Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 65
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 65
● MIKE A. Ambrose, fram-
kvæmdastjóri Evrópusambands
flugfélaga, segir að yfirstjórn Evr-
ópusambandsins hafi í fyrsta sinn í
síðusta mánuði haft samband við
sig til að kanna hvað stjórnvöld geti
hugsanlega gert til að koma til að-
stoðar flugfélögum ef kæmi til
stríðs milli Bandaríkjamanna og
Íraks. Segir hann það fagnaðarefni
að ríkisstjórnir telji það skyldu sína
að styðja við flugfélög á erf-
iðleikatímum.
Framkvæmdastjórinn kvaðst hafa
fengið þessa spurningu formlega
frá ESB í síðustu viku og sagðist
hafa bent á nokkur atriði sem
stjórnvöld gætu haft í huga í þess-
um efnum. Í fyrsta lagi að þau yrðu
flugfélögum bakhjarl ef trygginga-
félög felldu niður stríðstryggingar
sem hafa verið í gildi, að ekki verði
gefnar út nýjar og íþyngjandi reglur
sem hefðu kostnað í för með sér
fyrir félögin og að ríkisstjórnir tækju
þátt í kostnaði við hugsanlegar nýj-
ar aðgerðir til að fyrirbyggja hryðju-
verkastarfsemi.
Í ávarpi sínu á ráðstefnunni gerði
Mike A. Ambrose einnig að umtals-
efni hugmyndir um refsilaust um-
hverfi þegar flugslysarannsóknir eru
annars vegar, þ.e. refsilaust svo
framarlega sem sýnt þyki að menn
hafi ekki viljandi framið einhver
brot. Er þetta gert í því skyni að fá
fram sem mestar upplýsingar um
slys og atvik verði mönnum ekki
refsað með því að slíkar upplýs-
ingar yrðu hugsanlega notaðar í
málaferlum. Sagði hann ESB hafa
sett fram tillögur um slíkt refsilaust
umhverfi en síðan fallið frá þeim
sem hann sagði miður. Hrósaði
hann Danmörku fyrir að hafa lögfest
hjá sér refsilaust umhverfi að
þessu leyti og sagði mikilvægt að
vinna að því að fá ESB til að sam-
þykkja einnig tillögur þess efnis.
Vill refsilaust
umhverfi
● EINS og lesendur eflaust
þekkja ber flugmönnum að hætta
störfum við 60 til 65 ára aldur eft-
ir því í hvaða landi þeir starfa. Það
er langt frá því að starfsgeta
þeirra sé þar með búin og þeir búa
yfir mikilli reynslu og þekkingu
sem fleiri ættu að geta fengið að-
gang að. Á ráðstefnunni á dög-
unum kom berlega í ljós að nokkrir
fyrirlesaranna eru flugmenn á eft-
irlaunum sem hafa tekið upp ýmis
verkefni á sviði flugöryggis og ráð-
gjafar.
Varla þurfa flugmenn að halda
áfram störfum launanna vegna en
eftir áratuga starf við flug á ýms-
um tegundum véla, í ýmsum lönd-
um, við ólíkar aðstæður og í fagi
þar sem gífurleg tækniþróun hefur
orðið er ljóst að slíkir starfsmenn
eiga mikið í reynslubankanum.
Vilja þeir gjarnan að aðrir njóti
vaxtanna úr slíkum banka.
Hérlendis tíðkast gjarnan að
ungir flugmenn hefji starfsferil
sinn á því að kenna flug. Ekkert er
við það að athuga og sá sem er
ferskur úr námi veit vel hvaða at-
riði á að leggja áherslu á við flug-
nemann. Ekkert væri því hins veg-
ar til fyrirstöðu að flugmaður á
eftirlaunum kæmi við sögu í flug-
kennslu. Íslenskir flugmenn hafa
yfirleitt byrjað starfsferil sinn í inn-
anlandsflugi í einhverjum mæli og
síðan stundað þotuflug milli landa.
Geta þeir því bæði bent á ýmsa
pytti sem flugnemar ættu að var-
ast varðandi veðurfar, flugleiðir yfir
landinu og meðhöndlun á vél
sinni. Þetta gerist helst í dag á
hinum reglulegu flugöryggis-
fundum.
