Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 70
ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Deildabikar KSÍ EFRI DEILD, A-riðill: KA - Stjarnan........................................... 0:3 Dragoslav Stojanovic, Vilhjálmur R. Vil- hjálmsson, Guðjón Baldvinsson. Staðan: Fram 6 4 1 1 15:6 13 Keflavík 5 4 0 1 18:7 12 KR 5 3 0 2 12:7 9 Þór 5 3 0 2 7:8 9 ÍA 5 2 1 2 6:5 7 Afturelding 5 2 0 3 6:15 6 Stjarnan 5 1 1 3 7:12 4 KA 6 0 1 5 4:15 1 NEÐRI DEILD, C-riðill: Léttir - Magni........................................... 2:3 Staðan: Njarðvík 3 3 0 0 10:1 9 Tindastóll 4 2 1 1 11:7 7 Magni 3 2 0 1 9:4 6 Léttir 4 2 0 2 9:9 6 Skallagrímur 3 0 1 2 1:8 1 Hvöt 3 0 0 3 1:12 0 D-riðill: Völsungur - Fjarðabyggð........................ 7:1 Staðan: Völsungur 4 4 0 0 24:4 12 Fjarðabyggð 3 2 0 1 6:8 6 Leiknir F. 2 1 0 1 5:4 3 Leiftur/Dalvík 3 1 0 2 5:8 3 Vaskur 3 1 0 2 4:9 3 KS 3 0 0 3 3:14 0 Canela-bikarinn Æfingamót í Canela á Spáni: Úrslitaleikur: KR - Fylkir ............................................... 3:2 Veigar Páll Gunnarsson 36., 56., Kristinn Hafliðason 34. - Björn Viðar Ásbjörnsson 2., Jón B. Hermannsson 80. Leikur um 3. sætið: Grindavík - ÍA.......................................... 3:0 Alfreð Jóhannsson 64., Ray Anthony Jóns- son 72., Páll Guðmundsson 89. Leikur um 5. sætið: ÍBV - FH ................................................... 1:0 Steingrímur Jóhannesson 90. Leikur um 7. sætið: Afturelding - Úrvalslið ÚÚ .................... 7:6  Vítaspyrnukeppni eftir 0:0 jafntefli. England 1. deild: Nottingham Forest - Wolves .................. 2:2 Frakkland Bordeaux - Lyon ...................................... 0:1 Holland Utrecht - Willem II.................................. 1:1 Roda - PSV Eindhoven............................ 2:3 Belgía Club Brugge - Westerlo .......................... 3:0 Germinal Beerschot - Genk .................... 2:1 Sint-Truiden - La Louviere .................... 2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Philadelphia .......................... 78:99 LA Lakers - Sacramento................. 117:104 BLAK Undanúrslit karla, annar leikur: ÍS - HK ...................................................... 3:0 (31:29, 25:22, 25:23)  ÍS mætir Stjörnunni í úrslitum. KEILA ÍR-PLS varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari í keilu karla. KR hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti varð lið Lærlinga úr KFR. Í lokaleiknum settu leikmenn ÍR-PLS tvö Íslandsmet, þ.e. í tveimur leikjum liðs: 1.828 stig og í þriggja leikja seríu liðs: 2.755 stig. Einnig setti Halldór Ragnar Halldórs- son úr liði ÍR-PLS tvö Íslandsmet, þ.e. í tveimur leikjum einstaklings: 575 stig og í 3ja leikja seríu einstaklings: 818 stig. Íslandsmeistarar kvenna urðu Flakkarar eftir jafna og tvísýna keppni - þær hlutu 46 stig en í öðru sæti urðu Valkyrjur með 44 stig. Í þriðja sæti varð Afturgöngurnar. Þetta er sjötta árið í röð sem Flakkarar verða Íslandsmeistarar kvenna. GOLF Mastersmótið í Augusta Staða efstu manna þegar keppni var hætt í gærkvöld: -5 Mike Weir. -4 Darren Clarke. -2 Phil Mickelson. -1 Ricky Barnes. Par Paul Lawrie, Brad Faxon, Vijay Singh, David Toms. +1 Jeff Maggert, Billy Mayfair, Phil Tat- aurangi, Nick Faldo, Jim Furyk, Sergio Garcia, Nick Price, Jose Maria Olazabal, Jonathan Byrd, John Rollins, Hunter Mah- an, Charles Howell, Justin Rose, Len Mattiace. MIKE Weir frá Kanada tók forystuna á Mastersmótinu í golfi á síðustu holunni sem leikin var í gærkvöld. Hann hafði þá lokið 11 holum á öðrum hring mótsins og var á fimm höggum undir pari. Norður-Írinn Darren Clarke, sem lék best allra á fyrsta hringnum, sex undir pari, hafði leikið 10 holur á öðrum hring á tveimur yfir pari og er því einu höggi á eftir Weir þegar keppni verður haldið áfram í dag. