Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur verið mörgum ráðgáta hvers vegna Íslendingar hafa kosið að stilla upp styttu af Kristjáni IX Dana- konungi fyrir framan stjórn- arráðið. Væri ekki miklu nær að hafa þar styttu af Kristjáni VIII sem féllst á að endurreisa Alþingi að nýju árið 1845 eða Kristjáni X, en í hans tíð fengu Íslendingar sjálfsstjórn 1918 og endanlegt sjálfstæði 1944? Það kæmi einnig til greina að reisa Friðriki VII styttu en hann sýndi Íslendingum mikla velvild og leitaðist við að koma á móts við sjón- armið þeirra um sjálfs- stjórn þó að honum entist ekki ævin til að ljúka því máli. Viðhorf Friðriks VII til Íslendinga voru miklu jákvæðari en föður hans, Kristjáns IX, sem sýndi sjónarmiðum Íslendinga alla tíð lítinn áhuga. Meginrökin fyrir því að styttu af Kristjáni IX er að finna fyrir fram- an stjórnarráðið eru væntanlega þau að hann hafi gefið Íslend- ingum stjórnarskrá eins og séra Matthías Jochumsson orti um á sínum tíma. Styttan sýnir Kristján með stjórnarskrána í hendi og hann er látinn rétta hana fram. Nú hefur verið upplýst að Kristján af- henti Íslendingum aldrei stjórn- arskrána þegar hann kom í heim- sókn til Íslands árið 1874. Hún kom ekki til landsins fyrr en árið 1904 og var send aftur utan árið 1928. Styttan er því sögufölsun. En hver er þessi stjórnarskrá, sem dönsk stjórnvöld voru að af- henda Íslendingum í annað sinn nú á dögunum? Var það einstakt góð- verk af hendi Kristjáns konungs að „gefa“ okkur stjórnarskrá árið 1874? Kristján IX hafði aldrei neinn áhuga á málefnum Íslands. Hann og ráðgjafar hans hugðust leysa langvinna deilu um stöðu Íslands með svokölluðum stöðulögum sem konungur undirritaði 1871. Í fyrstu grein þeirra sagði: „Ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveld- is með sérstökum landsrétt- indum.“ Að mati Jóns Sigurðs- sonar og stuðningsmanna hans var þetta skelfileg niðurstaða af ára- tugalangri baráttu þeirra. Sama ár var lagt fram stjórnarskrár- frumvarp fyrir Alþingi, en sam- kvæmt því átti löggjafarvaldið að vera í höndum konungs og Alþing- is. Framkvæmdarvaldið fól kon- ungur dönskum ráðgjafa, dóms- málaráðherra, sem lét konungsskipaðan landshöfðingja annast það, en hann bjó á Íslandi. Dönskum embættismönnum var með öðrum orðum falin æðsta stjórn Íslands án samráðs við Al- þingi og þingræði var ekki virt. Það var því kannski engin furða að morguninn sem nýi landshöfðing- inn, Hilmar Finsen, steig á land árið 1873 hafi verið flaggað svört- um dauðum hrafni á fánastöng embættisins með áletruninni: „Niður með landshöfðingjann.“ Þetta var sú stjórnarskrá sem Kristján konungur færði Íslend- ingum þegar hann heimsótti landið á þjóðhátíðinni 1874. Jón Sigurðs- son gerði ítarlega grein fyrir göll- um hennar í grein sem hann ritaði í Andvara 1875. Hann benti m.a. á að ekki hefði verið staðið við gefin loforð um að stjórnarskráin yrði ekki lögfest án samþykkis Alþingis og það sem verra var, í henni var vitnað til stöðulaganna illræmdu frá 1871. Eftir að Íslendingar höfðu feng- ið stjórnarskrá og landshöfðingja tók við áratugabarátta þar sem þingmenn á Alþingi samþykktu hvert frumvarpið á eftir öðru sem fól í sér aukna sjálfsstjórn. Krist- ján konungur og ráðgjafar hans hunsuðu