Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „FYRST vil ég lýsa þakklæti mínu yf- ir því, að íslenzk stjórnvöld skuli hafa ákveðið að verja 300 milljónum króna til enduruppbyggingar í heimalandi mínu. Nauðin er þar vissulega mikil núna, en til lengri tíma litið verður þó ekki þörf á slíkri erlendri aðstoð; olíu- auðurinn og dugnaður fólksins sjálfs mun duga til að byggja upp velmeg- unarþjóðfélag í Írak,“ segir Mo- hammed Zahawi, sem er íraskur Kúrdi að uppruna en starfar nú sem klæðskeri í Reykjavík. „Svo verður að sækja summurnar sem Saddam hefur safnað á bankareikninga í Sviss og skila þeim til írösku þjóðarinnar,“ bætir hann við. Mohammed fylgist vel með fréttum af átökunum í Írak og segist spyrja sig að því, hvar Saddam Hussein sé nú niðurkominn, trúustu fylgismenn hans í úrvalssveitum Lýðveldisvarð- arins, svokölluðu Fedayeen-sjálf- boðaliðasveitunum og leyniþjónust- unni, og loks hið alræmda vopnabúr – þ.e. efna- og sýklavopn og eldflaugar til að beita þeim – sem var yfirlýst til- efni hernaðaríhlutunar Bandaríkja- manna og Breta. „Í Lýðveldisverðin- um var ein milljón hermanna. Hvar eru þeir?“ spyr Mohammed. Hann segist raunar hafa vissu fyrir því að Saddam hafi fyrir löngu verið farinn frá Bagdad og reikna megi með að einræðisherrann fallni hverfi allt annað en þegjandi og hljóðalaust af hólmi. Saddam hafi reyndar sjálfur boðað, að hann myndi skilja eftir sviðna jörð ef nokkurn tímann skyldi til þess koma að völdum hans yrði ógnað. Þó segir Mohammed þegar komið á daginn að faðir sinn hafi haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því að valdatíð Saddams myndi vara í 24 ár. Saddam tók formlega við völdum árið 1979. Mohammed bendir á, að í mörg þúsund ára sögu Íraks viti hann ekki til þess að nokkur sá er réð yfir land- inu hafi farið frá völdum með friðsam- legum hætti eða dáið náttúrulegum dauðdaga. Þetta virðist vera einhver álög sem fylgi landinu. „Þessu stríði ber að fagna“ Mohammed segist reyndar einnig spyrja sig, hvers vegna svo margt fólk, hér á landi og víðar, skuli taka þátt í mótmælum gegn því að kúg- unarveldi Saddams Husseins skuli nú vera bolað frá með hervaldi. „Al- mennt séð er stríð vissulega vont. En í Írak hefur staðið yfir stríð í áratugi, sem þetta stutta stríð [sem nú stend- ur yfir] bindur loksins enda á. Því ber að fagna,“ segir Mohammed. Hann spyr hvar mótmælendurnir hafi verið öll þau ár sem Saddam Hussein og fantar hans fóru með stríði á hendur eigin fólki. Mohammed segist sleginn yfir fréttunum af því hvernig lögleysa, rán og gripdeildir hafa gripið um sig í Bagdad og annars staðar þar sem stjórn Saddams hefur misst öll tök. „Þeir Írakar sem ég fór frá þegar ég neyddist til að flýja land mitt voru göfugt fólk. Nú er það fátæktin, neyð- in og áralöng kúgun sem gerir það að þjófum. Margir eru í hefndarhug. Ég vona að fólki renni fljótt reiðin og eyðileggingunni og hefndaraðgerðum linni. Fólk má ekki láta hatur stýra gerðum sínum. Það verður að fyrir- gefa. Fyrirgefningin er eina leiðin til bjartari framtíðar,“ segir Mohamm- ed. Mohammed lýsir líka undrun sinni á afskiptum tyrkneskra ráðamanna af því, að vopnaðir íraskir Kúrdar skyldu nú á síðustu sólarhringum hafa farið inn í borgirnar Kirkuk og Mosul, eftir að íraskir stjórnarher- menn höfðu sig á brott þaðan. „Á löngu liðnum dögum Tyrkjaveldis voru Tyrkir herrar yfir þessu svæði. Löngu á undan þeim réðu þar Mak- edóníumenn Alexanders mikla. Skyldum við eiga von á því að Mak- edóníumenn fari líka að skipta sér af þessu?