Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 55 ✝ Kristbjörg Jóns-dóttir fæddist í Ystafelli 8. júní 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 6. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson bóndi og rithöfundur í Ysta- felli, f. 4. júní 1889, d. 10. febrúar 1969, og Helga Friðgeirs- dóttir húsfreyja frá Þóroddsstað, f. 9. mars 1893, d. 5. jan- úar 1972. Systkini Kristbjargar eru: 1) Hólmfríður, f. 4. febrúar 1921, húsfreyja og fyrrverandi bókavörður á Akureyri. 2) Sig- urður, f. 23. júlí 1924, bóndi og kennari í Ystafelli, d. 13. mars 2003. 3) Friðgeir, f. 28. janúar 1927, bóndi í Ystafelli, d. 29. jan- úar 1996. 4) Jónas, f. 9. mars 1930, fyrrverandi búnaðarmála- stjóri, býr í Kópavogi. 5) Hildur, börn. 6) Ari, f. 16. mars 1959, kvæntur Berit Hildu Ljung, búa í Svíþjóð. Þau eiga tvö börn. 7) Sverrir Ingólfur f. 27. september 1965, kvæntur Guðrúnu Petreu Gunnarsdóttur, búa í Ystafelli. Þau eiga einn son. Kristbjörg ólst upp á Ystafelli, hún fór með foreldrum sínum að Reykjum í Hrútafirði og stundaði nám, þegar faðir hennar var skólastjóri þar veturna 1935–36 og 1936–37. Veturinn 1937–38 var Kristbjörg í Húsmæðraskól- anum á Laugum í Reykjadal. Einnig var hún í kaupavinnu á nokkrum bæjum í Þingeyjarsýslu ásamt því að vinna á heimili for- eldra sinna. Í stríðinu fór Krist- björg suður til Reykjavíkur og vann á saumastofu. Þar kynntist hún Ingólfi og þau fluttu svo norður og stofnuðu nýbýlið Ysta- fell 3 árið 1946. Búskapurinn hvíldi á herðum Kristbjargar með heimilisstörfunum meðan Ingólf- ur stundaði akstur og vélavið- gerðir. Eftir að þau hættu bú- skap, rak hún gistiþjónustu á Landamóti í Kinn um áratuga skeið. Útför Kristbjargar verður gerð frá Þóroddstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 2. júní 1932, hús- freyja á Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit. Kristbjörg giftist í Reykjavík 11. ágúst 1945 Ingólfi Krist- jánssyni, f. 27. sept- ember 1921 í Reykja- vík, d. 13. febrúar 2003. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur Helga, f. 29. janúar 1946, gift Hreini Val- týssyni, búa í Eyvík á Tjörnesi. Þau eiga tvö börn. 2) Krist- björg, f. 20. janúar 1948, gift Ólafi Dan Snorrasyni, búa á Akureyri. Þau eiga fjögur börn. 3) Gunnhildur, f. 28. nóv- ember 1950, gift Árna Njálssyni, búa á Jódísarstöðum í Aðaldal. 4) Helga, f. 10. maí 1953, gift Valdi- mar Valdimarssyni, búa á Akur- eyri. Þau eiga fjögur börn. 5) Ólafur, f. 18. júlí 1954, kvæntur Elínu Björgu Sigurbjörnsdóttur, búa í Hlíð í Kinn. Þau eiga sex Ég trúi’ á Guð, þó titri hjartað veika og tárin blindi augna minna ljós, ég trúi, þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin rós, ég trúi, því að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. Ég trúı́ á Guð. Ég trúi alla stund, og tár mín hafa drukkið herrans ljós og vökvað aftur hjartans liljulund, svo lifa skyldi þó hin besta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi.