Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna GuðrúnGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júlí 1932. Hún lést af völdum krabbameins á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi hinn 5. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Arn- fríður Vilhjálmsdótt- ur, f. 12. ágúst 1906, d. 26. nóvember 2002, og Guðmundar Jóhannessonar, f. 20. maí 1907, d. 20. sept- ember 1973. Bræður Önnu Guð- rúnar sammæðra eru: Björgvin Valur Helgason, f. 28. júlí 1941, og Sævar Helgason, f. 14. september 1946. Systkini hennar samfeðra eru: Guðrún Halla, f. 1939, Vigdís Guðrún, f. 1940, Margrét Kolfinna, kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 17. janúar 1956, kvæntur Hildi Björnsdóttur, börn þeirra eru: Rut sem á dótturina Sögu Dögg Þrast- ardóttur, b) Eva, c) Björn Bragi. 3) Þorsteinn Júlíus Jóhann, bifreiða- smiður og bóndi í Hreiðurborg, f. 11. september 1959, kvæntur Sig- urlaugu K. Unnsteinsdóttur og eiga þau synina a) Brynjólf Jó- hann, b) Unnstein, c) Árna Þór. 4) Magga Sigurbjörg, búfræðingur og bóndi á Túnsbergi, f. 11. októ- ber 1964, gift Gunnari Kr. Eiríks- syni, þau eiga synina: a) Atla Örn, b) Elvar Loga, c) Braga Viðar. 5) Guðmundur Helgi vélvirki á Sel- fossi, f. 3. ágúst 1967, hann á a) Hrafnhildi með Elínu S. Hall- grímsdóttur, b) Valgerði Önnu, c) Malín með Bergljótu Sævarsdótt- ur. 6) Hulda, búfræðingur og kennaranemi á Selfossi, f. 3. ágúst 1967, gift Þórði Stefánssyni og eiga þau: a) Guðlaug Inga, b) Önnu Guðrúnu, en fyrir átti Þórður son- inn Stefán Ármann. Útför Önnu Guðrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. f. 1941, Guðrún Hjálmdís, f. 1942, Stefanía Eybjörg, f. 1943, Ragnar Krist- inn, f. 1945, Jóhanna A., f. 1949, Sigrún María, f. 1950, Hall- mundur, f. 1953. Hinn 7. desember 1952 gekk Anna Guð- rún að eiga Brynjólf bónda í Hreiðurborg Þorsteinsson, f. 27. ágúst 1920, d. 29. nóv- ember 2001. Þau bjuggu í Hreiðurborg allan sinn búskap, en fluttu á Selfoss 1994. Þau eignuð- ust sex börn: 1) Herdís Kristín, kennari, f. 14. september 1954, gift Pétri Á. Hermannssyni, börn þeirra eru: Alda, á hún dótturina Rakel Rós Hákonardóttur. Ægir. 2) Arnar, búfræðingur og fram- Komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, gengin ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Stöðvast lífsins stundaglas, stendur tíminn kyrr, þú sem hafðir fágað fas, færð því góðan byr. (Kristján Run.) Elskuleg móðir mín, nú hefur þú losnað frá heimsins kvöl og pínu og ert flogin í faðm hins hæsta, en allt of fljótt. Mamma var óvenjusterk og heil- steypt kona, sem lét baslið aldrei smækka sig. Hún var ótrúlegur vinnuþjarkur en svo hógvær og lít- illát að auðvelt gat verið að misbjóða henni. Aldrei hlífði hún sér, alltaf frekar tilbúin að bæta á sig. Mamma var það mesta náttúru- barn sem ég hef kynnst. Aldrei hefði hún þrifist nema í sveitinni innan um dýrin og voru þá hestarnir í allra mesta uppáhaldi. Hvergi leið henni betur en á fjöllum, ríðandi á fákum sínum og hundurinn með. Hún naut þess að vera úti í hinni íslensku nátt- úru og ekki kom til greina að hún ferðaðist erlendis. Hún var svo hrædd um að komast ekki aftur heim. Verra gat hún ekki hugsað sér. Hún bar mikla virðingu fyrir nátt- úrunni og naut hennar á allan hátt. Þessu reyndi hún að koma inn hjá börnum sínum og öllum sem um- gengust hana. Aldrei dó hún móðir mín ráðalaus og sem dæmi langar mig að minnast þess þegar við fórum tvær með börn- in mín í smáútilegu inn í Þjórsárdal. Þegar kom að því að grilla um kvöld- ið, eftir langan og strangan