allar þessar tillögur. Það var ekki fyrr en 1904, þegar hægri stjórnin sem Kristján studdist við var farin frá völdum, sem kon- ungur neyddist til að veita Íslend- ingum aukna sjálfsstjórn í sam- ræmi við eindregnar óskir þeirra. Stjórnartíð Kristjáns IX sýnir að hann var ekki mjög framfara- sinnaður í málum sem snertu stjórnarfar. Estrup, sem var for- sætisráðherra Danmerkur áratug- um saman, stjórnaði með bráða- birgðalögum í skjóli konungsins löngu eftir að hann missti meiri- hluta í neðri deild danska þingsins. Kristján konungur taldi að það væri hlutverk yfirstéttarinnar að stjórna. Þegar stjórn Estrups féll árið 1901 og bændur, fjölmennasta stétt landsins, fengu að koma að stjórn landsins á Kristján kon- ungur að hafa beðið nýja forsætis- ráðherrann þess lengstra orða, að hlífa sér við því að verkamenn kæmu að nýju ríkisstjórninni! En þó Kristján IX hafi ekki ver- ið sérstaklega merkilegur stjórn- andi er hann merkilegur fyrir áhugamenn um konungaættir. Hann komst til valda eftir að Frið- rik IV lést árið 1863. Friðrik átti engin skilgetin börn og því var frændi hans Kristján prins af Glücksborg gerður að konungi. Við upphaf valdatíma hans réðust Þjóðverjar inn í Danmörku og tóku af Dönum stór landssvæði sem þeir endurheimtu ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina. Kristján sinnti vel þeirri frum- skyldu hvers konungs að geta af sér afkvæmi. Þau tengdust nokkr- um af helstu konungsættum Evr- ópu. Alexandra dóttir hans varð drottning Játvarðs Englandskon- ungs. Önnur dóttir, Dagmar, varð drottning Alexanders Rússakeis- ara. Georg, sonur Kristjáns IX, varð konungur í Grikklandi og Karl sonarsonur hans endurvakti konungdóm Hákonar gamla í Nor- egi við sambandsslit Svía og Nor- egs. Kristján IX á sér því merkilega sögu og hann þótti að mörgu leyti góður drengur. Það er hins vegar ekki margt sem við Íslendingar getum þakkað Kristjáni IX fyrir og því dálítið einkennilegt að við skulum hafa reist honum styttu fyrir framan stjórnarráðið. Styttan af Kristjáni konungi Það er ekki margt sem við Íslendingar getum þakkað Kristjáni IX fyrir og því dálítið einkennilegt að við skulum hafa reist honum styttu fyrir framan stjórnarráðið. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is NÝVERIÐ átti Indriði Aðal- steinsson bóndi á Skjaldfönn orða- stað hér í Morgunblaðinu við Kristin H. Gunnarsson alþingis- mann vegna umræðu á Alþingi um fátækt bænda. Greindi þá á um hvort Steingrímur J. Sigfússon sem fyrrv. landbúnaðarráðherra, bæri með gerð búvörusamnings 1991 ábyrgð á hvernig fyrir þeim væri komið. Taldi Kristinn að svo væri. Indriði bar hinsvegar í bæti- fláka fyrir Steingrím og taldi samninginn góðan fyrir bændur og vitnaði í ævisögu Steingríms Her- mannsonar máli sínu til stuðnings. Þótt ævisögur framsóknarmanna hafi örugglega heimildagildi er engin ástæða að trúa þar öllu gagnrýnislaust og ef tryggja á sanngjarna söguskoðun í framtíð- inni er nauðsynlegt að taka eft- irfarandi fram um ráðherradóm Steingríms J. Sigfússonar. Búvörulagamartöðin Búvörulögin sem sett voru í tíð Jóns Helgasonar ollu miklum usla í bændastétt. Með þeim var at- vinnufrelsi bænda stórskert á handahófskenndan hátt. Árið 1988 brást ég ásamt hópi bænda til varnar