“ Þó mig nísti tár og tregi, ég trúı́ á Guð og lifi, þó ég deyi. (M. Joch.) Kveðja. Guðrún Petrea (Didda). Ég hugsa til Bibbu frænku og ljúfar myndir frá bernskuárunum framkallast ein af annarri. Ábrystir í dældaðri stálkönnu og grasaystingur í glerkrukku sem skotið var upp tún til lítillar frænku. Sætsúpa og brauð með sultu í eldhússkróknum. Kaffisopi og smákökur um miðjan dag á að- fangadag. Rauðar, bleikar, hvítar og lillaðar rósir í hvítmáluðu bíl- dekki sunnan undir gróðurhúsinu. Blágresi undir birkihríslu sem flutt var úr Skóginum. Berjatínsla og sultugerð síðla sumars. Kjötverk og sláturgerð, reykkofinn stút- fullur af sperðlum, lærum og síð- um. Óteljandi stundirnar sem Bibba gaf sér tíma til að leiða barnið um töfraland garðs og gróðurhúss og fræða um blóm og jurtir. Útsaumuð veggteppi og englamyndir í stofunni. Lopapeys- ur, hlýrri, mýkri og fallegri en aðr- ar. Þakka þér, frænka, óþrjótandi þolinmæði og hlýju. Sverri, Ara, Óla, Helgu, Boggu, Duddu og Öddu og fjölskyldum þeirra flyt ég samúðarkveðju. Erla. Er vorinu vinirnir fagna og vígja því ungan draum breytist forlagafljótið í fagurbláan straum. Svo stigum við bæði í bátinn, sem beint var að ystu firð. En yfir elfunni hvíldi hin undursamlega kyrrð. Það megnar ekkert moldarryk að myrkva andleg stjörnublik, sem lýsa tveggja líf og heim og loga innst í sjálfum þeim. Með hverju flóði sökkva sævarsker, þó sólin vefji tindum kuflinn rauða. En hinsta kvöldið mun ég mæta þér á mörkum dags og nætur, lífs og dauða. Úr móðu stíga morgunroðans lönd, en móti okkur streymir fjallasvali. Þú réttir þínum vini heita hönd, og himnar opna sína bláu dali. Ennþá hafa dagarnir sín dularfullu bros, grasið verður silki, greinar trjánna flos, sandurinn er glitvoð úr silfurþráðum tengd, lækirnir og heiðin harpa gullinstrengd, hólarnir og fjöllin úr fagursteinum gerð. Það er eins og englar séu alls staðar á ferð. (Davíð Stef.) Það er margt í þessum ljóðlínum sem okkur finnst geta endurspegl- að ævihlaup þeirra Bibbu og Ing- ólfs, sem nú hafa kvatt þessa jarð- vist með svo stuttu millibili. Þau voru aldrei sæl með að vera að- skilin lengi í einu. Það er ómögu- legt að hugsa sér þau sitt í hvoru lagi. Víst má telja að þegar Ing- ólfur var búinn að finna stólinn sinn hinum megin þá hafi hann eins og svo oft áður breitt út faðm- inn og sagt: „Svona Bibba, hættu þessu og sestu hérna.“ Að leiðarlokum viljum við af öllu hjarta þakka fyrir allt sem þið vor- uð okkur. Blessuð sé minning þeirra. Börnum og öðrum aðstandend- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ásta og Benedikt. Nú er Kristbjörg Jónsdóttir í Ysta-Felli líka fallin frá. Mér finn- ast aðeins nokkrir dagar síðan ég fylgdi Ingólfi til grafar. Og í milli- tíðinni dó Sigurður. Er nema von, að Kristbjörgu hafi verið brugðið. Hún var orðin öldruð. Og slitin eins og bóndakonur, sem höfðu alið mörg börn og komið þeim frá sér, átt á meðan mann, sem líka hafði mikið í kringum sig þó að hann væri henni góður. Ég fann það, þegar Kristbjörg hafði fylgt Ingólfi til grafar, að henni þótti sem hún hefði gert skyldu sína. En