Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 67
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 67
EFTIRFARANDI hugleiðingar eru
ritaðar á 21. degi stríðsins í Írak.
Í dag var stytta af Saddam Huss-
ein felld á torgi
skammt frá Hótel
Palestínu þar sem
flestir erlendir
fréttamenn í
Bagdad hafa dval-
ið. Fjölmargar
sjónvarpsstöðvar
sýndu þennan
áhrifamikla at-
burð í beinni út-
sendingu. Myndir
sem sýndar hafa verið frá borginni og
víðar frá Írak í dag og raunar einnig
síðustu daga sýna fagnaðarlæti al-
mennra borgara þar sem þeir lýsa
greinilegri fyrirlitningu sinni á ein-
valdinum fyrrverandi. Ljóst er að
stór hluti írösku þjóðarinnar finnur
til mikils léttis að losna undan því
ógnarvaldi og kúgun sem hún hefur
verið ofurseld.
Vart verður lengur um það deilt að
sú ákvörðun að fara í þessa aðgerð í
Írak nú var hárrétt þótt það sé alltaf
hörmulegt að þurfa að grípa til slíks.
Fjölmargir hafa farist og særst í
stríðinu hingað til en vonandi er að nú
sjái fyrir endann á því. Þessi fjöldi er
þó aðeins brot af þeim fjölda manns-
lífa sem Saddam Hussein og stjórn
hans hefur á samviskunni á síðustu
35 árum ógnarstjórnar sinnar.
Mikilvægi þess fyrir þjóð eins og
Íslendinga að taka á alþjóðamálum af
yfirvegun og þekkingu verður seint
ofmetið. Ríkisstjórn Íslands sýndi
það og sannaði í aðdraganda stríðsins
í Írak að hún var þess megnug að
taka rétt og af framsýni á málum. Í
slíkum efnum dugar ekki að láta
rugla sig í ríminu og láta stjórnast af
skammtímasjónarmiðum sem oft
koma fram í skoðanakönnunum og
hjá tækifærissinnuðum stjórnmála-
mönnum. Það er ekki alltaf víst að
skoðanakannanir gefi raunsanna
mynd af langtímaskoðun þjóðarinnar
eða jafnvel að þjóðin hafi alltaf rétt
fyrir sér til skamms tíma litið. Okkar
skoðanir litast oft af tilfinningum án
yfirsýnar sem ekki fæst nema með
því að skoða málin í heild og af þekk-
ingu. Í erfiðum málum sem þessum
reynir á forystuhæfileika stjórnmála-
manna og bæði forsætisráðherra og
utanríkisráðherra og þeirra sam-
starfsfólk hefur ótvírætt sýnt slíka
hæfileika í Íraksmálinu.
Ljóst er að verkefninu í Írak er
hvergi nærri lokið þótt á þessum 21.
degi hafi verulega mikilvægir áfang-
ar náðst. Við skulum ekki fara í graf-
götur með það að verkefnið er vanda-
samt og getur brugðið til beggja vona
ef ekki er rétt á málum haldið. Í raun
hefur þó sjaldan gefist jafnmerkilegt
og gott tækifæri til að sætta sjónar-
mið hins vestræna heims og araba.
Þetta tækifæri ber að nota af kost-
gæfni. Standa þarf myndarlega að
uppbyggingarstarfi í Írak í náinni
samvinnu við Íraka sjálfa og ná-
granna þeirra. Í framhaldinu og sam-
hliða þarf að vinna að lausn mála fyrir
botni Miðjarðarhafs því að þar liggur
í raun rót ósamkomulags milli þess-
ara tveggja að mörgu leyti ólíku
menningarheima. Ekki má þó
gleyma því að um allan heim eru
manneskjurnar svipaðar og eiga sín-
ar vonir og þrár um friðsælt og gott
líf þótt nálgunin kunni að vera mis-
munandi. Þetta ber að hafa í huga og
það ber að virða alla menn jafnt,
hverrar þjóðar eða trúar sem þeir
kunna að vera og þótt stundum þurfi
að grípa til óyndisúrræða eins og
stríðs þá má ekki gleyma því að endir
stríðs er nýtt tækifæri til uppbygg-
ingar og friðar sem endist.
Vonandi veljum við Íslendingar af
framsýni í vor og tryggjum okkur
áfram meirihluta festu og þekkingar
á Alþingi en ekki þeirra sem snúast
eins og lauf í vindi.
EYÞÓR HARALDUR ÓLAFSSON,
verkfræðingur,
Hveragerði.
Frelsun Íraks!
Frá Eyþóri Haraldi Ólafssyni
„Ljóst er að stór hluti írösku þjóðarinnar finnur til mikils léttis að losna
undan því ógnarvaldi og kúgun sem hún hefur verið ofurseld.“
Eyþór Haraldur
Ólafsson
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r
alltaf á föstudögum
GREEN
ww
w.
for
va
l.is
milljóna
starfslokasamning
vi› sjálfa(n) flig
Ger›u
www.isb.is Vertu me› allt á hreinu!
Vi›bótarlífeyrissparna›ur Íslandsbanka
Fá›u borga› fyrir a› spara!
Byrja›u
strax!
fia› mu
nar
milljón
um.
Vi›bótarlífeyrissparna›inum má líkja vi› risastóran starfslokasamning sem flú
gerir vi› sjálfa(n) flig. fiín getur be›i› vegleg upphæ› vi› starfslok. Ekki hika,
flví fyrr sem flú byrjar a› spara flví hærri ver›ur „samningurinn“.
Vegna mótframlags launagrei›anda og ríkis er vi›bótarlífeyrissparna›ur
besti sparna›ur sem völ er á. Fyrir hverjar 10.000 kr. sem flú leggur
fyrir í vi›bótarlífeyrissparna› leggjast 6.000 kr. til vi›bótar inn
á reikninginn flinn. fia› jafngildir 60% ávöxtun strax!
Klára›u máli› á isb.is e›a komdu
vi› í næsta útibúi Íslandsbanka.
Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Alfljó›asvi› Marka›svi›skipti
le coq sportif
7.990
hvítir/bláir
st. 36-41
le coq sportif
7.990
hvítir/svartir
st. 36-41
Nike
8.990
svartir
st. 36-42
Kringlan, sími 533 5150