gegn þessum ólögum. Stofnuðum við félagsskapinn Röst sem lét nokkuð til sín taka í mál- efnum bænda. Þetta ár varð Stein- grímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra. Daginn sem hann tók við ráðherradómi skrifaði ég ásamt stofnendum Rastar honum bréf og óskuðum við honum heilla í vænt- anlegum störfum. Óskuðum við fundar við hann þar sem ræddar yrðu hugmyndir um breytta land- búnaðarstefna. Steingrímur svar- aði að bragði. Tók vel í að hitta okkur og hlusta eftir sjónarmiðum okkar og tillögum, ekki veitti af. Fer svarbréf hans hér á eftir. „ 7. október 1988. Ágætu bréf- ritarar: Þakka góðar óskir ykkar og vona að þið verði ekki fyrir allt- of stórum vonbrigðum. Ég hef enn sem komið er tæpast séð upp úr vandamálahaugnum sem ég náð- arsamlegast erfði frá forverum mínum í samgöngu- en þó einkum landbúnaðarráðuneyti. Sé sem sagt ekki betur en fyrstu vikurnar muni fara í að leysa aðsteðjandi vandamál, úr öllum áttum, til að halda móverkinu gangandi. Að af- lokinni sláturtíð, afgreiddum af- urðalánum og fjárlagatillögum vil ég gjarnan og get vonandi komið til fundar við ykkur og rætt full- virðisréttarmál og margt fleira – ekki veitir af. Illu heilli er ég síður en svo að taka við góðu búi, hvort heldur er litið á efnislega hlið mál- anna eða peningastöðu. Aðstæður til stórátaka eru því langt frá að vera eins og þyrfti. Reynum samt. Bestu kveðjur að sinni. Steingrím- ur J. Sigfússon.“ Hinn nýi ráðherra kom aldrei til fundar við okkur og forðaðist þennan félagskap eins og heitan eldinn og varð aldrei sá bakhjarl sem vonir stóðu til. Ábyrgð Steingríms J. Búvörusamningurinn 11. mars. 1991 var vondur vegna þess að hann var einungis framlenging á Framsóknar- og Bændahallar-hug- myndafræðinni um að reyra land- búnaðinn í fjötra kvótakerfis. Sauðfjárbúskapurinn var bundinn handstýrðri forsjá þar sem ekkert var hægt að hreyfa, hvorki verð né framleiðslu og átti þannig að keppa við aðrar kjötgreinar sem lutu engri framleiðslustjórn. Hug- myndir okkar Rastarmanna um að verja afkomu bænda voru að engu hafðar. Ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og eignarétt voru áfram þverbrotin. Bæði Ríkisend- urskoðun og Ríkislögmaður gagn- rýndu samninginn og töldu Stein- grím hafa farið á svig við lög. Á þessu bar Steingrímur J. Sigfús- son ábyrgð. Handstýrður ríkis- kapítalismi var á innreið í sveit- irnar. Stækkun búanna var í fyrirrúmi og afleiðingarnar blasa við. Ringulreið á kjötmarkaðnum og hrun í sveitunum. Ruslatunnufólkið Indriði gerir erfiðleika sauðfjár- bænda að umtalsefni og alhæfir að stéttarbræður okkar sem nauðugir hafa yfirgefið heimahagana séu orðnir að ruslatunnufólki á Faxa- flóasvæðinu, sem þá væntanlega lifir á sorpi úr ruslatunnum. Nauð- synlegt er að fá upplýst hvort þetta á við rök að styðjast. Bændafólki sem horfið hefur frá eigum sínum og atvinnu er enginn greiði gerður með að fá á sig þennan stimpil frekar en þeim sem lent hafa í klóm fátæktar. Nógir eru erfiðleikar þess fyrir. Um liðin jól kom það fram hjá forstöðufólki hjálparstofnana að bændur leituðu þar ásjár í fyrsta sinn og er það mikið alvörumál. Reyndar væri fróðlegt að könnun væri gerð á því hvað varð um þetta fólk, hvernig því reiðir af og hver hinn efnahagslegi skaði þess varð af framkvæmd búvörulag- anna. Hafi Indriði hinsvegar ekk- ert fyrir sér um þetta svokallaða ruslatunnufólk eru þetta fordómar í sinni döprustu mynd. Hrein ruslatunnuskrif. Eru bændur ruslatunnufólk? Eftir Ámunda Loftsson „Bændum sem horfið hafa frá eig- um sínum og atvinnu er enginn greiði gerður með að fá á sig þennan stimpil frekar en þeim sem lent hafa í klóm fá- tæktar. Nógir eru erfið- leikarnir fyrir.