Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VILTU læra meira? Skortir þig kjark?Viltu efla sjálfan þig? Í dag 12. apríl er alþjóðlegur dagur ITC (Int- ernational Train- ing in Commun- ication). ITC er alþjóðlegur fé- lagsskapur karla og kvenna á öllum aldri og er óháður litarhætti, trúar- brögðum, stjórn- málaskoðunum eða búsetu. Á Ís- landi eru í dag starfandi 10 deildir og eru reyndar flestar hér á höfuðborgarsvæðinu . Ein deild er starfrækt á Norðurlandi og fyrir austan fjall eru starfandi 2 deildir. Markmið ITC er að stuðla að auknum sjálfsþroska einstakling- anna og auka hæfni þeirra í fé- lagslegum samskiptum og hópvinnu, með námi sem byggt er upp á þjálfun og æfingum á deildarfundum. Í ITC er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, á öllum aldri, mismun- andi langt komið með nám og allir stefna að sama markmiði en með mismunandi áherslum. Hjá ITC geta allir ráðið sínum hraða í náminu og hver einstaklingur getur óskað eftir hvað hann vill leggja mesta rækt við af námsefninu. Það er langtíma- markmið að ná sem bestu sjálfsör- yggi og sjálfstrausti því það er hlut- ur sem gerist ekki allt í einu. Fundir eru haldnir tvisvar í mán- uði yfir veturinn og eru um leið kennsla í fundarstjórn, fundarsköp- um og framkomu í ræðustól sem gef- ur aukið sjálfstraust og hæfni til að geta tjáð sig með frjálslegri og vin- samlegri framkomu. Hjá ITC hafa margir þekktir einstaklingar í ís- lensku þjóðlífi stigið sín fyrstu skref í ræðustólnum, til dæmis þingmenn og ýmsir kunnir athafnamenn. Árið 2002 var Vigdís Finnbogadóttir kos- in af ITC,samskiptajöfur ársins en hennar athafnir og fallegu fram- komu þarf ekki að kynna fyrir Ís- lendingum. Það er oftast þráin til að öðlast sjálfþroska og efla sjálfan sig í mannlegum samskiptum sem hvetur fólk til að vinna með ITC. Vera í ITC stuðlar að batnandi heimi og aukinni góðvild meðal mannkyns. Það eru allir velkomnir á fundi hjá ITC án nokkurra skuldbindinga. Margir hafa ákveðið að ganga til liðs við samtökin eftir eina heimsókn á fund en fólk getur einnig komið nokkrum sinnum til að kynnast betur starfs- háttum deildanna. Vefsíðan okkar er:www.simnet.is/ itc Vefpóstur:itc@simnet.is ÁSTA L. JÓNSDÓTTIR, útbreiðslustjóri landssamtaka ITC á Íslandi. Þjálfun fyrir alla Frá Ástu L. Jónsdóttur Ásta L. Jónsdóttir ÚR ÞINGSÖLUM þjóðarinnar berst sá samhljómur á 4 ára fresti, að nú skuli sinnt þeim lægst launuðu, óvinnufæru og ósjálfbjarga. Allir fulltrúar þjóðar- innar láta þó sem þeir viti ekki að stjórn heima- hjúkrunar hefur enn eina ferðina sagt starfskonun- um stríð á hend- ur. Skyndilega teljast þær hafa of mikil fríðindi. Forstjórar fá frið þó mánaðarhlunnindi þeirra séu á við ársstyrki kvennanna og þeir hreyfi ekki bíla sína. Styrkur fyrir að nota eigin bíl í vinnunni gerir heimhjúkr- unarkonum starfið þægilegra fyrir utan að vera bærilegra fjárhagslega. Starfsemin er nú í uppnámi og ljóst að stjórn heimahjúkrunar hefur litla eða enga þörf fyrir að standa með starfskonunum. Samstarfsörðugleika, sem varað höfðu um tíma hjá Strætó sf., leysti núverandi forstjóri vel fyrir alla. Ólíkt forstjóra heimahjúkrunar er hann vinsæll beggja vegna borðsins. Stjórn heimahjúkrunar virðist leggja mun meiri áherslu á stærð- fræðilegar og kuldalegar reikni- kúnstir, en skilning fyrir velferð þeirra sem vinna og njóta. Forstjóri heimahjúkrunar hefur greinilega til- einkað sér kalt mat þar sem reiknað er út hvað hægt er að komast af með lítinn tíma á sjúkling. Starfskonurn- ar eru því á stöðugum þeytingi vit- andi það, að þó enginn megi njóta þjónustu lengur en útreikningar segja, spila öldrun og veikindi ólík- indarullu. Slæmt er ef hjúkrunar- fræðingur fjarlægist grunnhugsun hjúkrunar og breytir því sem lærðist í þurra stærðfræði. Fyrir fjöldann sem á allt sitt undir heimahjúkrun, er stjórn hennar kvalræði. Hvorki stjórn heimahjúkr- unar né öðrum er til góðs að skipu- leggja starfsemina eins og bóndi á heljarþröm mundi hugsanlega gera í örvæntingu til að bjarga búi sínu frá gjaldþroti. Kona með einstæða umönnunar- hæfileika fyrir leikskólabörn varð að hætta námi því hún gat ekki lært algebru. Í hvaða hlutverki var heimskinginn? Það er ógerlegt að nota ógrundaðar reiknikúnstir á mannlegar þarfir. Stjórn heima- hjúkrunar hefur valdið starfsfólki og sjúklingum miklum kvíða með sí- felldum breytingum í þokukenndum tilgangi. Lára Magnúsdóttir, mikið fötluð og aðdáanlega hugrökk, lýsir vel í blaðaviðtali hræðslu við mannaskipti í heimahjúkrun og að lenda á stofn- un. Vonandi vakna stjórnvöld og gera vel við heimahjúkrunarkonurn- ar. Hver veit hver verður næsti skjólstæðingur þeirra? ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Varnarstríð heima- hjúkrunarkvenna Frá Alberti Jensen Albert Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.