Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 72
KVIKMYNDIR
72 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LANGT mál væri að tíunda þann
fjölda viðurkenninga sem Michael
Moore hefur hlotið beggja vegna
Atlantsála fyrir heimildarmynd sína
Bowling for Columbine, eða Í keilu
fyrir Columbine eins og titillinn út-
leggst á íslensku. Skemmst er þó að
minnast upphlaupsins sem hann olli
á hinni annars settlegu Óskarsverð-
launahátíð er hann tók við verðlaun-
um fyrir bestu heimildarmynd. Auk
þess að ausa skömmum yfir stjórn-
völd fyrir stríðsrekstur og vafasam-
ar forsetakosningar, hampaði hann
heimildarmyndaforminu sem mikil-
vægum boðbera sannleikans á tím-
um og í samfélagi sem lýtur skáld-
uðum lögmálum.
Margir hafa hneykslast á hinum
afdráttarlausu mótmælaaðferðum
Moores, en uppákoman á Óskars-
verðlaunahátíðinni er fullkomlega í
hans anda. Hann er vel meðvitaður
um pólitískt gangvirki bandarísks
samfélags og tjáir sig hreint út um
það sem honum finnst ábótavant í
hinu svokallaða lýðræðissamfélagi
sem hann tilheyrir.
Í keilu fyrir Columbine er ein-
staklega öflugt dæmi um slíka sam-
félagsgagnrýni, en þar beinir Moore
sjónum að því stjórnlausa stigi sem
byssuofbeldi hefur náð í bandarísku
samfélagi. Hvernig stendur á því að
börn og unglingar geta fyrirhafn-
arlaust útvegað sér drápsvopn í
miklu magni og framið voðaverk á
borð við það sem átti sér stað í bæn-
um Littleton í Colorado árið 1999?
Eins og flestum er kunnugt réðust
þar tveir vopnum hlaðnir unglings-
piltar inn í Columbine-skóla, myrtu
á annan tug samnemenda sinna og
kennara og særðu fjölmarga.
Í heimildarmyndinni fer Moore
um víðan völl í leit að skýringum á
vandanum, og beinir í fyrstu sjónum
að byssumenningu Bandaríkjanna.
Setur hann spurningarmerki við
þau viðhorf sem almennt er ríkjandi
um rétt almennra borgara til að
eiga skotvopn og greitt aðgengi að
þeim. Moore veitir áhorfendum inn-
sýn í þetta viðhorf með viðtölum
m.a. við venjulega borgara og með-
limi sjálfskipaðs þjóðvarðliðs í
Michigan fylki (heimafylki Moores,
sem er að hans sögn nokkurs konar
byssuparadís). Hugmyndir um skot-
vopnaeign virðast hafa runnið sam-
an við ameríska drauminn þegar
menn og konur halda því stolt fram
að það sé guðsgefinn réttur þeirra
sem Bandaríkjamanna að eiga
byssu og nota hana til að verja fjöl-
skyldu sína fyrir ógnum heimsins.
Þessu viðhorfi er síðan haldið
sterklega á lofti af Samtökum skot-
vopnaeigenda, eða NRA, samtökum
sem í eru um 4 milljónir meðlima
sem eru óvenjulega sterkt pólitískt
þrýstiafl, sem vinnur markvisst
gegn hertum byssulögum í Banda-
ríkjunum.
En Moore fer handan þeirrar um-
ræðu sem oftast heyrist í tengslum
við deilur um byssulöggjöf Banda-
ríkjanna, og verður samanburður
hans við önnur lönd, s.s. Kanada,
Japan og mörg Evrópuönd til þess
að hrekja hverja kenninguna á eftir
annarri um ástæður þess að banda-
rískir þegnar skjóta samborgara
sína í þúsundatali á ári hverju. Illa
ígrunduðum kenningum á borð við
þær að rokkarinn Marilyn Manson
hafi með neikvæðri fyrirmynd sinni
valdið Columbine-harmleiknum, er
svarað í myndinni með viðtali við
Manson, sem reynist hinn allra
gagnrýnasti maður á ofbeldi og
þröngsýni í bandarísku samfélagi.