“ Höfundur er fyrrverandi bóndi. ÉG SKORAÐI hérna um daginn á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa að koma til kappræðufundar við mig um skatta- mál. Hún þorði ekki eða var svo merkileg með sig að hún hirti ekki um að svara svona venjulegum kjós- anda eins og ég er. Eftir að ég hefi hlustað á málflutning hennar í þess- um málaflokki undrar mig ekki, að hún rann á rassinn. Fyrir það fyrsta hefur hún snúist í nokkra hringi í þessum málaflokki á örskömmum tíma og er það líkast því þegar hundar snúast í hringi til að reyna að ná í skottið á sjálfum sér. Í öðru lagi hefur hún sýnt afskaplega takmark- aða þekkingu á þessum málum og helst glumið í borgarfulltrúanum, eins og bergmál frá öðrum. Tillögu- flutningur stjórnmálaflokkanna fyrir þessar kosningar er furðulegur. Ef undan er skilinn nei-flokkurinn, þá fara tillögur flokkanna langt út úr kortinu sé miðað við skatta síðustu ára. Nú kemur í ljós, að almenningur hefur verið skattlagður langt um- fram þörf hins opinbera. Hvar voru þingmennirnir 63? Þá er það áhyggjuefni, að ekki er farið rétt með upphæðir í þessum umræðum. Fjár- málaráðherra segir að eitt þúsund króna hækkun persónufrádráttur þýði 2,5 milljarða skattalækkun, ut- anríkisráðherra 2,2 milljarða, frá Ingibjörgu Sólrúnu kemur bara bergmál um að þetta sé dýrt. Mínir útreikningar sýna að þetta eru um 1,7 milljarðar eða minna. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í skattamálum gera ráð fyrir að maðurinn með millj- ón á mánuði í laun fái kr. 1.040.000,00 í skattalækkun á ári, en maðurinn með eitthundrað þúsund í laun á mánuði fái kr. 48.000,00. Munurinn er næstum kr. 1.000.000,00 á einu ári. Sem sagt ein árslaun mannsins með lágu launin handa þeim með háu launin. Fleira væri hægt að segja um þessi mál, en að sinni læt ég þetta nægja. Uppúr stendur, að tillögu- flutningurinn nú um skattamál þýðir, að útþensla ríkisjóðs og sveitarfélag- anna hefur verið brúuð með auknum sköttum á lægstu laun. 1988 við breytingu á skattakerfinu yfir í stað- greiðslu er framreiknaður persónu- afsláttur um kr. 10.000.00 hærri á mánuði en nú. Það þýðir, að fólk með eitthundrað þúsund í laun á mánuði hafði kr. 120.000,00 lægri skatta á ári en eru í dag. Það sem var þá er fram- kvæmanlegt í dag. Verkalýðshreyf- ingin ber einnig ábyrgð á skattpín- ingu lægri launa. Hún hefur ekki varið umsaminn persónuafslátt frá 1988. Tillögur ASÍ fyrir nokkrum dögum bera vott um slæma samvisku og þessar eilífu millifærsluleiðir ýta undir bjargleysi og úrræðaleysi þeirra, sem vel gætu bjargað sér ef skattarnir legðust ekki á lægstu laun. Ég skoraði á Ingibjörgu Sólrúnu! Eftir Hreggvið Jónsson „Nú kemur í ljós, að al- menningur hefur verið skattlagður langt umfram þörf hins opinbera.“ Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.