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er þriðji, tveimur höggum á eftir Clarke. Keppni á mótinu hófst í gær og hafði þá verið frestað um sól- arhring vegna mikillar rigningar í Augusta á fimmtudag. Reynt var að leika tvo hringi í gær en það tókst ekki. Átján af 93 keppendum náðu reyndar að ljúka þeim báðum en hinir halda allir áfram í dag áður en tekið verður til við þriðja hringinn. Tiger Woods lék fyrsta hringinn á 76 höggum, fjórum yfir pari, sem er hans lakasti árangur á fyrsta hring frá því hann gerðist atvinnumaður. Hann hafði í gærkvöld leikið 10 holur á öðrum hring, á tveimur undir pari, og var kominn upp í hóp 24 efstu manna. Tveimur höggum á eftir honum var Ernie Els, sem byrjaði keppnina enn verr, lék fyrsta hringinn á 79 höggum. Mike Weir með forystu á Masters STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Við- arsson, milliríkjadómarar í handknattleik, sem stóðu sig mjög vel á heimsmeist- aramótinu í Portúgal í janúar, hafa fengið enn eina rósina í hnappagatið. Þeir hafa verið valdir til að dæma fyrri úrslitaleik Portland San Antonio frá Spáni og franska liðsins Montpellier í Meistara- deild Evrópu. Leikurinn fer fram í Pamplona á Spáni laugardaginn 26. apríl. Þetta verkefni er mikill heiður fyrir Stef- án og Gunnar, sem eru komnir í fremstu röð og það má segja að þeir hafi tekið stefnuna á Ólympíuleikana í Aþenu 2004, með viðkomu á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu í byrjun næsta árs. Stefán og Gunnar í sviðsljósinu FÓLK  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður á ný í leikmannahópi Chelsea sem tekur á móti Guðna Bergssyni og fé- lögum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eiður Smári missti af leik Chelsea í Sunderland um síðustu helgi vegna nárameiðsla sem hann hlaut í landsleiknum gegn Skotum á dögunum.  EMMANUEL Petit og Celestine Babayaro, sem einnig misstu af leiknum í Sunderland, eru líka til- búnir á ný en Jody Morris verður hinsvegar ekki með Chelsea vegna meiðsla að þessu sinni.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sem hefur lengi haft augastað á varnarmanninum John Terry hjá Chelsea, hefur snúist hug- ur – hann vill nú fá samherja Terry, franska varnarmanninn William Gallas. Ástæðan fyrir umskiptum Wengers er að Chelsea vill 1,5 millj- arð ísl. kr. fyrir Terry, en í samningi Gallas við Chelsea er klásúla um að liðið getur ekki farið fram á að fá meira en 900 millj. króna fyrir hann.  WENGER er byrjaður að leita af eftirmanni hins 36 ára Martin Keown. Pascal Cygan er enn ekki tilbúinn, þannig að Wenger telur að Gallas sé rétti maðurinn til að leika við hlið Sol Campbell í vörninni.  TEDDY Sheringham er undir smásjánni hjá Sporting Lissabon. Sheringham, sem er 37 ára gamall, er laus undan samningi hjá Totten- ham við lok leiktíðar í vor. Hann þykir dýr á fóðrum og er takmark- aður áhugi hjá Tottenham að halda í kappann þrátt fyrir að hann hafi leikið vel á keppnistíðinni.  ÞÁ er talið víst að Manchester United hafi í hyggju að tryggja sér Kamerúnmanninn Njitap Geremi, sem leikur nú með Middlesbrough en er lánsmaður frá Real Madrid. Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, vill kaupa Geremi en verðið sem Real Madrid setur á hann þykir nokkuð hátt fyrir pyngju Middlesbrough.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur hins vegar meira fé á milli handanna en gamli aðstoðarmaðurinn McClaren og er Ferguson þegar búinn að ræða við forráðamenn Real Madrid um kaupin, en talið er að United verði að reiða fram rúman milljarð króna vilji það tryggja sér Kamerúnmanninn.  KEVIN Phillips leikur með Middl- esbrough á næsta vetri, það virðist vera alveg öruggt, en beðið verður með að ganga endanlega frá kaupum þangað til að Sunderland verður endanlega fallið í ensku 1. deildina.  