Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 32
SKÁTAÞING var haldið á
Selfossi dagana 21.–23. mars
sl. Um 70 skátar af öllu land-
inu ræddu málefni hreyfing-
arinnar en að þessu sinni voru
það fræðslumál sem voru í
brennidepli. Auk þeirra var
m.a. fjallað um samskipti
stjórnar og skátafélaganna,
starf sveitarforingja og margt
fleira. Mikill samhugur og
eldmóður ríkti meðal þing-
gesta sem endurspeglar
þróttmikið starf í hreyfing-
unni. Kynning á skátamótum
sumarsins var sérstakur liður
á þinginu en þau eru hvorki
fleiri né færri en sjö talsins,
þar af er eitt alþjóðlegt mót
sem dreifist yfir mestallt
land.
Á aðalfundi BÍS voru eft-
irfarandi skátar kosnir í
stjórn: Margrét Tómasdóttir
var endurkjörin sem aðstoð-
arskátahöfðingi til þriggja
ára. Sesselja G. Halldórsdótt-
ir var kjörin sem meðstjórn-
andi í stjórn BÍS til þriggja
ára. Auk þess voru eftirtaldir
skátar kosnir í formannsemb-
ætti: Einar Þór Hafberg var
kjörinn sem formaður Al-
þjóðaráðs til þriggja ára. Jón
Ingvar Bragason var kjörinn
sem formaður Fræðsluráðs til
þriggja ára. Sonja Kjartans-
dóttir var kjörin formaður
Starfsráðs til þriggja ára.
Skátahreyfingin er stærsta
friðarhreyfing í heimi. Skáta-
þing samþykkti eftirfarandi
ályktun um stríðsátök:
„Skátahreyfingin á Íslandi,
félagi í alþjóðasamtökum
skáta, tekur undir ályktanir
alþjóðasamtaka skáta og
harmar styrjaldarátök sem
jafnan leiða miklar hörmung-
ar yfir börn og ungt fólk og
hvetur aðila til þess að leita
allra leiða til þess að ná friði.“
Skátar
harma
stríðs-
átök
Selfoss
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚAÞING var haldið í Hveragerði á
dögunum undir yfirskriftinni „Um-
hverfi fjölskyldunnar“. Til þingsins
mættu 110 manns, en áður hafði verið
unnið með tæplega 80 nemendum úr
grunnskólanum, þannig að alls lögðu
nær 200 Hvergerðingar sitt af mörk-
um við að skapa framtíðarsýn með
það að leiðarljósi að Hveragerði hafi
„ótvíræða forystu sem fjölskyldu-
vænn útivistar- og heilsubær“ svo
notuð séu orð eins þátttakanda.
Margar hugmyndir voru viðraðar og
greinilegt að íbúum er umhugað um
að bærinn hafi góða ásýnd og að vel sé
hlúð að öllum aldurshópum.
Niðurstöður þingsins voru kynntar
á opnum fundi á þriðjudagskvöld af
verkefnastjóranum Sigurborgu Kr.
Hannesdóttur. Á þinginu kom fram
að íbúum finnst ásýnd bæjarins
ábótavant í ýmsum atriðum, s.s. frá-
gangi í iðnaðarhverfi, á opnum svæð-
um, götum og göngustígum og ónýt
gróðurhús eru til lýta. Íbúar skynja
að fréttir af fíkniefnamálum og póli-
tískum ágreiningi hafa skaðað ímynd
bæjarins út á við. Hvergerðingar eru
sér meðvitandi um að það er í þeirra
valdi að breyta þessu og er fullur hug-
ur í bænum til að taka á þessum mál-
um með samstilltu átaki íbúa, félaga-
samtaka og fyrirtækja.