Svona nokkuð strandar hins veg-
ar trúlega mest á kjara- og að-
stöðumálum. Flugskólar hafa varla
burði til að ráða reynda menn sem
notið hafa þokkalegra kjara sem
ráðgjafa. Mætti hugsa sér að yf-
irvöld gætu með einhverjum hætti
komið hér við sögu og komið á ný-
skipan í þessum efnum.
Margir
ráðgjafar
EFNT verður til viðamikillar
skemmtidagskrár í reiðhöllinni
Svaðastöðum á Sauðárkróki um
páskana, nánar tiltekið laugardags-
kvöldið 19. apríl kl. 21. Þar koma
fram Karlakórinn Heimir, Jóhann-
es Kristjánsson eftirherma, Óskar
Pétursson frá Álftagerði, Djákninn
frá Myrká, söngelsk grunn-
skólabörn úr Skagafirði, hesta-
menn og fleiri.
Páll Dagbjartsson, skólastjóri og
formaður Karlakórsins Heimis,
segir að á dagskrá skemmtikvölds-
ins verði blanda af söng, hestasýn-
ingum og gamanmálum þar sem
áhersla verði lögð á að höfða til
allrar fjölskyldunnar.
„Hér í Skagafirði ákváðum við á
síðasta ári að reyna að setja upp
dagskrá í héraði sem samanstæði af
mismunandi viðfangsefnum þannig
að þeir sem hygðu til ferðalaga um
páskana gætu fundið eitthvað við
sitt hæfi, ekki síður hér en á öðrum
stöðum á landsbyggðinni. Hug-
myndin er að þetta verði árlegur
viðburður,“ segir Páll en þar sem
snjóinn vantar í hlíðar Tindastóls
telur hann að skíðaáhugafólk verði
að huga að öðrum viðfangsefnum
að þessu sinni, m.a. þeim að njóta
flutnings á menningar- og
skemmtiefni.
Að sögn Páls hefur það komið í
ljós að reiðhöllin Svaðastaðir er hið
ágætasta sönghús og sameinar því
mjög vel helstu einkennin sem
Skagfirðingar eru hvað þekktastir
fyrir, þ.e. hesta og söng. Óskar frá
Álftagerði verður kynnir kvöldsins,
auk þess að syngja með Heim-
ismönnum og einn síns liðs. Páll
segir að kórinn muni flytja lög um
hesta, menn, ástir og vín og allt þar
á milli og Jóhannes eftirherma
muni bregða sér í gervi allra helstu
fyrirmenna þjóðarinnar. „Við von-
umst til þess að þessi nýbreytni í
menningarlífi Skagfirðinga falli öll-
um vel í geð, gestum sem heima-
mönnum,“ segir Páll en byrjað
verður á að selja aðgöngumiða í
Svaðastöðum frá kl. 15 á laug-
ardaginn.
Skagfirsk
reið- og
söng-
skemmtun
um páskana
Karlakórinn Heimir flytur lög um hesta, konur og vín og allt þar á milli á
skemmtikvöldinu á Sauðárkróki um páskana.
Morgunblaðið/Kristján
Óskar Pétursson frá Álftagerði
verður kynnir kvöldsins og tekur
einnig lagið.
Göngugarpar ÍT-ferða munu ganga
á Trölladyngju, á morgun, sunnu-
daginn 13. apríl. Mæting er kl. 10.30
við Hafnarfjarðarkirkjugarð.
Á MORGUN
Málþing um langvarandi verki
verður haldið þriðjudaginn 29.
apríl nk. í Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði. Á málþinginu greinir
fagfólk Heilsustofnunar frá rann-
sóknum og aðferðum, sem notaðar
eru í Heilsustofnun, til að lina
verki og auka lífsgæði. Dagskrá
málþings um langvarandi verki er
að finna á heimasíðu www.hnlfi.is
og er skráning hafin í síma og
heilsu@hnlfi.is
Röndóttir páskar í Hvalfirði er
heitið á páskatilboði Hótels Glyms
í Hvalfirði og hefst það fimmtu-
daginn 17. apríl. Boðið verður
uppá sælkeramatseðil, skipulagðar
gönguferðir, söng, sagnir, nudd,
heita potta o.fl. Gisting fyrir tvo í
eina nótt, með morgunverði og
kvöldverði kr.16.900, í tvær nætur
27.900 og í þrjár nætur 37.900.