VAFI leikur á að David Beckham verði í liði Manchester United þegar það mætir Newcastle á St James’ Park árdegis í dag. Beckham togn- aði í aftanverðu læri í leiknum gegn Real Madrid í vikunni. titil að verja en hann sigraði í stór- svigi á heimavelli sínum á Dalvík í fyrra. Hann féll hins vegar í svig- keppninni og gat því ekki gert til- kall til sigurs í alpatvíkeppninni. Það var Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði sem sigraði í sviginu á Dalvík og lauk þannig glæsilegum keppnisferli sínum. Það verður erf- itt fyrir Björgvin að halda titli sín- um, hvað þá að gera betur, því hann er meiddur á hné. Hann ætlar engu að síður að taka þátt í keppn- inni og mun ekki gefa sinn hlut eft- ir átakalaust, enda mikill keppn- ismaður og með mikið sjálfstraust. Það verður mikið um að vera hjá keppendum í alpagreinum í dag, því ráðgert er að keppa bæði í svigi og stórsvigi karla og kvenna. Dagný sigraði í svigi, stórsvigiog alpatvíkeppni á lands- mótinu á Dalvík í fyrra. Sigurinn í sviginu kom henni þá skemmtilega á óvart, því hún hefur ekki lagt eins mikla áherslu á þá keppn- isgrein. Dagný Linda hefur verið við æfingar og keppni í Evrópu í vetur en hún kom til Akureyrar um síðustu mánaðamót. Á síðustu mánuðum hefur hún keppt á um 50 mótum í 8 löndum og þótt aðstæð- ur hér heima séu ansi frábrugðnar því sem gerist annars staðar í Evr- ópu, verður hún að teljast líkleg til að verja titla sína frá síðasta lands- móti. Björgvin Björgvinsson á einnig Morgunblaðið/Kristján Björgvin Björgvinsson á titil að verja í stórsvigi en hné- meiðsli hans gætu þó sett strik í reikninginn. Morgunblaðið/Kristján Dagný Linda Kristjánsdóttir með skíðin á öxlinni eftir að keppni í stórsvigi á Skíða- móti Íslands var frestað. Fresta varð keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli „Mæti bara sterk til leiks á morgun“ „ÉG mæti bara sterk til leiks á morgun og geri þá mitt besta,“ sagði Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og brosti sínu breiðasta að vanda, eftir að keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli hafði verið frestað í gær. Keppendur fengu að skoða stórsvigs- brautina í gærmorgun en síðan tók við tveggja tíma bið, þar til keppni var frestað vegna erfiðra brautarskilyrða og þoku. „Maður er ýmsu vanur og það þýðir ekkert að vera að svekkja sig,“ sagði Dagný Linda, sem á titla að verja á landsmótinu. Kristján Kristjánsson skrifar HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, Essodeild, undan- úrslit, annar leikur: Hlíðarendi: Valur - ÍBV.............................16 Ásgarður: Stjarnan - Haukar ...................16 Sunnudagur: Úrslitakeppni karla, Essodeildin, 8-liða úrslit, þriðji leikur: Ásvellir: Haukar - Fram.......................16.15  Sigurlið í undanúrslit með Val, ÍR og KA. SKÍÐI Skíðamót Íslands í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Í dag kl. 10 verður keppt í svigi kvenna og karla. Eftir hádegi verður keppt í stórsvigi karla og kvenna. Göngukeppni hefst kl. 10. Á morgun, sunnudag, verður keppt í boðgöngu karla og kvenna kl. 11. KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni karla Efri deild: Boginn: Þór - Stjarnan .........................13.15 Neðri deild: Fífan: Breiðablik - Víðir ............................13 Reykjaneshöll: Reynir S. - ÍR ..................14 Fífan: Skallagrímur - Magni.....................15 Boginn: Leiknir F. - Leiftur/Dalvík ....15.15 Laugardalur: Sindri - Grótta ....................16 Deildabikarkeppni kvenna: Efri deild: Boginn: Þór/KA/KS - Valur .................17.15 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla Neðri deild: Boginn: KS - Fjarðabyggð ...................13.15 Boginn: Vaskur - Leiknir F..................15.15 Reykjaneshöll: Hvöt - Njarðvík ...............16 Egilshöll: Leiknir R. - Selfoss...................18 Deildabikarkeppni kvenna: Efri deild: Reykjaneshöll: ÍBV - KR ..........................14 Neðri deild: Egilshöll: HK/Víkingur - Tindastóll.........20 TENNIS Íslandsmót karla og kvenna fer fram í Sporthúsinu, Dalsmára 9, í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 14. SKYLMINGAR Íslandsbikarmótið í skylmingum með höggsverði verður haldið í íþróttahúsinu við Hagaskóla á morgun, sunnudag, kl. 9.30. Úrslitaviðureignir verða kl. 16.30 til 17. TAEKWONDO Íslandsmótið verður haldið í íþróttahúsinu í Austurbergi í dag. UM HELGINA Úrslitakeppni ESSO deildar kvenna 2003 Handbolti okkar þjóðaríþrótt 4 liða úrslit laugardaginn 12. apríl 2003 Valur - ÍBV Valsheimili kl. 16 Stjarnan - Haukar Ásgarði 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.