Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNILEG tákn um alræði Saddams Husseins í Írak eru, eða öllu heldur voru, ekki eingöngu styttur og mynd- ir á öllum hugsanlegum stöðum held- ur einnig geysimiklar hallir og minni bústaðir um landið allt. Húsin eru lík- lega yfir hundrað í allt. En einn af „bústöðunum“ er nú á reki við höfnina í Basra. Borgin er við Shatt el-Arab vatnaleiðina þar sem fljótið Tígris rennur í Persaflóa. Snekkja Saddams Husseins, Al- Mansur [Sigurvegarinn], er hvorki meira né minna en 7.359 tonn og var smíðuð í finnskri skipasmíðastöð árið 1982. Er hún sögð vera eitthvert stærsta, fullkomnasta og íburðar- mesta skip sinnar tegundar í heim- inum. Breskar flugvélar gerðu harða sprengjuárás á snekkjuna í upphafi átakanna og ollu miklu tjóni en hún sökk ekki. Finnar hafa vandað til verksins. Heimahöfn Al-Mansur er í einu raunverulega hafskipahöfn Íraks, Umm Qasr. En Saddam lét flytja hana til Basra rétt áður en stríðið byrjaði og taldi hana verða öruggari þar. Það gekk ekki eftir. Snekkjan var skráð sem herskip, reyndar stærsti farkostur íraska flot- ans, þótt hún gegndi engu hlutverki í flotanum en 120 menn úr sérdeildum Lýðveldisvarðarins, úrvalssveitum forsetans, voru í áhöfninni. Skipið var ávallt til reiðu ef leiðtoganum þókn- aðist að fara um borð. Fréttamaður breska ríkisútvarps- ins, BBC, fór nýlega út skipið þar sem það liggur mannlaust og illa laskað skammt utan við höfnina. Sjónarvott- ar sögðu að alls hefðu lent á því 16 sprengjur og flugskeyti meðan Bret- ar sátu um Basra. Bretar vildu full- vissa íbúana um að veldi Saddams væri að hrynja og reyndu þess vegna að granda tákninu. Marmari, gull og silfur Fréttamaðurinn taldi nokkra fiski- menn á að skjóta sér út í flakið á litlum báti. Nafnið er enn vel læsilegt á skipsskrokknum en fátt minnir nú á það hver eigandinn var, hálf-brennd- ur fáni Íraks hangir enn við hún á skökku mastri. Um borð var enn hægt að sjá að hvergi hafði verið neitt til sparað. Rándýrar og stundum of- hlaðnar skreytingar voru í híbýlum forsetans og gesta hans, notaður hef- ur verið marmari og harðviður, víða sést gull og silfur. Fyrir miðju var stór salur með glerþaki þar sem hægt var að halda miklar veislur en nú er glerið brotið. Þær örfáu rúður sem enn eru heilar í snekkjunni eru allar úr skotheldu gleri. Aðeins fimm íbúðir eru í skip- inu. Leynilegur stigi liggur úr einka- stofu Saddams niður í rými þar sem hægt er að varðveita lítinn kafbát er hægt var að skjóta út úr skipinu. Leiðtoginn gætti þess að eiga undan- komuleið, hvar sem hann hélt sig. Enginn lyfjaskortur í Al-Mansur Miðhluti skipsins er nánast horf- inn, þar hefur lent geysiöflug sprengja. Einnig hefur oft komið upp eldur og því liggur þykkt sótlag yfir þeim hlutum sem enn eru lítt skemmdir. Litið var inn í baðherbergi með stóru Jacuzzi-baðkari, fótlaug og röð af öflugum ljósaperum, svonefnd- um fegurðarljósum, umhverfis stóran spegil. Sótið þakti allt. Annars staðar var stórt herbergi með haug af flauelsklæddum borð- stofustólum, ofan á hauginn hafði ver- ið fleygt tennisborði. Og loks fann fréttamaðurinn vistarveru sem virtist vera einkaskurðstofa Saddams Huss- eins. Tækin voru greinilega fyrsta flokks og í birgðageymslu var gnægð af lyfjum sem sem almennir borgarar í Írak hafa fengið lítið af síðan 1991. Allt benti til þess að birgðirnar hefðu legið óhreyfðar árum saman. Forseta- snekkjan er 7.000 tonn Reuters Skemmtisnekkja Saddams Husseins, Al-Mansur, á reki við Basra fyrr í vikunni, illa löskuð eftir sprengjur Breta. Í snekkju Saddams var lítill kaf- bátur sem forsetinn gat notað ef hann þyrfti að flýja úr skipinu MÖRGUM hefur komið á óvart hve miklu munaðarlífi æðstu ráðamenn Íraka hafa