Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann Guðlaug-ur Guðnason var
fæddur á Efri-Úlfs-
stöðum í Austur-
Landeyjum 24. nóv-
ember 1919. Hann
lést í Reykjavík 6.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðni Vigfússon
bóndi í Syðri-
Vatnahjáleigu, f.
25.5. 1884 á Leir-
ubakka á Landi, d.
16.8. 1958, og Elín
Guðmundína Illuga-
dóttir, f. 2.9. 1880 í
Gerðum í Garði, d. 9.9. 1953.
Bróðir Jóhanns er Haraldur, f.
30.9. 1911, kvæntur Ilse Guðnason
og eiga þau tvo syni. Þeir eru: 1)
Áki, f. 1947, dóttir hans er Sigríð-
ur, f. 1976, maki Örn Ingi Arn-
arson, sonur þeirra er Haraldur
Daði. 2) Torfi, f. 1950, kvæntur
Binnu Hlöðversdótt-
ur, börn þeirra eru
Ívar f. 1977, og Est-
er, f. 1979.
Jóhann tók við búi
í Syðri-Vatnahjá-
leigu í Austur-Land-
eyjum 1954 og bjó
þar til 1967, en var
heimilsfastur þar
áfram og stundaði
ýmsa vinnu, m.a. við
lagfæringar á göml-
um húsum á vegum
Þjóðminjasafnsins.
Hann fékkst nokkuð
við ritstörf og skráði
bókina Ábúendatal Austur-Land-
eyjahrepps 1900–1980. Jóhann
dvaldi síðustu árin á Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Jóhanns fer fram frá
Krosskirkju í Austur-Landeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag kveðjum við okkar kæra
vin, Jóhann í Vatnahjáleigu. Jóa hef
ég þekkt í yfir þrjátíu ár enda hefur
hann verið fastur punktur í tilveru
fjölskyldu minnar í gegnum fjórar
kynslóðir. Alltaf þegar eitthvað hef-
ur verið um að vera hefur Jói tekið
þátt. Oft hefur þurft að útskýra
þessa þátttöku Jóa fyrir ókunnug-
um. Jói var nefnilega hvorki faðir,
bróðir, mágur né frændi okkar held-
ur var hann Jói í Vatnahjáleigu. Og
þó, kannski var hann einmitt allt
þetta líka. Upphaf þessa alls má
rekja til þess að Vatnahjáleiga í
Landeyjum er næsti bær við Svana-
vatn þar sem amma mín og afi
bjuggu. Jói bjó í Vatnahjáleigu alla
sína tíð og var fæddur þar og uppal-
inn. Jói kom að Svanavatni nánast
daglega um áratuga skeið enda
stutt á milli bæja. Hann kom jafnan
þeirra erinda að sækja póstinn sinn
og ræða málin. Þessa forsögu hefur
jafnan þurft að útskýra svo ókunn-
ugir gætu skilið hvers vegna Jói var
alls staðar þar sem amma á Svana-
vatni, afkomendur hennar og
tengdabörn komu saman. Jói var
ókvæntur og barnlaus og sótti hann
að Svanavatni bæði andlegt og lík-
amlegt fóður. Þar skipar þáttur Að-
alheiðar ömmu minnar og Bóelar á
Svanavatni stóran sess en öll árin
og áratugina voru þær óþreytandi
að bjóða Jóa í mat og kaffi sem
hann jafnan þáði með þökkum enda
vandfundnir betri gestgjafar. Í eðli
sínu var Jói grúskari og fræðimaður
þó aðstæður hans leiddu hann ekki
á braut langskólamenntunar eða
sérhæfingar á því sviði. Jói kom að
útgáfu bóka á borð við Sunnlenskar
byggðir og Ábúendatal Austur-
Landeyjahrepps 1900–1980 og þá
hélt hann dagbók alla tíð. Hann
hafði mikinn áhuga á veðurfari, rit-
aði um það í héraðsritið Goðastein
og skráði í dagbók sína upplýsingar
um veður og skýjafar sem og þá at-
burði sem á dagana drifu, fæðingar
og aðra viðburði innan sem utan
Vatnahjáleigubæjanna. Því var oft
var leitað til Jóa ef rifja þurfti upp
löngu liðna atburði eða veðurfar til-
tekna daga og var hann jafnan fljót-
ur að rifja upp eða fletta þeim upp í
doðranti sínum. Ég leit jafnan á Jóa
sem náinn persónulegan vin og
reyndi ég að gera mér far um að
heimsækja hann að Vatnahjáleigu
svo oft sem aðstæður leyfðu. Var
jafnan róandi og ánægjulegt að
koma til hans að Vatnahjáleigu og
finna pípuilminn og ræða lífsins
gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla.
