Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 53 ✝ Jón GuðmundurJóhannsson fæddist í Sölkutóft á Eyrarbakka 3. nóv- ember 1930. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands föstudaginn 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hann Bjarni Lofts- son, f. í Sandprýði á Eyrarbakka 24. jan- úar 1892, d. 26. október 1977, og Jónína Hannesdótt- ir, f. í Stóru-Sandvík 8. ágúst 1895, d. 19. júní 1942. Systkini Jóns Guðmundar eru: Jó- hanna Margrét, f. 1919, d. 1920, Jórunn, f. 1920, d. 2000, Valgerð- ur Hanna, f. 1922, býr í Reykja- vík, Loftur, f. 1923, býr á Selfossi, Árni, f. 1926, d. 1984, Þórunn, f. 1927, d. 1999, Gestur, f. 1929, d. 1974, Lárus, f. 1933, býr á Sel- fossi, Halldóra Valgerður, f. hans er Svandís Bára Pálsdóttir, f. 1979. b) Sigurður Ingi, f. 1986. 3) Ásdís Björg, f. 1959, d. 1962. 4) Andvana drengur, f. 2. janúar 1967. 5) Sigríður Ásdís, f. 1968, maki Sigurður Þorkell Krisjáns- son, f. 1967 og eru börn þeirra: a) Guðrún Ása, f. 1987, Jón Lárus, f. 1992, og Þorkell Ingi, f. 1998. 6) Ásbjörn Guðjón, f. 1972, sam- býliskona Guðfinna Björk Birg- isdóttir, f. 1967, og eru börn þeirra: a) Birgir Aron, f. 1994, og Sara Bóel, f. 1997. Á unglingsárum stundaði Jón Guðmundur þau störf er féllu til við búskap á heimili hans, Sölku- tóft á Eyrarbakka, auk annarra starfa er féllu til í sjávarplássinu. Hann nam prentiðn í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og tók sveins- próf 1950 og starfaði þar til 1953. Frá þeim tíma starfaði hann sem sjómaður á vertíðarbátum og tog- urum. Hann starfaði einnig við byggingarvinnu á Selfossi þar til hann hóf störf hjá Prentsmiðju Suðurlands 1959 og starfaði þar, uns heilsa hans brast í ágúst 2002. Útför Jóns Guðmundar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1938, d. 1985, og Jóna Árný, f. 1938, d. 1983. Maki Jóns Guð- mundar er Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. í Reykjavík 19. febrúar 1932. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Guðjónsson, f. á Stokkseyri 13. janúar 1906, d. 20. mars 1971, og Gíslína Guð- rún Eyjólfsdóttir, f. á Stokkseyri 7. febrúar 1905, d. 17. mars 1987. Börn: 1) Gíslína Guðrún, f. 1955, maki Ingvar Guðmundsson, f. 1956, og eru börn þeirra: a) Ásdís Björg, f. 1975, maki Axel Þór Gissurarson, f. 1974, og sonur þeirra er Gísli Þór, f. 1995. b) Guðmundur Bjarki, f. 1980. c) Hafdís Inga. f. 1988. 2) Jóhann Hannes, f. 1956, maki Ingunn Úlfars Sigurjóns- dóttir, f. 1957, synir þeirra eru: a) Jón Þór, f. 1980, sambýliskona Þegar Jón nágranni og vinur hefir kvatt, að velli lagður af ill- vígum sjúkdómi, leitar hugurinn til baka um nær hálfa öld. Það rifjast upp þegar við hitt- umst fyrst. Þá þekkti ég aðeins til Jóns af afspurn. Ég vissi að hann var trúlofaður dóttur hans Ás- björns mjólkurbílstjóra en hann hafði stundum sótt mjólkina til okkar á brúsapallinn við Galtastaði í Gaulverjabæjarhreppi, en þaðan var ég nýfluttur á Selfoss. Vorið 1956, í júníbyrjun, stóðum við Jón andspænis hvor öðrum, bláókunnungir menn, sinn hvorum megin Lyngheiðar á Selfossi, hann á lóðinni númer 19 og ég á númer 18, með skóflur í höndum og hand- grófum hvor fyrir sig fyrir framtíð- arheimilum okkar, svo aðeins höfuð og herðar stóðu upp úr skurðunum. Við byrjuðum á því að skiptast á orðum um verksins gang og nauð- synjar en þessi kynni okkar og síð- an fjölskyldna okkar jukust fljótt. Eftir að við fluttum í húsin var mikill samgangur milli heimilanna, eins og reyndar fleiri nýstofnaðra heimila á þessu svæði og börnin okkar léku sér saman. Þessi fjöl- skyldubönd treystust enn frekar síðar þegar Haddi sonur Jóns og Ninnu og Ingunn dóttir okkar Gullu hófu búskap og giftust og við eignuðumst sameiginleg barna- börn. Á fyrstu árum sínum á Selfossi gerist Jón einn af eigendum Prent- smiðju Suðurlands og þar átti hann síðan starfsævi við iðn sína prent- verkið svo lengi sem vinnuþrek leyfði. Á fyrstu búskaparárunum fórum við, þessar tvær fjölskyldur, stund- um saman í sumarleyfisferðir með tjald og viðlegubúnað. Jón og