hún vildi ekki að hann færi á undan og þó var Ingólfur alltaf að hugsa um það, að hún fengi litla húsið sitt og að hann myndi snúast í kringum hana meðan hún lifði. Ég hygg að það hafi aldrei hvarflað að honum, að hann færi á undan. En kon- urnar eru þrautseigari. Þegar Sverrir kom til mín og sagði mér frá hugmyndum sínum um samgönguminjasafn í Ysta- Felli, held ég að hvorugum okkar hafi dottið í hug, að foreldrar hans gætu dáið fyrr en eftir nírætt. Við hugsuðum þetta alltaf þannig, að þeir feðgarnir myndu byggja safn- ið upp saman. En nú eru þau Sverrir og Guðrún ein eftir á Ysta- Felli. Nú eru þau að gera upp sín mál og átta sig á, hvernig þau geti staðið við að byggja safnið upp á eigin spýtur. Eða með öðrum úr- ræðum en áður voru hugsuð. Mér dettur ekki eitt andartak í hug, að þeim takist það ekki. Viljinn er sterkur og þau vita hvert þau ætla. Kristbjörg var einstök kona, hlý og brást ekki sínum. Hún tók alltaf vel á móti mér, hvernig sem á stóð, og þóttist ég þó finna, að hún væri stundum þreytt. Hún vildi vita, hvernig gengi með safnið. Vinátta okkar var í kringum það. Ég sakna þess að geta ekki oftar komið við án þess að gera boð á undan mér. Ég sakna vináttu. Ég sakna mik- illar konu, sem óx með því að standa á bak við sína nánustu og hvetja þá með orði og æði til að hafa dug til að láta drauma sína rætast. Í Samgönguminjasafninu á Ysta-Felli. Frá byrjun hugsuðu þeir sér, Ingólfur og Sverrir, að hún fengi skot fyrir sig í safnhús- inu, sem síðar hefur orðið að kaffi- stofu. En eins og ég sagði, þegar ég minntist Ingólfs, þótti honum sem hann hefði ekki staðið sig. Þeir Sverrir höfðu reist safnahúsið fyrir sig, sína gömlu bíla, vélar og hvaðeina. Kristbjörg féll ekki inn í þetta umhverfi, þótt hún vildi leggja sálina í það. Þess vegna fékk hún líka sitt hús áður en hún dó. Ingólfur sá til þess. Í því húsi mun hver sönn manneskja ávallt finna vináttu og traust eins og kærleikur hjóna getur sannastur orðið, eftir að hafa notið hvort ann- ars og reynt mikið. Við Kristrún höfum verið með hugann á Ysta-Felli. Þessar línur eru samúðar- og vinarkveðjur. Guð blessi minningu Kristbjargar og Ingólfs. Guð sé með fjölskyldunni allri. Halldór Blöndal. Bibba stendur á tröppunum og kallar á mannskapinn. Komið inn að borða. Ingólfur kallar svo aftur í þá sem ætluðu aðeins að klára svo- lítið fyrst. Bibba verður reið ef þið komið ekki strax í matinn. Það er nefnilega skyldumæting á Café Kristbjörgu. Að máltíð lokinni og leystri lífsgátunni þakka menn fyr- ir sig. Sumir kveðja, aðrir fara út að vinna, hver að sínu. Ingólfur með í ráðum, og allt verður í lagi. Strákarnir taka rúnt á skriðdrek- anum og áður en nokkur veit kallar Bibba á liðið í kaffi. Lífsgátan leyst í annað sinn og mikið skrafað. Sagðar sögur af Jónasi Friðmund- arsyni og hlegið dátt, talað um bíla, jarðýtur, skurðgröfur (víragröfur að sjálfsögðu), traktora, heyvinnu- vélar, rútur, mjólkurferðir til Húsavíkur í kafófærð, ferðalög á gamla kariol, Reó og Vípon og að sjálfsögðu pólitík. Bibba