Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 51
förum við öll um síðir. Mér fannst það heldur fljótt, við áttum eftir að fara fleiri hestaferðir saman. Við gerum það bara seinna, þegar við hittumst næst! Ég bið góðan Guð að veita börnum Önnu Guðrúnar, mökum og afkom- endum styrk og blessun í þeirra missi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þórður Stefánsson. Elsku amma. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig svona unga. Aðallega mín vegna, því ég veit að þú ert núna á góðum stað. Ég sakna þess bara svo mikið að hafa þig ekki hjá mér lengur, tala við þig og hlusta á þig syngja fyrir Rakel Rós, en það gerðir þú gjarnan þegar við hittumst. Mér fannst alltaf svo auðvelt að tala við þig og frábært hvað við gát- um náð saman. Þú varst kannski ekki mikið að tala um tilfinningar þínar, því þú varst alltaf svo hógvær og ein- hvern veginn svo réttsýn. Kannski varst þú ekki svo mikið fyrir að liggja í símanum, en það gerðum við nú samt oft og spjölluðum um heima og geima. Ég er mjög heppin og glöð yfir þeim góðu minningum sem ég á um þig. Þegar þú varst að kenna okkur að tala rétt og fallegt mál og fékkst alveg fyrir hjartað ef verið var að sletta útlendum orðum; s.s. ok, hæ og bæ. Ég á alltaf svolítið erfitt með mig þegar ég heyri fólk tala um að eitt- hvað sé að „ske svo dæmi sé tekið, þótt sum þeirra hafi verið tekin inn í íslenska tungu, sbr. orðabók. Ein af mínum skemmtilegu minn- ingum er þegar við fórum með Ægi að versla í Reykjavík og ætluðum að finna á hann föt. Það kom mér svo skemmtilega á óvart hvað við höfðum líkan smekk þegar kom að því að velja föt á hann. Það var svo annað mál hvað honum fannst um okkar val og gat það tekið á taugarnar að sann- færa hann um að auðvitað vissum við okkar viti. Elsku amma, ég veit að þú hefur hitt marga gamla vini, bæði menn og dýr þar sem þú ert núna. Þau hafa tekið glöð á móti þér, gömlu vinirnir og sennilega er Gjafar með dinglandi skottið búinn að bíða síðan í fyrra. Ég man hvað þú saknaðir hans. Svo veit ég að afi og langamma taka líka á móti þér. Mikið finnst mér stutt síðan þau fóru. Vonandi nýtur þú þess að þeysa um á gæðingunum þínum, eins og þú varst búin að skipuleggja þótt þú far- ir nú um á öðrum stað. Þú munt ávallt lifa í hjörtum okk- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Alda Pétursdóttir. Kem ég nú að kistu þinni, kæra amma mín, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti eg skjól með þér í þínu húsi þar við undum þá var afi líka hér. Kem ég nú að kveðja ömmu klökkvi í huga býr. Hjartans þökk frá mér og mömmu minning lifir skýr. Vertu sæl í huldum heimi horfnir vinir fagna hljótt laus við þrautir, Guð þig geymi góða amma, sofðu rótt. (Helga Guðm.) Besta amma í heimi er dáin. Hún var alltaf svo góð við okkur og vildi gera allt fyrir okkur. Hún kom alltaf í morgunkaffi um helgar og passaði okkur oft, fór með okkur á hestbak og í göngutúr og þá var Gjafar oft með henni. Við söknum þín rosalega mikið og vonum að þú hafir það gott og þér líði vel núna og að þú finnir Sprett og Gjafar. Hafðu það gott, elsku amma. Bestu kveðjur. Þín Guðlaugur