lifað, samtímis því sem þjóðin bjó við sult og seyru og börn þjáðust af vannæringu og lyfja- skorti. Myndir af heimilum sem æstur múgur í Bagdad hefur ráðist inn í staðfesta sögusagnir sem ár- um saman hafa verið á kreiki. Smekkur manna á borð við Tar- iq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra og einn af nánustu samstarfs- mönnum Saddams Husseins síð- ustu áratugina, er greinilega afar vestrænn. Hann les bækur og horf- ir á kvikmyndir sem Vestur- landamenn þekkja, allt er þetta harla kunnuglegt. Þess skal þó getið að Aziz er kristinn og brýtur því engin trúarleg bönn með því að neyta áfengis. En hinir valdamennirnir eru nær allir múslímar að nafninu til þótt efast megi um trúarhitann enda Baath-flokkurinn verald- legur flokkur. Þegar breskir her- menn könnuðu vígi Efnavopna-Alis í Basra varð þar vart þverfótað fyrir viskíflöskum og öðru áfengi sem smyglað hefur verið frá Vest- urlöndum. Og hvergi virðist hafa verið sparað neitt í tækjum eða húsbúnaði í vistarverum ráða- manna þótt landið væri í reynd gjaldþrota. Tekjurnar af olíusmygli og í stöku tilfellum af sölu til útlanda á mjólkurdufti og lyfjum, sem erlend hjálparsamtök höfðu sent til ír- askra barna, hafa verið drjúgar. Engum hefur fundist ástæða til að spara. Í algleymi neyslu- hyggjunnar GERI menn ráð fyrir að Saddam Hussein sé enn á lífi og staðráðinn í að berjast til þrautar hvar er þá lík- legt að síðasta virkið verði? Sérfróðir menn um málefni Íraks segja að það sé borgin Tikrit, heimaborg Sadd- ams. Ætlunin var að sögn heimildar- manna að bandarísk herdeild réðist inn í Írak frá Tyrklandi og legði áherslu á að taka Tikrit sem er við Tígrisfljótið eins og Bagdad. Fall Tikrit yrði svo mikill álitshnekkir að stjórn Saddams myndi riða við og baráttuþrek Írakshers bíða óbætan- legt tjón. En Tyrkir neituðu að hleypa bandaríska liðinu um land sitt og því varð að breyta áætluninni. Tikrit er ekki ein af stærstu borg- um Íraks, íbúatalan aðeins um 250.000 með úthverfum en hún hefur samt verið mikilvæg valdamiðstöð undanfarna áratugi. Saddam Huss- ein hefur kallað Tikrit heimaborg sína og kennt sig við hana. Ekki að ástæðulausu: Enginn þekkti fæðing- arþorpið al-Ouja, rétt utan við borg- ina en Saladín soldán og stríðshetja er sagður hafa fæðst í Tikrit 1238. Saddam Hussein al-Tikriti, sem er óskilgetinn og af bláfátækum smá- bændum og ræningjum kominn, reyndi að varpa ljóma á sjálfan sig með því að tengja sig við fyrirmynd- ina Saladín. Heimaborg æðstu ráðamanna Flestir af æðstu ráðamönnum í Baath-flokknum og stjórnkerfi Saddams eru einnig frá Tikrit. For- setinn hlóð auk þess háum embætt- um á sitt nánasta venslafólk, syni, hálfbræður og aðra, í trausti þess að hefðbundin tryggð araba við sína nánustu gerði þeim ókleift að snúast gegn forsetanum með uppreisn eða tilræði. Ættbálkatengsl hafa víða rofnað í Írak með flutningum fólks í stórborgirnar en sagt er að þau séu enn afar mikil í Tikrit. Tikrit var hálfgerður útnári þar til Sadam varð áhrifamikill í Írak á átt- unda áratugnum. Og þegar hann hrifsaði forsetaembættið 1979 hófust umskipti sem eiga sinn þátt í að flestir telja hann eiga tryggan stuðn- ing flestra borgarbúa. Þaðan komu auk þess flestir af liðsmönnum Lýð- veldisvarðarins og einkum sérsveita varðarins, mennirnir sem Saddam treysti best. En spyrja má hvort þessir menn vilji enn berjast fyrir hann eftir að hafa séð bandamenn kremja undir sér íraskar hersveitir á öllum vígstöðum. Qusay Hussein, syni Saddams, var fyrir skömmu falið að stjórna vörn Tikrit-svæðisins. Margir hafa sagt líklegt að Saddam ákveði að berjast og falla fremur en láta taka sig til fanga eða flýja land. Byggjast slíkar vangaveltur m.a. á því að honum sé svo annt um