stjórnar veislu í eldhúsinu sínu í meira en hálfa öld. Sama var hve margir komu og þröngt var, alltaf var pláss fyrir einn í viðbót og varð aldrei veisluþurrð. Hún sá lengst af um búskapinn meðan hann var. Mjólkaði kýr og hirti fé. Var oft með endur og hæn- ur. Hún gekk á töðuvöllinn af krafti og hefði þurft sprækan strák til að hafa við henni. Ræktaði garð- inn sinn og var meira og minna í gróðurhúsinu. Vann két í frost, salt og reyk og sá um að ryki í kof- anum. Vinnuelja var henni svo eig- inleg að hún sleppti nær aldrei verki. Prjónaði og seldi lopapeysur í massavís með fallegu mynstri af öllu tagi. Ingólfur hélt í hespuna. Bibba vatt á hnykilinn. Rekstur Gistiheimilisins á Landamóti varð henni mikill gleðigjafi. Henni þótti afar vænt um gestabækurnar. Þær voru fullar þakklætis fyrir hlýlegan stað og notalega dvöl. Hún kunni vel að meta þakklæti og gleðjast með gestum sínum. Myndir minn- inganna eru margar með þeim heiðurshjónum Ingólfi og Krist- björgu. Með brotthvarfi þeirra er lokið sérstæðum kafla í sögu Þing- eyinga þar sem gestrisni og hjálp- semi við náungann er meira í fyr- irrúmi en gengur og gerist. Nú er þessum kafla lokið og nýr tekur við. Við kveðjum Kristbjörgu í Felli með söknuði. Vertu sæl, góða vinkona, og við þökkum fyrir okk- ur. Páll og Ámundi. Dauðinn hefur gert sér tíðförult í Köldukinn undanfarið. Nú síðast var það okkar kæra Kristbjörg, Bibba frá Ystafelli, sem féll fyrir manninum með ljáinn. Það er erfitt að ímynda sér heimili þeirra Bibbu og Ingólfs eins og hvert annað hús, autt af lífi, sálarlausir veggir og gólf. En ef til vill verður þetta hús aldrei þannig. Ef til vill mun ljúf- mennskan sem einkenndi þau hjón lifa áfram innan þessara veggja. Og ef ekki í húsinu þá örugglega í sálum okkar sem vorum svo heppin að kynnast þeim. Það er vart hægt að sjá fyrir sér eldhúsið í Ystafelli án Ingólfs í sæti sínu með kaffifantinn, og alls ekki án Bibbu, standandi við kaffi- vélina ljómandi af ánægju yfir gestum og gangandi, og lífinu yf- irleitt. Þessi kona, sem var orðin svo fótafúin að hvert skref tók á, var aldrei ánægðari en þegar ein- hver rak inn nefið og þáði kaffi- sopa og kleinu. Og það var oft. Stundum þegar ég kom þarna inn fannst mér að Ingólfur og Bibba væru í hrókasamræðum þótt ekkert væri sagt. Þau voru svo samrýnd að þau eins og skildu hvort annað án orða. Líklega hefur þetta fjarsamband dofnað eitthvað þegar Ingólfur lést fyrir nokkrum vikum, og ég hef grun um að Bibba hafi verið fegin að fá hvíldina, og að komast til sálufélaga síns á ný. Eftir standa ættingjar, vinir og kunningjar og hugsa með söknuði og þakklæti til Bibbu og Ingólfs á Ystafelli. Samgönguminjasafnið, þetta gestrisna heimili, og ekki síst eðliskostir þeirra munu halda minningunni lifandi um ókomna tíð. Enn á ný hindra óviðráðanlegar aðstæður mig í að komast norður, en hugurinn er þar. Samúðarkveðjur til syrgjandi ættingja. Björgvin Harðarson og fjölskylda. Kveðja frá Fornbílaklúbbnum Það er skammt stórra högga á milli í Köldukinninni, en með