Frá 1. ágúst nk. verður komið á fót
nýju starfi íþrótta- og æskulýðsfull-
trúa og var það eitt af markmiðum
þingsins að kalla eftir hugmyndum
um þau verkefni sem hann ætti að
sinna. Þátttakendur töldu nauðsyn-
legt að mótuð verði stefna um starfið
og verkefna- og kostnaðaráætlun í
framhaldi af því. Meðal verkefna
verði síðan að samræma bæði fé-
lagsstarf barna og það forvarnastarf
sem þegar er unnið í bænum. Leggja
þurfi áherslu á að koma upp samastað
fyrir unglinga og bæta íþróttaaðstöð-
una, en jafnframt að auka tómstunda-
möguleika þeirra sem ekki finna sig í
íþróttastarfi. Talið var mikilvægt að
stefna að því að auka samveru kyn-
slóða og að efla enn frekar samstarf
við nágrannasveitarfélögin á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála.
„Fólkið skemmtilegt af
því við þekkjumst svo vel“
Fyrir þingið var unnið með grunn-
skólanemum og kynntu fulltrúar
þeirra niðurstöður sínar á þinginu.
Fram kom ánægja með skólann.
Yngri börnin lýstu því yfir að það
væri gott að búa í Hveragerði, vegna
þess hvað bærinn er rólegur og hægt
að ganga allt sem þau þurfa að fara.
Þau nefndu það sérstaklega að „fólkið
er skemmtilegt út af því að við þekkj-
umst svo vel“.
Eldri krakkarnir tóku í sama
streng og fagna því að búið er að opna
félagsmiðstöðina eftir langt hlé. Þau
kvarta undan því að íþróttahúsið sé
alltof lítið og eiga sér óskir um gervi-
grasvöll og litla körfu- og fótboltavelli
og síðast en ekki síst um línuskauta-
og hjólabrettasvæði. Þau tóku sér-
staklega fram að umhverfið og nátt-
úran í Hveragerði væri mjög falleg og
að í bænum væru margar náttúru-
lífsperlur.
Perlur Hveragerðis – best
varðveitta leyndarmálið?
Á íbúaþinginu fögnuðu þátttakend-
ur því að fá tækifæri til að tjá hug-
myndir sínar og skoðanir og þeirri
stefnu bæjarstjórnar að auka samráð
við íbúa. Fjölmargar hugmyndir
komu fram um skemmtilega mögu-
leika og sóknarfæri varðandi útivist-
arsvæði og heilsubæinn Hveragerði.
Þegar allt þetta hefur verið tekið
saman kemur í ljós að unglingarnir í
grunnskólanum hittu naglann á höf-
uðið þegar þau sögðu að „í Hvera-
gerði eru fjölmargar náttúrulífsperl-
ur“. Óvíða eru jafn margir einstakir
staðir innan bæjarmarka, en þeir eru
hins vegar vel faldir og í sumum til-
fellum er aðgengi að þeim ekki nægi-
lega gott. Það má því segja að það séu
vel varðveitt leyndarmál sem í reynd
eru eitt helsta sóknarfæri Hvergerð-
inga.
Þar ber helst að nefna góða sund-
laug, lystigarð og hverasvæði inni í
miðjum bænum, Varmána, þar sem
hægt er að skipuleggja skemmtilega
gönguleið og e.t.v. baðaðstöðu, Ham-
arinn og svæðið sunnan undir honum,
þar sem gæti orðið framtíðar
„Kjarnaskógur“ Hvergerðinga og
Ölfusárdal, þar sem hafin er skóg-
rækt og áformað er að framtíðar
íþróttasvæði Hvergerðinga verði.
Um 200 manns tóku þátt í íbúaþingi í Hveragerði sem haldið var í síðustu viku
Þingað um umhverfi
fjölskyldunnar
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hvergerðingar fjölmenntu og hlýddu á niðurstöður íbúaþingsins.
Hveragerði
BÖRNIN í Vallaskóla á Selfossi tóku fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri skólabygginu í Suðurhverfi á Sel-
fossi í gær. Byggingin ver nýlega boðin út og lægst-
bjóðandi var JÁ-Verktakar á Selfossi og var
verksamningur við þá undirritaður við þetta tækifæri.
