Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALMEÐFERÐ í stóra málverka-
fölsunarmálinu var frestað í gær en
gert er ráð fyrir að hún hefjist á nýjan
leik í lok apríl með vettvangsgöngu
um Kjarvalsstaði þar sem dómurinn
mun skoða myndir eftir Jóhannes S.
Kjarval. Aðalmeðferðin hefur þegar
tekið níu daga en það stefnir í að 3–4
daga þurfi til viðbótar.
Aðalmeðferðir í sakamálum taka
sjaldan mikið lengur en tvo daga en
vissulega eru dæmi um tímafrekari
réttarhöld. Lengsta aðalmeðferð í
sakamáli á síðustu árum er í Haf-
skipsmálinu. Eiríkur Tómasson,
deildarforseti lagadeildar Háskóla Ís-
lands, var verjandi eins sakbornings í
því máli og segir hann að aðalmeð-
ferðin hafi tekið a.m.k. fimm vikur. Þá
voru 17 ákærðir en aðeins tveir í mál-
verkafölsunarmálinu.
Togstreita milli Morkinskinnu
og Gallerís Borgar
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og
einn helsti rannsakandi málsins, sagði
að rannsókn þess hefði farið varlega
af stað, m.a. vegna þess að mönnum
hefði verið kunnugt um togstreitu á
milli hópa sem tengdust annars vegar
Morkinskinnu og hins vegar Gallerí
Borg. Það hefði verið að vandlega at-
huguðu máli sem formleg rannsókn
hófst og m.a. eftir að í ljós kom að eig-
endasaga 22 verka sem Pétur Þór
Gunnarsson lét lögreglu í té var í
sumum tilfellum röng. Smám saman
hefði einnig fallið grunur á Jónas
Freydal Þorsteinsson. Karl Georg
Sigurbjörnsson hrl., verjandi Jónasar
Freydal, spurði hvernig stæði á því að
skjólstæðingur sinn hefði ekki verið
yfirheyrður fyrr en í desember 2002
þrátt fyrir að grunur hefði fallið á
hann í lok árs 1997, skv. bréfi frá
dönsku lögreglunni en Jónas var þá
búsettur þar í landi. Arnar benti þá á
að íslenska lögreglan hefði á þessum
tímapunkti einungis viljað láta yfir-
heyra hann í tengslum við sakamál en
danska lögreglan hefði talið hann
grunaðan. Þá benti hann á að danska
lögreglan hefði yfirheyrt Jónas í des-
ember 1997 sem vitni en með rétt-
arstöðu grunaðs manns en slík rétt-
arstaða er ekki þekkt hér á landi.
Þessari yfirheyrslu hefði Jónas slitið
með því að ganga út og neita að und-
irrita skýrslu. Árið 2000 hefði honum
ennfremur verið kynnt með bréfi að
hann væri sakborningur í málverka-
fölsunarmáli en því bréfi svaraði Jón-
as ekki.
Hét eigendasögu
en af því varð ekki
Báðir verjendur spurðu hvort atriði
sem sakborningarnir bentu á í yfir-
heyrslum um miðjan desember 2002
hefðu eitthvað verið rannsökuð en
ákæran var gefin út rúmlega þremur
vikum síðar. Reyndar fór síðasta yf-
irheyrsla yfir Pétri Þór fram daginn
áður en ákæra var gefin út. Arnar
játti því og nefndi nokkur dæmi. Karl
Georg spurði þá hvort eitthvað lægi
fyrir um þessar rannsóknir í gögnum
málsins en Arnar sagði að svo væri
ekki.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing-
ur var ekki viss í sinni sök þegar hann
keypti vatnslitamynd á uppboði í Gall-
eríi Borg, annaðhvort árið 1993 eða
1994. Myndin var eignuð Nínu
Tryggvadóttur en Aðalsteini fannst
fígúran á myndinni „eitthvað skrýtin“
þó ekki fráleitt að myndin væri máluð
af Nínu. Þegar Pétur Þór Gunnarsson
sagði honum að hann myndi láta hon-
um í té eigendasöguna ef Aðalsteinn
keypti myndina lét hann slag standa.