Moore leitar þannig víðtækari
menningarlegra skýringa á sam-
félagsvanda sem er bæði djúprætt-
ur og alltumlykjandi. Hann fjallar
um ofbeldishegðun öllu áhrifameiri
fyrirmyndar á ungt fólk en rokk-
arans Marilyn Manson, þ.e. banda-
rískra stjórnvalda, og rifjar upp þá
íhlutunar- og kúgunarsögu sem
Bandaríkin eiga að baki, gagnvart
frumbyggjum Ameríku, afrískum
KVIKMYNDIR
Regnboginn – 101 Kvik-
myndahátíð
Bowling for Columbine /
Í keilu fyrir Columbine Leikstjórn og handrit: Michael Moore.
Kvikmyndataka: Brian Danitz, Michael
McDonough. Lengd: 120 mín. Kanada/
Bandaríkin/ Þýskaland. United Artists,
2002.
Með tökuvél í annarri og riffil í hinni: Michael Moore, leikstjóri, handrits-
höfundur og framleiðandi Í keilu fyrir Columbine.
Leit að rótum
vandans
Smurbrauðsverður innifalinn
Miðasala Iðnó í síma 562 9700
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
Mið 16.april kl 20 Örfá sæti
Laug 19.apríl kl 20
Laug 25.apríl kl 20
Sunn 26.apríl kl 20 Síðustu sýningar
„Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn
stórsnjall og drepfyndinn.“ Kolbrún Bergþórsdóttir DV
Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram
í Pennanum Eymundsson Glerártorgi.
lau 12/4 kl. 21, Uppselt
mið 16/4 SJALLINN AKUREYRI AUKASÝNING
fim 17/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
Iau 19/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
föst 25/4 Örfá sæti
lau 26/4 Nokkur sæti
mið 30/4 Sellófon 1. árs
föst 2/5 Nokkur sæti
lau 3/5 Nokkur sæti
Miðasala í síma 555 2222
eftir Ólaf Hauk Símonarson
laugard. 29. mars frumsýning kl.14 uppselt
sunnud. 30. mars 2. sýning kl.14 örfá sæti
laugard. 5. apríl kl. 14
sunnud. 6. apríl kl.14
laugard. 5. apríl kl. 14
sunnud. 6. apríl kl. 14
laugard. 11. apríl kl. 14
s nnud. 12 apríl kl. 14
2
3
Laugard. 12. apríl kl. 14
S . 13. apríl kl. 14
Laugard. 26. apríl kl. 14
Sunnud. 27. apríl kl. 14
Stóra svið
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Forsýning fi 24/4 kl 20 - Kr. 1.000
FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT
Mi 30/4 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Su 13/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20
Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Í kvöld kl 20,
Fö 25/4 kl 20
Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í vor
DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR
Dark side of the Moon
Mi 23/4 kl 20,
Mi 23/4 kl 22:30
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Su 13/4 kl 21 ath breyttan sýn.tíma,
Lau 3/5 kl. 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 25/4 kl 20,
Lau 27/4 kl 20, Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Fö 2/5 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Í dag UPPSELT, Lau 26/4 kl 14
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Su 13/4 kl 13 - ATH: Breyttan sýn.tíma
Mi 23/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 25/4 kl 20, Fi 1/5 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Su 13/4 kl 20, Fi 24/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20
ATH: Síðustu sýningar
15:15 TÓNLEIKAR - 12 Tónar
Síðbúnir útgáfutónleikar,í dag kl. 15:15
Sunnud. 13. apríl kl. 14
Miðvikud. 16. apríl kl. 20
Miðasala allan sólarhringinn
í síma 566 7788
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
Eftir J.R.R. Tolkien
SMÁRALIND • S. 555 7878