Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI SAMFYLKINGIN fengi 37,1% at- kvæða og 24 þingmenn kjörna, ef gengið yrði til kosninga nú, en Sjálfstæðisflokkurinn 33,1% at- kvæða og 21 mann kjörinn, miðað við þá sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morg- unblaðið dagana 6.-11. apríl síðast- liðinn. Framsóknarflokkurinn fengi 10,3% fylgi og sjö menn á þing, hef- ur 12 nú. Hefur fylgi flokksins dal- að í síðustu könnunum Félagsvís- indastofnunar, var t.d. 13,5% í febrúar og 11,7% í mars. Ekki er ljóst hvort Framsóknarflokkurinn nær inn þingmanni í Reykjavík en Félagsvísindastofnun telur það þó mögulegt. verðu fylgi við sig, eða nærri fjórum prósentustigum en fylgi VG dalar um 0,7 prósentustig. Félagsvísindastofnun vekur á því athygli hve fylgi flokkanna hafi breyst mikið frá þingkosningunum 1999, raunveruleg breyting utan skekkjumarka hafi orðið hjá öllum flokkum nema VG. Könnunin var sem fyrr segir gerð dagana 6. til 11. apríl síðast- liðinn og lauk því í gær. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra lands- manna á aldrinum 18–80 ára. Nettósvörun var 66,5%, 20% neit- uðu að svara og ekki náðist í 13,5% úrtaksins.rúm sex prósentustig en fylgi Sam- fylkingar aukist um rúm þrjú pró- sentustig. Frjálslyndir bæta tölu- Samkvæmt könnuninni nú fer Frjálslyndi flokkurinn upp fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð, mælist með 8,9% og fengi sex menn kjörna, en Vinstri grænir fengju fimm menn kjörna og 8,7% atkvæða. Hefur flokkurinn sex menn á Alþingi í dag. Nýtt afl kemst nú á blað og fær 1,1% at- kvæða en aðrir flokkar fá 0,8%. Fé- lagsvísindastofnun bendir á að skiptingu þingsæta samkvæmt könnuninni beri að taka með mikl- um fyrirvara. Frjálslyndir bæta við sig fylgi Frá síðustu könnun í mars hafa Sjálfstæðisflokkur og Samfylking haft sætaskipti. Fylgi Sjálfstæðis- flokks hefur síðan þá minnkað um Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Samfylking fær 37,1% – Sjálfstæðisflokkur 33,1%  Frjálslyndir/6     ## # %  & /01 2 3 4       :    =7KKK :FL 3   HANNES Lárusson myndlistarmaður gagnrýnir í Lesbók í dag samning Reykja- víkurborgar við Pétur Arason ehf. um rekstur á alþjóðlegu samtímalistasafni á Laugavegi 37 en safnið samanstendur af listaverkaeign hjónanna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Að mati Hann- esar er safnið „mestan part smælki, míníatúrar og fjölfeldi, í sumum tilfellum nánast ekkert annað en nafn listamanna á blaði.“ Hannes segir að í undantekningartil- fellum sé um lykilverk að ræða. Hannes segir í gagnrýni sinni að engir fagmenn í viðskiptum með myndlist hafi verið kallaðir til samráðs um verðgildi safnsins og að listgildi þess hafi heldur ekki verið tekið út formlega af fræðimönnum. Hannes gagnrýnir ennfremur að engar hæfniskröfur séu gerðar til rekstraraðila safnsins sem eigi meðal annars „að veita nýjum straumum inn í íslenskt myndlist- arlíf og stuðla að endurmati og gagnrýnni skoðun á möguleikum og tilgangi myndlist- ar á Íslandi.“ Hannes segir ljóst að einstak- lingi hafi „aldrei verið gefnar jafnfrjálsar hendur af opinberum aðilum til íhlutunar í íslenska myndlist, framgang hennar og úr- vinnslu, á jafn óljósum forsendum.“ Samningur um safn Péturs Arasonar gagnrýndur „Mestan part smælki, míníatúrar og fjölfeldi“  Yfirsjónir/Lesbók PRÚÐBÚIN ungmenni stigu dans á götum Reykjavíkurborgar í gær. Voru þar á ferð nemendur í fjórða bekk Verzlunarskóla Ís- lands sem bjuggu sig upp á til að halda upp á hinn árlega peysu- fatadag skólans. Veðrið lék við unga fólkið sem skemmti sér hið besta eins og sjá má á þessu pari sem steig dansinn með bros á vör á túninu framan við Aðalbygg- ingu Háskólans. Morgunblaðið/Jim Smart Stigu dans á peysufatadegi fólk úr listaheiminum erlendis mun koma sérstaklega til að sjá þessa sýningu.