og Anna Guðrún. Aðeins örfá orð til þess að þakka þér fyrir allt. Þú varst búin að berjast við mikil veikindi, en ég veit að nú líð- ur þér vel. Ég veit líka að Brynjólfur tekur fagnandi á móti þér. Þegar fólk er búið búa eins lengi saman og þið, er lífið orðið svo samantvinnað að það er oft eins og einn maður. Þið funduð fyrir gleði og sorg hvort annars, og í raun og veru eru dagleg samskipti orðin svo mótuð að allt verður að vera í föstum skorðum. Áhyggjur af börn- unum ef eitthvað er að og einnig að gleðjast með þeim, og barnabörnun- um. Elsku Anna mín, þú varst alveg einstök, þú varst svo mikið náttúru- barn, gladdist yfir vorinu, gróðrinum og öllu lífi og og hesturinn var þitt líf og yndi, að ferðast frjáls út í náttúr- una. Mér dettur í hug ljóð Einars Benediktssonar, en hann var í háveg- um hafður á heimilinu: Maður einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Knapinn á hestbaki er kóngur um stund. kórónulaus á hann ríki og álfur. Brynjólfur var mikið veikur áður en hann dó, og þú varst alltaf tilbúin að hlúa að honum. Þið voruð heppin að eiga stóran barnahóp, sem stóð við hlið þér í veikindum hans. Í þínum veikindum voru þau alltaf tilbúin að hjálpa þér, hvort sem þú lást á sjúkrahúsinu eða þau leiddu þig til hestanna þinna að strjúka þá og kveðja. Við Garðar höfum alltaf búið á Seyðisfirði, en alltaf þegar við höfum komið suður, förum við á Selfoss. Það var alltaf jafnánægjulegt, gestrisnin var mikil (það mætti raunar segja margar sögur um hana). Það var ótrúleg gleði og léttleiki í kringum ykkur. Brynjólfur tók upp bók og las eitthvað eftir Einar Ben. eða Kiljan. Anna sem alltaf hafði nóg að gera með ykkur sex börnin, og búskapinn, hún hafði tíma til að sinna gestunum, það var hlegið og rifjaðar upp gamlar minningar. Þetta voru stundir sem ekki gleymast, Anna mín, við þökk- um þér. Við sendum fjölskyldunni samúð- arkveðjur. Ég veit að þið eigið góðar minningar um mömmu sem alltaf hafði tíma til að sinna ykkur á sinn hljóðláta og hlýja hátt. Guð blessi ykkur. Karólína og Garðar. Er ekki broslegt að bogna og barnslegt að hrærast er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast. Er ekki gott að eiga þess kost að orka þar nokkru um haginn og mega svo rólega kveðja að kveldi með kærri þökk fyrir daginn. (Sr. Sig. Einarsson frá Holti.) Í dag er til moldar borin vinkona okkar, Anna Guðrún Guðmundsdótt- ir. Anna var mikil sómakona, hörku- dugleg og ósérhlífin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Reglusemi og snyrtimennska var henni í blóð borin. Hestakona var hún mikil og hugsaði vel um sín hross og hafði unun af að fara í útreiðar, hún hafði einu sinni á orði að hún hefði ekki orðið konan hans Brynjólfs ef hann hefði ekki átt hross. Anna var mjög hjálpsöm og ef hún vissi af einhverjum sem átti erfitt, þá leið henni ekki vel nema að hún gæti rétt þar hjálparhönd. Í veikindum sínum lét hún ekki bugast, hún gaf sínum hrossum og fór á hestbak, prjónaði á barnabörnin og kvartaði aldrei, enda vildi hún hafa nóg fyrir fyrir stafni. Það var gaman að koma í heim- sókn til Önnu og Brynjólfs, skemmti- leg voru þau og vel tekið á móti manni, enda voru þau hjón höfðingjar heim að sækja. Elsku Anna, við þökkum þér hjart- anlega fyrir alla vináttu og góðvild í okkar garð gegnum árin. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu Guði falin, kæra vinkona. Bjarney G. Björgvinsdóttir, Ingveldur S. Steindórsdóttir. Hún kom ríðandi með tvo til reiðar heim að Hreiðurborg í sumarbyrjun. Ætlunin var að vera þar kaupa- kona í eitt sumar. Hún var hávaxin og grönn og glæsileg, enda heillaði hún bóndasoninn á bænum þegar í stað. Það eru margar minningar sem koma í hugann þegar ég minnist vin- konu minnar Önnu Guðrúnar Guð- mundsdóttur: Anna ríðandi á Háfeta – en hún sat hest afburða vel. Anna í gamla húsinu í Hreiðurborg, þar sem næstum öll nútíma þægindi skorti – en alltaf var hreint og vel um gengið. Og það sem varð mér eftirminnileg- ast: Anna að gefa tvíburunum brjóst – báðum í einu. Hún mjólkaði þeim, þrátt fyrir alla vinnuna – og gaf þeim kaplamjólk þegar henni fannst þau ekki fá nóg af móðurmjólkinni. Hún vissi að hún var líkt samsett og henn- ar eigin mjólk. Það var óskiljanlegt hve miklu hún kom í verk – alla daga árið um kring. Það hefði reynst hverri meðalmanneskju nægilegt verkefni að hugsa um búskapinn í Hreiðurborg, oft með lítilli aðstoð, en bæta að auki á sig að hugsa um stórt heimili, börnin sex og aldraða tengdamóður, og Brynjólfur ekki heilsuhraustur. Þegar hann var að heiman til lækninga hafði hún líka á sínum höndum aðdrætti til heimilis- ins og búsins. Hvernig hún komst yfir þetta er mér óskiljanlegt. Ekki var hún heilsuhraust og kannski var hann langur aðdragandinn að mein- semdinni sem nú hefur lagt hana að velli. En það var annað sem mér fannst álíka óskiljanlegt. Þegar hún átti smástund fyrir sjálfa sig þá lagðist hún ekki fyrir til að hvíla sig. Hún fór á hestbak. Hjá hestunum fékk hún þá lífsfyllingu og þann kraft sem hjálp- aði henni í gegnum alla erfiðleika. Og hún reyndi að fara á bak á degi hverj- um, þótt ekki væri farið nema upp að rimlahliði. Anna var mjög sterk persóna. Eitt sem einkenndi hana var hversu mikla virðingu hún bar fyrir öllu sem lifir. Og mér fannst dýrin sýna henni virð- ingu sína. Þau vissu að það þýddi ekkert að óhlýðnast slíkri húsmóður. Og alltaf stjórnaði hún af mildi og festu. Aldrei sá ég hana beita svipu eða yfirleitt að hún sýndi dýrunum neina hörku – þau bara hlýddu. Og árangurinn var líka góður. Það voru afburða kýr í Hreiðurborg. Fallþungi á dilkum var meiri en annars staðar og hestarnir töldust gæðingar. Ég hefi verið svo lánsöm að eiga Önnu að vini í meira en fjörutíu ár. Það eru óteljandi ferðirnar sem við höfum farið ríðandi saman hérna á milli bæjanna. Og ógleymanleg er ferðin sem við fórum saman ríðandi norður í Húnaþing – norður Arnar- vatnsheiði og suður Kjöl. Seinna rið- um við til Hveravalla og sömu leið til baka. Þá rigndi 75 mm á hálfum sól- arhring einn daginn. Það gerði okkur ekkert til. Við vorum vel gallaðar en vorkenndum hestunum. Þegar Anna þurfti að teyma þrjá hesta um vegi ætlaða bílum, þá lét hún tvo hesta hlaupa fyrir aftan þann sem hún reið og þann sem hún teymdi sér við hlið. Þetta hefi