Stutt er í níu holu golfvöll og í ná-
grenninu eru tvær sundlaugar.
Á NÆSTUNNI
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík
standa fyrir ýmsum viðburðum í
dag, laugardaginn 12. apríl.
Í Öskjuhlíðinni fer fram páska-
eggjaleit kl. 13, á vegum sjálfstæð-
isfélaganna í Nes- og Melahverfi
og Hlíða- og Holtahverfi. Leitin
hefst við Perluna þar sem Skóla-
lúðrasveit Seltjarnarness leikur.
Einnig verður andlitsmálning og
leiktæki o.fl.
Í Laugardalnum, við gömlu þvotta-
laugarnar norður af Skautahöllinni,
verður einnig páskaeggjaleit með
svipuðu sniði og hefst hún kl. 15. Á
sama tíma verður opnuð kosn-
ingaskrifstofa ungs fólks í Austur-
stræti (gamla Hressó) en þar opna
einnig sjálfstæðisfélögin í Aust-
urbæ – Norðurmýri og Vestur- og
Miðbæ sínar kosningaskrifstofur.
Boðið verður uppá veitingar og
ýmis skemmtiatriði, m.a. munu
Selma og Hansa skemmta gestum.
Fjögur sjálfstæðisfélög opna sam-
eiginlega kosningaskrifstofu í
Glæsibæ kl. 16, þau eru sjálfstæð-
isfélögin í Laugarnesi, Langholti,
Háaleiti og Smáíbúða-, Fossvogs-
og Bústaðahverfi. Flutt verða tón-
listaratriði, kaffiveitingar, ávörp og
leiktæki fyrir börnin.
Gönguferðir á vegum Vinstri-
grænna í Reykjavík og nágrenni
hafa verið skipulagðar á næstu
sunnudögum fram að kosningum.
Á morgun, sunnudaginn 12. apríl,
verður leikinn ratleikur við Elliða-
vatn. Mæting er við Selásskóla kl.
14. Eftir gönguna verður hægt að
fá léttar kaffiveitingar.
Formenn stjórnmálaflokkanna í
heimsókn í Fíladelfíu Formenn
og fulltrúar stjórnmálaflokkanna
heimsækja Hvítasunnukirkjuna
Fíladelfíu á morgun, sunnudaginn
13. apríl, og sitja fyrir svörum á
samkomu í Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu að Hátúni 2 í Reykjavík.
Samkoman hefst kl. 16.30 þar sem
gospelkór Fíladelfíu leiðir sönginn.
Prestur safnaðarins, Vörður Leví
Traustason, enda samkomuna með
stuttri hugleiðingu. Þetta er í
fyrsta sinn sem Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía býður til stjórnmála-
fundar á opinberri samkomu. Allir
velkomnir. Samkomunni verður út-
varpað á Lindinni fm 102,9 á höf-
uðborgarsvæðinu, Ísafirði og Höfn,
fm 88,9 á Suðurlandi og fm 103,2 á
Akureyri, 106,5 á Siglufirði og
Ólafsfirði, 104,5 á Húsavík.
Almennur fundur í Alþýðuhúsinu
í Hafnarfirði verður haldinn
mánudaginn 14. apríl kl. 20, á veg-
um Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði. Guðmundur Árni, Rann-
veig, Þórunn og Katrín, fjórir efstu
menn Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi, sitja fyrir svörum.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
stjórnar umræðum.
STJÓRNMÁL
ANTIKSALAN ehf., er ný antik-
verslun sem verður opnuð um
helgina í Skúlatúni 6, í Reykjavík.
Eigendur verslunarinnar eru
hjónin Ragnar Bernburg og Berta
Kristinsdóttir. Verslunin leggur
áherslu á antikhúsgögn frá
Frakklandi og víðar frá 19. öld.
M.a: útskorna bókaskápa, borð-
stofuhúsgögn, stóla, klukkur,
kertastjaka, og silfurmuni.
Í tilefni opnunarinnar verður
opið í dag, laugardaginn 12., og á
morgun, sunnudaginn 13. apríl, kl.
12–17 báða dagana, en verslunin
verður opin alla virka daga kl.
10–17, segir í fréttatilkynningu.
Antiksalan
– ný verslun
MÓTORHJÓLASÝNING
verður hjá Bernhard hf.,
Vatnagörðum 24, um helgina.