“ spyr Mohammed. Írak verði sambandslýðveldi Varðandi það hvað taki við að stríð- inu loknu segist Mohammed vonast til að Írak verði að sambandslýðveldi, þar sem Kúrdar njóti víðtækrar sjálf- stjórnar eins og þeir reyndar hafa gert síðastliðinn áratug. Einn bræðra Mohammeds er háttsettur embættis- maður sjálfstjórnaryfirvalda Kúrda í Sulaymaniyah, stærstu borg Kúrda- héraðanna, sem er í Norðaustur-Írak. „Þrátt fyrir harðstjórnina undan- farna áratugi er gott fólk í Írak. Þar er einstaklinga að finna sem er treyst- andi til að taka við stjórnartaumum,“ segir Mohammed, og tekur fram að hann vantreysti mörgum þeim út- laga-Írökum, sem mest hafa haft sig í frammi og gera sér nú vonir um að komast til valda í heimalandinu. Til þess að koma á stöðugleika í heimshlutanum telur hann þó einna mikilvægast að leiðtogar Ísraela og Palestínumanna semji af alvöru um frið sín í milli, „annars er meiri hætta á að upp komi nýir „Saddamar“, nýir „Osama bin Laden-ar“ í arabaheim- inum,“ segir Mohammed Zahawi. „Fyrirgefningin eina leið- in til bjartari framtíðar“ Mohammed Zahawi er íraskur Kúrdi sem starfar sem klæðskeri í Reykjavík. Hann segist í viðtali við Auðun Arnórsson viss um að stríðinu í Írak sé ekki lokið fyrr en búið sé að finna Saddam Hussein, trúustu fylgismenn hans í Lýðveldisverðinum og hið alræmda efnavopnabúr hans. ’ Í Írak hefur staðið yfir stríð í áratugi, sem þetta stutta stríð bindur loksins enda á. ‘ MOHAMMED Zahawi er íraskur Kúrdi, sem fluttist hingað til lands með íslenzkri eiginkonu sinni á árinu 2000. Hann var í tæp sex ár í íraska hernum og tók m.a. þátt í stríðinu við Íran í byrj- un níunda ára- tugarins, þá sem skrið- drekastjóri. Hann var síðan flæmdur úr hernum vegna þess að hann var Kúrdi, og átti af sömu ástæðu erfitt með að finna vinnu á sínum heimaslóðum. Fylgismenn Saddams Husseins og Baath-flokks hans unnu skipulega að því að flæma Kúrda frá heimaborg Mohamm- eds, sem er norðaustan við Bagdad, á olíuríku svæði rétt við írönsku landamærin. Hann gekk til liðs við skæruliða Kúrda, sem börðust gegn íraska stjórn- arhernum í Kúrdahéruðunum í norðurhluta landsins. Af 15 manna skæruliðahóp, sem hann barðist með, lifðu aðeins þrír af, að sögn Mohammeds. Árið 1985 flúði hann til Írans. Þaðan gafst honum á árinu 1986 tækifæri til að fljúga til Þýzkalands á föls- uðum skilríkjum og þar ílentist hann sem pólitískur flóttamaður. Hann fékk þýzkan ríkisborg- ararétt á árinu 1992. Áður en hann fluttist til Íslands rak hann klæðskeraverzlun í Düsseldorf. Flæmd- ur úr hernum Mohammed Zahawi ÞEGAR sprengjugnýrinn hljóðnar í Írak mun hefjast þar annað stríð, að þessu sinni um gífurlegar skuldir þjóðarinnar. Þær eru hvorki meira né minna en 383 milljarðar dollara, hátt í 30.000 milljarðar íslenskra króna. Nú þegar er ljóst hvernig þeim átökum mun linna, sem sagt með miklum ósigri lánardrottnanna. Þegar þess er gætt, að núverandi þjóðarframleiðsla í Írak er aðeins 25 milljarðar dollara, 1.938 milljarðar ísl. kr., liggur í augum uppi, að vænt- anleg stjórn í landinu mun aldrei geta greitt nema lítinn hluta af allri skuldasúpunni. Rick Barton, sem annast áætlanir um uppbyggingu í Írak á vegum stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies, CSIS, í Washington, segir, að skuldirnar skiptist með eftirfarandi hætti:  15.400 milljarðar kr. eru ógreiddar skaðabætur vegna Persa- flóastríðsins 1991. Af þessari upp- hæð eiga 172 milljarðar dollara að renna til fyrirtækja, ríkisstjórna og stofnana en afgangurinn til fjöl- skyldna og einstaklinga.  127 milljarðar dollara eru bein ríkisskuld og þar af eru uppsafnaðir vextir 47 milljarðar dollara.  