ég ekki séð aðra gera. Það var mun öruggara en hafa fjóra hesta hlið við hlið á bílvegi. En hvernig fór hún að því að láta hestana tvo ganga á eftir hinum? Spyr sá sem ekki veit. Anna las góðar bækur þegar hún hafði tíma til og hún hafði yndi af söng. Það kom fyrir að hún hringdi í mig þegar eitthvað fallegt var í út- varpinu. Hún kunni vel að meta söng- röddina hans Brynjólfs, en það sagði mér dr. Hallgrímur Helgason að hann hefði getað orðið eins góður söngvari og Stefán Íslandi, hefði hann lært að syngja. Eins og nærri má geta var Anna oft þreytt, líkaminn útslitinn af stöð- ugri vinnu. Einhverju sinni sagði hún mér að hún svæfi stundum sitjandi í stól. Hana verkjaði þá minna en lægi hún út af í rúminu. Anna og Brynjólfur áttu miklu barnaláni að fagna. Börnin öll fyrir- myndar fólk – og barnabörnin líka. Börnin fóru að hjálpa til úti og inni strax og þau höfðu aldur til og þau lærðu af móður sinni þá natni og um- hyggju sem henni var eðlilegt að sýna mönnum og málleysingjum. Anna var ekki bara búkona, hún var líka mikil og hagsýn húsmóðir. Það brást ekki að hún bar á borð heimabakaðar kök- ur ásamt smurðu brauði þegar gesti bar að garði. En þau hjón voru bæði mjög gestrisin, enda oft gestkvæmt í Hreiðurborg. Ef nokkur manneskja sem ég hefi kynnst á það skilið að kallast hvers- dagshetja, þá er það hún Anna. Það var sama á hverju gekk. Hún lét aldr- ei bugast. Fyrir réttum mánuði heim- sótti hún okkur hjónin, eins og til þess að kveðja okkur. Þá var ennþá mikil reisn yfir henni, þótt ekki kæmi hún ríðandi, heldur æki sjálf bílnum sínum. Þannig finnst mér gott að muna síðustu heimsókn hennar, en nú hefur hún farið annað: Til fundar við eiginmann sinn og málleysingjana sem áttu hug hennar allan. Hún er riðin yfir Gjallarbrú á honum Háfeta sínum. Elínborg Guðmundsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 51 ✝ Valgerður Alb-ína Samsonar- dóttir fæddist á Þingeyri 20. febr- úar 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Patreks- firði 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Samson Jóhanns- son, f. 28. apríl 1890, d. 25. maí 1971, og Bjarney Sveinbjörnsdóttir, f. 6. október 1888, d. 26. desember 1943. Systkini Valgerðar eru Sigurður Björn, f. 1912, d. 1946, Ragnheiður, f. 1913, Guðrún Ágústa, f. 1914, Þorbjörg, f. 1916, Samson, f. 1917, d. 1978, Jóhann, f. 1919, d. 2001, Svein- björn, f. 1920, d. 1975, Þorvald- ína Ída, f. 1922, d. 1942, Jónea, f. 1923, Sigríður, f. 1925, Aðalheið- ur, f. 1926, Haraldur, f. 1928, d. 1995, Kristín Agnes, f. 1933. Hinn 11. nóvember 1949 giftist Valgerður eftirlifandi eigin- manni sínum, Hafliða Ottóssyni, f. 3. mars 1925, bakarameistara á Patreksfirði. Foreldrar hans voru Ottó Guðjónsson, f. 1. nóv. 1900, d. 14. júlí 1971, og Tímótea Torfey Hafliðadóttir, f. 19. júní 1902, d. 6. apr. 1928 en stjúp- 11. feb. 1993. 5) Guðrún, f. 16. nóv. 1960, maki Árný J. Sig- urjónsdóttir, f. 19. sept. 1973. 6) Ari, f. 1. júlí 1965, maki Guðrún Leifsdóttir, f. 21. júní 1965, og eiga þau fjögur börn, Benedikt Bergmann, f. 2. okt. 1986, Almar Elí, f. 1. maí 1991, Leif Halldór, f. 24. mars 1993, Ottó Ara, f. 5. maí 2002. 