Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 47 ÞJÓÐIN hefur eignast nýjan rík- isfjölmiðil. Þetta er frétta- og upplýs- ingavefur sem heitir star.is og er rek- inn af iðnaðarráðuneyti, Lands- virkjun og fleiri aðilum sem mynda STAR, opinbera undirbúningsnefnd fyrir virkjun og álver fyrir austan. Ef menn opna star.is og velja „allar frétt- ir“ kemur í ljós að hann lýtur ein- kennilegum lögmálum. Hér er dæmi: „Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar beita lygum og ósannindum“. Undir fyrirsögninni er birt opið bréf sem á að „vekja athygli á þeirri lygaþvælu sem spunnin er gegn virkjuninni við Kárahnjúka“. Guðmundur Páll Ólafs- son náttúrufræðingur er sakaður um „lygar“ þegar hann bendir á tengsl Kárahnjúkavirkjunar við mögulega virkjun Jökulsár á Fjöllum. Lygar Guðmundar Páls eru sagðar „hlið- stæðar lygar og Kolbrún Halldórs- dóttir alþingismaður hafði uppi í Kastljósi þegar hún talaði um lón- stæðið sem eldvirkt svæði“. Lygi er meiðandi orð og yfirleitt ætla menn fólki mismæli eða misskilning í opin- berri umræðu en hér er því ekki að heilsa. Star.is hafði áður fjallað um Guðmund Pál og námskeið hans um náttúrufar norðan Vatnajökuls með orðunum: „Endurmenntunarstofnun HÍ í áróðursstríði gegn Kárahnjúka- virkjun!“ Með námskeiði Guðmundar er Háskólinn sagður hafa „lagt sitt af mörkum í áróðri gegn Kára- hnjúkavirkjun“. Þar er á ferðinni gróf atlaga opinberra aðila að málfrelsi, starfsheiðri og lífsafkomu fræði- manns og rithöfundar. Star.is hefur að engu þær reglur sem gilda um rík- isfjölmiðla sem samkvæmt lögum skulu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. STAR getur eflaust komið í veg fyrir svona „áróður“ í framtíðinni með því að verða „bakhjarl“ Háskólans. Afhend- ing íslensku tónlistarverðlaunanna varð ýmsum vettvangur til að tjá and- stöðu sína við fyrirhuguð virkjunar- áform. Það verður star.is langsótt til- efni niðrandi orða um Ögmund Jónasson(!) sem kom hvergi nærri at- höfninni: „Hugsið ykkur andköfin í Ögmundi með tilheyrandi upphlaupi í ræðustól Alþingis utan dagskrár!“ Enginn er skrifaður fyrir þessum um- mælum, ekki heldur fyrirsögninni: „Vinstri-græn örvænting í þingsölum. – Vinstri-grænir á Alþingi fóru illa út úr útvarps- og sjónvarpsumræðunni um þá tillögu sína að bera framtíð há- lendisins norðan Vatnajökuls undir þjóðaratkvæði.“ Má fjölmiðill iðnað- ANDSTÆÐINGAR KÁRAHNJÚKA- VIRKJUNAR BEITA LYGUM OG ÓSANNINDUM Eftir Andra Snæ Magnason „Menn hljóta að spyrja hverj- ir skrifa þennan nafnlausa áróður, hvað hann hefur kostað þjóð- ina og hvaða stjórn- málamenn bera ábyrgð á þessari hræðilegu þróun.“ SJÁ SÍÐU 48 ÉG hefi lengi alið þann draum með mér, að jafnaðarmenn á Íslandi gætu sameinast í einum sterkum flokki eins og á hinum Norðurlönd- unum. Klofningur jafnaðarmanna á Íslandi hefur komið í veg fyrir að jafnaðarmenn hér hefðu jafnmikil áhrif og þeir hafa í Vestur-Evrópu. Nú hillir undir það, að þessi draum- ur sé að rætast. Skoðanakannanir síðustu mánuði hafa sýnt, að Sam- fylkingin getur fengið mikið fylgi í næstu þingkosningum. Ef það gengur eftir hefur myndast hér stór og sterkur jafnaðarmannaflokkur eins og á hinum Norðurlöndunum. Ljóst er að ef Vinstri grænir hefðu borið gæfu til þess að taka þátt í sameiningu jafnaðarmanna hefði hér myndast 40–45 % flokkur. Tilkoma Samfylkingarinnar og mikill stuðningur við hana ger- breytir hinu pólitíska landslagi. Áð- ur hefur Sjálfstæðisflokkurinn einn haft sérstöðu og alltaf getað valið sér samstarfsflokka og oftast ráðið mestu um myndun ríkisstjórnar. Nú mun Samfylkingin væntanlega geta myndað ríkisstjórn og valið sér samstarfsaðila. Framsókn hefur getað leikið þann leik í stjórnar- myndunum að halla sér ýmist til hægri eða vinstri eftir hentugleik- um og hefur jafnvel getað fengið stól forsætisráðherra eftir mikinn kosningaósigur eins og gerðist t.d. 1978. Ljóst er, að Framsókn hefur ætlað að leika þennan leik á ný nú, þar eð flokksþing Framsóknar sam- þykkti að sækjast eftir forsætisráð- herranum