Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 29
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 29 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is KRAKKARNIR á Mánaborg kunna bæði að búa til moltu og pappír úr efni sem annars færi í súginn. Þeir passa upp á að fara sparlega með sápu og blöð og skordýr eru meira en velkomin í heimsókn enda garð- urinn við leikskólann ekki sleginn til að gera hann sem vistlegastan fyrir þessar litlu lífverur. Börnin vita allt um árstíðirnar og heimsækja fjör- una á Seltjarnarnesinu reglulega. Mánaborg er nefnilega umhverf- isvænn leikskóli og fékk viðurkenn- ingu fyrir ötult starf að umhverf- ismálum á ráðstefnu Staðar- dagskrár 21 á dögunum. Í umsögn dómnefndar segir að Mánabrekka hafi verið í fararbroddi leikskóla á Íslandi við starf að umhverf- ismálum. Þannig hafi skólinn sér- staklega gert umhverfis- og nátt- úruvernd að leiðarljósi í uppeldisstefnu sinni og sett skýr markmið í þeim efnum ásamt áætl- unum til að framfylgja þeim mark- miðum. Guðbjörg Jónsdóttir, aðstoð- arleikskólastjóri á Mánabrekku, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ákaflega ánægð með þennan heiður. „Það var mjög hvetjandi að fá þessa viðurkenningu og við mun- um halda ótrauð áfram í þessari vinnu,“ sagði hún. Leikskóli fékk viðurkenningu fyrir umhverfisstörf Seltjarnarnes ÚRSKURÐARNEFND skipu- lags- og byggingamála hefur úr- skurðað að stöðva skuli fram- kvæmdir við niðurrif hússins að Stakkahlíð 17, þar sem áformað er að byggja tvílyft fjölbýlishús, á meðan kæra vegna byggingarleyf- is er til meðferðar hjá nefndinni. Þetta er í annað sinn sem nefndin stöðvar framkvæmdir við húsið en í fyrra skiptið afturkallaði skipu- lags- og bygginganefnd Reykja- víkur byggingarleyfið, sem úr- skurðurinn náði til, en veitti þegar nýtt leyfi fyrir framkvæmdunum. Málið á sér talsverðan aðdrag- anda en í ágúst í fyrra samþykktu borgaryfirvöld breytingu á aðal- skipulagi sem fól í sér að um- ræddri lóð yrði breytt í íbúðarlóð í stað verslunarlóðar áður. Samhliða vinnu við breytingu á aðalskipulaginu var unnið að til- lögum að endurbyggingu hússins, sem fyrir var á lóðinni, en um er að ræða gamalt verslunarhús þar sem félagsheimilið Drangey var til húsa um árabil. Horfið var frá því að endurbyggja húsið sem íbúðar- húsnæði heldur ákveðið að rífa það og reisa í staðinn tvílyft fjöl- býlishús með 10 íbúðum. Skipu- lags- og bygginganefnd Reykja- víkur veitti síðan byggingarleyfi fyrir slíku húsi í október sl. Kæra á kæru ofan Íbúar í grennd við húsið kærðu veitingu leyfisins til úrskurðar- nefndar skipulags- og bygginga- mála en þeir töldu að ekki hefði verið tekið nægjanlegt tillitit til sjónarmiða þeirra. M.a. væri húsið of hátt, sömuleiðis nýtingarhlutfall lóðarinnar auk þess sem ekki hafi legið fyrir samþykkt deiliskipulag af reitnum áður en byggingarleyf- ið var veitt. Í lok janúar sl. úrskurðaði nefndin að stöðva skyldi niðurrif hússins enda taldi hún líkur á því að byggingarleyfið yrði ógilt þar sem það hefði verið veitt áður en breytingin á aðalskipulaginu tók gildi. Í kjölfarið afturkallaði skipu- lags- og bygginganefnd leyfið á fundi sínum en veitti nýtt leyfi á sama fundi og vísaði til þess að nú hefði umrædd breyting á aðal- skipulagi gengið í gegn. Í framhaldinu vísaði úrskurð- arnefndin kæru íbúanna frá, þar sem hin kærða ákvörðun frá í október hafði verið felld úr gildi. Íbúarnir brugðust þá við með því að kæra veitingu hins nýja bygg- ingarleyfis. Sem fyrr segir hefur úrskurð- arnefndin nú ákveðið að stöðva framkvæmdir á ný, meðan hin nýja kæra er til meðferðar hjá henni. Niðurrif í Stakkahlíð stöðvað Hlíðar SKIPULAGSSJÓÐUR Reykjavík- urborgar hefur keypt gamalt versl- unarhúsnæði að Sólheimum 29–33 í Reykjavík fyrir 123 milljónir króna. Formaður skipulags- og bygginga- nefndar segir ástæðu kaupanna þá að verið sé að greiða fyrir skipulagsmál- um á svæðinu og auðvelda uppbygg- ingu á reitnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna hins vegar að kaupverðið sé of hátt og að ómögulegt sé fyrir borgina að fá þá peninga til baka nema með mjög háu nýtingarhlutfalli reitsins. Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur, er byggingin á sömu lóð og Sólheimar 35 og á sínum tíma, þegar hugað var að uppbyggingu á reitnum, hafi það valdið vandræðum, m.a. vegna mót- mæla frá íbúum að Sólheimum 35. Þannig hafi ekki verið hægt að ná fram neinum skipulagsáætlunum varðandi reitinn en hugmyndin er að byggja íbúðarhúsnæði á honum. „Í mikilli niðurníðslu“ „Við keyptum hvort tveggja og ætlum að fara í uppbyggingu og skipulagningu þarna þó ekki sé ákveðið hvenær það verður,“ segir hún. „Í raun vorum við með þessu að höggva á hnút til að ná fram upp- byggingu á reitnum en hugsunin með Skipulagssjóði er m.a. sú að hann geti keypt eignir vegna skipulags síðar.“ Steinunn segir kaupverðið hafa verið 123 milljónir króna. „Á sínum tíma var þetta kjarninn í hverfinu og blómleg starfsemi sem fór þar fram en þetta er núna í mikilli niður- níðslu.“ Hún segir rétt að borgin geti ekki komið út á sléttu með kaupin miðað við það nýtingarhlutfall sem er í gildi fyrir lóðina. „En við höfum verið að tala um að þarna megi hugsanlega auka nýtingarhlutfallið með samein- ingu lóðarinnar og fá þannig meiri verðmæti út úr henni. Og þó að það skipti auðvitað máli þá finnst mér líka mikilvægt að við ætlum að þétta þarna byggð og fá eitthvað sem er til fegurðar og yndisauka fyrir hverfið.“ Hættulegt fordæmi Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir forsendur vanta fyrir kaupun- um. „Við teljum þessi kaup einfald- lega ekki skynsamleg auk þess sem þau eru fordæmisgefandi. Meirihlut- inn heldur því fram að kaupin séu gerð vegna þess að þarna hafi mál verið komin í skipulagslegt óefni. Því miður er staðan þannig víðar í borg- inni og því hljótum við að spyrja hvort gripið verði til sömu aðgerða í þeim tilvikum. Við gagnrýndum kaup borgarinnar á Stjörnubíósreitnum með sömu rökum.“ Að mati Hönnu Birnu var verðið einnig of hátt og hún segir að ólíklegt sé að borgin nái þeim verðmætum út úr kaupunum sem hún lagði í þau. „Ef það á að gerast þarf að byggja þarna mjög hátt hús og hafa hátt nýt- ingarhlutfall og þegar málið var rætt í borgarráði voru menn á því að ólík- legt væri að það myndi gerast enda yrði varla sátt um slíkt hús.“ Borgin kaupir gamalt verslunarhús Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Valdís segir að eitt sinn hafi blómleg atvinnustarfsemi farið fram í húsnæðinu en núna sé það í niðurníðslu. Kaupverðið 123 milljónir króna Heimar FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Bláfjöllum í dag. Opið verður í Kóngsgili og í stólalyftu í Suðurgili auk þess sem barnamót verður hald- ið í Eldborgargili. Þá verða leiktæki við Bláfjallaskála og í Eldborgargili og blús leikinn af miklum móð við Bláfjallaskála. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins, fylltust starfs- menn þar bjartsýni eftir að snjóaði í um tíu tíma í fyrradag. Ofan í þetta frysti þannig að aðstaða til skíðaiðk- unar er með ágætum. Var unnið við það í allan gærmorgun að ýta til snjó og troða til að fá sem bestar aðstæð- ur fyrir hátíðarhöldin í dag. Reyndar segir Logi ekki hafa vantað snjó í fjöllin eftir áramót en hins vegar hafi veðrið verið að stríða skíðamönnum enda ekki fýsilegt að skella sér á skíði í slagveðursrign- ingu og roki eins og hefur verið áber- andi að undanförnu. Hvað varðar daginn í dag þá var veðurútlit ágætt í gær: hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og stöku él. Til að vera viss um veður og að- stæður er fólk hvatt til að hringja í upplýsingasíma skíðasvæðanna sem er 570 7711 áður en lagt er af stað til fjalla eða skoða heimasíðu svæð- anna, www.skidasvaedi.is. Blús og barnaleiktæki í fjöllunum Bláfjöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.