7) Róbert, f. 2. maí 1970, maki Sigurósk Erlingsdótt- ir, f. 17. ágúst 1970, og eiga þau fjögur börn, Kristínu Björgu, f. 27. mars 1990, Írisi Huld, f. 22. sept. 1994, Hildi Ýri, f. 14. apríl 2001, Hafliða Ottó, f. 15. jan. 2003. Valgerður missti móður sína á 14. ári og fór til Reykjavíkur í vist fljótlega eftir það og var þar í u.þ.b. tvö ár og fór þá til Pat- reksfjarðar sem vinnukona í Ólafshúsi. Starfaði hún við af- greiðslustörf í bakaríum, fyrst hjá tengdaföður sínum, síðan með eiginmanni og loks hjá syni sínum Rafni. Einnig starfaði hún á Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar. Hún var virk í fé- lagsstarfi, m.a. með Kvenfélag- inu Sif og Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði. Hún var ein af stofnendum Kirkjukórs Pat- reksfjarðar. Útför Valgerðar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. móðir hans var Guð- rún Ingibjörg Magn- úsdóttir, f. 12. maí 1909, d. 29. okt. 1993. Valgerður og Hafliði eignuðust sjö börn. Þau eru:1) Ragnar, f. 1. ágúst 1949, maki Áslaug Sveinbjörnsdóttir, f. 27. mars 1947, og eiga þau þrjú börn, Hafliða, f. 1. maí 1969, Lindu Björk, f. 30. maí 1972, og Sig- urbjörn, f. 27. ágúst 1980. Barnabörn þeirra eru orðin þrjú. 2) Rafn, f. 18. ágúst 1951, maki Anna F. Gestsdóttir, f. 1. feb. 1950, og eiga þau þrjú börn, Ólaf Gest, f. 25. júlí 1970, Sigmar, f. 20. júlí 1974, og Brynju, f. 25. maí 1976. Barnabörn þeirra eru orðin sjö. 3) Torfey, f. 4. des. 1953, og á hún fjögur börn, Valgerði Hlín, f. 11. okt. 1969, Rakel Lind, f. 10. jan. 1982, Birki Frey, f. 31. maí 1983, Berglindi Ýri, f. 11. sept. 1985. Barnabörn hennar eru orðin fjögur. 4) Ottó, f. 27. des. 1956, maki Hrafnhildur Björgvinsdóttir, f. 15. sept. 1957, og eiga þau fjögur börn, Hafliða, f. 18. des. 1978, d. 29. des. 1996, Hrund, f. 18. des. 1978, Björgvin, f. 21. júní 1984, Eyrúnu Ösp, f. Elsku amma. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd,og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Ég átti bágt með að trúa því að þú værir farin þegar mamma sagði mér þessar sorgarfréttir, þó var maður alltaf hálfpartinn að bíða. En ég veit að þú ert komin á góðan stað og nú er þér farið að líða vel, því kvöldið sem þú fórst dreymdi mig þig alla nóttina og við vorum komnar í bæinn og þú varst hress og alveg eins og þú varst áður en þú veiktist, þú varst að kaupa þér rándýrt veski. Mér finnst að ein- hver sé að sýna mér hvert þú ert komin. Ég á alveg helling af minningum sem ég gæti þulið hérna upp en ég geymi þær í hjartanu mínu. Og ég á eftir að ylja mér við þessar minn- ingar. Það verður skrítið að koma á Patró því að ég hef ekki komið þangað síðan ég var að passa þarna um sumarið fyrir átta árum og fara ekki á Mýrana. Afi er búinn að missa mikið og hann er búinn að vera heppinn að hafa fengið að hafa þig svona lengi. Ég á eftir að sakna að geta ekki „fiffað“ við hendunar þínar og finna ekki ömmulyktina þína. Elsku besta amma, ég geymi þig inni í hjarta mínu og þaðan ferðu aldrei. Ég elska þig, amma mín. Þín Rakel Lind. VALGERÐUR ALBÍNA SAMSONARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.