Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SPELMANNSTÓNLEIKAR verða í Iðnó kl. 16 í dag. Á ferðinni eru tón- listarmenn frá Færeyjum þau Kristian Blak pí- anóleikari, Shar- on Weiss blokk- flautuleikari og Angelika Nielsen fiðluleikari. Tríóið er á leið til Boston í Banda- ríkjunum til að leika þar á ýmsum stöðum. Tríóið leikur „spellemandsmusik“ frá Norður- löndunum og Hjaltlandi, m.a. polka, reinlander, valsa, reel og jig. Einnig leika þau lög frá 18. öld og ný lög eft- ir Kristian Blak. Angelika Nielsen er 19 ára fiðlu- leikari frá Vestmanna í Færeyjum. Sharon Weiss er frá Boston í Banda- ríkjunum, en hefur búið í Færeyjum síðan 1976. Kristian Blak, tónskáld og píanóleikari, er fæddur á Jótlandi en fluttist til Færeyja 1974. Spelmann- tónlist í Iðnó Kristian Blak ROYAL Court-leikhúsið í London hefur valið íslenska leikritahöfund- inn Jón Atla Jónasson sem einn 8 efnilegra höfunda sem leikhúsið vill koma á framfæri í hinum alþjóð- lega leikhúsheimi. Jón Atli sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta hefði komið þann- ig til að alþjóðleg deild Royal Court-leikhússins, veldi árlega úr fjölda umsókna nokkur leikskáld sem þeim þættu efnileg. „Öllum er frjálst að sækja um og aðeins miðað við að menn séu að stíga sín fyrstu skref. Þetta gekk þannig fyrir sig að í fyrstu var ég beðinn um að skila inn umsókn með hugleiðingum mínum um leikhús og eftir að búið var að grisja þann hóp var ég beðinn um að senda inn leikrit. Ég sendi þeim leikritið Draugalest sem Borgarleikhúsið valdi í fyrravetur sem eitt þriggja verka úr samkeppni til uppsetn- ingar næsta haust. Royal Court fékk síðan Brian Fitzgibbon til að þýða Draugalestina og eftir að þeir höfðu skoðað það buðu þér mér að vera í þessum 8 manna hópi.“ Aðspurður hvernig þetta legðist í sig svaraði Jón Atli því til að sér liði eins og Eyjólfi Sverrissyni knatt- spyrnumanni hlyti að hafa liðið þegar hann fór beint frá Tindastóli á Sauðárkróki til Stuttgart í Þýska- landi. „Hann spilaði aldrei í fyrstu deild hér heima.“ Þess má reyndar geta að Jón Atli verður í góðum félagsskap í Borg- arleikhúsinu næsta haust þar sem hinir höfundarnir tveir sem valdir voru úr samkeppninni eru Þorvald- ur Þorsteinsson og Bragi Ólafsson. Jón Atli gaf út smásagnasafnið Brotinn taktur fyrir jólin 2001. Hann er einnig meðhöfundur ásamt Róbert Douglas að handriti kvik- myndarinnar Strákarnir okkar sem fer í tökur í sumar. „Svo er ým- islegt annað í bígerð sem ekki er tímabært að tala um,“ segir Jón Atli. Aðspurður hvað taki næst við segist Jón Atli fara út til London í júlí og muni vinna í leiksmiðju ásamt leikstjóra, leikurum og dramatúrg að nýju verki. „Þetta eru allt vel þekktir listamenn á sínu sviði í Bretlandi.“ Nýja verkið nefn- ir Jón Atli Krádplíser. „Ég er búinn að skrifa nokkrar senur sem hafa verið þýddar á ensku og við hefjum vinnuna með þær í höndunum og síðan mun ég skrifa meira meðan ég er þarna.“ Um framhaldið segist Jón Atli ekki vita á þessari stundu. „Það verður bara að koma í ljós.“ Jón Atli segist hafa notið góðrar aðstoðar Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins við skriftirnar und- anfarin misseri og sér hafi verið mjög vel tekið af stjórnendum leik- húsanna. „Þetta hefur alls ekki reynst jafnlokaður heimur og ég hafði ímyndað mér og mér hefur fundist mjög ánægjulegt að vinna með fólkinu í báðum þessum leik- húsum,“ segir Jón Atli Jónasson. Skrifar leikrit fyrir Royal Court Morgunblaðið/Kristinn Jón Atli Jónasson: „Líður eins og Eyjólfi Sverrissyni.“ Menningarmiðstöð Hornafjarðar Í Gömlubúð verður sýning á munum úr söfnum Sverris Schevings Thor- steinssonar og Lovísu Gunnars- dóttur. Í Vöruhúsi verður jöklasýn- ing í máli og myndum á efri hæð og sýning á verkum Höskuldar Björns- sonar listmálara á neðri hæð. Í Pakkhúsinu setur Handverk og hönnun upp sýningu á efri hæð með verkum eftir 25 listamenn. Í Miðbæ verða til sýnis örnefnamyndir úr Lóni og Nesjum. Í Nýheimum verð- ur sýning á skjölum í bókasafni og ljósmyndasýningin Einnota land í miðrými, myndir frá Kárahnjúka- svæðinu, m.a. eftir Friðþjóf Helga- son, Guðmund Pál Ólafsson, Jóhann Ísberg, Ómar Ragnarsson og Rúrí. Sýningarnar standa til 22. apríl. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu kl. 16 í dag. Á 2. hæð opnar Sólveig Aðal- steinsdóttir sýninguna Úr möttul- holinu en á þeirri þriðju, í suðursal, verða Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements. Í norðursal opnar landi þeirra, Kaj Nyborg, sýninguna Nágranni eða Next door neighbour. Á sýningu Sólveigar eru verk unnin undanfarin fimm ár úr papp- ír, vatnslitum, bleki, heklugarni, hári, eggjaskurn, flugum og leir. Hanne Nielsen og Birgit Johnsen eru með innsetningu með heimild- armyndatema sem tekur útgangs- punkt í bilinu á milli kvikmynda- gerðar og raunveruleika viðmæl- enda. Verk Kaj Nyborg eru mótuð sem stað- og tímabundnar innsetn- ingar sem tengjast og vísa til bygg- ingafræðilegra og umhverfislegra einkenna á sýningarstað. Innsetn- ingar hans í Nýlistasafninu eru þáttur í Íslands-verkum lista- mannsins. Sýningarnar standa til 11. maí. Opið miðvikudag til sunnudags kl. 14–18. Þrjár sýningar í Nýló VEISLAN eftir Thomas Vinterberg, Mogens Rukov og Bo hr. Hansen hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins frá því í apríl á liðnu leikári og verður 70. sýning í kvöld. 70. sýning á Veislunni ÞESSI sýning leiksmiðjunnar Lab Loka er byggð á hugmynd Steinunnar Knútsdóttur sem hún þróaði í spunavinnu með leikurun- um. Útgangspunkturinn er sam- skipti ræstitæknis á listasafni við persónuna í málverki Leonardos da Vincis, Monu Lisu. Ræstitæknirinn reynist vera Kristín Jósefína Páls, í daglegu tali kölluð Stína, en per- sónan er byggð á texta einhvers revíuhöfundar okkar við lag Irving Berlins „Doing What Comes Nat- urally“ úr Annie Get Your Gun. Kynni takast með þeim stöllum þegar þeim fer að leiðast hinn þröngi stakkur sem þeim er skor- inn í hlutverkum sínum, annarri við ræstingarnar – hinni í föstum stell- ingum innan ramma málverksins. Þær ná vel saman og takast á flug og sletta allrækilega úr klaufunum. Ærsl þeirra þar sem þær skiptast á að flytja brot úr aríum, fyrr- nefndan revíusöng og óskilgreind- an ítalskan texta snúast upp í gáskafullan flutning þeirra á æv- intýrinu um Búkollu, en þjóðsagan sú virðist standa framsýnu leik- húsfólki beggja vegna miðhálend- isins nærri hjarta um þessar mundir enda var frumsýnd norð- lensk útgáfa af sama á sunnudag- inn var. Eins og sjá má af miklum fjölda auglýsinga í prentmiðlum undan- farið er ræstingavagn annað fyr- irbæri sem nýtur mikilla vinsælda í þjóðfélagi voru nú um stundir, enda frábær uppgötvun sem ber allt það sem einn ræstitæknir get- ur óskað sér við vinnu sína og skil- ur enginn hvernig hægt var að komast af án þessa áður. Leik- myndahönnuðir í smærri sýningum hafa gripið gripinn á lofti og gert að sínum. Hér fetar Nína Magn- úsdóttir, útlitshönnuður sýningar- innar, í fótspor Eirúnar Sigurðar- dóttur og Ólafs Jónssonar sem lögðu fyrirbærið til grundvallar sem flutningatæki í sýningunni Herra maður sem sýnd var í Vest- urporti nýverið. Hér gegnir vagn- inn að vísu í byrjun sýningar upp- haflegu hlutverki sínu en eftir að hafa gengið í gegnum nokkrar um- myndanir endar hann ásamt öðrum þeim ræstingabúnaði sem hefur verið nýttur í þágu Þalíu sem upp- stillt listaverk á sýningunni við hlið meistaraverks Leonardos karlsins. Hugvitsamleg notkun á tækninýj- ungum er alltaf vel þegin í hönn- unarvinnu. Þó að gaman sé að fylgjast með fjölbreyttum töktum Láru Sveins- dóttur og Kristjönu Skúladóttur er það fyrst í flutningnum á Búkollu sem sýningin kemst í gott jarð- samband. Leikurinn er vægast sagt óhefðbundinn en samt tekst þeim að koma sögunni vel til skila meðfram því að nota hinar aðskilj- anlegu ræstigræjur sem búninga og leikmuni. Að vísu fer lítið fyrir hinu djúpa trausti sem strákurinn ber til kýrinnar vísu, enda er hún alltof brokkgeng skepna hér til að eiga slíkt skilið. En sýningin bend- ir á marga nýstárlega fleti á sög- unni, t.d. eins og hvað Búkollu hlýtur að hafa þótt vont að láta slíta hár úr hala sínum að ógleymd- um dauðateygjum skessunnar í borholunni. Lára og