Kynntar verða 2003 árgerð-
irnar af götu- og torfæruhjól-
um ásamt fjórhjólum og
fleiru.
Þarna verða öll torfæruhjól
sem Honda framleiðir um
þessar mundir, eins og mot-
orcrosshjólin CR85, CR125,
CR250 og fjórgengishjólið
CRF450. Endúróhjólin eru til
í mörgum stærðum, m.a.
XR50 sem hentar 6 ára börn-
um. XR100 er fyrir unglinginn
og XR250, XR400 og XR650
fyrir fullorðna. Götuhjólin eru
líka nokkur á sýningunni, eins
og t.d. Superblackbird, Shad-
ow og svo ofurvespan Silver-
wing. Keppnislið Honda verða
kynnt og liðsmenn þess verða
á staðnum til að gefa góð ráð.
Nýjustu motocross myndirnar
verða sýndar á breiðtjaldi,
segir í fréttatilkynningu.
Honda-umboðið, Bernhard
hf., býður alla velkomna á
laugardag og sunnudag og er
opið 12–16 báða dagana.
Mótor-
hjóla-
sýning
hjá Bern-
hard hf.
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá SVÞ – Samtökum versl-
unar og þjónustu:
„SVÞ – Samtök verslunar og
þjónustu mótmæla ætlun landbún-
aðarráðherra að festa í sessi opin-
bera verðstýringu á landbúnaðar-
vörum. Einnig ásökunum sem felast
í orðum hans um að smásöluversl-
unin hafi náð tökum á kjötmarkaði
og dreymi um að ná svipuðum tök-
um á mjólkurvörumarkaði.
Landbúnaðarráðherra ítrekaði
kröftuglega þá skoðun sína á aðal-
fundi Landssambands kúabænda að
frjáls verðlagning ógni mjólkuriðn-
aðinum og vill að samningur um op-
inbera verðákvörðun á heildsölu-
verði mjólkurvara verði fram-
lengdur til 7–10 ára. Þessi yfirlýsing
gengur þvert á álit samkeppnisráðs
sem beindi þeim tilmælum til land-
búnaðarráðherra í október 2002 að
heildsöluverðlagning á búvöru verði
gefið frjálst eins fljótt og auðið er og
eigi síðar en 30. júní 2004.
Í áliti samkeppnisráðs (álit sam-
keppnissráðs) kemur fram að opin-
ber verðálagning stangist á við sam-
keppnislög en þar sem sérákvæði
búvörulaga ganga framar sam-
keppnislögum getur ráðið ekki að-
hafst að öðru leyti en að beina þess-
um tilmælum til landbúnaðarráð-
herra. Í niðurstöðum álitsgerðar
samkeppnisráðs segir einnig að
virkri samkeppni stafi veruleg
hætta af samráði afurðastöðva í
mjólkuriðnaði sem felist í verðtil-
færslu og samningum um verka-
skiptingu afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði.
Ástæða þess að samkeppnisráð
ályktaði í málinu var beiðni SVÞ –
Samtaka verslunar og þjónustu um
að skorið væri úr um hvort opinber
verðákvörðun á landbúnaðarafurð-
um stæðust samkeppnislög.
Yfirlýsingar landbúnaðarráðherra
um að viðhalda áframhaldandi op-
inberum stuðningi við landbúnaðinn
eru ótrúlegar í ljósi álits nýlegrar
skýrslu OECD um helmingi meiri
framleiðslustyrki í landbúnaði hér á
landi en að meðaltali í öðrum ríkjum
sem eiga aðild að stofnuninni. Ráð-
herrann sagði á fundi kúabænda að
íslensk stjórnvöld hafi mótmælt til-
lögum alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar WTO um minni afskipti rík-
isins af landbúnaði. Því verður vart
trúað að stjórnvöld ætli sér að festa
í sessi opinbera verðstýringu á land-
búnaðarvörum og hindra frjáls við-
skipti sem hvarvetna hafa leitt til
lægra matarverðs.
Vandamál landbúnaðarins eru
ekki runnin undan rifjum smásölu-
verslunarinnar og er slíkum ásök-
unum vísað til föðurhúsanna.“
Mótmæla opinberri
verðstýringu á land-
búnaðarvörum