Utanhúss var jafnan snyrtilegt og
vel var sleginn bletturinn í kringum
húsið með orfi og ljá. Þá var sam-
viskusamlega borinn fúavari á girð-
ingarstaura en Jói var natinn við
slíka hluti og starfaði m.a. við að
bera blakkfernis á þil auk fleiri
verka á vegum þjóðminjasafnsins.
Gaman var að hlýða á Jóa segja frá
slíkum hlutum enda veitti það mér
ungum manni innsýn í vinnubrögð
liðinna tíma. Stundum skruppum
við í ferðir saman, ýmist tveir eða
við þriðja mann. Við gerðum okkur
það að venju á haustin að fara í
Skeiðaréttir ásamt Ingibjörgu
frænku minni en á þeim hafði Jói
sérstakt dálæti. Mátti það rekja til
þess að hann starfaði að endurupp-
byggingu Skeiðarétta á sínum tíma
og hafði þá kynnst mörgu mætu
fólki á þeim slóðum. Það veitti Jóa
lífsfyllingu að fara í réttirnar á
haustin, hitta gamla kunningja og
ræða málin. Hafði ég þann starfa að
aka bílnum enda kvaðst Jói sjálfur
jafnan verða ofurölvi í Skeiðaréttum
og í algerlega óökufæru ástandi.
Hafði ég nú ávallt vissar efasemdir
um þær fullyrðingar. Hafi Jói orðið
ölvaður í þessum ferðum mátti
örugglega fremur rekja það til
fölskvalausrar gleði og óhóflegrar
kaffidrykkju en brennivínslaps. En
það var reyndar með hreinum ólík-
indum hvað þessi granni maður gat
drukkið mikið kaffi og oft hentum
við gaman að kaffidrykkju Jóa á
fjölskyldumótum. Sama var hversu
miklu magni af góðgerðum Jói hafði
sporðrennt, alltaf gat hann bætt á
sig tíu dropum af kaffi. Þessu til
staðfestingar nefni ég að í árlegum
réttarferðum okkar var jafnan hald-
ið á þrjá bæi í sveitinni. Þar var
ekki í kot vísað og ávallt boðið í kaffi
og meðlæti. Þegar Jói var spurður
hvort við þæðum ekki kaffi var svar-
ið alltaf það sama: Jú, kannski tíu...
Eftir að kaffidrykkju lauk á fyrsta,
öðrum og þriðja bænum fór ég
gjarnan að ókyrrast og undirbúa
heimferð enda löngu búinn að fá
mína magafylli af kaffi. En Jói gat
ekki kvatt nema loka hringnum og
kasta kveðju á húsráðendur á fyrsta
bæ. Að sjálfsögðu var þar ekki við
annað komandi en að þiggja þar
kaffi í fjórða sinn þann sama dag.
Já, þeir eru fáir sem ég þekki sem
slá hann Jóa í Vatnahjáleigu út á
þessu sviði. Þess ber að geta að
þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég
minnist á þennan þátt í fari Jóa í
gamni því á fjölskyldusamkomum í
gegnum tíðina kom það oftast í
minn hlut að herma eftir Jóa.
