Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 56
FRÉTTIR 56 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 10. bekk 2003 Skilyrði er að umsækjendur hafi kennslu- reynslu í stærðfræði, íslensku, dönsku eða ensku í 10. bekk. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Námsmats- stofnun næstu daga í síma 551 0560 og á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknareyðublöð fást hjá stofnuninni í Suðurgötu 39, en einnig er hægt að sækja um á netinu; slóðin www.namsmat.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Húsdeildarfundur með íbúðareigendum í 1. og 2. flokki, Ásvallagötu 49—65, Bræðraborgar- stíg 47—55, Hringbraut 74—90 og Hofsvalla- götu 16—22 verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl nk. kl. 17.00 í Þingholti Hótel Holts, Bergstaðastræti 37. Dagskrá: 1. Tillaga um sameiginlega húseigenda- tryggingu. 2. Tillaga um hækkun viðhaldssjóðs. 3. Tillaga um gluggaviðgerðir. 4. Tillaga dags. 30. apríl 2002. Stjórn Húsfélags alþýðu. Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfé- lagsins Hlífar á ársfund Lífeyrissjóðsins Fram- sýnar, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 2003 kl. 17.00. Tillögum með nöfnum 9 aðalfulltrúa og 9 vara fulltrúa ber að skil á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. apríl nk. Tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 50—60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. HÚSNÆÐI ERLENDIS Á Spáni Torrevieja — Villa Martin Til sölu glæsileg 3ja herbergja íbúð á efri hæð í raðhúsi við golfvöll. Frábært útsýni yfir golf- völlinn og niður að sjó. Íbúðin er vel útbúin með öllum þægindum. Íbúðinni fylgir einnig bakgarður. Sameiginleg stór og falleg sundlaug. Myndir. Upplýsingar í símum 660 1515, 860 3508 og 557 3834. TIL SÖLU Húsbílar Vorum að fá sendingu af nýjum húsbílum frá Ítalíu. Erum með sýningu á Tangarhöfða 1. húsbílar, Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, símar 567 2357 og 893 9957. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarhús óskast Félagasamtök óska eftir að taka á leigu heils- árshús eða sumarhús á Suðurlandi, Vesturl- andi eða Suðurnesjum (þéttbýlisstaðir koma einnig til greina), sumarið 2003. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 16. apríl nk., merkt: „Sumarhús — 13555“. TILKYNNINGAR Auglýsing frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Suðvest- urkjördæmi, sem fram eiga að fara þann 10. maí 2003, rennur út kl. 12 á hádegi föstu- daginn 25. apríl nk. Framboð skal tilkynna skrif- lega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim viðtöku í Íþróttahúsinu við Kaplakrika í Hafnarfirði föstudaginn 25. apríl kl. 10.00 til 12.00. Á framboðslista skulu vera nöfn 22 frambjóð- enda eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætunum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóð- anda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Yfirkjörstjórn fer þess á leit að framan- greindar upplýsingar um frambjóðendur séu jafnframt afhentar á tölvutæku formi. Fram- boðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutað- eigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmæl- anda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi með- mælanda skal vera 330 hið fæsta og eigi fleiri en 440. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfir- lýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram. Þá skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóð- endum listans hverjir tveir menn séu umboðs- menn listans. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðslista verður haldinn í Íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 26. apríl kl. 10. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis. Bjarni S. Ásgeirsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Birgir Stefánsson, Guðmundur Benediktsson, Sigríður Jósefsdóttir. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Norð- austurkjördæmi, sem fram eiga að fara þann 10. maí 2003, rennur út kl. 12 á hádegi föstu- daginn 25. apríl n.k. Framboð skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim viðtöku að Strandgötu 29 á Akureyri, föstudag- inn 25. apríl kl. 10 til 12. Á framboðslista skulu vera nöfn 20 frambjóð- enda eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætunum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóð- anda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfir- lýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Yfir- kjörstjórn fer þess á leit að framagreindar upp- lýsingar um frambjóðendur séu jafnframt af- hentar á tölvutæku formi. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjör- dæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kenni- tölu hans og heimili. Fjöldi meðmælanda skal vera 300 hið fæsta og eigi fleiri en 400. Fram- boðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmæ- lenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasam- tök listinn er borinn fram. Þá skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðslista verður haldinn að Strandgötu 29 á Akureyri, laugardaginn 26. apríl kl. 10,00 árdegis. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi verður í Oddeyrarskólanum á Akureyri (sími: 462-4999 bréfsími: 462-3496). Talning atkvæða fer fram í KA heimilinu við Þingvallastræti á Akureyri. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis. Jón Kr. Sólnes, Jóhann Sigurjónsson, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Páll Hlöðversson, Lárus Bjarnason. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Curtis Silcoc predikar á sam- komu hjá okkur í kvöld kl. 20.30. www.fi.is 13. apríl Dagsferð á sunnu- degi — Frá Reynivöllum að Fossá í Hvalfirði. Fararstjóri Vigfús Pálsson. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1.600/1.900 kr. 17.-19. apríl Páskaferð FÍ — Að Langavatni ofan Mýra. 17. apríl Dagsferð á skírdag — Fjöruganga sunnan Straumsvíkur. 12. apríl Jepparæktin - Eyja- fjallajökull. Brottför frá skrif- stofu Útivistar kl. 10.00. 13. apríl Lágaskarð. Gengin verður gömul alfaraleið um Lágaskarð frá skíðaskálanum í Hveradölum að Þrengslavegi. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Farar- stjóri: Steinar Frímannsson. Verð kr. 1700/1900. 16. apríl Útivistarræktin. Gengið um Slysadali. Brottför frá Sprengisandi kl. 18.30. 17.—21. apríl Laugavegurinn á skíðum. Gengið frá Sigöldu. Fararstjóri: Ingibjörg Eiríksdóttir. Verð kr. 18.900/20.700. 18. - 21. apríl. Skíðaferð í Esju- fjöll. Uppselt. 19.—21. apríl Básar á Goða- landi. Árleg páskaferð Útivistar. Brottför frá BSÍ kl. 8.00. Verð kr. 8.700/9.900. GRÁGÆSIN sem ber merkið SLU um háls, ásamt gæsunum SLN, SLC og LHV, er komin heim á varpstöðvarnar á Blönduósi. Þetta er í þriðja sinn eftir að grágæsirnar lentu í höndum merkingarmanna sem smöl- uðu þeim ásamt 114 öðrum gæsum á Blöndu við Blönduós 21. júlí 2000. Ferða- sögur SLU og SLN hafa verið sagðar fyrstu tvö árin en hvar þær hafa haldið sig í vetur hefur ekki enn verið upplýst. Í stuttu máli yfirgaf SLU sumarstöðvar sínar á Blönduósi einhvern tíma í október og dvaldi á Inverness-svæðinu í Skotlandi yfir hörðustu vetrarmánuðina fyrsta árið eftir merkingu. Enginn varð var við þessa gæs hér heima sumarið 2001 en eftir það sumar dvaldi hún í nágrenni bæjar á Innverness- svæðinu sem heitir Elgin og að öllum lík- indum hefur hún eytt jólunum á Loch Ness- vatninu því til hennar sást við ósa vatnsins hinn 16. desember 2001 hvar hið marg- umrædda skrímsli Nessie dvelur. Um miðj- an apríl 2002 var SLU komin heim á ný og þetta vorið sást hún 11. apríl. Grágæsin SLN fór suður um haf um svipað leyti og SLU fyrsta árið en leitaði sunnar á Bret- landseyjar og valdi sér dvalarstað rétt sunnan við landamæri Skotlands, nánar til- tekið í Newton Pool í Norðymbralandi. Blönduósingar urðu varir við þessa gæs 4. maí 2001 og fer engum sögum af henni ytra veturinn eftir en hún sást á túnum Blönduósinga 23. apríl 2002 og núna er hún aftur mætt ásamt ómerktum maka. Merktu gæsirnar að skila sér heim Á myndinni má sjá grágæsina SLC, maka- lausa, ganga yfir Ólafsbyggð á Blönduósi í veðurblíðunni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduósi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.