarnavörur lækki úr 24,5% í 7%. Í því felst mikill búhnykkur fyrir ungar fjöl- skyldur. Réttlátar skattatillögur Þegar Samfylkingin boðar réttláta skattastefnu felst í því að vinna gegn óhóf- legri skattlagningu á listir og menningu. Samfylkingin vill leggjast á árar með ís- lenskri listsköpun og gera hana að mik- ilvægri útflutningsvöru. Íslensk tónlist hefur lengi sætt því ranglæti að vera í hæsta þrepi virðisaukaskatts. Mikilvægt skref að því að koma á skattalegu réttlæti innan menningargeirans er að lækka virð- isaukaskatt á tónlist úr 24,5% í 7%. Í fram- tíðinni stefnum við að því að afnema hann alveg. Af sama meið er sprottin sú einarða tillaga okkar, að afnema bókaskattinn al- gerlega. Það gagnast í senn bókaþjóðinni allri, rithöfundum, útgáfuiðnaði, og ekki má gleyma skólakrökkunum, sem fá ódýr- ari skólabækur. Samfylkingin vill réttlæti í skattamálum og leggur því til þrjú aðalatriði: Hækkun skattfrelsismarka, hækkun barnabóta og lækkun matarskattsins. Þessi atriði eiga það öll sameiginlegt að koma milli- tekjufólki og fólki með lágar tekjur hlut- fallslega best. Í því felst réttlæti og sann- girni. Um það hljóta allir að vera Samfylkingunni sammála. tláta skattastefnu í skatta- ú aðal- smarka, kkun Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. m byggjast á því að það sé í lagi að dur við einhvern, sem er vondur við ví samhengi er fjallað um þær ar sem Saddam Hussein hefur r þjóð sína. Um þetta deilir enginn. t þessi rök ekki til réttlætingar á yfirlýsingunni. si stuðningsyfirlýsing er skoðuð út Íslands í samfélagi þjóðanna, þá rök fyrir því að stuðningur við að- gerðir sem þessar, í trássi við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, veiki stöðu Samein- uðu þjóðanna til frambúðar. Ísland hefur hug á því að eignast fulltrúa í örygg- isráðinu, en hefur hugsanlega grafið undan möguleikum sínum með þessu frumhlaupi. Það má eflaust gagnrýna öryggisráðið fyrir ýmsa hluti, en það má ekki gleymast að stærsti hluti vandans, sem öryggisráðið á við að glíma, er neitunarvald Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Rússlands, og Kína. Þetta neitunarvald verður til þess að lýð- ræði nær ekki fram að ganga í örygg- isráðinu. Bandaríkin ein hafa beitt neit- unarvaldi sínu meira en 50 sinnum, og gefur augaleið að lítið hefur upp á sig að leggja fram málefni, sem fyrirfram er vitað að verði stöðvað með neitunarvaldi. Ísland má til með að koma fulltrúa í ör- yggisráðið til að unnt sé að vinna að því að leggja af núverandi fyrirkomulag neit- unarvalds. Til þess þarf Ísland stuðning þjóða sem ekki studdu innrás í Írak, og er það deginum ljósara að þar verður á bratt- ann að sækja ef þær þjóðir stimpla Ísland sem eitthvert leppríki Bandaríkjanna. Tilvist smáríkis á borð við Ísland í sam- félagi þjóðanna á allt sitt undir því að al- þjóðalög séu virt. Ef ekki væri fyrir Sam- einuðu þjóðirnar og NATO þá væri Ísland auðveld bráð fyrir lönd sem vildu hernema fiskimið okkar. Að Ísland skuli taka þátt í að grafa undan samtryggingarafli Sameinuðu þjóðanna er fádæma vanhugsað, og til þess fallið að rýra álit margra helstu viðskiptaþjóða okkar á utanríkisstefnu landsins. Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.