Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 23 fylgirinne ign völdumsímum * 3.000kr. fla› kostarekkert a›sendamms-skeyti fyrstum sinn! * 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i. nokia 5100 MMS, WAP, GPRS, LITASKJÁR, INNBYGGT VASALJÓS, HITAMÆLIR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. útkr.580 léttkaup 3.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 36.580 kr. MMS 2.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust sony ericsson t68i tilbo›sver›: 28.980 kr. MMS ,WAP, GPRS, LITASKJÁRo.fl. léttkaup MMS útkr.4.980 RÚMLEGA 1.500 manns voru teknir af lífi í 31 landi í heiminum í fyrra, þar af tveir þriðju í Kína, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International greindu frá í gær. „Í mörgum tilvikum var um að ræða skýlaust brot á alþjóðlegum viðmiðum um beit- ingu dauðarefsingar,“ sagði í til- kynningu frá samtökunum. Þau hvöttu mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna til að láta afdráttarlaust til skarar skríða gegn dauðarefsingum og leggja bann við aftökum. Að minnsta kosti 3.248 manns hafi verið dæmdir til dauða í 67 ríkjum í fyrra. Eitt þúsund og sextíu aftökur fóru fram í Kína í fyrra, 113 í Ír- an og 71 í Bandaríkjunum, og eru þetta rúmlega 80% allra af- takna sem vitað er um í heim- inum. Meðal þeirra sem líflátnir voru í Bandaríkjunum voru þrír ung- lingar – afbrotamenn sem höfðu verið yngri en 18 ára er þeir frömdu brotið sem þeir voru dæmdir til dauða fyrir. Bandarík- in eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem heimilt er að taka af lífi afbrotamenn á unglingsaldri. Rúmlega 1.500 líf- látnir á síðasta ári Genf. AFP. LÖGREGLAN í Serbíu hefur handtekið tvo háttsetta ráðgjafa Vojislavs Kostunica, fyrrverandi forseta Júgóslavíu gömlu, að sögn útvarpsstöðvarinnar B-92. Menn- irnir eru taldir hafa tengst morð- inu á Zoran Djindjic, forsætisráð- herra Serbíu, 12. mars í Belgrad. Serbnesk stjórnvöld telja sig nú hafa upplýst hverjir stóðu að morðinu á Djindjic. Hinir handteknu eru Rade Bul- atovic, er áður var ráðgjafi Kost- unica í öryggismálum, og Aca Tomic hershöfðingi, áður yfirmað- ur öryggisgæslu hersins. Lögregl- an segir að mennirnir tveir hafi átt fundi með morðingjum Djindjic, þeim Milorad Lukovic og Dusan Spasojevic. Einnig hafi Bulatovic gefið rangar upplýsingar er hann var spurður af lögreglunni en ekki útskýrt í hverju rangfærslurnar hefðu falist. Alls hafa um 2.700 manns verið handtekin í sambandi við rann- sóknina á morðinu og er gert ráð fyrir að 700 þeirra verði hugs- anlega ákærðir. Lukovic er sagður hafa skotið forsætisráðherrann af löngu færi. Unnu saman gegn Milosevic Kostunica og Djindjic unnu sam- an að því að steypa Slobodan Mil- osevic af stóli forseta Júgóslavíu árið 2000 en síðar slettist upp á vinskapinn og hatrömm valdabar- átta hófst milli þeirra. Djindjic vildi auka samstarf við vestræn ríki en Kostunica er eindreginn þjóðernissinni og tortryggir vest- ræna ráðamenn. Kostunica missti embættið 4. febrúar sl. er nýtt sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands tók við af Júgóslavíu. Hann hefur vísað því á bug að flokkur hans, DSS, hafi verið flæktur í morðið á Djindjic. Ráðgjafar Kost- unica handteknir Serbnesk stjórnvöld telja upplýst hverjir stóðu að morðinu á Djindjic Belgrad. AFP. SÆNSKA þingið samþykkti í gær að nema úr lögum síðustu forrétt- indi aðalsins í landinu. Þótt þetta breyti í raun litlu fyrir þá 26.500 Svía sem hafa blátt blóð í æðum hefur þetta táknrænt gildi, en sænski aðallinn hefur notið lög- bundinna forréttinda í 700 ár. Breytingin í gær, sem samþykkt var einróma, ógildir lög frá 1723 sem tryggja aðalsmönnum réttindi til að yfirgefa landið án þess að þurfa fyrst að biðja konunginn um leyfi og að þeir muni fá konunglega hjálp lendi þeir í því að verða stríðs- fangar. Breytingin tekur gildi fyrsta júlí. Síðasti Svíinn sem var aðlaður var landkönnuðurinn Sven Hedin, 1902, en sænski konungurinn hefur ekki haft heimild til að aðla fólk síðan 1974. Meðal frægra Svía af aðalsættum eru kvikmyndaleikarinn Max von Sydow, óperusöngkonan Anne Sof- ie von Otter, Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, og Michael Treschow, stjórnarformaður fjar- skiptafyrirtækisins Ericsson. Dag Hammarskjöld, sem var fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, var einnig af aðalsættum. Forréttindin farin Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.