göngutúr upp að Háafossi, kom í ljós að grill- kolin höfðu orðið eftir heima. Ég sá fram á að girnileg grillsteikin færi aftur heim, en þá var mamma þegar farin að tína „sprek“ sem voru reynd- ar rætur og gamlir njóla- og hvann- stönglar. Við fórum auðvitað öll að tína og að lokum var búið að fylla stóra holu af alls konar eldsmat og þar með tókst okkur að grilla. Mikið þótti okkur þessi ferð eftirminnileg og takast vel. Okkur var sagt að áhugi mömmu á hestum hafi snemma komið fram. Hún var ekki nema þriggja ára göm- ul þegar hún laumaðist í hrossin hans Geirs í Eskihlíð og klifraði á bak þeim meðan þau lágu. Þarna gat hún unað sér heilu dagana. Hún var samt ekki lengi hjá móður sinni í Reykjavík, því sex ára var henni komið fyrir hjá ömmu sinni að Ísólfsskála. Þar ólst hún upp við mikla fátækt þar til hún réð sig sem kaupakonu að Hreiður- borg, tvítug að aldri. Þetta uppeldi mótaði líf hennar, því sjaldan hef ég séð eins mikla nýtni á hlutunum. Fátæktin hafði líka áhrif á heilsu hennar, því ekki var hún nema 18 ára skorin upp við magasári. En sjúkrasaga hennar var lengri, því hún þurfti að fá kúlu í mjöðm um sextugt. Sú aðgerð mistókst, taugar klemmdust og átti hún í því sem eftir var. Oft hafði hún miklar kvalir. Í lok árs 2001 kveður hún eigin- mann sinn eftir langa umönnun og nákvæmlega ári síðar, móður sína, 96 ára gamla. Það var svo í byrjun árs 2002 að mamma veikist af krabbameini í maga og var hann numinn brott í heilu lagi. Hún fékk þó notið sumars- ins og haustsins með hestum sínum eins og kostur var, komst meira að segja í nokkrar „ferðir“. Drauma- ferðin, Fjallabak, var loksins farin, sem oft hafði verið skipulögð áður, en varð ekki af fyrr en nú. Og mikið þótti mér vænt um að hún skyldi komast með mér í reiðtúr- inn á Löngufjörum í sumar, þegar hún kom með Gumma bróður í heim- sókn þar sem ég var í hestaferð. En áður en árið var liðið var mamma aftur komin í aðgerð og nú hafði krabbinn breitt úr sér. Mánuð- irnir sem í hönd fóru voru þeir erf- iðustu sem um getur í lífi þessarar sterku konu. Hún sem loksins eftir allt stritið hafði ætlað að njóta ell- innar. Njóta hestanna sinna og komin með sinn eigin bíl. Hún var búin að hlakka svo til og farin að skipuleggja allar ferðirnar sem hún átti eftir að fara. En þetta urðu ekki hennar örlög, hún varð að kveðja. Og það gerði hún, sátt við alla menn, kvartaði aldrei, en huggaði og taldi kjark í börnin sín fram á síðustu stund, sem er einkenn- andi fyrir hennar lífsstíl. Hún tók mótlæti jafnt sem meðlæti af ein- skæru æðruleysi. Mest um vert var að í lokin fékk hún örfáa góða daga, þar sem hún komst heim og fékk tækifæri til að kveðja hrossin sín. Hún komst meira að segja nokkrum sinnum á bak og það sem meira var reið í spretti með tvo til reiðar. Elskulega móðir mín, hve djúpt ég sakna þín, en gleðst yfir að þú skulir ekki þjást lengur. Herdís. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma er látin aðeins 70 ára. Þessi sterka kona ekki síður andlega en lík- amlega varð að gefast upp fyrir ill- vígum sjúkdómi. Sem móðir og amma var hún stór- kostleg kona, full af hlýju og var óþreytandi að miðla af sínum lífs- skoðunum, sem fólust í að bera virð- ingu fyrir öllu sem íslenskt var, tungumáli, umhverfi, náttúru og dýralífi. Mannkosti mat hún aldrei eftir útliti eða þjóðfélagsstigum, heldur framkomu, tryggð og dugn- aði. Á meðan hún bjó í Hreiðurborg reyndi hún af fremsta megni að njóta alls sem hinn flati Flói bauð upp á. Hún horfði til fjallanna og lét sig dreyma og þangað sótti hún í öllum sínum