57 milljarðar dollara eru vegna samninga um verk, sem enn hafa ekki verið unnin nema að hluta, að- allega í orku- og fjarskiptamálum. Eru Rússar hér langstærstu lánar- drottnarnir. Fall Saddams bestu bæturnar Barton segir, að framundan séu erfiðir samningar og alveg ljóst, að lánardrottnarnir verði harðir á sín- um kröfum þótt þeir hafi raunar fæstir gert sér miklar vonir um end- urgreiðslu. Spáir hann því, að skaða- bæturnar verði felldar niður að lang- mestu leyti og stjórnvöldum í Kúveit og Sádi-Arabíu einfaldlega sagt, að fall Saddams Husseins Íraksforseta sé einu og raunar bestu bæturnar, sem þau geti fengið. Bætur til fjölskyldna, sem nú kosta Íraksstjórn fjóra milljarða dollara árlega, yrðu líklega frystar í fjögur ár eða þar til efnahagslífið í Írak er farið að taka við sér. „Þetta varðar raunar bandaríska utanríkisstefnu því að Bandaríkja- stjórn hefur gengið harðast fram í því, að þessar bætur verði greiddar,“ segir Barton en bætir við, að nú verði fyrst og fremst að tryggja, að Írakar komist af. Þá segir hann, að samn- ingum um óunnin verk verði einfald- lega að rifta. „Írak er gjörsamlega gjaldþrota og ólíklegt, að lánardrottnarnir fái meira en eitt eða tvö penní fyrir hvern dollara.“ Michael Mussa, fyrrverandi aðal- hagfræðingur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, telur, að afskrifa verði skuldir Íraka að miklu leyti. Nefnir hann í því sambandi skuldir vegna vopnakaupa en segir, að öðru máli gegni um skuldir vegna borgara- legra framkvæmda, til dæmis vegna byggingar sjúkrahúsa og slíkra stofnana. Barton vill aftur á móti, að skuldirnar verði almennt afskrifaðar og það rætt nú strax á fundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans í Washington um þessa helgi. Bandaríkjastjórn hefur hvatt þessar alþjóðastofnanir til að koma að uppbyggingunni í Írak og hún hef- ur einnig skorað á iðnríkin að af- skrifa að mestu leyti skuldir Íraks við þau. Ágreiningur með Snow og Wolfensohn James Wolfensohn, yfirmaður Al- þjóðabankans, og Horst Köhler, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, segja, að vegna refsiað- gerða Sameinuðu þjóðanna gegn Írak verði stjórnir stofnananna að taka þessar óskir fyrir en John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, er mjög óánægður með það og hefur skorað á þá að endurskoða þá afstöðu. Við þennan ágreining bætist síðan, að Snow og Bandaríkjastjórn höfn- uðu nýlega meginhugmyndum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um lausn á fjárhagsvanda einstakra ríkja. Voru þær ekki settar fram með Írak í huga en sjóðurinn vill, að ríki, sem þannig stendur á fyrir, geti lýst sig gjald- þrota og síðan verði samið um endur- greiðslu skulda með viðráðanlegum hætti. Snow fannst þetta „óaðgengi- legt“ og vildi aðeins, að við lántökur á alþjóðlegum markaði yrði sett inn al- mennt ákvæði, þar sem gerð væri grein fyrir afleiðingum þess að standa ekki í skilum. Miðað við það er hann í raun að leggja til, að tekið verði á skuldamálum Íraka með öðr- um hætti en annarra fátækra ríkja. Bráðabirgðamat á kostnaðinum við uppbyggingu Íraks er á bilinu 20 milljarðar dollarar, um 1.550 millj- arðar ísl. kr., á ári fyrstu árin og upp í 600 milljarða dollara, 46.500 millj- arða kr., á tíu árum. AP Rústir fjarskiptamiðstöðvar í Bagdad. Sumir telja, að uppbyggingin í Írak muni kosta allt að 46.500 milljörðum kr. Írakar gjald- þrota vegna gífurlegra skulda Ljóst að lánardrottnar verða að afskrifa skuldina að mestu leyti Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.