Kristjana eru bekkjarsystur úr leiklistardeild Listaháskólans svo að það kemur ekki á óvart að þær eigi gott með að vinna saman. Leikstjórnin býr að þessu en spilar einnig á þá stað- reynd að þær eru mjög ólíkir leik- arar. Hér ríkir kraftur, gleði og svo fjölbreytt ímyndunarafl að hér eru allir mögulegir hlutir nýttir í þágu sýningar sem þrátt fyrir efnivið af ólíkum toga veitir áhorfandanum í sýningarlok þá fullnægju sem vel unnið heildstætt verk eitt gerir. Slett úr klaufunum LEIKLIST Lab Loki Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Útlits- hönnun: Nína Magnúsdóttir. Leikarar: Kristjana Skúladóttir og Lára Sveins- dóttir. Föstudagur 11. apríl. BAULAÐU NÚ … DAGUR Í LÍFI KRISTÍNAR JÓSEFÍNU PÁLS Morgunblaðið/Golli Eins og sjá má er Búkolla með nyt- hærri mjólkurkúm. Sveinn Haraldsson ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á tónleika þar sem öll efnisskráin er leikin á tvö píanó. Mikið af þeirri tónlist sem til er fyrir slíka tvennu er umritun á hljóm- sveitarverkum sem krefst meira um- fangs en næst með tveimur höndum. Elsta heimild sem ég hef fundið um slíkan samleik stærri verka hér á landi er frá 1913 þegar þeir Harald- ur Sigurðsson og Gustav Hansen léku saman í Bárunni Fantasíu í f moll eftir Schubert og Píanókonsert í a moll eftir Grieg. Í fersku minni samvinna þeirra Gísla Magnússonar og Halldórs Haraldssonar sem gáfu m.a. út hljómplötu og léku inn á upp- töku fyrir sjónvarpið. Nú tóku þau Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti sig saman og tóku aftur upp þráðinn eftir nokkra ára hlé. Margir þekkja ánægjuna af því að leika fjórhent á píanó, að leika á tvö píanó er aftur á móti mun erf- iðara þar sem augnsamband er erf- itt, langt á milli flytjenda og mjög áberandi ef allur ásláttur og túlkun er ekki að fullu samtaka. Það sem boðið var upp á í Salnum á miðviku- daginn var hreint eyrnakonfekt svona rétt fyrir páskahátíðina. Þau hófu leik sinn á Mánaskininu (Clair de Lune) úr Suite Bergamasque sem Debussy samdi 1890. Útsetningin eftir Phyllis Gunther hljómaði und- urblítt og fallega. Dolly svítan op. 56 fyrir fjórar hendur eftir Fauré, í út- setningu eftir Isidor Philipp, fylgdi á eftir í heilu lagi, fallega ljúf, gáska- full og leikandi, ljóðræn og syngjandi allt eftir því sem við átti og var flutn- ingurinn sannfærandi og glæsilegur. Concertino fyrir tvö píanó op. 94 sem Shostakovich samdi 1953 var hrein- lega frábærlega flutt. Ungversku dansarnir sem Brahms skrifaði á árunum 1852-69 fyrir fjórhentan flutning eru í raun Sígaunadansar. Brahms bauð þá 10 fyrstu til prentunar 1869 „sem ekta sígaunabörn“ og ritaði á titilblaðið „útsett“ af Brahms. Útgáfan ber ekki opusnúmer þar sem Brahms taldi sig ekki höfund heldur útsetj- ara, en þó munu þrír dansar vera eft- ir hann. Hér fluttu þau dansa nr. 1, 2, 4, 5 og 8. Flutningurinn var sérlega vel út færður og samtaka í allri túlk- un. Úr hljómsveitarsvítu op 71a sem Tchaikovsky gerði úr tónlist sinni við Hnetubrjótinn voru leiknir þrír þættir af átta, Mars, Dans sykur- plómudrottningarinnar og Blóma- valsinn. Útsetninguna fyrir tvö píanó gerði Nicolas Economou. Flutning- urinn var allur mjög fallega mótaður og hreint sælgæti. Síðast á efnisskránni var stór- glæsilegur flutningur Scaramouche, svítunnar fyrir tvö píanó eftir Darius Milhaud sem byggð er á tónlist fyrir leikhúsverkið Hinn fljúgandi læknir sem sýnt var í Scaramouche leikhús- inu í París og þaðan er nafn svít- unnar komið. Samleikur þeirra Steinunnar og Þorsteins á þessum tónleikum var mjög samstilltur, sannfærandi og músikalskur í allri útfærslu og geisl- andi af gleði. Flytjendur eru bæði nemendur Árna Kristjánssonar og tileinkuðu tónleikana minningu hans. Jón Ólafur Sigurðsson PíanótvennaTÓNLISTSalurinn í Kópavogi Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þor- steinn Gauti Sigurðsson, píanóleikarar. Verk eftir Debussy, Fauré, Shostakovich, Brahms, Tchaikovski og Milhaud. Mið- vikudagurinn 9. apríl kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Steinunn Birna Ragnarsdóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.