hestaferðum sem voru hennar líf og yndi. En Flóinn hefur líka sinn sjarma þótt fjöllin séu langt í burtu. Okkur systkinunum var kennt að þekkja fuglana, gróðurinn, hvort sem það var sóley, fjalldalafífill eða mýr- arstör og örnefni fjallanna allt í kring. Um leið og við gátum staðið í lapp- irnar vorum við komin á hestbak, fyr- ir aftan hana eða framan og síðan ein- sömul þegar henni fannst tími til kominn. Hestarnir voru svo sannarlega hennar líf og yndi og var ekki laust við að pabbi væri stundum afbrýði- samur út í þá. Ef hann vissi ekki hvar hún var, var viðkvæðið: „Hvar er móðirin nú að hrossast?“ Við í Túnsbergi hlökkuðum alltaf til hennar árvissu sumarferðar upp í Hrepp. Kom hún þá oftast ein eða með Steina gamla. Ekkert gat aftrað henni frá þessum ferðum og kom jafnvel fyrir að ferðirnar urðu tvær á sumri. Henni fannst þetta líka ágætis upphitun fyrir lengri ferðir. Stundum hafði maður áhyggjur af henni svona mikið einni á ferð, en þær áhyggjur reyndust óþarfar því það var eins og hestarnir gættu hennar ekki síður en hún þeirra. Einhver óskiljanlegur skilningur var á milli þessarar miklu skepnumanneskju og hestanna henn- ar. Nú og svo elti hundurinn Gjafar sem horfði brúnum tryggðaraugum á húsbónda sinn og vék aldrei frá. Það mun vanta mikið þegar amma kemur ekki lengur ríðandi í heim- sókn, engin kæfa frá ömmu, engar kleinur frá ömmu og engir heima- prjónaðir ullarsokkar frá ömmu. En ríkidæmi okkar felst í að hafa átt þessa ömmu og allar frábæru minn- ingarnar tengdar henni. Góður Guð, fylgdu henni til ástvina sinna sem látnir eru og þá ekki síst fallinna gæðinga og tryggra hunda, sem oft er talinn besti vinur manns- ins. Hvíl í friði, elsku mamma, tengda- móðir og amma. Magga, Gunnar, Atli, Elvar og Bragi, Túnsbergi. Græddu Drottinn hyldjúp hjarta sár. hugga þá sem sárust einsemd grætir. Þökk sé þér, öll geymd og gengin ár, gimsteina sem minninganna gætir. (Sigurjón Ari Sigurjónsson.) Elsku mamma. Nú ertu dáin. Allt- of fljótt, það var svo margt sem þú áttir eftir að gera. Með þér er farin sá besti vinur sem nokkur getur eignast og átt. Ég tel mig lánsama að hafa átt slíka móður. Móður sem alltaf var til staðar og alltaf hugsaði fyrst um hag annarra áður en hugurinn var leiddur að sín- um eigin, ef það var þá einhverntíma gert. Móður sem hægt var að leita til með hvað sem var og alltaf tók manni opnum örmum, alltaf full af hlýju og góðmennsku og alltaf allt svo sjálf- sagt. Þær eru sannarlega gimsteinar, minningarnar um þig. Og þær eru margar minningarnar sem ég á með þér, því það var svo margt sem við gerðum saman. Ég var 12 ára þegar við riðum saman til Grindavíkur, bara tvær, 12 árum síðar riðum við saman þvert yfir Ísland norður Kjöl, yfir Heljardalsheiði og ofan í Svarf- aðardal og aftur heim. Aftur vorum við bara tvær og síðastliðið sumar þegar við fórum Fjallabaksleið nyrðri, að vísu með fleirum, en samt stundum bara tvær. Þetta voru ógleymanlegar ferðir. Fyrir utan all- ar dagsferðirnar og styttri útreiðar- túra sem við höfum farið saman í gegnum tíðina. Við tömdum saman hestana okkar, bæði í Hreiðurborg og á Selfossi eftir að við fluttumst þangað. Við eltumst við kindurnar um mýrar og móa, ríð- andi eða gangandi með hund í humátt á eftir eða fremstan í flokki og alltaf voru hestarnir skammt undan. Tengsl þín við skepnurnar voru líka einstök, alveg sama hvar eða hvenær og hvaða hestur átti í hlut, þú gast gengið að þeim og beislað þá, þótt enginn annar gæti það – jafnvel ekki eigandinn. Hefðirðu einu sinni séð skepnu þekktir þú hana aftur, þótt hún væri