Fyrir dómi í gær sagði Aðalsteinn að
eftir þetta hefði honum skilist á Pétri
að hann hefði haft samband við eig-
endurna en þeir hefðu beðist undan
því af persónulegum ástæðum að eig-
endasagan yrði gerð opinber. „Þá
runnu á mig tvær grímur,“ sagði Að-
alsteinn. Þessa mynd og tvær aðrar
keypti hann á uppboðum í Galleríi
Borg fyrir Unu Dóru Copley, dóttur
Nínu sem kærði þær sem falsanir.
Bryndís Jónsdóttir, dóttir Jóns
Stefánssonar listmálara, kom fyrir
dóm í annað sinn í gær en Sigríður
Rut Júlíusdóttir hdl., verjandi Péturs
Þórs hafði harðlega mótmælt þegar
saksóknari hugðist spyrja hana hvort
hún þekkti verk sem eignuð eru föður
hennar. Héraðsdómur heimilaði
spurningarnar en sá úrskurður var
kærður til Hæstiréttar sem staðfesti
hann. „Við skulum byrja þar sem við
vorum trufluð síðast,“ sagði Jón H.
Snorrason saksóknari en verjendurn-
ir glottu og hristu höfuðið. Skemmst
er frá því að segja að Bryndís kann-
aðist ekki við neina af þeim fimm
myndum sem henni voru sýndar,
sagði þær illa unnar og faðir hennar
hefði aldrei látið slíkar myndir frá sér.
Vitnaskyldan víkur
trúnaði til hliðar
Úlfar Þormóðsson, sem var fram-
kvæmdastjóri Gallerís Borgar áður
en Pétur Þór tók við, lýsti því að nafn
eiganda mynda sem boðnar voru upp
hefði verið skráð á sérstakt blað. Það
skráningarblað hefði verið varðveitt
en eigendasagan yfirleitt ekki, eink-
um vegna þess að fólk vildi oft ekki
láta spyrjast út að það væri að selja
eigur sínar. Rétt er að minna á að lög-
reglu reyndist afar erfitt að hafa uppi
á fyrri eigendum hinna meintu fals-
ana. Þá bar Úlfar á sama veg og Pétur
Þór hafði áður gert, að ekkja Svavars
Guðnasonar hefði fengið Gallerí Borg
til að selja myndir eftir listamanninn í
útlöndum. Honum var meinilla við að
segja frá þessu, sagði þetta hafa verið
trúnaðarmál en Pétur Guðgeirsson
dómsformaður minnti hann á að
vitnaskyldan viki slíku til hliðar.
Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem
með kærum sínum hratt málinu af
stað og kom að velflestum kærunum,
staðfesti rannsóknir sínar fyrir dómi
en gat ekki stillt sig um að uppnefna
nokkrar af hinum meintu fölsunum.
Málverk eftir Þórarin Þorláksson
sem selt var sem Snæfellsjökull kall-
aði hann „Snæfellsjökul við Eyrar-
sund“ og mynd eftir Svavar Guðna-
son kallaði hann „Gúmmíblönduna“
eftir myndinni sem leyndist undir yf-
irborði hennar. Verjendur höfðu eng-
ar spurningar en áður hafði komið
fram að þau töldu ekki ástæðu til að fá
hann fyrir dóm.
Aðalmeðferð í stóra málverkafölsunarmálinu hefur verið frestað fram yfir páska
Morgunblaðið/Sverrir
Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl., Pétur Þór Gunnarsson, Karl Georg Sigur-
björnsson hrl. og Jónas Freydal Þorsteinsson í réttarsalnum.
„Þá runnu á mig
tvær grímur“
UM 500 manns komu saman á Arnarhóli um fjögurleytið
í gær til að mótmæla stríðinu í Írak undir yfirskriftinni
Konur með friði. Hópur kvenna hafði skipulagt og boðað
til mótmælanna en bæði konur, karlar og börn mættu á
svæðið til að mótmæla. Fundurinn stóð í um klukkustund
en allt fór vel og friðsamlega fram, að sögn lögreglu.
