Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 31 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hamravík til sölu Vel skipulagðar íbúðir Fallegt útsýni 100-130 fm Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherb. 24 fm bílskúr. Eitt húsið er svo til fullbúið. Byggingaraðili: Örn Isebarn Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 HITAVEITA Suðurnesja greiðir Landsvirkjun 260 milljónir vegna flutnings raforku þótt fyrirtækið eigi sjálft og reki eigið flutnings- og dreifikerfi. Verði að veruleika hug- myndir stjórnvalda um frekari gjald- töku fyrir flutning og verðjöfnun næmu greiðslur fyrirtækisins um 700 milljónum á ári sem stæði undir fjárfestingum að fjárhæð allt að 9,5 milljörðum króna. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu sem Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., flutti á að- alfundi HS í Eldborg í Svartsengi í gær. Hann fjallaði mikið um skipu- lag virkjunar- og orkumála, sérstak- lega um áform um gjaldtöku fyrir flutning og verðjöfnun. Eiga og reka flutningskerfið á Suðurnesjum Fram kom að Hitaveita Suður- nesja á og rekur allt flutningskerfið á Suðurnesjum, allt að Hamranesi við Hafnarfjörð, og einnig frá Hamranesi að Hafnarfirði. Öll raf- orka sem nýtt er á Suðurnesjum er flutt um eigið kerfi fyrirtækisins og alfarið á þess kostnað og taldi Júlíus að í meginatriðum mætti segja það sama um raforkusölu fyrirtækisins í Hafnarfirði sem fer í gegnum að- veitustöð Landsvirkjunar í Hamra- nesi án spennubreytingar eða ann- ars kostnaðar. Júlíus fór yfir þær greiðslur sem HS innir af hendi til Landsvirkjunar vegna flutnings. Nema þær um 260 milljónum kr. á ári og geta því staðið undir fjárfestingum að fjárhæð 3,5 milljarðar kr. samkvæmt hans út- reikningum. Verði orðið við kröfum Landsvirkjunar um flutningsgjöld vegna stækkunar Norðuráls hækka þessar greiðslur í um 400 milljónir kr. og stæðu undir 5,5 milljarða króna fjárfestingu. Nærri þriðjungur af flutnings- kerfi Landsvirkjunar „Þegar þess er svo gætt að þessar greiðslur eru fyrir flutning sem nán- ast aldrei á sér stað og er í raun ein- göngu öryggisatriði, þá er ljóst að um dágóða búbót er að ræða fyrir viðtakanda greiðslnanna,“ sagði Júl- íus. Þá gat hann þess að til viðbótar greiddi fyrirtækið Rarik 110 millj- ónir á ári og gæti sú fjárhæð staðið undir 1,5 milljarða króna fjárfest- ingu. Sagði Júlíus að kröfur væru uppi um að bæta við þessar greiðslur 300 milljónum kr. árlega og ef verðjöfn- unarfrumvarp síðasta þings yrði endurvakið myndu bætast 60–70 milljónir á viðskiptavini fyrirtækis- ins. Næði allt þetta fram að ganga yrðu árlegar greiðslur Hitaveitu Suðurnesja hf. um 700 milljónir kr. sem stæðu undir allt að 9,5 milljarða króna fjárfestingum. Júlíus gat þess til samanburðar að flutningskerfi Landsvirkjunar væri metið á um 30 milljarða króna. Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja gagnrýnir kröfur um gjald fyrir raforkuflutning Greiða 700 milljónir fyrir flutning sem ekki fer fram Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Nokkrir fulltrúar á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sem fram fór í Eldborg. Stendur undir 9,5 milljarða króna fjárfestingu í flutningsmannvirkjum Reykjanes BJÖRN Herbert Guðbjörnsson framkvæmdastjóri var óvænt kosinn formaður stjórnar Hitaveitu Suður- nesja hf. í stað Ellerts Eiríkssonar fyrrverandi bæjarstjóra, á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar. Á fundinum var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um fækkun stjórnarmanna úr tólf í sjö. Á fundinum var kynnt samkomu- lag fulltrúa eigenda um skipan nýrr- ar stjórnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins byggðist það meðal annars á því að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ gáfu eftir varamann til þess að öll sveitarfélögin fengju mann í stjórn eða varastjórn. Jafn- framt var kveðið á um verkaskipt- ingu stjórnar. Fulltrúar Reykjanesbæjar, sem er langstærsti hluthafinn, eru Ellert Eiríksson, Árni Sigfússon og Björn Herbert Guðbjörnsson. Gunnar Svavarsson er fulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar, Óskar Þórmundsson fyrir iðnaðarráðherra, Ómar Jónsson frá Grindavíkurbæ og Lúðvík Bergvins- son frá Vestmannaeyjabæ. Á stjórnarfundi sem haldinn var síðdegis í gær lagði Ellert Eiríksson fráfarandi formaður fram tillögu um verkaskiptingu stjórnar sem hann sagði að væri í samræmi við umrætt samkomulag eigenda. Þar var gert m.a. ráð fyrir að Ellert yrði áfram formaður. Lúðvík Bergvinsson lagði þá til að Björn Herbert, sem Sam- fylkingin í Reykjanesbæ tilnefndi í stjórn, yrði formaður og var hann kosinn með fjórum atkvæðum en Ellert fékk þrjú atkvæði. Gunnar var síðan kosinn varaformaður og Lúðvík ritari. Óvænt skipti á formanni stjórnar HS LJÓST er að tjón á húsi Valbjarnar hf. í Sandgerði sem brann í fyrrinótt nemur á annað hundrað milljóna kr., að minnsta kosti. Unnið var að rann- sókn eldsupptaka í gær en grunur beindist að rafmagni. Slökkviliðið í Sandgerði fékk til- kynningu klukkan 1.40 í fyrrinótt um að kviknað væri í fiskverkunarhús- um við Strandgötu 14 til 16. Húsin eru kennd við Jón Erlingsson sem þar rak frystihús en þau hafa lítið verið notuð að undanförnu. Að sögn Reynis Sveinssonar slökkviliðsstjóra fóru þeir slökkvi- liðsmenn sem fyrstir komu á staðinn inn í sund á milli húsanna. Þá rauk mikið upp úr húsinu og eldur bloss- aði upp úr þaki hússins skömmu síð- ar. Óskaði slökkviliðið eftir aðstoð frá slökkviliði Brunavarna Suður- nesja og síðar frá Slökkviliði Kefla- víkurflugvallar. Erfitt að athafna sig Reynir Sveinsson segir að erfitt hafi verið að komast að eldinum. Ekki hafi verið auðvelt að átta sig nákvæmlega á því hvar hann væri mestur. Slökkviliðsmenn hafi orðið að fara um dyr á norðurenda hússins en þau húsakynni hafi verið full af reyk og erfitt að athafna sig þar. Þá var talið hættulegt að vera inni í hús- inu þar sem strengjasteypubitar gátu gefið sig. Því hafi slökkviliðs- menn orðið að beina slöngum sínum mest að þaki hússins og reyna að kæfa eldinn þaðan. Á meðan á slökkvistarfi stóð urðu sprengingar inni í húsinu, einhverjir kútar virtust springa, og síðan fór þakið að hrynja. Eftir það gekk betur að koma vatn- inu á eldinn. Það var þó ekki fyr en undir morgun þegar fenginn var vörubíll með stórum krana til að rífa þakið að það tókst að ná til síðustu glæðanna í þaki hússins og ljúka slökkvistarfi en það var um klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Tvær verbúðir sem eru í nálægum húsum voru rýmdar um nóttina vegna þess að ammoníaksleki varð í frystihúsinu og lagði yfir húsin. Tíu menn voru fluttir í íþróttahúsið og Fræðasetrið. Sigurjón Jónsson, eigandi Val- bjarnar hf., segir að hluti hússins hafi verið leigður fyrir geymslur og ýmiskonar starfsemi og frystiklefi hafi verið fullur af afurðum, það er að segja um 300 tonnum af frosnu minkafóðri. Fiskurinn var fluttur til geymslu í frystihúsi í Njarðvík. Húsin eru hátt í 1.900 fermetrar að stærð. Þau eru mikið skemmd. Þakið er ónýtt að stórum hluta. Sig- urjón sagðist í gær ekki geta gert sér grein fyrir hvað tjónið væri mikið. Fiskverkunarhús Jóns Erlingssonar brunnu í fyrrinótt Tjón áætlað á annað hundrað milljónir kr. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hluti af þaki frystihússins við Strandgötu var rifinn með vörubílskrana í gærmorgun til þess að hægt væri að slökkva í eldi sem var í þaki hússins. Sandgerði HAGNAÐUR Hitaveitu Suðurnesja var tæplega 200 milljónum meiri í fyrra en á árinu á undan. Ákveðið hefur verið að greiða hluthöfum samtals 270 milljónir í arð. Hagnaður Hitaveitu Suðurnesja var liðlega 807 milljónir á síðasta ári á móti 613 á árinu 2001. Tekjur ársins námu tæpum 3,5 milljörðum kr. sem er um 23% hækkun frá fyrra ári. Arðsemi eigin fjár var 8%, að því er fram kemur í reikningum sem lagðir voru fram á aðalfundi félagsins í gær. Samþykkt var á fundinum að greiða 270 milljónir kr. í arð til hluthafa. Þannig fær Reykjanes- bær sem stærsti hluthafinn rúmar 109 milljónir, ríkissjóður og Hafn- arfjarðarbær tæpar 42 milljónir hvor hluthafi en aðrir minna. Greiða hluthöfum 270 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.