í hóp. Og það var sama þótt það liði langur tími á milli. Fólk leitaði til þín til að bera kennsl á hesta í hagagöngu sem eigendur voru ekki vissir um að þekkja aftur eftir sum- arlanga dvöl. Ég held þér hafi aldrei skeikað. Eins var ef við riðum um stóð og menn fréttu af því, þá áttu þeir til að hringja og spyrja hvort þú hefðir séð svona litan hest í hópnum og þú gast sagt þeim af eða á um það. Slíka skepnugleggni held ég að fáir hafi og sé í raun list af ákveðinni gerð. Eins var það með uppeldi og fóðrun á öllum þeim dýrum sem þú hafðir með höndum, þú hafðir einstakt innsæi á þarfir þeirra og var það allt gert af stakri snilld. Voru allar þínar skepn- ur vel haldnar og vel aldar, hvort sem það voru mjólkurkýr, varphænur, reiðhestar, kettir, kindur eða hundar. Þú varst náttúrubarn að innstu hjartarótum og elskaðir allt sem landið gaf og hafði uppá að bjóða. Þér leið hvergi betur en á fjöllum með hestunum þínum og kannski einum tveimur vinum með í för. Þú hlakk- aðir til allra þeirra ferða sem þú fórst í og sem betur fer voru þær margar. Nokkrar á sumri, þótt komin væri að sjötugu. Margar stundir áttir þú með hestunum þínum í styttri og lengri útreiðartúrum og veðrið aftraði þér aldrei að fara á bak. Það var bara að klæða sig eftir veðri og drífa sig af stað. Það var riðið út langt fram eftir kvöldi og nóttin var alltaf ung, hvort sem var vetur eða sumar. Ég man eftir frostkvöldum, þeysandi á góðum hestum á ísilögðum vötnum og norð- urljósin þutu um himingeiminn og ég man eftir sumarkvöldum þegar sólin settist varla og nóttin var alltaf björt. Þá var gaman að vaka og vera til. Ég man líka eftir því þegar við settumst undir fjárhúsvegginn á vorin og horfðum á lömbin skoppa um túnið á kvöldin þegar öllum verkum var lok- ið, þú dróst djúpt að þér andann og talaðir um hvað landið væri fagurt. Eða þegar þú leiddir okkur systkinin út í nóttina og söngst fyrir okkur „Tunglið, tunglið, taktu mig“ og fleiri lög og sagðir okkur að horfa upp í himininn og reyna að telja stjörnurn- ar. Þú hafðir einhvernveginn svo oft tíma fyrir okkur, þótt þú hefðir mikið að gera á stundum. Og við lærðum svo margt af þér, sem nýtist okkur alla ævi. Þú lagðir mikla áherslu á að við töl- uðum góða og rétta íslensku og þú varðst alltaf jafn pirruð ef við sögðum „hæ“ eða „ókey“. Ég vil þakka þér þá góðu málvitund sem ég hef ræktað með mér og ætla að reyna að miðla til minna barna. Það verður tómlegt að fá þig ekki í morgunkaffi á frídögum, en það brást aldrei að þegar þú varst búin í hest- húsinu, þá komstu við á leiðinni heim og fékkst hjá mér kaffisopa sem ég passaði að vera búin að laga því ég vissi að þú kæmir. Stundum sátum við bara í þögn og lásum Moggann, en stundum plönuðum við útreiðar- túra, eða eitthvað sem tengdist hrossarækt eða börnunum eða bara töluðum um lífið. Það voru góðar stundir. Best fannst þér samt þegar ég kom líka í hesthúsið, við lögðum hvor á sinn hestinn og riðum út í morgunsólina. Við heyrðumst eða hittumst á hverjum degi og stundum meira en það. Það var dásamlegur veturinn 2000 þegar ég var að temja fyrir hádegi og þú komst alltaf með mér eina eða tvær ferðir. Stundum hnýttum við í kippu og riðum á bæi og komum heim rétt um hádegið sælar og ánægðar. Það var ekki síður ánægjulegt að fá að fara fyrstu útreiðartúrana með börnin mín með þig sem haldreipi, því alltaf varstu jafnörugg og af- slöppuð og það kom einhvernveginn aldrei neitt uppá þegar þú varst með. Mér er minnisstætt þegar ég var einu sinni að fara á Land-Rovernum upp að Selfossi og þú varst í farþega- sætinu, það var hálka og í einni beygjunni snerist hjá mér bíllinn. Ég held ég hafi sleppt stýrinu og gargað. Þegar við stoppuðum sneri bíllinn í öfuga átt og ég skalf af skelfingu, þá sagðir þú sallaróleg: „Jæja, Hulda mín, ætlarðu ekki að snúa bílnum við?