Reyndi ég þá að finna eitthvað í fari
hans sem talist gæti til lasta og vel
til þess fallið að henda gamað að. Og
reyndar var þetta dálæti hans á
kaffi eitt af því fáa sem hægt var að
finna honum til foráttu. Það segir
kannski meira en mörg orð um
hversu mikill gæðadrengur hann Jói
í Vatnahjáleigu var og nægjusamari
mann á veraldleg gæði er erfitt að
finna. Reyndar er það ekkert gam-
an lengur að gera góðlátlegt grín að
Jóa því nú er hann ekki til staðar
sjálfur. Ég vissi nefnilega að hann
hafði af þessu lúmskt gaman því
þegar eitthvað stóð til innan fjöl-
skyldunnar, laumaði hann jafnan til
mín svo lítið bar á, poka með fötum
af sjálfum sér ef ske kynni að ég
myndi reyna enn og aftur að gera
grín að honum. Aldrei lét hann nið-
ur falla að gefa okkur krökkunum
jóla- og afmælisgjafir og leitaði jafn-
an færis á að gleðja aðra. Lítillæti,
nægjusemi og góðvild voru hans að-
alsmerki en þetta eru einmitt þeir
eiginleikar sem flesta í nútímanum
skortir. Ég tel það vel við hæfi að
kveðja minn góða vin, Jóa í
Vatnahjáleigu, með þessum fallegu
ljóðlínum Þorsteins Erlingssonar:
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
Aðalsteinn Ingvason.
Elsku Jói frændi, mig langar að
skrifa nokkrar línur til þín. Við vor-
um vön þeim samskiptum því það
liðu ekki jól án þess að fá jólakort
frá þér. Ég tók mér alltaf góðan
tíma að skrifa á þitt kort, sagði þér
það sem var í fréttum hverju sinni.
Jólin 2002 fékkstu svo mynd af Har-
aldi Daða, syni mínum. Þið náðuð
aldrei að hittast en þú fékkst aðra
mynd af honum nokkrum dögum
fyrir andlátið og ég gat sagt þér
prakkarasögur af honum. Þau voru
líka ófá bréfin sem við skrifuðum ár-
in 1998–2000 meðan ég dvaldi á
Spáni og mun ég geyma þau vel.
Einnig sýndirðu mikla rækt við
mig með því að mæta bæði í ferm-
inguna mína og stúdentsveisluna og
gladdi það mig mikið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Sigríður Ákadóttir.
Þegar pabbi og mamma fluttu að
Svanavatni fyrir um það bil 60 árum
urðu nágrannar okkar sómahjónin
Elín og Guðni í Vatnahjáleigu og
sonur þeirra hann Jói, sem við
kveðjum í dag frá Krosskirkju. En
Jói var okkur svo miklu meira en
góður granni. Hann var alltaf til
staðar fyrir okkur og til hjálpar
reiðubúinn hvort heldur var um það
að ræða að gefa forskrift litlum
skrifurum sem voru að paufast við
að byrja að draga til stafs eða
seinna meir hlusta á okkur segja
honum frá nýja kærastanum eða
nýju kærustunni.
Það er ljúft að láta hugann reika
til baka, þegar Jói kom á Deutzinum
sínum með mjólkina, tók Svana-
vatnsbrúsana úr lænunni með á
heyvagninn og keyrði í veg fyrir
mjólkurbílinn. Hann lagði alltaf af
stað frá Vatnahjáleigu þegar mjólk-
urbíllinn var við Lágafell! Og svo
kom hann með póstinn í morgun-
kaffið. Blöðin lesin við eldhúsborðið
og skipst á skoðunum um innihald
þeirra og bláa kaffikannan gegndi
stóru hlutverki þessar morgun-
stundir. Úti á hlaði gekk Deutzinn
með sínum skellum og beið hús-
bónda síns.
Tímarnir breyttust, Jói hætti
kúabúskap en vitjaði póstsins
áfram.
Þegar sá tími rann upp að ást-
armálin fóru að segja til sín hjá okk-
ur þá var honum að sjálfsögðu trúað
fyrir þeim málefnum öllum og hafði
hann lúmskt gaman af, stríddi á
sinn einstaka hátt, en geymdi leynd-
armálin eins og klettur. Hann
stríddi svo vel, hann Jói.
Að heimsækja hann var svo sér-
stakt. Tifið í klukkunni, hljóðið í rit-
vélinni þegar hann var að skrifa,
kaffið svo gott og viðræðurnar
skemmtilegar enda gestgjafinn víða
heima og vel greindur.