“ Matthew Barney fæddist í Kali- forníu 1967, ólst upp í Idaho, en býr nú í New York, þar sem hann starf- ar að list sinni. Menntun sína hlaut hann meðal annars í Yale háskóla. Árið 1994 hóf hann vinnu við risa- vaxið Cremaster-verkefnið. Frá upphafi hafa verk hans einkennst af listrænni könnun á takmörkunum mannsins og efnisins. Þegar stóra sýningin á verkum hans í Guggenheim safninu var opnuð í febrúarlok sagði aðalmynd- listargagnrýnandi New York Tim- es, Michael Kimmelman, að Matth- ew Barney væri án nokkurs vafa hugmyndaríkasti og áhugaverðasti myndlistarmaður sem komið hefði fram á sjónarsviðið um árabil. BANDARÍSKI mynd- listarmaðurinn Matth- ew Barney kemur hingað til lands í lok maí og setur upp sér- staka sýningu í Ný- listasafninu. Á sama tíma verða þekktar myndir hans Cremast- er 1-5 sýndar í Regn- boganum. Geir Svansson fram- kvæmdastjóri Nýlista- safnsins segir að sýn- ing Matthews Barney hér sé hluti af Cremaster-verkinu, sem er samsafn fjölda verka í ýmsum miðlum sem listamaðurinn hef- ur unnið að frá því snemma á tíunda ára- tugnum. „Þetta er mikil upp- hefð fyrir Nýlistasafn- ið,“ segir Geir. „Á sama tíma og hann verður hér, er hann með stóra sýningu í Guggenheim safninu í New York, leggur það alveg undir sig og fer héðan beint á Feneyjatvíæringinn. Innan Cremaster-verksins rúmast bíómyndirnar fimm, skúlptúrar, ljósmyndaverk og margt fleira. Verkið sem hann sýnir hér er alveg sérstaklega búið til inn í sal Ný- listasafnsins.“ Geir segir að vel sé fylgst með sýningahaldi Matthews Barney bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu og að það sé fyrir gott orð og góð tengsl Nýlistasafnsins erlendis að listamaðurinn komi hingað að þessu sinni. „Þetta mun auka hróður okkar enn betur. Við verðum vör við spennuna erlendis vegna sýningar- innar og munum auglýsa hana ytra. Við vitum að þekktir galleristar og Vinnur sér- stakt verk fyrir Nýlistasafnið Ljósmynd/Chris Winget – Birt með leyfi Barböru Gladstone Úr Cremaster 3 eftir Matthew Barney, 2002. Matthew Barney sýnir á Íslandi EITT þekktasta leikhús Evrópu, Royal Court-leikhúsið í London, hefur valið ís- lenska leikritahöfundinn Jón Atla Jónasson sem einn 8 efnilegra höfunda sem leikhúsið vill koma á framfæri í hinum alþjóðlega leik- húsheimi. Royal Court hefur getið sér orð á undanförnum áratugum fyrir að vera í far- arbroddi fyrir nýrri leikritun. Nýjasta stefna þess er að leita höfunda utan Englands og er þetta afrakstur þess. „Alþjóðadeild leikhússins stendur fyrir þessu og valdi okkur úr eftir umsóknum. Ég fer til London í júlí og verð þar í mánuð við vinnu að nýju leikriti með þekktum leikstjóra og leikurum leikhússins,“ segir Jón Atli. Komið á framfæri af Royal Court  Skrifar leikrit/38 BM VALLÁ vinnur nú að því að setja upp steypustöð á Reyðarfirði en henni er ætlað að geta sinnt þeim verkefnum sem eru fyr- irsjáanleg á næstu árum í tengslum við framkvæmdirnar á Austurlandi. „Við höfum gert samning við Ístak um steypu í Reyðarfjarðargöngin. Í þeim til- gangi munum við koma upp steypustöð með fullum afköstum inni í Reyðarfirði,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þorsteins er ætlunin að starf- rækja steypustöðina á Reyðarfirði til fram- búðar og ráða heimafólk til starfa auk þess sem fólk með sérþekkingu á steypufram- leiðslu verður flutt austur. BM Vallá opn- ar steypustöð á Reyðarfirði  Aukin framleiðslugeta/16 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.