“ Og þar með var stressið og áfallið liðið hjá og ekki hægt annað en hlæja. Eitt sinn fyrir tveimur árum keyrði ég niður að á með börnin mín með nesti í poka og ætluðum við að fá okkur göngutúr. Þegar ég stoppaði bílinn og við stigum út, þá horfði son- ur minn sem þá var fimm ára á mig og sagði: „Erum við ekki að gleyma ömmu?“ Þannig var það líka oft að þegar við fórum að gera eitthvað skemmtilegt saman í náttúrunni, þá buðum við ömmu með. Það verður ekki jafngaman án þín í framtíðinni, en minningin um þig með í ferð mun lifa með okkur. Já, það voru svo sannarlega for- réttindi að eiga þig sem móður og að fá að hafa þig alltaf í nágrenninu og með í öllu sem gert var, það er hlut- skipti sem ég er þakklát fyrir að hafa haft. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð þig, mamma mín, ég veit að þú nýtur þín fyrir handan og ég vona svo sannarlega að þú finnir hestana þína og þið töltið saman um iðagrænar grundir. Hafðu þökk fyrir ómetanlega sam- veru. Hulda Brynjólfsdóttir. Á Fjallabaki er fjallasýn frábær, glatt þegar sólin skín. Finnst mér göfug þá fylgdin mín fjöllin klædd öll í rykkilín. (Grímur Thomsen.) Þessar ljóðlínur skáldsins koma upp í huga mér, nú þegar ég minnist ástkærrar tengdamóður minnar, Önnu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Það var síðastliðið sumar að við fór- um saman ásamt fleirum á hestum okkar í nokkurra daga ferð um Fjallabaksleið nyrðri. Aldrei grunaði mig, að það yrði hennar síðasta al- vöru hestaferð. Er ég kynntist tengdamóður minni fyrir allmörgum árum, komst ég strax að raun um að hún var stór- brotin kona. Kona sem maður gleym- ir aldrei. Tryggðin, manngæskan, hlýjan, allt var þetta í ómældum skammti til þeirra er henni kynntust. Oft sátum við Anna saman og rædd- um um lífið og tilveruna, en þó að- allega um hrossin og útreiðartúrana og ferðirnar sem við ætluðum að fara. Alltaf var hún búin að skipuleggja ferðirnar með löngum fyrirvara og gera allt klárt. Reiðtygin, huga að nestinu og yfirleitt hafði hún til taks nýprjónaða ullarsokka. En hún fór líka margar hestaferðir einsömul og þótt hún væri með þrjá, fjóra hesta saman, þá vafðist það ekki fyrir henni. Þá leið henni líka best, ein á ferð og réð sínum ferðahraða. Það var margt í fari Önnu sem var óvenjulegt og maður fylltist lotningu yfir. Oft þegar við vorum saman að eiga við hrossin og þau sýndu ein- hverja stríðni og styggð, þá gat hún alltaf einhvern veginn sefað þau. Hún tók bara beisli og smábrauðmola, labbaði út í hagann og tók hvaða hest sem var áreynslulaust. Hvernig hún fór að þessu var mér hulin ráðgáta, en þó ekki. Hún var svo stórbrotin persóna að það báru allar skepnur virðingu fyrir henni og traust til hennar. Anna var líka einstakur nátt- úruunnandi og mátti ekki sjá illa farið með landið. Þegar ég minnist Önnu í þessum fábrotnu línum, er mér einnig hugsað til hennar sem ömmu, hún var ein- stök við börnin okkar Huldu. Alltaf var hún reiðubúin, hvenær sem var, að gæta þeirra og umvefja þau hlýju og ástúð. Stundum ef langt leið á milli þá spurði hún að fyrra bragði hvort við þyrftum ekki að gera eitthvað svo hún mætti hafa þau hjá sér. Enda héldu þau mikið upp á ömmu sína. En Anna er farin frá okkur, nú er hún komin á æðra tilverustig. Þangað ANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.