Og þegar maður var lítill og þorði
ekki milli bæja vegna myrkfælni þá
fylgdi Jói þangað til maður var
kominn í geislann af útiljósinu
heima.
Hann tók þátt í öllu með okkur
bæði í gleði og sorg. Jólin voru hans
tími og var það ekki síst vegna þess
að þá komu svo margar nýjar bæk-
ur út, en hann var mikill bókamaður
og beið spenntur bókatíðindanna á
haustin. Svo fengum við að velja
okkur bækur í jólagjöf frá honum.
Þeim sið hélt hann alla tíð. Eftir því
sem fjölskyldumeðlimir urðu fleiri
fjölgaði að sama skapi pökkunum
frá Jóa.
Vegna heilsubrests flutti Jói að
Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra,
fyrir þremur árum. Þar naut hann
eins góðrar umönnunar og hægt var
að hugsa sér og rómaði mjög starfs-
fólkið þar.
En sú staðreynd að hafa ekki
getu til að vera í litla bænum sínum
í Vatnahjáleigu tók sinn toll af lífs-
gleðinni, því þar var hans heimur,
stóra leiksviðið þar sem Vestmanna-
eyjar og Eyjafjallajökull voru í aðal-
hlutverkum. Fylgst var vandlega
með öllum litbrigðum og skuggi hér
eða þokublettur þar táknuðu sitt um
veðurfar næstu daga. T.d. táknuðu
músarholur gerðar að hausti og
sneru í vestur það að austanátt yrði
ríkjandi um veturinn. Farfuglum
fagnað vel að vori og var maríuerlan
sérstakur aufúsugestur. Alltaf voru
nægar birgðir af korni til handa
smáfuglunum á veturna.
Þarna undi hann glaður við sitt,
óháður nútímahraða og kröfum um
íburð og lífsstíl.
Fylgdist vel með mönnum og
málefnum, setti sig inn í mál og rök-
studdi sínar skoðanir á góðri ís-
lensku og með skemmtilegum húm-
or.
Í Njálu stendur: „Hvorki skal eg
á þessu níðast og á engu öðru því er
mér er til trúað.“ Ekki hélt hann Jói
þessum orðum á lofti, en hann lifði
eftir þeim.
Hann var mikill vinur vina sinna
og trölltryggur.
Við kveðjum hann nú með virð-
ingu og þökkum fyrir allt.
Guð blessi hann í nýjum heim-
kynnum.
Viðar, Hjördís,Gunnar
og Ingibjörg.
„Hann Jói er að koma, ég sé að
hann er lagður af stað yfir túnið,“
sagði eitt okkar, er við störðum út
um gluggann. Þaðan fylgdumst við
með Jóa sem kom gangandi sínum
hægu og taktföstu skrefum. Líklega
er hann að koma og ná í póstinn
sinn, hugsuðum við. Hann hafði það
nefnilega fyrir venju að láta Jónas
„póst“ skilja bréf sín eftir hjá okkur
á Svanavatni og koma svo og sækja
þau. Þetta var líkamsræktin hans
Jóa. Að ganga þessa rétt 500 m,
sem voru á milli bæja, taka póstinn,
spyrja frétta, og að sjálfsögðu
þiggja kaffibolla. Oftast kom hann
við á báðum bæjum, þ.e. líka hjá
ömmu okkar, og þar vissum við að
hann fékk annan kaffibolla. Stund-
um hugsuðum við þarna, sem smá-
krakkar, hvort Jói drykki aldrei
neitt annað en kaffi.
Jói var svo mikill fjölskylduvinur
að okkur fannst hann eiginlega allt-
af vera frændi okkar, þótt að hann
væri ekki vitund skyldur okkur.
Hann var tryggur vinur sem alltaf
sýndi okkur hina mestu góðvild og
alltaf tilbúinn að gleðja okkur með
nærveru sinni og gjöfum á afmæl-
isdögum okkar. Aldrei var haldinn
sá tilbreytingardagur á Svanavatni
að ekki væri hóað í Jóa. Seinna,
þegar við sjálf eignuðumst börn,
hélt Jói áfram sömu tryggðinni við
þau.
