Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 20
FYRIRTÆKIN Icedan og Ísfell-
Netasalan hafa verið sameinuð
formlega í alhliða þjónustufyrirtæki
í sjávarútveginum, Ísfell ehf. Höf-
uðstöðvar Ísfells eru á Fiskislóð í
Reykjavík, útibú er í Hafnarfirði og
dótturfyrirtæki í St. Johns í Kan-
ada.
Ísfell rekur fjórar framleiðsluein-
ingar veiðarfæra undir nafninu Ís-
net á landsbyggðinni, þ.e. í Hafn-
arfirði, Þorlákshöfn, á Sauðárkróki
og Akureyri og er auk þess meðeig-
andi í Netagerðinni Höfða á Húsa-
vík. Starfsmenn Ísfells og Ísnets
eru alls 65 talsins og heildarvelta
hérlendis er áætluð 1,5 milljarðar
króna. Hólmsteinn Björnsson er
framkvæmdastjóri heildsölustarf-
semi fyrirtækisins en Ólafur Stein-
arsson er framkvæmdastjóri fram-
leiðslustarfseminnar.
„Starfsemi Ísfells er vafalaust sú
umfangsmesta á sínum sviðum hér-
lendis og tekur til framleiðslu veið-
arfæra, vörusölu og þjónustu, allt
frá handfærum upp í stærstu flot-
troll sem þekkjast. Fyrirtækið er
m.a. í nánu samstarfi við Selstad
AS í Noregi og Rofia í Þýskalandi
um þróun, sölu og þjónustu veið-
arfæra, einkum togveiðarfæra. Ís-
fell, Icedan Ltd Kanada, Selstad og
Rofia mynda þannig þéttriðið þjón-
ustunet á Norður-Atlantshafi.
Sölustarfsemi Ísfells skiptist í
togveiðisvið, netaveiðisvið, króka-
veiðisvið, iðnaðar- og rekstrar-
vörusvið og björgunarvörusvið,“
segir í frétt frá Ísfelli.
Ný stjórn hefur verið kjörin fyrir
Ísfell ehf. Hana skipa Pétur Björns-
son, formaður, Hans Petter Selstad,
varaformaður, Daníel Þórarinsson,
Baldur Guðnason og Pétur Reim-
arsson.
Veiðarfærafyrir-
tæki sameinast
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ný Puma ilmvötn fyrir stelpur og stráka
NETABÁTURINN Sjöfn EA 142
kom til hafnar á Húsavík á dögunum
og landaði þar afla sínum sem síðan
var sendur á fiskmarkað. Það ætti
svo sem ekki að vera í frásögu fær-
andi, en þó. Svokallaðir vertíðar-
bátar af stærri gerðinni sem róa
með þorskanet á vetrarvertíð eru
nefnilega að verða harla fáséðir á
Húsavík. Þeir bátar sem róa með
þorskanet frá Húsavík eru allir af
minni gerðinni, sá stærsti á þessari
vertíð er 29 brúttórúmlestir.
Það er úgerðarfyrirtækið Hlaðir
ehf. á Grenivík sem á og gerir Sjöfn-
ina út, báturinn hefur verið á vertíð í
Breiðafirði í vetur eins og undan-
farin ár og fiskað allvel. Sjöfnin er
254 brúttórúmlestir að stærð, smíð-
uð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi
fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. Bát-
urinn hét lengst af Hrafn Svein-
bjarnarson GK 255 og síðar Sig-
urður Þorleifsson GK 256 á meðan
hann var í eigu Þorbjarnarins. Frið-
þjófur hf. á Eskifirði keypti síðan
bátinn og nefndi hann Sæljón SU
104 og Sjafnar nafnið fékk hann
þegar hann komst í eigu Grenvík-
inga.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stærri netabátar fáséðir
Húsavík. Morgunblaðið.
SJÓMENNT, fræðslusjóður sjó-
manna, vinnur nú að undirbúningi
fræðslunámskeiða fyrir undirmenn á
fiskiskipum. Sjómennt er ætlað að
treysta stöðu sjómanna á vinnu-
markaði með því að gefa þeim kost á
að efla og endurnýja þekkingu sína
og gera þá hæfari til að takast á við
ný og breytt verkefni. Að Sjómennt
standa Landssamband íslenskra út-
vegsmanna, Samtök atvinnulífsins
og Sjómannasamband Íslands.
Skipuð hefur verið sérstök verk-
efnisstjórn til að greina þarfir og
undirbúa fræðslu fyrir undirmenn á
fiskiskipum. Helgi Kristjánsson,
verkefnissjóri, segir að þegar sé haf-
in undirbúningur að náminu, þar
sem lögð verði áhersla á að auka
þekkingu undirmanna á siglingu
skips, veiðarfærum, öryggismálum,
meðferð afla og almennt það sem
varðar líf og heilsu sjómanna.