frá- falli Kristbjargar Jónsdóttur, hús- freyju á Ystafelli, er gengin ein mesta rausnarkona í sögu Forn- bílaklúbbs Íslands. Í fjölmörg ár hafa fornbílamenn lagt leið sína að Ystafelli til fundar við Ingólf Krist- jánsson, sem lést í febrúar sl., og þá var Kristbjörg iðulega skammt undan með eldhúsborðið hlaðið af krásum fyrir komumenn. Það verð- ur skarð fyrir skildi í Kinninni þeg- ar félagar Fornbílaklúbbsins aka í hlað næsta sumar, en Sverrir, son- ur heiðurshjónanna sálugu, mun vafalaust halda merki þeirri á loft um ókomin ár, og svo mikið er víst að minningin um frábæra gestrisni á Ystafelli mun seint gleymast. Örn Sigurðsson, formaður. KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR Kaino var lítil vexti og dökkhærð, en fríð sýnum og snögg í fasi. Hún ólst upp í seinni heimsstyrjöld og á árum kalda stríðsins. Mikil fá- tækt ríkti í Finnlandi og erfitt um nám og atvinnu. Kaino var dugleg í skóla og fékk námsstyrk til að fara til Englands í framhaldsnám, aðeins 18 ára að aldri. Um tvítugt hélt hún áfram til náms í Edinborg í Skotlandi. Þar KAINO ANNIKKI HJÁLMARSSON ✝ Kaino AnnikkiHjálmarsson (fædd Kvick) fæddist í Pielavesi í Kuopio- héraði í Finnlandi 12. apríl 1930. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 23. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá kapell- unni í Fossvogi 28. mars. kynntist hún og giftist 1952, Sverri Sigurði Ólafssyni, sem þar var í rafmagnsverkfræði- námi. Fyrra barn þeirra, Pia Rakel, gler- listamaður, fæddist í Skotlandi 10. janúar 1953 og er nú búsett í Danmörku. Seinna barn þeirra, Rebekka, byggingaverkfræðing- ur, fæddist í Reykja- vík, 19. október 1954 en lést 30. desember 1989. Blessuð sé minn- ing hennar. Í öðru hjónabandi með Halldóri Hjálmarssyni arkitekt eignaðist hún Halldór Hjálmar, f. 19. desem- ber 1961. Hann er rafvirki og bú- settur í Reykjavík. Kaino kunni ekki íslensku þegar hún kom hingað til lands, en fékk fljótlega starf hjá Loftleiðum vegna mikillar tungumálakunnáttu sinnar og vann þar í mörg ár. Síðar starf- aði hún í tvö ár á móttöku Hótels Sögu þar til henni var boðið starf móttökustjóra á Hótel Holti, sem hún gegndi í um 30 ár af miklum dugnaði. Árið 1984 giftist Kaino Jack Bay- ley verkfræðingi og bjuggu þau í Houston, Texas, í sjö ár. Kaino las mikið, bæði erlendar og innlendar bókmenntir. Skáldsögur Laxness og kvæði Davíðs Stefáns- sonar og Steins Steinars voru henni hugljúf. Kaino valdi að flytjast aftur til Ís- lands 1994. Hugur hennar var hér hjá vinunum og fjöllunum fallegu við sumarbústaðinn í Kjós. Og vatn- inu silfraða með stökkvandi laxinum og himbrimanum á hólmanum. Hún naut þess að standa með veiðistöng og takast á við lax og silung og vera sameinuð náttúrunni og Litla Felli, Litla Finnlandi, við Meðalfellsvatn, þar sem hún gróðursetti mörg tré og hlúði að þeim. Þau minntu hana á heimaland hennar. Hvíl í friði, móðir okkar og amma. Pia Rakel Sverrisdóttir, Hrói Kristján Sigurðsson, Halldór Hjálmar Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.