í næstu ríkisstjórn! Sú ráðagerð heppnast ekki.Samfylk- ingin býður sjálf fram forsætisráð- herraefni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Í undanförnum alþingiskosning- um hafa talsmenn Framsóknar- flokksins sagt kjósendum, að þeir gætu treyst flokknum, hann væri áreiðanlegur og traustur flokkur. Framsókn væri kletturinn í hafinu. En hver er reynslan í þeim efnum? Hefur Framsókn staðið við kosn- ingaloforð sín? Hefur flokkurinn reynst stefnu sinni um samhjálp og félagshyggju trúr? Lítum aðeins á staðreyndir málsins. Í síðustu alþingiskosningum lof- aði Framsóknarflokkurinn barna- kortum, sem áttu að tryggja hverju einasta barni 30 þús. kr. barnabæt- ur á ári (verðlag 1999).Barnakortin komu aldrei. Og barnabætur hafa lækkað mikið en ekki hækkað. Í síð- ustu kosningum lofaði Framsókn skattalækkun. En skattar almenn- ings, tekjuskattar einstaklinga, hafa hækkað þegar tekið er tillit til skattleysismarka, sem ekki hafa fylgt launaþróun. Félag eldri borg- ara hefur sýnt fram á það með töl- um, að skattar aldraðra og lág- tekjufólks hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur rýrnað í samanburði við almenna launaþró- un í landinu þrátt fyrir loforð Framsóknar og ríkisstjórnarinnar um að tryggja kjör þessara hópa. Smánarbætur aldraðra og öryrkja eru skattlagðar. Félagslega hús- næðiskerfið hefur verið lagt í rúst: Verkamannabústaðir og aðrar fé- lagslegar íbúðir lagðar niður. Hinu rangláta kvótakerfi, sem gerir þá ríku ríkari og fátæku fátækari, hef- ur verið viðhaldið. Kvótakóngar fá óáreittir að selja kvóta sína og fara út úr greininni með milljarðagróða. Og þannig mætti áfram telja. Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðið við kosningaloforð sín frá síð- ustu alþingiskosningum. Framsókn hefur heldur ekki reynst trú stefnu sinni um samhjálp og félagshyggju. Framsókn hefur lagt meiri áherslu á að halda völdum, vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og tryggja Framsóknarmönnum emb- ætti en að framkvæma stefnu sam- hjálpar og félagshyggju. Framsóknarflokkurinn er því ekki flokkur trausts og áreiðan- leika. Hann er flokkur svikinna kosningaloforða. Hann er flokkur, sem hefur svikið upphaflega stefnu sína um samhjálp og félagshyggju. Það er ekki unnt að treysta slíkum flokki. Gegnum árin hefur Fram- sókn einnig reynst alger henti- stefnuflokkur. Framkoma forustu Framsóknar- flokksins við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Reykjavík afhjúpaði Framsókn sem flokk valdníðslu og kúgunar. Það átti að kúga Ingi- björgu Sólrúnu til þess að hætta við framboð til varaþingsætis í Reykja- vík vegna þess að formaður flokks- ins ætlaði að bjóða sig fram í Reykjavík. Ingibjörgu Sólrúnu voru settir afarkostir, þröngir tímafrestir þegar tími var nægur og þannig átti að kúga hana og brjóta niður. En hún lét ekki kúga sig. Hún taldi það mannréttindi að mega bjóða sig fram til Alþingis en hún var reiðubúinn til þess að gegna emb- ætti borgarstjóra út kjörtímabilið og því bauð hún sig aðeins fram í varasæti. Framsókn, undir forustu Halldórs Ásgrímssonar, krafðist þess, að Ingibjörg Sólrún hætti við framboðið. Ingibjörg Sólrún lét ekki kúga sig til þess en kaus held- ur að standa upp úr stól borgar- stjóra. Með því sýndi hún mikið hugrekki. Reykvíkingar geta „þakk- að“ Framsóknarflokknum bola- brögðin gegn Ingibjörgu Sólrúnu í kosningunum 10. maí n.k. Reykvík- ingar geta gert varamannssætið að aðalsæti. Þeir geta gert Ingibjörgu Sólrúnu að þingmanni Reykvíkinga. Sameining jafnaðar- manna að veruleika? Eftir Björgvin Guðmundsson „Tilkoma Samfylking- arinnar ger- breytir hinu pólitíska landslagi.“ Höfundur er fv. borgarfulltrúi Alþýðuflokksins.                         !  ! "    !   $% &%   ' ( % )% &   &  Steypusögun Vegg- og gólfsögun Múrbrot Vikursögun Malbiksögun Kjarnaborun Loftræsti- og lagnagöt Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-SÖGUN Sími 567 7544 • Gsm 892 7544 SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.