Jói átti mikið frímerkjasafn og
þegar við systkinin komumst á þann
aldur að halda að við hefðum áhuga
á því að safna frímerkjum fengum
við mikla hjálp hjá Jóa. Hann gaf
okkur nokkur „verðmæt“ frímerki
og kenndi okkur til verka.
Jói hjálpaði okkur ekki einungis
með frímerkin heldur var hann allt-
af tilbúin ef á þurfti að halda. Það
var t.d. gott og auðsótt mál að leita í
viskubrunn Jóa, því hann var fróður
maður og vel lesinn þrátt fyrir
stutta skólagöngu. Ekki höfum við
heldur tölu á því hve oft hann keypti
eitt og annað handa okkur þegar
hann fór „upp yfir“ og hversu oft við
fengum far hingað og þangað þegar
þörf var á.
Ekki er hægt að minnast Jóa án
þess að kremkexið komi upp í hug-
ann. Af því átti Jói nær ótakmark-
aðar birgðir og það vissum við, enda
voru þau oft ansi léleg erindin sem
við gerðum okkur upp til þess að
líta inn, vitandi að í staðinn fengjum
við hvítt Frón kremkex eða annað
góðgæti.
Elsku Jói, nú ertu farinn og við
sjáum þig ekki meira í þessu lífi. Þó
munum við eflaust minnast þín, með
okkar hætti, á ættarfundum í fram-
tíðinni.
Okkur langar að kveðja þig og
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur með orðum þínum
sem eru okkur svo ofarlega í minni:
„Miklar þakkir.“
Aðalheiður, Bjarki og
Guðbjörg Viðarsbörn.
Í fáum orðum langar mig að
minnast vinar míns Jóhanns Guð-
laugs Guðnasonar frá Vatnahjáleigu
í Austur-Landeyjum, sem látinn er
á áttugasta og fjórða ári. Það er
með því fyrsta sem ég man eftir
mér að ég spurði mömmu hvort ég
mætti skreppa til hans Jóa, og að
fengnu leyfi var hlaupinn þessi spöl-
ur sem var á milli bæja. Það er í
minningunni bjart yfir þessum ferð-
um mínum sem voru æði margar, og
ekki spillti að ég vissi að ég fengi
kökubita úr hendi Elínar móður
Jóa, og þeim fylgdu hlý orð til
barnsins sem var að stækka og allt-
af gat bætt á sig einum kökubita.
Það er mikil guðsgjöf að hafa í
vöggugjöf fengið það skapferli sem
Jói hafði því aldrei vissi ég til að
hann skipti skapi, alltaf stutt í bros-
ið, glensið og það að sjá broslegu
hliðarnar á tilverunni. Hann var
mikill bókamaður, las mikið og
skrifaði mikið og skrifaði mjög vel.
Ég veit að fleiri en ég hafa verið svo
heppnir að fá forskrift hjá honum
þegar maður fór að draga til stafs.
Eftir að ég flutti úr sveitinni var
gott að hringja í Jóa, spyrja frétta
af æskuslóðum, nú eða það sem
betra var, það að fá bréf, því mér
finnst það forréttindi að hafa fengið
bréf svo skemmtilega skrifuð.
Eftir nær sjö áratuga samleið er
nú komið að kveðjustund, hann er
farinn, komin í annan heim, heim
friðar og birtu. Blessuð sé minning
þín.
Vignir.
JÓHANN
GUÐLAUGUR
GUÐNASON
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN KRISTGEIRSDÓTTIR,
lést að morgni fimmtudagsins 10. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
16. apríl kl. 15.00.
Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn V. Jónsson,
Herborg Guðmundsdóttir, Trausti Már Ingason,
Helga Guðmundsdóttir, Guðni Sigþórsson,
Finnbjörg Guðmundsdóttir, Benedikt Davíðsson,
Oddný Guðmundsdóttir, Gestur Kristinsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Arnór Eyþórsson,
Sveinbjörn Guðmundsson, Ólöf Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.