Helgi segir markmiðið með starfs-
menntuninni fyrst og fremst að gera
sjómenn ánægðari og betri starfs-
menn en ekki síður að vekja áhuga
þeirra á frekara námi. Starfsmennt-
unin verður að öllum líkindum í
formi námskeiða og geta sjómenn
sótt um styrki til Sjómenntar vilji
þeir sækja námskeiðin. Helgi segir
að væntanlega verði fræðslan undir
umsjón Sjómannaskólans í Reykja-
vík, sem menn sjái fyrir sér í fram-
tíðinni sem fræðslu- og menntasetur
íslensks sjávarútvegs. Þar verði und-
ir sama þaki vél og skipstjórnar-
menntun en vonandi einnig menntun
til handa undirmönnum á fiskiskip-
um. „Það er til mikið af fræðsluefni
fyrir slíka menntun, meðal annars
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins varðandi meðferð og frágang
afla.. Eins hafa framhaldsskólarnir
kennt sitthvað varðandi veiðarfæri
og veiðarfæragerð. Markmiðið er
hinsvegar að koma þessari fræðslu í
fastari skorður og gera hana mark-
vissari,“ segir Helgi.
Starfsfræðsla
fyrir undirmenn
NORSKU bræðurnir Torleif J.
Hellesöy og Öysten Hellesöy hafa
verið sýknaðir af ákærum um ólög-
lega meðferð á ríkisstyrk að upp-
hæð um 140 milljónir íslenzkra
króna.
Saga málsins er sú, að skipa-
smíðastöð þeirra bræðra, Th.
Hellesöy Skipsbyggeri, skrifaði
undir smíðasamning á skipi fyrir
Samherja. Skipasmíðastöðin varð
gjaldþrota árið 2000, en ári áður tók
skipasmíðastöðin Kleven smíða-
samninginn yfir.
Ákæran var byggð á því að bræð-
urnir hafi ekki látið vita um viðbót-
arsamning, sem ákværuvaldið telur
að hafi leitt til þess að samingurinn
frá í desember 1997 hafi ekki verið
bindandi um áramótin. Ríkisstyrkir
til skipasmíðastöðva voru síðan
felldur úr gildi á árinu 1998.
Hérðsdómur í Bergen taldi samn-
inginn hins vegar lagalega bindandi
og að bræðurnir hafi aldrei reynt að
svindla í málinu. Rétturinn reyndist
í einu og öllu sammála verjanda
bræðranna, um að smíðasamning-
urinn og þar með samningurinn um
ríkisstyrkinn hafi verið bindandi,
þrátt fyrir viðbótarsamninginn af
því að hvorugur samningsaðila hafi
getað rift samningnum án þess að
hinn aðilinn ætti þá rétt á bótum.
Því til stuðnings leggur rétturinn
áherzlu á það að Samherji hafi
greitt Hellesöy bætur, þegar smíði
skipsins var flutt til Kleven.
Bræðurnir lýsa ánægju sinni með
niðurstöðuna í norskum fjölmiðlum
og telja afar ólíklegt að norska ríkið
áfrýi dómnum.
Samherji var á sínum tíma kraf-
inn um endurgreiðslu á styrknum á
sömu forsendum og bræðurnir voru
ákærðir. Sú krafa fellur væntanlega
niður í kjölfarið, verði málinu ekki
áfrýjað.
Sýknaðir af ákæru um svindl
NÚ ER unnið að því að koma öllum upplýsingum,
innlendum og erlendum, sem til eru um dýpi á Ís-
landsmiðum í einn tölvutækan gagnagrunn, sam-
keyra grunnana og sannreyna gæði gagnanna með
samanburði. Þannig má nýta mun betur upplýs-
ingar sem ýmsir aðilar hafa safnað til mismunandi
nota, en hafa til þessa ekki nýst sjófarendum beint.
Meðal þeirra eru opinberar mælingastofnanir af
ýmsu tagi, en einnig skipstjórar á fiskiskipum sem
samþykkt hafa að leggja dýpisgögn í grunninn og
Síminn sem safnað hefur upplýsingum í tengslum
við lagningu sæstrengja.
Að verkefninu standa Sjávarútvegsstofnun Há-
skóla Íslands, Landhelgisgæsla Íslands og Radíó-
miðun ehf., en verkefnið hefur hlotið styrki frá
Rannís undanfarin 2 ár. Ætlunin er ekki að standa
að nýjum mælingum eða búa til vísindalega hárná-
kvæmar upplýsingar, þetta kemur því ekki í stað
þess starfs sem unnið er hjá Sjómælingum Land-
helgisgæslu Íslands eða öðrum rannsóknaraðilum.
Heldur er verið að safna í einn grunn þeim gögnum
sem til eru og gera þau aðgengileg og notendavæn
fyrir sjófarendur, útgerðir, skipstjóra, fiskimenn,
rannsóknarmenn og aðra þá sem þurfa á upplýs-
ingum um hafdýpi að halda. Sérstök áhersla er lögð
á að safna og tölvutaka upplýsingar um festur og
flök, sem verið geta til trafala og skaðað veiðarfæri.
Sérfræðingur, Mr. Pierre Gareau, frá hugbún-
aðarfyrirtækinu Helical Systems í Kanada er að
kenna starfsmönnum verkefnisins að nota Helical-
hugbúnað, sem er sérstaklega hannaður til að vinna
með gífurlegt magn upplýsinga úr mismunandi
grunnum. Hægt er að halda utan um gögn úr hverj-
um grunni, sía út óeðlilegar mælingar, bera saman
gögnin og sýna útkomuna í þrívídd frá öllum hlið-
um.
Samræmdur gagnagrunnur
um dýpi í lögsögu Íslands
Morgunblaðið/Golli
Hafsbotninn skoðaður. Með samræmdum gagnagrunni um
hafdýpið fást mun meiri og fjölbreyttari upplýsingar en áð-
ur var hægt að nálgast á einum stað.