Morgunblaðið/Kristinn
Konur með friði mótmæltu stríði
POLITICA, félag nemenda í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, hélt í fyrradag kynningar-
fund um nám í stjórnmálafræði og
möguleika að því loknu í Fjöl-
brautarskólanum við Ármúla . Er
þetta hluti af kynningarátaki sem
er samvinnuverkefni Politicu og
stjórnmálafræðiskorar en að sögn
Einars Þorsteinssonar, formanns
Politicu, hefur félagið á síðustu
vikum heimsótt flesta framhalds-
skóla á suðvesturhorninu. Einar
segir að stjórnmálafræðinám hafi
verið í miklum vexti undanfarin ár
og hafi nýskráningum í námið
fjölgað um ríflega helming á síð-
astliðnum þrem árum. „Í nokkuð
mörg ár voru yfirleitt um 50 ný-
skráningar á ári en þeim hefur
fjölgað mjög hratt og í haust
skráðu um 110 nemar sig í stjórn-
málafræði,“ segir Einar.
Þessa dagana stendur Politica
einnig fyrir fyrstu norrænu ráð-
stefnunni hjá Alþjóðasamtökum
stjórnmálafræðinema þar sem
þemað er Þjóðmenning í skugga
alþjóðamenningar eða National
Identity and Globalisation.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Hrund Þórsdóttir og Einar Þorsteinsson kynna stjórnmálafræðinám fyrir nemendum í Fjölbrautaskóla Ármúla.
Mikil fjölgun nemenda í
stjórnmálafræði við HÍ
FRAMBOÐSLISTI Frjálslynda
flokksins í Norðausturkjördæmi í
Alþingiskosningunum hefur verið
birtur. Eftirtaldir skipa 10 efstu sæti
og heiðurssæti: 1. sæti Brynjar S.
Sigurðsson (30), framkvæmdastjóri,
Siglufirði, 2. sæti Guðmundur W.
Stefánsson (62), skógarbóndi,
Vopnafirði, 3. sæti Stella Björk
Steinþórsdóttir (64), verkamaður,
Norðfirði, 4. sæti Freyr Guðlaugs-
son (19), íþróttaþjálfari, Akureyri, 5.
sæti Þorsteinn Valur Baldvinsson
(45), skógarbóndi, Egilsstöðum, 6.
sæti Örvar Bessason (28), sjómaður,
Akureyri, 7. sæti Haraldur Sigurðs-
son (59), vélfræðingur, Kópaskeri, 8.
sæti Ásgeir Yngvason (36), bifreiða-
smiður, Akureyri, 9. sæti Svavar C.
Kristmundsson (55), bifreiðarstjóri,
Húsavík, 10. sæti Birgir Albertsson
(53), sjómaður, Stöðvarfirði.
Heiðurssæti Haraldur Bessason
(71), fv. háskólarektor, Akureyri.
Frjálslynd-
ir í Norð-
austur-
kjördæmi
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
karlmann af ákæru ríkissaksóknara
fyrir tollalagabrot með því að hafa
keypt a.m.k. 240,5 lítra af ólöglega
innfluttu sterku áfengi. Staðfesti
Hæstiréttur þar með sýknudóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25.
nóvember 2002.
Í bifreið ákærða fundust 238 lítrar
af áfengi í 19 og 25 lítra plastbrúsum.
Ákærði neitaði sök um tollalagabrot
en játaði að hafa keypt áfengið.
Neitaði hann einnig að um hefði
verið að ræða ólöglega innflutt
áfengi eða að hann hafi mátt vita að
svo var. Segir í dómi Hæstaréttar að
enda þótt umbúnaður og magn
áfengisins benti ekki til þess að um
væri að ræða löglegan varning, ætl-
aðan til einkaneyslu, hefði ákæru-
valdinu ekki tekist að sanna brot
ákærða. Hafnaði rétturinn jafnframt
kröfu ákæruvalds um upptöku á
áfenginu.
Sýknaður
af ákæru
fyrir tolla-
lagabrot