eftirmæli sín í heimi araba að hann muni fremur kjósa dauðann en vansæmd. Annað sterk- asta aflið í lífi hans á eftir sjálfri valdafíkninni, óskin um að halda lífi, muni víkja þegar jafnvel forsetinn geri sér ljóst að valdaskeið hans sé á enda. Efnavopnin falin í Tikrit? Vestrænir leyniþjónustumenn álíta að þegar búið verði að taka Tikrit-svæðið fái menn innsýn í til- raunir Íraka til að búa til gereyðing- arvopn. Eigi þeir enn slík vopn sé sennilegast að þau séu varðveitt þar, líklega í geysimiklu neti af neðan- jarðargöngum og byrgjum undir borginni. Enn aðrir segja að þessi vopn hafi jafnvel verið flutt til geymslu í ofurvenjulegum íbúðar- húsum sem menn treysti að verði ekki skotmark í loftárásum banda- manna. Eitt er ljóst: séu þau til staðar eru þau varla í hinum frægu höllum Saddams sem vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengu að skoða lauslega 1998. Þeir komust að raun um að mörg af þessum feiknastóru hallarsvæðum voru vel víggirt en sumar byggingarnar nánast mann- lausar og þar var ekkert af tækjum eða skjölum, ekki fór milli mála að búið var að fjarlægja allt slíkt. Ef hallirnar hafa verið miðstöðvar fyrir tilraunir með gereyðingarvopn var a.m.k. búið að fjarlægja öll um- merki. Athyglisvert þótti að í einni höllinni skammt frá Bagdad var eng- in skjöl eða tölvur að finna þótt hvergi sé nokkuð sparað í öðrum búnaði í þessum glæsihöllum. Allt slíkt hafði verið fjarlægt. Stærsta og íburðarmesta forseta- höllin í Írak er á Tikrit-svæðinu og nær hallarsvæðið allt yfir fjóra fer- kílómetra. Um er að ræða nokkrar byggingar auk minni bústaða fyrir gesti og lífverði, á landareigninni eru auk þess nokkrir búgarðar. Mann- virkin á hallarsvæðinu hafa verið í byggingu síðan 1991 og er smíðinni ekki að fullu lokið. Sagt er að íburð- urinn í Tikrit-höllinni sé enn meiri en í höllunum sem þegar er búið að her- nema og líkist helst því sem sagt er frá í Þúsund og einni nótt. Hvar- vetna séu rándýrar kristalljósakrón- ur, antikhúsgögn og gulli, veggmál- verk skreytt loft. Vonbrigði á afmælishátíð Saddam hefur varið stórfé í að endurbæta Tikrit sem bandamenn gerðu miklar loftárásir á í stríðinu 1991. Baiji, ein af stærstu olíuhreins- unarstöðvum Íraks, er rétt hjá Tikrit og þegar menn aka áleiðis til borg- arinnar batna vegir skyndilega í grennd við hana. Þegar komið er inn í miðborgina blasa við ný og glæsileg moska, snyrtilegar breiðgötur og að sjálfsögðu aragrúi af myndum og styttum af leiðtoganum, eftirlætis- syni borgarinnar, Saddam Hussein. Sjúkrahúsin eru búin tækjum sem ekki sjást í öðrum borgum í landinu, skólarnir hafa oft lokkað til sín kenn- ara frá Bagdad með yfirboðum. Að sögn heimildarmanna er enn ríkjandi svo mikill smábæjarbragur í Tikrit að séu menn teknir tali segjast þeir yfirleitt þekkja eða hafa þekkt fjölskyldu forsetans. Lengi vel hélt hann upp á afmælisdag sinn, 28. apr- íl, í borginni með mikilli viðhöfn að viðstöddum tugþúsundum fagnandi Íraka og tiginna gesta frá útlöndum. En í fyrra brá svo við að þegar for- setabifreiðin með skyggðu rúðurnar stöðvaðist steig ekki forsetinn út heldur frændi hans og náinn sam- verkamaður, Ali Hassan al-Majid, öðru nafni „Efnavopna-Ali“. Hræðsla Saddams við tilræðismenn fór vaxandi með árunum og er fullyrt að hann hafi ekki einu sinni þorað að gefa færi á sér í sjálfri Tikrit. Reuters Íraskur hermaður í Tikrit, skömmu eftir að stríðið hófst 20. mars. Heimaborgin naut góðs af einræðinu Saddam Hussein kennir sig við borgina Tikrit, hann fæddist í smáþorpi skammt frá henni. Kristján Jónsson segir frá heimaborg íraska leiðtogans.                    ! " # $"%# '("&# !# )&*+#"#!# ,-.* /" %# #     ,&-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.