fjöl- skylda á Volkswagen bjöllunni en við Gulla með börnin á Skódanum. Ógleymanleg er ferðin norður í Eyjafjörð og að Mývatni. Við tjöld- uðum á fallegum stöðum og nutum kvöldblíðunnar og þeirrar nótt- lausu voraldar veraldar þegar mið- nætursólin sat á haffletinum. Þá vorum við ung og hraust og lífið framundan. Við frumbyggjarnir við suður- enda Lyngheiðar og vesturenda Kirkjuvegs tókum strax höndum saman nokkrar fjölskyldur og köll- uðum sérstakt hreppsfélag. Við er- um öll í hreppsnefndinni og höfum komið saman árlega, eða því sem næst, nú síðari árin á heimilum okkar til skiptist. Nú síðast komum við saman á heimili Jóns og Ninnu í febrúarbyrjun þessa árs, þá buðu þau hjón til þorrablóts. Við áttum ógleymanlega kvöldstund með þeim þótt ljóst væri að sjúkdóm- urinn setti mark sitt á Jón og sá slyngi sláttumaður seildist nærri honum. Hann er sá þriðji úr hreppsnefndinni sem fellur frá, en áður eru þau látin Magnús Að- albjarnarson og Laufey Steindórs- dóttir. Nú, þegar þessi trausti ná- granni og vinur er kvaddur, viljum við hjónin þakka góð kynni og ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Öllum hans nánustu færum við innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurjón Erlingsson. Lífið er gjöfult og fagurt. Það færir okkur marga gimsteina, per- sónuleika, sem á andartaki breyta lífsskoðun manns og færa birtu og auðlegð inn í tilveruna. Einum slík- um manni kynntumst við hjónin og dóttir okkar fyrir nálega 15 árum í sumarferð til Mallorca. Jón G. Jóhannsson var þar í sumarferð með konu sinni, Guð- rúnu Ásbjörnsdóttur, og tókst með okkur traust og góð vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Ferðirnar okkar til Spánar sam- an eru orðnar margar. Sumarferð- irnar eru yndislegasti tími ævinnar þegar litið er til baka. Við nutum samvista við frábæra ferðafélaga á fallegum stað í fögru umhverfi, sátum á sólbakaðri ströndinni eða fórum í skoðunar- ferðir um sveitirnar og nærliggj- andi borgir. Svo kom að ferðinni til Búdapest í nóvember 2000 á sjö- tugsafmæli Jóns. Ferðalagi, sem bar af öllum ferðum hæst. Gjörvöll ferðin var eitt samfellt ævintýri, rétt eins og í „Þúsund og einni nótt“. Hann var hraustur og frískur og naut þess að ferðast. Síðasta ferðin okkar saman var farin til Nice í Suður-Frakklandi vorið 2001 með nokkurra daga dvöl í París. Þá höfðu börnin okkar, Guðmundur og Ester, slegist í hópinn. Heimsborgin heillaði okkur og nú vorum við komin á nýjar slóðir. Líf Jóns Jóhannssonar var gjöf- ult og fagurt. Mesta gæfan hans í lífinu var eiginkonan Guðrún Ás- björnsdóttir, börnin þeirra og tengdabörn, sem ávallt stóðu með honum í blíðu og stríðu og háðu við hlið hans hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm, sterk og óttalaus. Fjölskyldan var honum allt og fyrir hennar velferð lifði hann. Svo kom kallið, hljóðlega. Gimsteinninn okkar hverfur um stund. Það bregður birtu og fátæk- legri verður tilveran, þegar slíkur vinur heldur yfir móðuna miklu. Eiginkonu Jóns og fjölskyldu vottum við dýpstu samúð. Ásbjörn, Alda, Guðmundur og Ester. Elsku afi. Takk fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman í gegn- um árin. Allar heimsóknirnar á Lyngheiðina til þín og ömmu, öll fjölskylduboðin, ferðalögin og tím- ann okkar saman á Benidorm. Ég mun varðveita þessar stundir og minningar vel. Í hjarta mínu munt þú ávallt eiga vísan stað þar sem þú situr inni í stofu í græna stóln- um á spjalli um allt milli himins og jarðar með þinni ró og yfirvegun. Það er sárt að þurfa að kveðja en ég leita huggunar í því að nú hefurðu fengið frið og ég veit að þú munt fylgja okkur áfram. Minning þín lifir. Þín Ásdís Björg. Með örfáum orðum viljum við minnast vinnufélaga okkar, Jóns G. Jóhannssonar, prentara. Jón hóf störf í Prentsmiðju Suð- urlands árið 1959 og vann þar sam- fellt í 44 ár. Jón lærði iðn sína í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, hann var afar vandvirkur prentari, vinnufús og lagði mikinn metnað í vinnu sína. Jón var einkar þægileg- ur í umgengni, hjálplegur og glað- vær og vinnufélagarnir minnast hans með hlýhug. Umhyggjan sem Jón sýndi samstarfsmönnum sínum og fyrirtækinu var einstök og verð- ur seint fullþökkuð. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guð- rúnu Ásbjörnsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minning um góðan félaga mun lifa með okk- ur. Starfsfólk Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi. JÓN GUÐMUNDUR JÓHANNSSON Elsku besta Unnur amma. Okkur langar til að þakka þér fyrir þær ótalmörgu ánægjustundir sem við áttum með þér í þessu lífi. Það eru óteljandi minningar frá æskuárum okkar á Akranesi sem koma upp í hugann á þessum tímamótum og flestar tengjast þær heimsóknum okkar á Vesturgötu 159. Það var al- veg sama hvenær við litum inn, allt- af biðu okkar kræsingar á borðum og á Vesturgötunni voru t.a.m. bak- aðar bestu kleinur og bestu ástar- pungar í heimi. Einn dag í viku hverri var óvenju margt um mann- inn, þegar litla fólkið beið spennt eftir heimsókninni frá Gumma frænda á ísbílnum og grænu frost- pinnarnir stoppuðu stutt við í frysti- kistunni. Hjá ykkur voru Prúðuleik- ararnir í lit og það var þétt setið þegar þeir brugðu á leik á skjánum. Þrátt fyrir mikið annríki á stóru heimili varstu alltaf tilbúin til að UNNUR INGI- MUNDARDÓTTIR ✝ Unnur Ingi-mundardóttir fæddist í Byrgisvík á Ströndum 6. ágúst 1927. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness hinn 6. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 11. apríl. gefa okkur barnabörn- unum tíma og þrátt fyrir ótal prakkara- strik var þolinmæði þín og umburðarlyndi gagnvart okkur skil- yrðislaus. Ást þín og umhyggja átti sér eng- in takmörk og lúmskur húmor þinn kitlaði alla viðstadda og smitaði út frá sér. Aðfangadagur á Vesturgötunni var ómetanlegur fyrir unga fólkið og þar myndaðist ósvikin jóla- stemmning sem lifir mjög sterk í minningunni. Ósjaldan gripum við í spil með ykkur afa þegar það tognaði úr okk- ur og það leið varla sú vika eftir að þið Siggi afi fluttust í Krókatúnið að við létum ekki slag standa. Þó söknuður okkar sé sár vitum við að þú ert hvíldinni fegin eftir erfið veikindi undanfarin ár. Við vit- um að þú munt vaka yfir okkur og fjölskyldum okkar eftir að þú hefur mátað nýju vængina þína í nýju hlutverki á nýjum stað. Þú verður fallegur engill, elsku besta amma, og það verður gott fyrir okkur, Þór- unni Heklu og langömmustrákana þína Ágúst Elí, Aron Snæ og Arnar Þór að geta leitað til þín í huganum í framtíðinni. Saknaðarkveðja. Ásgeir og Rannveig. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát systur minnar og móðursystur, VALGERÐAR H. MAGNÚSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis á Háaleitisbraut 153. Sérstakar þakkir og kveðjur til alls starfsfólks á Landakoti, öldrunardeild Landspítala og hjúkr- unarheimilinu Sóltúni fyrir frábæra umönnun á undanförnum árum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Magnúsdóttir, Helga Skúladóttir, Sigfús A. Schopka, Valgerður Helga Schopka, Júlíus I. Schopka, Guðrún Helga Schopka. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar sambýliskonu, móður, tengda- móður og ömmu, MÁLFRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Krossnesi, Borgarbraut 50a, Borgarnesi. Ingólfur Hauksson, Inga Kolfinna Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Einar Sumarliðason og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGGÝAR HELGU JÓHANNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks gjörgæsludeildar Landspítala Fossvogi og séra Gunnars R. Matthíasson- ar fyrir elskulegheit og hlýhug. Tómas Jónsson, Sandra Róberts, Helgi Björnsson, Margrét Tómasdóttir, Arnar Jósefsson, Sigríður Tómasdóttir, Guðjón Sverrisson, Jóhann Tómasson, Sigurlaug Sæmundsdóttir, Helga Tómasdóttir, Ingvi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR ÞORGEIRSDÓTTUR eða vottuðu minningu hinnar látnu virðingu sína. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Barmahlíð. Ásgrímur Gunnarsson, aðrir ættingjar og vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.