Verkið snýst um byggingu 1. áfanga Grunnskóla í Suð-
urbyggð Selfoss. Byggingin er 2.833 m2 að stærð á
tveimur aðalhæðum auk þriðju hæðar sem geymir
tæknibúnað í litlu rými. Verkið snýst um að verktaki
skili fullinnréttuðu og frágengnu húsi tilbúnu til notk-
unar og eru verklok áætluð 16. júlí 2004. Áætlaður
verktakakostnaður er um 365 mkr. Gert er ráð fyrir að
í heild verði grunnskólabyggingin um 5.800 m2 og að
seinni áfangi verði byggður fyrir árið 2007. Auk þess
er áformað að byggja sambyggt íþróttahús og sund-
laug í seinni áföngum. Auk íþróttahúss og sundlaugar
eru uppi áform um að í tengslum við skólabygginguna
verði byggður leikskóli. Þorvaldur Hafsteinsson, for-
seti bæjarstjórnar, lýsti sérstakri ánægju bæjaryf-
irvalda með þennan áfanga að framkvæmdir væru að
hefjast við hina nýju skólabyggingu.
Aðalhönnuðir skólans eru Á Stofunni – arkitektar,
Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Burð-
arþol og lagnir hannaði Hönnun hf. Raflagnahönnun
var á hendi Rafhönnunar hf. Lóðarhönnun annaðist
Landform/Oddur Hermannsson landslagsarkitekt.
Verkefnastjóri verkkaupa er Kristján Stefánsson sem
annaðist verkefnisstjórnun og eftirlit með hönnunar-
vinnunni ásamt framkvæmda- og veitusviði Árborgar.
Eftirlit með verkframkvæmdum verður í höndum
Verkfræðistofu Suðurlands.
Fyrsta skóflustungan tekin
að nýjum skóla í Suðurbyggð
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nemendur Vallaskóla á Selfossi tóku fyrstu skóflustunguna með bros á vör og mörkuðu með
henni upphaf framkvæmdanna við grunnskólann í Suðurbyggð á Selfossi.
Selfoss
HVERAGERÐISBÆR hefur úthlutað lóðinni að
Sunnumörk 2 í Hveragerði til verktakafyrirtæk-
isins Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Lóðin er stað-
sett hægra megin við Breiðumörk (aðalgötu bæj-
arins) þegar komið er inn í bæinn.
Fyrir nokkru síðan var lóðin auglýst og í kjöl-
farið bárust í hana 3umsóknir. Það var ákveðið á
bæjarráðsfundi þann 3. apríl að úthluta lóðinni til
SS verktaka. Fyrirtækið hyggur á byggingu
verslunar- og þjónustuhúss á tveimur hæðum við
Sunnumörk. Grunnflötur hússins verður rúmlega
þrjú þúsund fermetrar. Á neðri hæðinni er fyr-
irhuguð verslunar og þjónustustarfsemi en efri
hæðin er hugsuð fyrir skrifstofuhúsnæði. Ráð-
gjafi og hönnuður SS verktaka í verkefninu við
Sunnumörk verður Vektor – hönnun og ráðgjöf.
Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði,
segir að ánægja sé á meðal forsvarsmanna bæj-
arins með úthlutunina. Hvergerðingar hafa lengi
bundið við það vonir að unnt yrði að hefja bygg-
ingu verslunarmiðstöðvar á lóðinni og með til-
komu SS verktaka er stigið stórt skref í þá átt.
Verkefni af þessari stærðargráðu er mikilvægt
fyrir Hveragerði, en með tilkomu hússins kemur
ekki aðeins til mikil hækkun á þjónustustigi á
svæðinu heldur verður þarna til einn stærsti
vinnustaður bæjarins. Sveinbjörn Sigurðsson,
byggingameistari, hefur stundað verktöku í eigin
nafni síðan 1942 og býr því að einum lengsta sam-
anlagða starfsaldri iðnaðarmanns á Íslandi. Á
fyrstu áratugunum sérhæfði fyrirtækið sig í
smíði hefðbundinna íbúðarhúsa, en í seinni tíð
hefur áherslan verið lögð á opinberar byggingar
og mannvirki á borð við brýr, leikskóla, sund-
laugar og menningarstofnanir. Ef áætlanir SS og
Vektors ganga eftir munu framkvæmdir við
bygginguna hefjast síðla sumars eða snemma í
haust.
Verslunar- og þjónustulóð
úthlutað við Suðurlandsveg
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Sunnumörk 2, séð frá Suðurlandsveginum.
Hveragerði